Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 Afmæli Þóruiin Gunnarsdóttir Þórunn Gunnarsdóttir húsmóðir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, er 75 ára í dag. Starfsferill Þórunn fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hún gekk í Húsmæðra- skólann á Staðarfelli í Dalasýslu. Þórunn vann hjá Kirkjusandi í Reykjavík til ársins 1971 en þá flutti hún til Hafnarfjarðar og starfaði í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar þar sem hún var trúnaðarmanneskja. Síð- ustu starfsárin vann hún sem mat- ráðskona í Kostakaupum og Mikla- garði. Fjölskylda Þórunn giftist 1.4.1953 Matthíasi Laxdal Björnssyni, f. 6.11. 1919 að Felli, Árneshreppi, Strandasýslu, verkamanni. Móðir hans: Hallfríð- ur Anna Guðmundsdóttir, f. 16.11. 1896, d. 9.10. 1969. Börn Þórunnar og Matthíasar: Gunnar Eldar Karlsson sjómaður, f. 16.10. 1947, dáinn 18.7. 1999. Maki Ragna Jóhannesdótt- ir.húsmóðir, f. 24.12. 1945. Böm þeirra: Matth- ías Þór, f. 1976, Jóhannes Örn, f. 1977, Karl Eldar, f. 1979, Ágúst Fannar, f. 1981, Kristensa Valdís, f. 1982; Hallfríður Matthí- asdóttir leikskólakenn- ari, f. 1.2. 1953, maki Sverrir Víglundsson sjó- maður f. 1.11. 1951. Börn þeirra: Víglundur, f. 1971, maki Guðrún Ragn- heiður Guðmundsdóttir, f. 1972, börn þeirra Jana Eir, f. 1993, og Emil Tumi, f. 1996, Ólöf Magnea, f. 1977, maki Ásgeir Snær Guðbjartsson, f. 1977, barn Adam Eiður, f. 1998; Vilborg Matth- íasdóttir húsmóðir, f. 2.6. 1955, maki Ásmundur Svanberg Jónsson, vélvirki, f. 22.11. 1953, böm þeirra Jón Viðar, f. 1976, maki Sandra Hafnfjörð, f. 1975, barn Davíð Þórir, f. 1996, Sigurður Rúnar, f. 1979, maki EUen Fríða Falkvard, f. 1979, böm Viðar Kristófer, f. 1997, og Erla Falkvard, f. 1998, Sigrún, f. 1982, unnusti Ólafur Grétars- son f. 1976, Ásmundur Þór, f. 1987; Birna Matthí- asdóttir smurbrauðs- dama, f. 24.6. 1956, maki Karl Árnason bifreiða- stjóri, f. 25.9. 1953, börn þeirra Guðrún Þóra, f. 1975, unnusti Guömundur Brynjar Lúðvíksson, f. 1974, Matthías Finns, f. 1977, og Árni Rúnar, f. 1982; Steingerður Matthí- asdóttir bankastarfsmað- ur, f. 13.11 1958, börn hennar Þórunn Guð- mundsdóttir, f. 1980, og Sturla Reyn- isson, f. 1990; Kolfinna Matthías- dóttir húsmóðir, f. 11.11. 1960, maki Pétur Svavarsson skrifstofumaður, f. 13.10. 1959. Börn þeirra Svavar Ólafur, f. 1980, Steinar, f. 1987, Elísa- bet, f. 1988, og Ragnhildur Dagbjört, f. 1994; Soffia Matthíasdóttir bif- reiðarstjóri, f. 15.9. 1963, maki Sverrir Reynisson símsmiður, f. 22.10. 1962, böm þeirra Reynir Andri, f. 1981, Björn Daníel, f. 1990, og Stefan Mikael, f. 1991; fósturdótt- ir: Sigríður Fjóla Matthíasdóttir verslunarstjóri, f. 2.1. 1947, maki Árni Þorgilsson sjómaður, f. 27.4. 1940, börn þeirra Jenný Elfa, f. 1969, maki Hermann Björn Þorsteinsson, f. 1969, börn þeirra Þorsteinn Ýmir, f. 1998, og Patrekur Darri, f. 1998, Guðrún Olga, f. 1972, maki Benedikt Vagn Gunnarsson, f. 1969, börn þeirra Sigurður Erling, f. 1991, og Eva Rut, f. 1997, Berghildur, f. 1978, maki Helgi Hjartarson, f. 1976, barn þeirra Hjörtur ísak, f. 1999, Hrafn- hildur, f. 1979. Systkini Þórunnar: Guðmundur, Halldóra Málfríður, Jórunn, Guð- rún, Bjarghildur, Hrefna, Lovísa, Ingibjörg, Rannveig, Konráð, Jónas. Foreldrar Þórunnar: Gunnar B. Guðmundsson, f. 1899, verkamað- ur, og Kristensa Valdís Jónsdóttir, f. 1899, húsmóðir. Búseta í Fögru- hlíð í Stykkishólmi. Þórunn tekur á móti gestum að Hjallabraut 33 (samkomusal), Hafn- arflrði, á afmælisdaginn eftir kl. 19.30 Þórunn Gunnarsdóttir. Kristín Jónsdóttir Kristín Jónsdóttir húsmóðir, Dal- braut 27, Reykjavík, er niræð í dag. Starfsferill Kristín fæddist á Búðum á Snæ- fellsnesi og ólst upp á Hellnum í Breiðuvíkurhreppi hjá móður sinni sem þar var ekkja. Kristín fór strax eftir fermingu að vinna fyrir sér í kaupavinnu á sumrin og í vist á vet- uma en hún var m.a. í vist hjá El- ísabetu og Antoni Proppé á Þingeyri í eitt og hálft ár. Þaðan fór hún til náms í Húsmæðraskólann Ósk á ísaflrði veturinn 1929-30. Fyrstu átta hjúskaparár sín bjó Kristín á Akureyri en þaðan flutti tjöldskyldan til Siglufjarðar 1938 og bjó þar til 1952. Þá fluttu þau til Reykjavíkur og síðan í Kópavoginn 1958-72 en þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur. Fjölskylda Kristín giftist 11.10. 1930 Helga Th. Kristjánssyni vélstjóra, f. 20.9. 1904, d. 9.9. 1976. Foreldrar hans: Helga Ingibjörg Helgadóttir, hús- móðir frá Gíslabæ á Hellnum, og Kristján Kristjánsson, smiður frá Ytra-Skógamesi í Kolbeinsstaða- hreppi. Börn Kristínar og Helga: Kristín, f. 1.8. 1931, fulltrúi í Reykjavík, gift Reinhard Sigurðssyni, verkstjóra hjá Eimskip, þau eiga tvö börn, Helgu Margréti og Reinhard Vil- helm; Jón, f. 12.12. 1932, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Aðalheiði Guð- mundsdóttur, þau eiga þrjú börn, Guðmund, Kristínu og Ægi Thor- berg; Kristján, f. 15.9. 1934, hafnar- vörður í Ólafsvík, maki Björg Lára Jónsdóttur, þau eiga fjögur böm, Helga, Jóhannes, Láru og Olgu; Jó- hannes, f. 25.4. 1936, útvarpsvirkja- meistari og kennari í Reykjavík, maki Fríða Sigurveig Traustadóttir, þau eiga fimrn börn, Sigríði, Björgu, Olgeir, Unu og Trausta. Foreldrar Kristínar: Jón Helga- son sjómaður, f. 31.10. 1870, d. 10.6. 1912, og Sveinbjörg Pétursdóttir húsmóðir, f. 19.1. 1886, d. 2.10. 1938. Ætt Jón var sonur Helga, b. og hreppstjóra í Gíslabæ á Hellnum, Árnasonar, b. í Öxl í Breiðuvík, Sigurðs- sonar. Kona Áma var Agnes Ólafsdóttir, Tómas- sonar frá Sámsstöðum í Laxárdal og konu hans, Guðrúnar Tjörvadóttur frá Fjarðarhomi í Helga- fellssveit. Móðir Jóns var Kristín Grímsdóttir, b. á Hellu undir Jökli, Jónssonar, b. í Beruvík. Jón var sonur Oddleifs, b. og hreppstjóra á Sauðafelli í Dölum, Þorleifssonar, b. á Rauðamel, Þorleifssonar, b. og hreppstjóra í Straumi á Skógar- strönd, Böðvarssonar. Móðir Gríms var Guðrún Jónsdóttir, b. á Höfða í Eyjahreppi, Jónssonar, og konu hans, Kristínar Péturssdóttur, ríka í Ólafsvík, Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Páls Eggerts Óla- sonar prófessors. Móðir Kristínar Grímsdóttm- var Guðrún Gunnars- dóttir, skálds í Búða- plássi, Vigfússonar, og konu hans, Herdísar Bjamadóttur Þórðarson- ar, b. í Krossnesi, Ólafs- sonar Þórðarsonar, b. í Keflavík undir Jökli, Ólafssonar, b. í Grunna- sundsnesi, Þórðarsonar, lögréttumanns á Kirkju- felli í Eyrarsveit, Þórðar- sonar, b. á Kirkjufelli, Ásmundsson- ar, prests á Hallmundareyri, Jóns- sonar, bróður Stefáns, biskups í Skálholti. Sveinbjörg var dóttir Pét- urs Péturssonar, b. á Malarrifl, Jónssonar, Oddleifssonar, b. og hreppstjóra á Sauðafelli í Dölum, og konu hans, Ingibjargar Gísladóttur, b. í Einarslóni, Guðmundssonar. Kristín verður að heiman á af- mælisdaginn. Kristín Jónsdóttir. Messur REYKJAVÍKURPRÓFASTS- DÆMI Sameiginleg hátíðarguðs- þjónusta allra safnaða í Reykja- víkui'prófastsdæmum, Kópavogi og Seltjamarnesi verður haldin á Laugardalsvelli sunnudaginn 15. ágúst og hefst guðsþjónustan kl. 13.30. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar. 1000 manna blandaður kór safnaðanna syngur undir stjórn Jóns Stefáns- sonar kórstjóra. Kristinn Sig- mundsson óperusöngvari syngur einsöng. Lúðrasveit leikur. Allir hjartanlega velkomnir. Reykjavík- urprófastsdæmin GRINDAVÍKURKIRKJA Guðs- þjónusta kl. 20.30. Kór Grindavík- urkirkju syngur. Organisti Öm Falkner. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11.00. Vígður verður ljósberi kirkjunnar sem er gjöf þeirra hjóna Gunnars Þórar- inssonar og Steinunnar Sighvats- dóttur. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guð- mundssonar organista. Kaffi og kökur verða aö lokinni athöfn í boði sóknamefndar. Baldur Rafn Sigurðsson. HVERAGERÐISKIKRJA Guðs- þjónusta kl. 11.00. Sr. Baldur Kristjánsson. KOTSTRANDARKIRKJA Guðs- þjónusta kl. 14.00. Sr. Baldur Kristjánsson. ÞORLÁKSKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 10.00 í tenglsum við hafn- ardaga í Þorlákshöfn. Sr. Baldur Kristjánsson. EYRARBAKKAKIRKJA Messa kl. 14.00. Sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 11.00. Kirkjukór LágafeOs- sóknar. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV lr///////////////// d'l mill hlrnifa Smáougtýsingar I SSI $$05000 Renata Vilhjálmsdóttir Renata Vilhjálmsdótt- ir kennari og leiðsögu- maður í Brekkugerði í Biskupstungum er sex- tug í dag. Starfsferill Renata er fædd og uppalin í Berlín þar sem hún átti heima til tvi- tugsaldurs. Hún stund- aði nám við kennarahá- skólann í Hannover á ár- unum 1959-61 og lauk þar kennaraprófi. Renata hefur átt heima í Biskupstungum síðan 1963 og hefur starfað sem kennari við Reykholtsskóla og Skál- holtsskóla. Hún lagði stund á leið- sögunám við Farskóla Suðurlands veturinn 1992-93 og hefur síðan starfað sem leiðsögumaður á sumr- in. Fjölskylda Eiginmaður Renötu er Gunn- laugur Skúlason, dýralæknir i Laugarási í Biskupstungum. Hann er frá Bræöratungu í sömu sveit, sonur Skúla Gunnlaugssonar bónda og oddvita þar, sem var frá Kiða- bergi í Grímsnesi, og Valgerðar Pálsdóttur konu hans, frá Tungu í Fáskrúðsflrði. Böm Gunnlaugs og Renötu eru: Barbara f. 1961, fóstra í Berlín, unnusti hennar er Thom- as Schwarloze efnafræð- ingur; Helga f. 1963, doktor í matvælafræði, gift Ósk- ari Þór Jóhannssyni dr. med. Þau búa í Lundi í Svíþjóð og eiga tvö böm; Elín f. 1965, tónskáld og kennari á Selfossi, gift Bjarna Harðarsyni blaða- manni. Þau eiga tvo syni og fyrir á Bjami tvö böm; Skúli f. 1968, læknir, nú við fram- haldsnám vestanhafs. Kona hans er Bryndís Sigurðardóttir læknir og þau eiga einn son; Hákon f. 1972, tré- smíðameistari í Biskupstungum, kvæntur Huldu Kristófersdóttur dagmömmu og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Renötu eru Gerda Pandrick, fv. endurskoðandi í Berlín, f. 16.7. 1915, og Heinz Wil- helm Pandrick tannlæknir, f. 1909, d. 1968. Renata ólst upp hjá móður sinni og móðurforeldrum í Berlín, þeim Ellu Entz, f. 1892, d. 1989, og Kurt Entz, f. 1882, d. 1970. Renata tekur á móti gestum á heimili sínu í Brekkugerði í Laugar- ási í Biskupstungum frá kl. 17 á af- mælisdaginn. Renata Vilhjálmsdóttir. Til hamingju með afmælið 13. ágúst 85 ára Hansína Hannesdóttir, Hlaðbrekku 12, Kópavogi. 80 ára Ingibjörg Helgadóttir, Kolbeinsgötu 22, Vopnafirði. 75 ára Guðmundur Benediktsson, Reynisstað, Skildinganesi. Guðríður L. Guðmundsdóttir, Lambastekk 6, Reykjavík. 70 ára Jón Arason, Vesturbraut 9, Höfn. Jón Grétar Hilmarsson, Vatnsstíg 11, Reykjavík. Ragnhildur Ingvarsdóttir, Engjavegi 28, Selfossi. 60 ára Bjöm L. Nielsen, Þverárseli 6, Reykjavík. Eggert Hjartarson, Haðalandi 21, Reykjavík. Ólafur Bjarni Sigurðsson, Bláhömrum 2, Reykjavík. Ragnhildur R. Þórarinsdóttir, Frostaskjóli 9, Reykjavík. Skarphéðinn Sigurðsson, Úlfsbæ, Fosshóli. 50 ára Birna Aðalsteinsdóttir, Hólabraut 7, Höfn. Gróa Þórarinsdóttir, Melgerði 28, Kópavogi. Guðmundur Sigurðsson, Túngötu 11, Hvanneyri. Gylfi Hauksson, Álfatúni 10, Kópavogi. Helgi Torfason, Kvisthaga 7, Reykjavík. 40 ára Auður Björk Guðmundsdóttir, Kirkjuteigi 13, Reykjavík. Birna Ingibjörg Arnbjörnsdóttir, Glerárgötu 18, Akureyri. Bryndís Helga Hannesdóttir, Seiðakvisl 2, Reykjavík. Gunnhildur Garðarsdóttir, Fifubarði 9, Eskjfirði. Hallgrímur S. Rögnvaldsson, Hásteinsvegi 43, Vestmannaeyjum. Helga Andrésdóttir, Lindarbraut 10, Seltjamarnesi. Ingibjörg Marinósdóttir, Vallcirbarði 13, Hafnarfirði. Ingólfur Daníelsson, Suðurhólum 8, Reykjavík. Jóhann Haraldsson, Klapparstíg 1, Reykjavík. Jónína Shipp, Holtsbúð 93, Garðabæ. Kolbrún Jónsdóttir, Háaleitisbraut 101, Reykjavík. Þórir Guðmundur Sigurbjörnsson, Lindarbyggð 6, Mosfellsbæ. Þórlína Jóna Sveinbjörnsdóttir, Garðabraut 3, Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.