Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Nátttrölli blæðir Kjörstaða framkvæmdastjóra fyrirtækis er að geta sent út reikning fyrir þjónustu, hvort sem þjónustan er nýtt eða ekki - reikningurinn er gerður óháð því hvort óskað hafi verið sérstaklega eftir að viðskiptin ættu sér stað. Fyrir fram mætti ætla að fremur auðvelt sé að reka slíkt fyrirtæki með þokkalegum árangri, jafnvel glæsilegum. Keppinautar sem þurfa að fá viðskiptavini sína til að kaupa sambærilega þjónustu ættu ekki mikla möguleika. Raunar teldu flestir það hreint fjárhagslegt glapræði að leggja út í samkeppni við fyrirtæki sem getur hagað inn- heimtu reikninga með nokkurs konar lögregluaðgerðum. Viðskiptablaðið greindi frá því síðastliðinn miðvikudag að Ríkisútvarpið hefði verið rekið með 345 milljóna króna tapi á liðnu ári og þar af varð 52 milljóna tap af reglulegri starfsemi. í öllum eðlilegum fyrirtækjum væri tekið af fullri hörku á málum. Leitað væri leiða til að lækka rekstrarkostnað, samhliða því sem möguleikar á auknum tekjum væru kannaðir. En Ríkisútvarpið er ekki eðlilegt fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði á jafnréttisgrunni. Þess vegna leita forráðamenn fyrirtækisins annarra skýringa en hjá þeim sjálfum, líkt og þeir séu yfir það hafnir að beita vinnubrögðum og aga sem tíðkast í rekstri fyrirtækja. Tvær af hverjum þremur krónum sem Ríkisútvarpið hef- ur í tekjur koma af lögskipuðum afnotagjöldum sem lands- menn verða að greiða hvort sem þeim likar það betur eða verr - óháð því hvort þeir horfa eða hlusta á rikisfjölmiðl- ana. Forráðamenn Ríkisútvarpsins kvarta ekki yfir því að hafa afnotagjöldin heldur að þau hafi ekki hækkað í takt við laun landsmanna. Þeir finna einnig að því að þrengt hafi verið að fyrirtækinu með þvi að fækka tekjustofnum. Og í stað þess að varpa fram nýjum hugmyndum og leita að- ferða við að leysa vandann sendir útvarpsstjóri löggjafan- um dulbúna hótun: „Ef Alþingi er ekki reiðubúið að skil- greina hlutverk Ríkisútvarpsins upp á nýtt eða treysta hin fjárhagslegu skilyrði til reksturs þess eins og hann er nú í megindráttum mun eitthvað undan láta fljótlega. Stytting dagskrár og kerfisbundin fækkun starfsmanna því samfara eru þá nærtækust úrræði að grípa til og þau sem skila marktækustum árangri til lækkunar útgjalda.“ Vandi Ríkisútvarpsins liggur ekki í því að tekjustofnum hafi verið fækkað og að afnotagjöld hafi ekki hækkað í samræmi við almennar launahækkanir. Erfitt er að trúa því að fyrirtækið sé svo vel rekið að ekki megi ná fram hagkvæmari rekstri án þess að skerða þjónustu. Vandi Ríkisútvarpsins mun ekki leysast þó Alþingi skilgreini hlutverk þess upp á nýtt heldur með þvi að gera eignar- hald þess skýrt - verði ekki lengur fé án hirðis. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðar íslandsbanka, gerði þetta eignarhald fyrirtækja að umtalsefhi í erindi á Viðskiptaþingi íslands á síðasta ári. Þar vitnaði Sigurður til skýrslu frá McKinsey Global Institute um framleiðni fjármagns en þar segir: „Mikil- vægasta skýringin á því hvers vegna framkvæmdastjórar taka eitthvað annað fram yfir að auka framleiðni í rekstri er hver á fyrirtækin. Eignarhald er líka mikilvægasta skýringin á því hvers vegna óskilvirk fyrirtæki leggja ekki upp laupana og hverfa þannig að önnur og betri geti yfirtekið reksturinn.“ Forráðamenn Ríkisútvarpsins ættu að leggja til við Al- þingi að almenningi verði gefinn kostur á að eignast bein- an hlut í fyrirtækinu sem fengi siðan að þróast og þroskast með eðlilegum hætti. Annars mun nátttröllinu halda áfram að blæða. xv „... Oli Bjorn Karason Eitthvað töldu menn þetta málum blandað. - Hrossabændur höfðu upplýst í fjölmiðlum að góður reiðhestur færi gjarnan fyrir 400 þúsund krónur og meðalhestar fyrir 200 þúsund. Kynbótahestar fyrir enn meira. Efnahagsundrin íslenski hesturinn Kjallarinn - og íslenskir ráöamenn Heildarútflutningsverð- mæti var 870 milljónir króna. Meðalverð hrossanna hlaut þá að vera um 80 þúsund krónur. Sala hrossa innanlands var ekki rædd, en hún er auðvit- að umtalsverð. Eitthvað töldu menn þetta málum blandið. Hrossabændur höfðu upplýst í fjölmiðlum að góður reiðhestur færi gjaman fyrir 400 þús- und krónur og meðal- hestar fyrir 200 þús- und. Verð fyrir kyn- bótahesta gat farið í 5 milljónir að þeirra eig- in sögn. En þetta voru Guðrún Helgadóttir fyrrv. þingmaður „Ekkert veit ég hvort menn hafa fengið bakreikninga. En grunur er um stórfelld skattsvik í þess- ari atvinnugrein og samvinnu milli kaupenda og seljenda um fölsun viðskiptaskjala. Sami grunur virðist uppi í Þýskalandi ogviðar.u Ekki er það nema ánægjulegt að for- setinn okkar og ráð- herrar noti sumar- fríið sitt til að sækja heimsmeist- aramót hrossa í út- löndum, ef það er alveg tryggt að það er ekki á kostnað okkar skattborgara. En það hlýtur ríkis- stjómin að tryggja, því að opinberar er- indisferðir verður ríkisstjómin að samþykkja. Ef ég man rétt. En stundum efast ég um minni mitt, og þá er gott að geta flett upp í vef Al- þingis. Einmitt það gerði ég þegar ég heyrði um stríðs- rekstur landbúnað- arráðherra við þýsk tollayfirvöld vegna sölu íslenskra hrossa. Skatttekjur af hrossasölu? Hinn 6. febrúar 1995 lagði ég fram fyrirspurn á Al- þingi um útflutning hrossa og hverjar skatttekjur væm af þess- ari atvinnugrein, en umræða hafði verið um að 11 milljarðar skiluðu sér ekki úr atvinnulífinu í ríkis- kassann. Fjármálaráðherra upp- lýsti um tölu seldra hrossa sem vom sem hér segir: 1990: 1667 hross fyrir 153 millj., 1991: 1864 hross fyrir 167,5 mÚlj., 1992: 1995 hross fyrir 170 millj., 1993: 2449 hross fyrir 177 millj., 1994: 2700 hross fyrir 205 millj. þær upplýsingar sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hafði. Hann gat hins vegar ekki upplýst um tekjur ríkisins £if söl- unni, og vísaði til framtala hrossa- bænda. Grunur um skattsvik Þá sté í pontu Guðni Ágústsson þingmaður og sagði skattkerfið vera „eins og gatasigti" og krafðist úrbóta. Hann lagði áherslu á að allir greiddu sinn skerf til samfé- lagsins, en taldi þó rétt að ræða við Evrópusambandið um niður- fellingu á tollum af sölu íslenska hestsins og geröi lítið með að ís- lendingar eru ekki í því góða sam- bandi. Eitthvað hefur enda staðið í stjómvöldum að ræða það mál! í blaðaskrifum eftir þessa um- ræðu kom í ljós að skattrann- sóknastjóri hafði haft grunsemdir um misræmi milli raunveralegs verðs útfluttra hrossa og framtal- ins og beðið um allar skýrslur um útflutning hrossa hjá Búnaðarfé- lagi íslands. Ekkert veit ég hvort menn hafa fengið bakreikninga. En granur er um stórfelld skatt- svik í þessari atvinnugrein og samvinnu milli kaupenda og selj- enda um fölsun viðskiptaskjala. Sami grunur virðist uppi í Þýska- landi og víðar. Þýsk yfirvöld líta sjálfsagt skatta- lög lands síns alvarlegum augum, eins og þingmaðurinn Guðni Ágústsson „gatasigtið" sitt i um- ræðunni á þingi forðum, og dirfðust að ræða við íslenska seljendur þeg- ar auðvelt var að ná til þeirra. Forsetinn í málið | En Guðni Ágústsson landbúnað- cirráðherra var búinn að gleyma gatasigtinu og varð stórmóðgaður fyrir hönd íslenska hestsins, sem er uppranalegt dýr. Svoleiðis dýr eru dýr og það kemur engum við. Halldór Ásgrímsson skilur þetta ekki og er ekki viss um hvort rík- isstjómin fordæmir framkomu þýsku tollaraddanna í Kreuth. Við verðum líklega að setja for- setann í þetta. Hann skilur þetta. íslenski hesturinn er efna- hagsundur. Svo sannarlega. Með exem eða ekki. - Það sem við vor- um heppin að þeir vora þarna for- setinn og ráðherrann. Guðrún Helgadóttir Skoðanir annarra Margmiðlun - netmiölun „Reynslan sýnir, að nýir miðlar bætast við þá sem fyrir era en koma ekki í stað þeirra... Fyrsta kynslóð gagnvirkninnar er að vaxa úr grasi, kynslóð sem er vön því að vera virkur þátttakandi þegar hún notar tölvur til leikja eða netvöfrunar. Mögulega mun þessi kynslóð hafa annað viöhorf til milliliða á borð við fréttastofur, sjónvarps- og blaðamenn; ef til vill mun hún hafa minni áhuga og minna traust á þeim og kjósa frekar aö leita sér upplýsinga og frétta án þeirra hjálpar, að velja sjálf og hafna.“ Úr forystugrein Mbl. Nýir fjölmiðlar, 12. ágúst. Andspænis sigurverki alheims „íslendingar vora í hópi þeirra fjölmörgu sem gátu farið út úr húsi og fylgst með sólmyrkvanum í gær... Að horfa á mikilfenglegt sjónarspil himin- tungla ætti að minna alla á örsmæð okkar í alheim- inum - ekki bara íslensku þjóðarinnar heldur jarð- arinnar í heild sinni. Og um leið að gera öllum ljóst hversu hjákátlegt það er af manninum að líta á sig sem herra veraldarinnar og æðsta stig sköpunarinn- ar. Andspænis sigurverki alheimsins verður ófúll- komleiki mannsins nefnilega yfirþyrmandi og enda- lausar deilur þeirra grátbroslegar." Elías Snæland Jónsson í forystugrein Dags 12. ágúst. Er fiskvinnsla atvinnugrein? Bolfiskvinnsla hefur tapað milljörðum árum sam- an. Ekki hefur verið farið eins hroðalega með neina atvinnugrein hérlendis og bolfiskvinnslu í landi. Ekki er hægt að reka slíka vinnslu með hagnaði nema fá hráefni undir markaösverði. Fiskvinnsla hefur streymt út á sjó. Þar er skattaafsláttur af laun- um og ekki þ£uf að vigta hráefni inn í vinnsluna.... Ef fiskvinnsla er atvinnugrein, ætti hún þá ekki að hafa einhvem kvóta? Stöðugleiki myndi þá frekar skapast í sjávarþorpum landsins. Sé fiskvinnsla hins vegar ekki atvinnugrein væri gott að fá það skriflegt svo fólk sé ekki með falsvonir." Kristinn Pétursson í grein sinni í Mbl. 12. águst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.