Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 13 Húsnæðiskerfið er óskapnaður Leigjendasamtökin voru stofnuð um líkt leyti og verðtrygging flármagns tók gildi. Með verðtrygg- ingunni hvarf grundvöllur eldri stefnu: óverðtryggð lán og ónýtir bankar. Leigjendasamtökin settu fram kröfu um nýja stefnu, að Húsnæðisstofnun yrði lögð niður í sinni gömlu mynd, almennt lánakerfi fært til bankanna og hlut- verk Byggingarsjóðs yrði að veita framkvæmdalán til byggingar leiguíbúða og félagslegra íbúða hvers konar. Ættu slík lán að vera til allt að 90 ára með ca 3% vöxtum og verð- tryggð. Ævilöng leiga með samningi Það er sjálfsögð krafa að allir sem vilja eigi þess kost að búa í öruggu leiguhúsnæði og samfélaginu ber að ýta undir slíkt vegna hagkvæmni þess og sparnaðar. Fólk ætti að eiga þess kost að leigja sér hús með ævi- löngum samningi og reka það sjálft og viðhalda því, þ.e. að hafa full um- ráð yfir húsi sínu án þess að þurfa að kaupa það og án þess að taka lán. Það er dýrt að skulda og áhrif þess birtast á mörgum sviðum, ekki síst kjaramálum. Tekjur fólks segja lítið um kjör þess ef skuldirnar vantar. Fólk á ekki skuldir sínar og hefur þær ekki til ráðstöfunar. Leigjendasamtökin fylgdu stefnu sinni eftir með stofnun Búseta árið 1983. Slíkar íbúðir hafa um langan aldur tíðkast í öðrum löndum austan hafs og vestan. Hér olli þröngt og heimskt húsnæðiskerfi margra ára bar- áttu fyrir þessum kosti og lauk með sérstökum lögum um Búseta. Búseti fór síðan í spari- fotin eins og fleiri með aðstoð lána- kerfisins og íbúð- imar urðu of dýr- ar. Lóðir og lán Þegar fréttist í vetur af nýjum húsnæðislögum vaknaði áhugi á byggingu leiguibúða, helst timbur- húsa (enda sementið frá Akranesi alltaf verið svikin vara). Þá kom spurning um lóðir og lán. Nýju húsnæðislögin reyndust óskapnað- ur. Eina réttlæting þess, fél. kerf- ið, var lagt niður og þar með kaupleiguíbúðir. Afleiðingin er stjórrilaust okur. Lofað var reglu- gerð um leiguí- búðir sem nú er komin. Reglu- gerðin er greini- lega samin af gömlum smala- hundi - engin framkvæmdalán og allir gömlu fé- lagslegu stimplarnh- óbreyttir. Þjóðnýting á fólki? Til hvers var Húsnæðisstofnun lögð niður? Hvers vegna má fólk ekki búa í leiguíbúðum nema vera stimplaðir aumingjar? Það er orðin lagaskylda að kaupa íbúðir. Enginn spyr nú um arð- semi þessara viðskipta. Ætlar rík- ið að græða á þvi að efla okur og brask? Er þetta hugsað sem þjóð- nýting á fólki? Á fyrstu 6 mán. Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaður leigjendasamtakanna „Fólk ætti að eiga þess kost að leigja sér hús með ævilöngum samningi og reka það sjálft og viðhalda því, þ.e. að hafa full um- ráð yfír húsi sínu án þess að þurfa að kaupa það og án þess að taka lán.“ „Á fyrstu 6 mánuðum þessa árs fluttu 27 þús. manns heimili sitt skv. þjóð- skrá. Það þýðir fyrir hvert heimili skuldbindingu 40 ár fram í tímann og skuldaklafa" segir m.a. í greininni. (Myndin er alls óviðkomandl efni grein- arinnar.) þessa árs fluttu 27 þús. manns bindingu 40 ár fram í tímann og heimili sitt skv. þjóðskrá. Það skuldaklafa. þýðir fyrir hvert heimili skuld- Jón Kjartansson Mannorð og samviska Fátt er svo með öllu illt að það hafi þó ekki einhvern ljósan punkt. Nú, þegar kvótakerfið í sjávarútvegi er loks að liðast sund- ur samkvæmt eðli málsins (um að réttlætið og sannleikurinn verði að endingur sigurvegarinn) þá stendur það eftir að ýmsir eru brennimerktir ævilangt sem ómerkilegir auraapar. Hver héfði trúað því? Allir þeir sem hafa orðið ríkir vegna sölu og leigu afla- heimilda, og hafa tekið þátt í svindli aldarinnar sem er að kveðja, hljóta að hafa slæma samvisku. Þeir hafa í raun selt mannorð sitt fyrir lítið. Betra er að geta horft í augu samborgara sinna af einurð og einlægni heldur en að eiga illa fengið fé inni á bankabók, á sama tíma sem þeir sem minna mega sín lifa við kjör sem eru undir hungurmörk- um vegna þess að vissir menn slógu eign sinni á sameign þjóðar- innar. Auðlind sem áður fyrr brauðfæddi alla þjóðina, og það án illinda. Hver hefði trúað því að háæru- verðugt Alþingi íslendinga myndi standa að þeim andsamfélagslega verknaði að semja lög sem heimil- uðu fáeinum fjölskyldum að eigna sér óveiddan fisk og ófæddan einnig, og að gert væri ráð fyrir því í lögunum að þessi eignaréttur héldist endanlega, þrátt fyrir heimsfrægan fyrsta kafla (nr. 38) um stjóm fiskveiða. En þar segir skýrt og skorinort að allur nytjafiskur á íslandsmið- um sé sameign þjóðarinnar, og út- hlutun aflaheimilda myndi ekki neinn varanlegan eignarétt. - Já, það er í lögunum sem slá má und- ir beltisstað - og standa á því. Matarforðabúr þjóðanna Sá gjörningur sem lýðræðislega kosnir fulltrúar hennar kölluðu kvótakerfi i fiskveiðum var settur á undir því yfirskini að um fisk- verndunarsj ónarmið væri að ræða, en var i reynd úthugsað til að vernda þá yfirgangs- menn fyrir almenningi sem slógu eign sinni á sameign þjóðarinnar. Nú er skollaleikur stjórnvalda á íslandi brátt á enda ranninn. í skrifum mínum hefur ávallt veg- ið þungt að allur fiskur í sjó, hvar sem er í höfum jarðar, sé matar- forðabúr þjóð- anna, og ef við- komandi fisk- veiðiþjóð geri sig seka um rányrkju innan sinnar fiskveiðilögsögu beri náttúruverndarsamtökum að skerast í leikinn. Það eru fleiri en ég sem hafa áhyggjur af svo mikilli notk- un þungra trollvirkja og dragnóta sem raun ber vitni um á íslands- miðum. Ef til vill er landgrunn ís- lands miklu verr farið af manna völdum heldur en hálendið og hinn margumræddi uppblástur á hálendinu sem sauðfénu er einkum kennt um. Myndir af land- grunninu Ég er einungis að hugsa um þjóðina og kynslóðir hennar þegar ég hrópa á norðurslóð á hjálp og aðstoð náttúru- vemdarsamtaka og bið um að sendur verði mynda- tökukafbátur inn á landgrunn íslands og að kortlögð verði þau svæði þar sem búið er að mala nið- ur allan kóral og slétta út hraun- dranga og breiður. Með öðrum orðum að eyðileggja uppeldisstöðvar og allt afdrep og uppvaxtarskilyrði fiskistofna. Athugum það, landsmenn góðir, að stjórnvöld halda því fram að út- gerðin sé ekki ríkisstyrkt. Auðvit- að er það ekki rétt. Hvergi i heim- inum hefur útgerðin slegið eign sinni á rétt til einkaafnota á lifi- brauði almennings í jafn ríkum mæfi og hér á íslandi. Garðar H. Björgvinsson „í skrifum mínum hefur ávallt veg- ið þungt að allur fískur í sjó, hvar sem er í hófum jarðar, sé matar- forðabúr þjóðanna, og ef viðkom- andi fískveiðiþjóð geri sig seka um rányrkju innan sinnar fisk- veiðilögsógu beri náttúruverndar- samtökum að skerast í leikinn.“ Kjallarinn Garðar H. Björgvinsson útgerðarmaður og bátasmiður Með og á móti Leyfa íslenskir knatt- spyrnudómarar meiri hörku en koilegar þeirra á meginlandi Evrópu? Þjalfari belgíska liðsins Anderlecht horföi á leik KR og Leifturs og sagði við DV að sér fyndist dómarinn leyfa mun meiri hörku en hann væri vanur. Sami tónn hefur heyrst frá fleiri erlendum aðilum sem komið hafa á leiki hér á landi að undanförnu. Spurningin er því hvort dómarar hér á landi séu með aörar áherslur en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Refsa ekki fyrir gróf brot „Já, það fer ekki á milli mála og ég hef mjög góð dæmi um slíkt frá leikjum á Akranesi að undan- fomu. Það eru fyrst og fremst ljótu brotin aft- an frá sem ís- lenskir dómar- ar eru of vægir að refsa fyrir og menn fá ít- rekað aðeins gul spjöld, þrátt fyrir að KSÍ hafi ræki- lega gefið til kynna að fyrir slíkt eigi að refsa með rauðu spjaldi. Þegar ÍA lék við ÍBV í úrvalsdeildinni gerði Eyjamaður sig sekan um klárt heftidarbrot aftan frá en fékk aðeins gula spjaldið. Þegar ÍA mætti KR fékk KR-ingur gula spjaldið, með sem- ingi að því mér fannst, fyrir ljótt brot aftan frá. Og i ieik ÍÁvið Keflavík var Skagamaður alltof seinn í tæklingu og átti hiklaust að fá rautt spjald en var sieppt. Fýrr1 sumar kom hingað fmnsk- ur dómari og dæmi leik ÍA og Lokeren og hann rak Belga um- svifalaust út af fyrir brot aftan frá. Það eru þessi brot sem ís- lenskir dómarar refsa ekki fyrir, og hleypa þar með leiknum upp í of mikla hörku.“ Þorgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri og knattspyrnu- áhugamaður. Knattspyrnan eröðruvísi Gyifi Þór Orrason, milliríkjadómari í knattspyrnu. „Nei, ég get ekki fallist á það að við leyfum meiri hörku. En talaði þessi ágæti þjálfari Ander- lecht ekkert um að knatt- spyrnan væri öðruvísi á ís- landi en i Belg- íu? Málið er nefnilega að það er sérstak- ur knatt- spymukúltúr í gangi í hverju landi og á hverju svæði fyrir sig og það þýðir ekki fyrir dómara að ætla sér að breyta því. Það er ekki leikin eins knatt- spyrna í Brasilíu, Norður-Evr- ópu og Suður-Evrópu. Dómgæsl- an í hverju landi lagar sig því á vissan hátt að knattspyrnunni sem þar er spiluð. Hér á íslandi eru til dæmis mikil áhrif frá Englandi, sem þá koma væntan- lega fram í dómgæslunni eins og í knattspyrnunni sjálfri. En við íslensku dómararnir fáum ná- kvæmlega sömu fyrirmæli og kollegar okkar í öðrum löndum, hvort sem það er í Englandi, Þýskalandi eða Belgíu." -VS Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.