Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 9 DV \ Útlönd Myndir frá átökunum í Dagestan í rússneska sjónvarpinu: Minna á niðurlægjandi ósigurinn í Tsjetsjeníu Suður-kóreskir stórbændur og vinnumenn þeirra reyndu í morgun að komast inn í þinghúsið í höfuðborginni Seoul. Þar stóðu hins vegar lögregluþjónar gráir fyrir járnum og vörnuðu bændum og búaliði inngöngu. Sveitamenn vildu mótmæia lagafrumvarpi um endurbætur á landbúnaðarkerfinu. VERZLUNARSKÚLIÍSLANDS auglýsir eftir kennara í fulla stööu í hagfræöi og viðskiptagreinum fyrir næsta skólaár, eöa frá 1. nóvember nk. Hér er um aö ræða spennandi tækifæri fyrir hugmyndaríkan einstakling með góöa viöskiptamenntun. Tómas Bergsson, síma 557-9872, veitir nánari upplýsingar um starfiö. Umsóknir sendist tii skólastjóra, Þorvarðar Elíassonar, SÍma 568-8400, tölvupóstfang: íhorvard@verslo.is. VERZLUNARSKÓU ÍSLANDS Fyrstu myndimar frá átökunum í Dagestan, þar sem rússneskir her- menn eiga í höggi við skæruliða harðlínumúslima, eru famar að sjást í rússnesku sjónvarpi, tæpri viku eftir að átökin hófust. Þær minna Rússa óþyrmilega á niður- lægjandi ósigurinn fyrir skærulið- um í Tsjetsjeníu fyrir nokkrum ár- um. Rússneskir leiðtogar halda því statt og stöðugt fram að styrjöld muni ekki brjótast út. Innrás skæruliða frá Tsjetsjeníu í Dagestan verði hmndið á örfáum dögum. Þau orð em eins og bergmál bjartsýnis- orða rússneskra leiðtoga 1994 þegar rússneski herinn réðst inn í Tsjetsjeníu. Skæruliðaforinginn Sjamíl Basa- Tsjetsjenski skæruliðaforinginn Sjamfl Basajev er aftur kominn á stjá og stýrir nú aðgerðum uppreisnarmanna í nágrannahéraðinu Dagestan. jev sem hélt meira en þúsund manns í gíslingu á sjúkrahúsi í suð- urhluta Rússlands árið 1995 er aftur kominn á sjónvarpsskjáinn. Basajev lét flytja fréttamenn til sín upp í fjöllin og tilkynnti þeim að hann væri sjálfur í forystu nýju uppreisn- arinnar. „Meira að segja foringjamir eru þeir sömu,“ skrifaði hernaðarsér- fræðingurinn Pavel Felgenhauer í Moskvublaðið Moscow Times sem gefíð er út á ensku. Hann sagði að enn einu sinni hefði yfirstjórn rússneska hersins gert þann feil að senda ekki at- vinnuhermenn til að berjast við uppreisnarmennina. „Ef Basajev leggur út í alvarlega sókn í Dagestan, á rússneski herinn yfir höfði sér enn eitt stórslysið,“ skrifaði Felgenhauer. í Moskvu era menn þegar byrjað- ir að kenna hver öðrum um hvem- ig komið er. „Við eram að gjalda fyrir hvað miðstjórn okkar er veikburða," sagði Sergei Kíríjenkó, fyrmrn for- sætisráðherra. Hague er harður nagli en hefur þó mjúkar hliðar ímyndarsmiðir breska íhalds- flokksins ætla að gera enn eina tilraunina til að breyta ímynd flokksformannsins, hins 38 ára gamla Williams Hagues. Nú á að gera hann aö manni athafnanna sem hefur engu að síður gaman af þvi að fara í letilegar gönguferðir við sólsetur. Þetta kemur fram á minnis- blaöi úr innstu röðum flokksfor- ystunnar sem lekið var til fjöl- miðla. Eiginkona Hagues stendur meðal annars fyrir hinni breyttu ímynd foringjans. Hague hefur hingað til þótt ansi stífur og stirður, að minnsta kosti í samanburði við Tony Bla- ir forsætisráðherra sem er mjög alþýðlegur maður í viðmóti. Slobodan stokkar upp ríkisstjórnina - og berst við síharðnandi andstöðu Forsætisráðherra Júgóslavíu, treysta völd hennar í kjölfar mikilla Momir Bulatovic, gerði breytingar á mótmæla gegn ríkisstjóminni um ríkisstjóm sinni í gær til þess að landið allt að undanförnu. Breytingarnar, sem taldar era runnar undan rifjum Milosevic forseta, fólust í því að teknir vora inn fleiri þjóðemissinnar og harðlínumenn. Sjö ráð- herrar voru reknir og tólf nýir ráðnir, þar af funm frá Öfgasinnaða þjóðemis- flokknum. Allir nýju ráðherramir era á evrópskum lista yfir fólk sem bannað er að ferðast til Vesturlanda. Stjórnarflokkur Svart- fjallalands, sem myndar Júgóslavneska ríkjasam- bandið ásamt Serbíu, á engan fulltrúa í ríkis- stjóminni en sá flokkur er hallur undir Vesturlönd. Þetta er talið merki þess að Serbar ætli sér að kljúfa ríkjasambandið. Stj ómarandstaðan sagði um breytingamar Slobodan Milosevic reynir nú að treysta sig í aö þar væri ekkert nýtt og sessi meðan andstaða við hann eykst sífellt. ekkert gott á ferð. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010 og deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Vallár í samræmi við 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010 og tillaga að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Vallár Kjalarnesi. Aðalskipulagstillagan lýtur að því að breyta landnotkun spildu jarðarinnar Vallár úr landbúnaðarsvæði í sumarbústaðarbyggð. Deiliskipulagas- tillagan lýtur að því að gert er ráð fyrir að á spildunni sé heimilt að byggja sumarhús/frístundahús. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 13. ágúst til 10. september 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 24. september 1999. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. 13. ágúst 1999 Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.