Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 Þú finnur allt um enska boitann á kraftmitclum fótboltavef á www.visir.is • Firéfflr af leikjum og leikmönnum • Yfirlit yfír leiki og úrslit Fréttir Blönduós - yfirlitsmynd. DV-mynd HG Mjólkursamsalan eignast mjólkur- samlagið á Blónduósi - líklegt að svipuð leið verði farin í kjötinu DV, Norðurl. vestra: Mjólkursamlag Sölufélags Austur- Húnvetninga á Blönduósi hefur ver- ið selt Mjólkursamsölunni í Reykja- vík. Samkomulag um söluna var samþykkt á fundi fulltrúaráðs SAH í síðustu viku með 22 atkvæðum gegn tveimur. Söluverð mjólkursamlags- ins er um 100 milljónir og eru birgð- ir þar ekki meðtaldar. Það voru Ragnar Bjamason, for- maður stjórnar SAH, og Ólafur H. Magnússon framkvæmdastjóri sem kynntu samkomulagið. Yfirtakan á að eiga sér stað 1. september og S£nn- komulagið felur í sér að mjólkursam- lag verði starffækt á Blönduósi „á meðan hagkvæmt þykir og forsendur leyfa“, eins og það er orðað. Við gerð formlegs kaupsamnings verður einnig útfærð félagsleg staða austur- húnvetnskra mjólkurframleiðenda. Ólafur Haukur segir að sala sam- lagsins hafi verið nauðsynleg vegna erfiðrar skuldastöðu félagsins. Meðal annars urðu breytingar á sláturhúsi mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá segir Ólafur sýnt að þrátt fyrir að mjólkursamlagið hafi skilað rekstrarafgangi sé sam- keppnin að harðna mjög. Þar á með- al vegna innflutnings á landbúnaðar- vörum og því sé ráðlegra að styrkja sig í tíma með því að tengjast stærra sölukerfi. „Við erum með eitt besta slátur- hús á landinu og það er líka ætlunin hjá okkur að fara svipaða leið í kjöt- inu, það er alveg ljóst. Hins vegar gefur salan á samlaginu okkur tæki- færi til að fara okkur hægt í þeim efnum. Leita eftir hagkvæmasta möguleikanum, eins og við reyndar teljum að við höfðum gert með söl- una á samlaginu, en áður höfðum viö rætt við aðila hérna í kringum okkur.“ Ólafur segir stöðu SAH eignalega sterka eftir sölu Mjólkursamlagsins. Eiginfjárhlutfall er komið í um 50% og rekstur félagsins hefur gengið mun betur fyrstu sex mánuði þessa árs en fyrstu sex mánuðina í fyrra. Orðið hefur um 30 milljóna króna lunsnúningur á þessu tímabili og Ólafur er þess fullviss að félagið muni skila hagnaði á næsta ári. -ÞÁ Frönsk skúta lá við hafnargarð í Ólafsfjarðarhöfn nýverið í tvo sólarhringa. Tvenn hjón voru um borð. Nutu þau veðurblíðunnar og skoðuðu staðinn. Greinilegt var að þau voru ánægð með það sem þau sáu og karlmennirnir fylgdust meðal annars með löndun úr frystitogara sem lá við hliðina á skútu þeirra. DV-mynd Helgi Félag íslenskra heimilislækna: Styður frjálsan rekstur Að gefnu tilefni vill stjóm Félags íslenskra heimilislækna taka eftirfar- andi fram: Stjóm félagsins styður heilshugar frjálsan rekstur og um hreinar dylgj- ur er að ræða þegar sagt er að for- maður félagsins, Katrín Fjeldsted, hafi staðið á móti slíku. Þvert á móti rekur félagið kærumál fyrir Sam- keppnisstofnun til að knýja á um rétt til sjálfstæðs reksturs. Misskilningur er hins vegar að heimilislæknar sækist almennt eftir að komast inn í hóp svokallaðra sjálf- stætt starfandi heimilislækna sem era heimilislæknar sem hafa gert sérsamning við ríkið. Hið rétta er að heimilislæknar fara fram á að geta gert sambærilega samninga um fijálsan rekstur og aðrir sérgreina- læknar hafa gert en þar er átt við samninga L.R. og T.R. Stjóm FÍH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.