Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 JLlV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVIK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Stríðshanzkanum kastað Siv Friðleifsdóttir hefur kastað stríðshanzkanum framan í þjóðina. Hún sagði í fyrradag, að Eyjabökkum yrði að fóma fyrir byggðasjónarmið. Þar með eru orðin kaflaskil í styrjöldinni um verndun gróðurvinja hálend- isins. Tími orða er liðinn og tími aðgerða er hafinn. Hingað til hafa ógæfumenn farið undan í flæmingi og falið sig á bak við innra umhverfismat hjá Landsvirkjun. Þeir hafa haldið opinni voninni um, að þannig verði virkjað á Austurlandi, að hálendisverum verði hlíft. Nú er ljóst, að þeir hafa ákveðið að sökkva Eyjabökkum. Bardaga orðanna er lokið. Þremenningar Framsóknar- flokksins í ríkisstjórninni og fylgismenn þeirra hafa tap- að honum. Engar efnahagslegar eða fjárhagslegar for- sendur hafa fundizt fyrir óhappaverki Halldórs Ásgríms- sonar, Finns Ingólfssonar og Sivjar Friðleifsdóttur. Rækilega hefur verið upplýst, meðal annars af öðrum þingmanni Framsóknarflokksins í Reykjavík, Ólafi Erni Haraldssyni, að raunverulegt umhverfismat að hætti nýrra laga mun ekki tefja útboð og framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun, ef af henni yrði í kjölfar matsins. Þremenningamir ætla að vinna stríðið, þótt þeir hafi tapað bardaga röksemdanna. Þar með hafa þeir gefið þjóðinni færi á að skríða úr öskustónni og ganga undir eldskírnina, sem hún hefur farið á mis við alla sína sjálf- stæðisbaráttu. Nú þarf þjóðin að blása í herlúðra. Andóf tekur við af orðum sem þungamiðja baráttunn- ar fyrir sjónarmiðum móður náttúru, sögu og framtíðar. Innan ramma lýðræðis rúmast fleira en fjögurra ára seta vandræðafólks í ráðherrastólum. Þar rúmast líka vopn- laust andóf borgara landsins gegn firringunni. Andófið þarf að rísa úr grasrótinni, í briddsklúbbun- um og gönguklúbbunum, í fjölskyldunum og nágranna- hópunum, í stéttarfélögunum og stjórnmálafélögunum. Hinn þögli meirihluti, sem hefur talað í skoðanakönnun- um, þarf nú að standa á fætur og láta að sér kveða. Andóf gegn ólánsverkinu getur tekið á sig ótal mynd- ir og þarf að gera það. Innan þess rúmast fjárhagslegar, efnahagslegar og pólitískar refsiaðgerðir og skæruverk- föll gegn öllum þeim, sem leggja hönd að fyrirhuguðu verki, jafnt verktökum sem orkukaupanda. Andófið þarf að flytja út fyrir landsteinana. Sérstak- lega verður viðkvæmt fyrir Norsk Hydro, þegar Norð- menn átta sig á, að fyrirtækið er að gera það hér, sem það fær ekki lengur að gera heima fyrir. Norsk Hydro verður dregið til ótakmarkaðrar ábyrgðar. Andófsmenn hins þögla meirihluta þurfa samt fyrir- fram að átta sig á, að allt, sem hér hefur verið nefnt, mun ekki nægja til að stöðva firringuna. Öll þessi atriði skipta máli, en önnur og meiri þarf eldskírnin að verða, sem að lokum stöðvar framgang málsins. Það verður ekki fyrr en hinn þögli meirihluti flykkist hundruðum saman á Eyjabakkasvæðið til að hafa vakta- skipti framan við ýtutennumar, að sigur vinnst. Sá er nefnilega munur Eyjabakka og Torgs hins himneska friðar, að íslenzkir ráðamenn láta ekki drepa fólk. Ekki borgar sig að hefja vegferð án þess að vita um síðasta kafla hennar. Grasrót andófsins þarf að verða meðvituð um, að hún þurfi að lokum að standa andspæn- is eldskírninni framan við ýtutennurnar. Þegar hún hef- ur játazt því, mun sigur hennar verða mikill. Siv Friðleifsdóttir kastaði stríðshanzka ógæfuliðsins framan í þjóðina í fyrradag. Þjóðin hefur nú einstakt tækifæri eldskírnar til að sanna tilverurétt sinn. Jónas Kristjánsson Beggja vegna borðsins Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Sem eina risaveldi heimsins hefur Bandaríkjamönnum tekist að stilla sér upp beggja vegna borðsins í nokkrum alþjóðlegum átakamálum. Hvergi er þessi staða risaveldisins sérkennilegri en í deilunum um Taívan sem hafa blossað upp að nýju vegna þeirra ummæla forseta landsins að Taívan og Kína eigi að ræðast við sem tvö ríki og vegna hótana frá Kína síðustu daga. Arðbær flækja Allir aðilar málsins, Kína, Taí- van, ríki Austur- og Suðaustur- Asíu og ekki síst Bandaríkin, eiga mikið undir því að nokkurn veginn óbreytt ástand haldist hvaö varðar stöðu Taívans. Taiv- an hefur orðið eitt af helstu iðn- ---------- veldum og viðskiptaveldum heimsins á síðustu árum þótt íbúar eyjarinnar séu ekki nema 23 milljónir. Kín- verjar hafa notið arðs af gífurlegum fjárfestingum Taívana í Kína en 40-50.000 fyrirtæki frá Taívan stunda viðskipti í Kína. Kína og Taívan eru hvort með sínum hætti meðal mikilvægustu ríkja heims fyrir bandaríska utanríkisstefnu og það sama má segja um hitt helsta efnahagsstórveldi heimsins, Jap- an. Fyrir þessi ríki, og fyrir mörg ríki Austur- og Suðaustur-Asíu, hefur flókin og óljós staða Taívans gagnvart Kína og umheiminum verið að ýmsu leyti heppileg. Áhrif innanlandsmála Það eru fyrst og fremst innanlandsstjómmál á Taí- van, í Kína og i Bandaríkjunum sem nú ýfa upp deil- ur um Taívan sem era flestum aðilum málsins til skaða. Barátta er hafin á Taívan vegna forsetakosn- inga á næsta ári. Á eyjunni er vaxandi fylgi við kröf- ur um formlegt sjálfstæði. í skoðanakönnunum lýsir yfirgnæfandi meirihluti íbúa landsins fylgi við óbreytt ástand en ástæðan fyrir þessum mikla stuðningi við áframhaldandi flækj- ur í kringum stöðu landsins á alþjóðavett- vangi er ótti við kínverska innrás, frekar en ánægja með stöðu mála. í Kína hefur mjög orðið vart vaxandi pólitískrar ólgu að undanfomu og um leið vaxandi þjóð- ernishyggju í stjómmálum. I Kina sem annars staðar er freistandi fyrir stjóm- völd að nýta sér þjóðemishyggju til að þjappa almenningi saman um ríkisvaldið. Deilan um Taívan felur í sér hættulegar freistingar af þessu tagi. andi pólitísku frelsi fyrir almenning. Deilur em í Bandaríkjunum um afstöð- una til þessa máls. Stuðningsmenn Taí- vans eru fjölmennir á þingi og fram- kvæmdavaldið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að ganga erinda Kin- verja gegn Taívan. Traust sambúð við Kína er hins vegar að verða sífellt mik- ilvægara grundvallaratriði í banda- rískri utanríkisstefnu enda myndi ófriðlegar horfa í heiminum án þess. Viðurkenning Silicon Valley Þótt Taívan njóti óviða pólitískrar við- urkenningar á alþjóðavettvangi geta þarlendir menn ekki kvartað undan því að njóta ekki efnahagslegrar viður- kenningar umheimsins. Bandariskur ------------ dálkahöfundur benti á það nýlega að viðurkenning Silicon Valley á Taívan væri öllu mik- ilvægari en viðurkenning einhverra smáríkja sem Taívanar hafa reynt að lokka til að veita Taívan en ekki Kína pólitíska viðurkenningu. Þessi viðurkenn- ing Silicon Valley kemur meðal annars fram í því að viðskiptajöfrar i þeim dal munu enga samkeppni ótt- ast meira en þá sem þeim er veitt frá Taívan. Að kaupa tíma Af fjölmörgum ástæðum, sem eiga sér ekki síst ræt- ur í nýlendutímanum á síðustu öld, er óhugsandi að Kínverjar gefi eftir í deilunni um Taívan. Þeim ligg- ur hins vegar ekkert á. Samkomulag um raunveru- legt en óformlegt sjálfstæði Taívans næstu fimmtíu árin eða svo væri án efa aðgengilegt fyrir Kínverja ef um leið lægi fyrir að Taívan lýsti ekki yfir formlegu sjálfstæði. Heimurinn mun breytast á næstu fimmtíu árum og óvíða verða líklega meiri breytingar en í Kína. Af eðlilegum ástæðum em hins vegar ekki all- ir íbúar Taívans tilbúnir að leggja cdlt undir til að kaupa sér betri frið og aukið svigrúm. Beggja vegna borðsins Menn hafa lengstum litið svo á að Banda- ríkin myndu verja Taívan ef til árásar Kín- verja kæmi þó margir dragi það raunar í efa að Bandaríkin myndu leggja út í stór- styrjöld við fjölmennasta ríki jarðar til varnar Taívan. Bandaríkin hafa hins vegar staðfastlega stutt það meginsjónarmið Kín- verja að Taívan skuli ekki verða sjálfstætt ríki og að því skuli meinuð þátttaka í helstu alþjóðastofnunum heimsins. Stuðn- ingsmenn aukins sjálfstæðis Taívans líta núorðið á Bandaríkjamenn sem mikilvæg- ustu bandamenn Kínverja í kröfunni um að litiö sé á Taívan sem óaðskiljanlegan hluta Kína. Um leið telja aðrir að Bandaríkjun- um væri skylt að fara í stríð við Kína ef Kínverjar reyndu að sameina löndin með hervaldi. Auk gamallar sögu, hagsmuna og skuldbindinga hafa þau rök bæst við hjá stuðningsmönnum Taívans að á eyjunni ríkir nú þróttmikið lýðræði með tilheyr- „Allir aðilar málsins, Kína, Taívan, riki Austur- og Suðaustur-Asíu og ekki síst Bandaríkin, eiga mikið undir því að nokkurn veginn óbreytt ástand haldist hvað varðar stöðu Taívans." ^koðanir annarra Óleikur Jeltsíns „Nú þegar siðasta ár forsetatíðar Jeltsíns fer senn að hefjast virðist sem honum sé meira í mun að : finna eftirmann sinn en forsætisráðhema. Það er 1 lofsvert markmið að tryggja að næsti forseti Rúss- ; lands verði lýðræðis- og umbótasinni, ef það er ætl- ; an Jeltsíns, en leiðin að þvi marki er ekki skipa hvern miðlungsforsætisráðherrann á fætur öðram. Þegar Jeltsín velur, tekur hann feil á drottinholl- ustu og leiðtogahæfileikum og hann áttar sig ekki á 1 að svona örar mannabreytingar í Kreml eru líkleg- ! ar til að gera öllum þeim sem tengjast honum mik- | inn óleik.“ Úr forystugrein New York Times 11. ágúst. Jafnir fyrir sólmyrkva „Við skulum varðveita eins lengi og kostur er 1 minninguna um þessa áminningu um auðmýkt - og hví ekki um umburðarlyndi - sem sólmyrkvinn er. > Um þetta himnagangverk sem við vitum vissulega hvemig starfar en sem er aðeins örsmár hluti óend- anlegrar óþekktrar stærðar. Eram við þá öfl jöfn frammi fyrir sólmyrkvanum? Já, svo sannarlega. Leitt að hann skuli aðeins vara örfáar sekúndur og að hann skuli einfaldlega of oft vera deildarmyrkvi." Úr forystugrein Libération 12. ágúst. Hið glataða sakleysi „Saga Danmerkur á tíunda áratugnum er líka saga lítils óframfærins lands sem hefur glatað sak- leysi sínu þegar útlendingar eru annars vegar. Þeir em orðnir fleiri „útlendingamir" eins og ákveðnir Danir virðast bara vilja kalla nýbúana. Og þeim hef- ur fjölgað rökræðunum, sem Danir hafa um árabil bara tengt fjarlægum löndum, þar sem fjölskrúðug menning er hluti hvunndagsins.“ Úr forystugrein Aktuelt 13. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.