Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 14
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 T>V - % á mér draum Kolbrún Bergþórsdóttir er í eðli sínu óraunsæ og heltekin draumórum: Langar að verða ferða- glaður milljónamæringur Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður, sem nýlega var kjörin verst klædda kona íslands, á sér marga drauma sem flestir snúast um ferðalög til útlanda. Taj Mahal hofið á Indlandi er ofarlega á óskalistanum yfir þá staði sem hana langar til þess að heimsækja. „Ég var kennarablók til margra ára á tilheyrandi lágu kaupi og er enn að rífa mig upp úr fjárhagslegri vesalmennsku og vona að það takist innan ekki of margra ára. Ég held í sannleika sagt að ég verði aldrei fullkomlega hamingjusöm fyrr en ég hef öðlast frjálsræði í þeim mál- um því allir draumar mínir snúast um ferðalög til útlanda,“ segir Kol- brún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Degi, spurð um drauma sína. „Mig langar mikið að fara aftur til Feneyja, sem er fallegasta borg í heimi, mig langar að sjá Taj Mahal hofið á Indlandi og píramídana í Egyptalandi, svo aðeins fá dæmi séu tekin,“ segir Kolbrún og bætir því við að hún sé orðin 42 ára gömul og barnlaus og muni sennilega ekki eignast barn úr þessu. Því hafi hún fullt frelsi til þess að gera það sem hana langar til í lífinu. En átti hún sér engan bernskudraum? „Ég átti mér svipaðan draum og flestar litlar stúlkur, aö verða fræg leikkona, sem er í sjálfu sér mjög fyndið þar sem ég verð skelfingu lostin ef ég stend uppi á palli og á að gera eitthvað eða segja eitthvað fyr- ir framan hóp af fólki. Mér er nokk sama um kvikmyndavélar og hefði þvi kannski getað orðið kvikmynda- stjarna, en leikkonudraumurinn sýnir hvað ég er í eðli mínu óraun- sæ og heltekin draumórum sem enginn grundvöllur er fyrir.“ Kolbrún skammast sín greinilega fyrir að segja það, en hana hefur líka alltaf dreymt um að verða millj- ónamæringur. „Já, ég el í brjósti mér þennan fyrirlitlega draum, sem er þess vald- andi að ég kaupi mér sýknt og heil- agt miða í happdrættum og lotterí- um. Þessi draumur tengist vita- skuld stóra draumnum því til þess að geta lagst í ferðalög af einhverju viti verður maður að geta hætt að vinna en hafa samt efni á að lifa vel. Ég væri líka alveg til í að liggja bara heima í bókum á milli ferða- laga.“ Kolbrún hefur aldrei unnið í happdrættum, þrátt fyrir alla spila- mennskuna, en einu sinni verið ansi nálægt því. „Ég var alltaf með sömu tölurnar og einn laugardaginn átti ég einung- is eftir að fara út í sjoppu til þess að láta renna miðanum í gegn. Þá hringdi í mig ung og nýgift kona sem var i þeirri erfiðu stöðu að vita af manninum sínum úti í bæ að halda fram hjá henni. Ég sýndi sanna kratíska fómfýsi og fór og huggaði hana en lét lottómiðann lönd og leið. Það kvöld kom 400.000 króna vinningur á miðann.“ Kolbrún Bergþórsdóttir verður því greinilega að stunda launaða vinnu enn um sinn áður en hún leggur heiminn að fótum sér. -þhs %nm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. i'- 1. verðlaun: United sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Siðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 528 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Rnnur þú fimm breytingar? 528 Svo eru það náttúrlega armarnir, úr 150 ára gamalli eik. Nafn:____________________________________________________ Heimili:_________________________________________________ Vinningshafar fyrir getraun númer 526 eru: 1. verðlaun: Gunnar Gunnarsson, Dúfnahólum 4. 111 Reykjavík. 2. verðlaun: Sigurrós Karlsdóttir, Berjarima 22. 112 Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: í. James Patterson: When the Wind Blows. 2. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 3. Nlcholas Evans: The Loop. 4. Jane Green: Mr Maybe. 5. Barbara Taylor: A Sudden Change of Heart. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Ben Elton: Blast from the Past. 8. Stepen King: Bag of Bones. 9. Rosie Thomas: Moon Island. 10. Maeve Blnchy: Tara Road. RIT ALM. EÐLIS - KILJUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Anthony Beevor: Stalingrad. 3. Chris Stewart: Driving over Lemons. 4. John Grey: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 5. Simon Wlnchester: The Surgeon of Crowthorne 6. John O’Farrell: Things Can only Get Better. 7. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 8. Bill Bryson: Notes from a Small Is- land. 9. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. 10. Andrea Ashworth: Once in a House of fire. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harrls: Hannibal. 2. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace. 3..Kathy Relchs: Death Du Jour. 4. Jllly Cooper: Score! 5. Chris Ryan: Tenth Man Down. 6. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. David West Reynolds: Star Wars Episode 1: The Visual Dictionary. 2. David West Reynolds: Star Wars Ep- isode 1: Incredible Cross- Sections. 3. Matt Groenlng: Bart Simpson's Guide to Life. 4. Lenny McLean: The Guv’nor. 5. Star Wars Eplsode 1: Who s Who. 6. Terry Pratchett et al: The Science of Discworld. ( Byggt á The Sunday Tlmes) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR- KIUUR: 1. Anlta Shreve: The Pilot's Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Patricla Cornwell: Point of Origin. 4. Helen Fieldlng: Bridget Jones' Diary. 5. Clive Cussler og Paul Kemprecos: Serpent: The MUMA Files. 6. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 7. Jane Feather: The Accidental Bride. 8. John Irvlng: A Widow for One Year. 9. Bernard Schllnk: The Reader. 10. Wally Lamb: I Know This Much Is True. RIT ALM. EÐLIS- KIUUR: 1. Frank McCourt: Angela's Ashes. 2. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 3. Robert C. Atkins: Dr. Atkins' New Diet. 4. Gary Klnder: The Seat of the Soul. 5. lyanla Vanzant: Don't Give it Away. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Adellme Yen Mah: Falling Leaves. 8. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff. 9. Gary Kinder: Ship of Gold in the Deep Blue Sea. 10. Blll Bryson: A Walk in the Woods. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harris: Hannibal. 2. Melinda Haynes: Mother of Pearl. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Janet Fltch: White Oleander. 5. W.E.B. Griffin: The Soldier Spies. 6. Lawrence Sanders: McNally s Dilemma. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Bob Woodward: Shadow: Five Pres- idents and the Legacy of Watergate. 2. Mitch Albom: Tuesday with Morrie. 3. M.F. Roizen & E. A. Stevenson: Real Age. 4. Sarah Ban Breathnach: Something More. 5. Blll Phlllps: Body for Life. 6. Suzanne Somers: Suzanne Somers'Get Skinny on Fabulous Food. ( Byggt á The Washlngton Post)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.