Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 49 I f París er kölluð borg Ijósanna. Haustferð til Parísar: Ævintýri í borg Ijósanna París hefur verið talin fegursta stór- borg heimsins og er borg sem flestir tengja við rómantík og fegurð. Hún er jafnframt kölluð borg ljósanna. Tíminn vinnur oft á tíðum gegn þeim sem borgina sækja þar eð hún geymir gríð- arlegan fjölda sögufrægra staða. Þeir sem koma til borgarinnar í fyrsta sinn koma oft jafnforvitnir heim og í upp- hafi þar sem nær ómögulegt er að kynnast henni allri í einni ferð. í haust bjóða Flugleiðir ferðir til Parísar. Vegna aukinnar eftirspurnar í utan- landsferðir hefur París verið bætt í hóp heilsársáfangastaða og í fyrsta sinn stendur fyrirtækið fyrir ferðum til Parísar að vetrarlagi. Lista- og menn- ingarferðir Flogið er þrisvar í viku. í boði eru sérstakar lista- og menningar- ferðir og einnig sælkeraferðir þar sem meiningin er að upplifa vin- og matarmenningu Frakka. ís- lenskur fararstjóri verður í París 16. september til 8. nóvember. Verð á mann í tvíbýli í viku er frá 44.400 (á Hotel des artes) og upp í 98.800 kr. (á Alliance St. Germaine). Verð á hótelherbergjum er mismunandi eftir árstíma og eftir þvi hvort um er að ræða svokallaða sýningar- daga en þá er yfirleitt hærra verð i gangi. Hægt er að fara í margar skoð- unarferðir um París með islensk- um fararstjóra. Þar má nefna kynnisferð um Paris þar sem keyrt er fram hjá helstu merkisstöðum borgarinnar, Bastillutorginu, Nýju óperunni, Hotel de Ville, Louvr- esafninu, Píramídanum, Palais Garnier, Place Vendome, Champs- Elysées-götu, Invalidebyggingun- um, Panthéon, Lúxemborgargarð- inum og fleira. Stoppað er á Concordetorgi, við de Challiothöll en þar er útsýnið best yfir Eiffel- turninn. Þá er einnig ómissandi að skoða hina sögufrægu Notre-Dame kirkju. Sagan er allt um kring í lista-og menningarborginni en nú- tíminn er einnig nálægur. Það sést til dæmis í nýbyggingum eins og Pompidou-safninu, nýja píramíd- anum við Louvre-safnið, nýja vís- indasafninu og nýju tónlistarmið- stöðinnn í Villette-hverfinu. París er „ein með öllu“. Þar er hægt að ganga um gömul falleg hverfi eins og til dæmis Latínu- hverfið sem er eitt af elstu hverf- um borgarinnar. Þar ræddu stúd- entarnir saman á latínu á miðöld- um og gerðu uppreisnina 1968. í París eru hægt skoða feiknalega fallegar kirkjur en auk þess býður borgin upp á fjörugt næturlíf og útimarkaði með iðandi mannlífi eins og Saint-Quen-markaðinn en hann er einn stærsti flóamarkaður heims. -HG Elísabet drottning í fríi: Buckinghamhöll opin gestum BLmSW' Kannaou Ær a EUMENIM Eumenia, lítil og nett en stendur þeim storu fyllilega á sporði í afköstum. Hún er afar vönduð, með bilanatíðni í algjöru lágmarki - og það heyrist varla í henni. Þetta er vélin sem hentar inni á baði, í eldhúsið eða í litla þvottahúsið. 3 kg, 600 eða 800 snúninga, hæð/breidd/dýpt: 67,5 cm/46 cm/46 cm 3 kg, 1000 snunmga, hœð/breidd/dýpt: 67,5 cm/46 cm/46 cm 4kg, 1200 snuninga, hæð/breidd/dýpt: 82 cm/54,6 cm/56 cm 4 kg, 700 snuninga með innbyggðum þurrkara fyrir 2 kg, hæð/breidd/dýpt: 78 cm/53 cm/55 cm Frá 49.900 kr. staðgr. Heimilistæki SÆTUNI 8 • SÍMI 569 1500 úrvalstæki, einstök þjónusta Askrifendur fó aukaafslátt af smáauglýsingum DV ottt fnilll þiii '4, ■iíL'- Smáauglýiingar t.t.o sooo Á meðan hennar hátign, Elísabet önnur drottning, og aðrir meðlimir bresku konungsfjölskyldannar eru í árlegu fríi sínu í Balmoralkastala í Skotlandi gefst almenningi færi á að skoða heimkynni þeirra, Bucking- hamhöll. Höllin heto nú verið opin gestum í vikutíma og á þeim tíma hafa þúsundir fengið að skoða sig um í höllinni. Búist er við að um 30.000 gestir muni nota tækifærið en höflin er opin fram til loka septembermán- aðar. Þetta er sjöunda árið í röð sem alþýðu býðst að kynnast fjölskyldunni betur en fram að þessu hafa Bretar verið í miklum meirihluta gesta þó að útlendum gestum íjölgi jafnt og þétt. Höllin hefur verið þrifin hátt og lágt, farið var vel yfir alla veggi og öfl gólf og verðmæt listaverk pússuð vandlega. Farið er yfir sýningarsvæð- ið daglega til þess að halda öllu í horf- inu enda er hætt við því að höllin missi konunglegan ljóma sinn þegar þúsundir manna' streyma um ganga hennar. Gjafavöruverslun er á staðnum sem selur ýmsa muni tengda frægustu fjöl- skyldu heims og það ættu aðdáendur konungsíjölskyldunnar að hafa í huga. -þor Buckingham höll er opin gestum fram til loka septembermánaðar. Énn meiri verðlækkun Rýmingarsölu okkar lýkur á sunnudaginn 1 r N 10 8 R L- ! e y k j a v í k 1 —L Fatnaður á alla fjölskylduna Opiö: ardapn jíj - IR Qnnniirlapa 12-17 lupeysur íooo Vattvesti a stulkui’ 890 Domudragtir 1 9'90 Oömulcliólar 1490 Og DUXUr 790
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.