Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 jL>"V 12 %atgæðingur vikunnar Nykaup Þar sem ferskleikinn býr Ýsurúlla með gráðaostasósu Fyrir 4 800 g ýsuflök, roðflett og bein- laus 2 dl vatn 1 tsk. salt safi úr 1/2 sítrónu Gráðaostasósa 200 g rækjur 3 stk. lárperur (avocado) 6 msk. möndluflögur 100 g gráðaostur 3 dl rjómi 30 g dill, ferskt (1 pottur), eða 3 tsk. þurrkað 1-2 msk. maizenamjöl eða sósujafnari Sjóðið saman á pönnu vatn, sítrónusafa og salt. Rúllið f ýsuflökunum upp og gufusjóðið undir loki í 5-6 mínútur. Haldið heitu. Gráðaostasósa Léttbrúnið möndluflögurnar á I heitri, þurri pönnu. Blandið vel j saman við gráðaost, rjóma og dilt, hitið að suðu. Þykkið með maizenamjöli eða sósujafnara. Afhýðið lárperuna og skerið í f báta. Bætið út í sósuna ásamt f rækjunum þegar borið er fram. Gott er að borða gróft brauð með réttinum. Hnetu- og súkkulaði- grillaiar perur Fyrir fjóra 4 stk. perur, afhýddar og kjarn- hreinsaðar 2 msk. mjúkt smjör 4 msk. aprikósumarmelaði 1/4 dl rifið súkkulaði 1/4 dl rifnar valhnetur 4 msk. sítrónusafi 4 arkir álpappír, 20x20 cm. Álpappírinn er smurður öðru megin með þunnu lagi af smjöri. í Smyrjið síðan einni matskeið af marmelaði yfir smjörið á álpapp- írnum. Perurnar eru skornar í; sneiðar eftir endilöngu og raðað á | álpappírinn, 1 msk. af súkkulaði og lmsk. af hnetum stráð yfir. Sítrónusafa stráð yfir í lokin, ásamt afganginum af smjörinu. Ál- pappírinn er síðan brotinn þannig að loftþéttur pakki myndist. Grill- að í tíu mínútur. Gott er að bera fram með réttin- um þeyttan rjóma og hafa ávexti að , eigin vali sem skraut. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. U.S. IIMTERIMATIONAL Bráðvantar fólk 1000-2000 $, hlutastarf 2500-5000 $, fullt starf Þjálfun og frítt flug til Los Angeles. Viðtalspantanir í síma 698 4200 og 898 9995. Netfang: iris@mmedia.is Kristján í Humarhúsinu býður upp á humar, hross og skyr: Allt það besta úr þjóðarkistunni Forréttur: Pönnusteiktur humar á salati með sól- þurrkuðum tómötum U.þ.b. 100 g humar á mann salat eftir smekk sólþurrkaðir tómatar í olíu Humarinn tekinn úr skelinni og steiktur á vel heitri pönnu. Kryddið aðeins með salti og pipar. Steikið í örskamma stund, en um það leyti sem þið haldið að humarinn sé hrár inn við miðju, þá er hann tilbú- inn. (Góð venja við eldun á öllum fiski). Blandið ferskt salat að eigin smekk, skerið tómatana í þunnar sneiðar, raðið humrinum í kring um salatið og berið fram, gott er að hafa einnig sítrónubát með til þess að kreista yfir. Aðalréttur: Hrossalund „Creole" með japönsku kartöflusalati U.þ.b. 200-300 g af hrossalund á mann. Hrossalundin er hreinsuð mjög vel, öll fita, himna og það kjöt sem farið er að dökkna er fjarlægt. Pönnusteikið eða grillið eftir smekk. Mjög áríðandi er að kjötið sé ekki of mikið steikt, helst mjög létt- steikt. Sé það gert er nánast hægt að tyggja það með augnlokunum því hrossalund er mjög meyr. Kjötið er mjög bragðmilt svo það á vel við að gefa með bragðmikla olíu. Kryddolía Setjið eftirfarandi í matvinnslu- vél (gott aö gera nokkrum dögum áður) 1 tsk. svartur pipar 3-4 stk. stjörnuanís 1 tsk. rósapipar 1 bolli góð ólífuolía (Geymist ekki í kæli) Japanskt kartöflusalat U.þ.b. 4-5 stórar kartöflur 2 stk. stórar gulrætur 1 laukur 1/2 eða 1 lítil agúrka 2 tsk. sykur 3 egg %íkert vesen 1 grænmetisteningur 1 og 1/2 bolli vatn 5 tsk rice vinager Skerið hverja kart- öflu í 8-10 bita og geymið í köldu vatni. Skerið einnig gulræt- umar og laukinn í litla bita. Þetta er steikt saman á vel heitri pönnu í 1-2 mínútur. Á meðan er vatnið soðið með grænmetisteningnum út í og síðan er því hellt yflr ásamt hrís- grjónaedikinu. Látið malla undir loki í fimm mínútur, takið lokið af og látið malla þar til allur vökvi er farinn af pönnunni. Hreyfa þarf pönnuna allan tímann svo ekki festist við. Setjið í stóra skál. Pískið eggin saman og hellið þeim yfir í skálina, hrærið var- lega með sleif eða tveimur göfflum (gott er að vera búinn að píska saman eggjun- um) Þvínæst er agúrkan skorin í tvennt eftir endi- löngu og í þunnar sneiðar. Setjið agúrk- una í sigti og örlítið salt yfir (það er gert til þess að losna við mesta vökvann úr gúrkunum). Látið bíða í tiu mínútur og kreistið þá gúrkurnar varlega og setjið þær út í skálina. Bæta má salti og hrís- grjónaediki eftir smekk og persónu- lega finnst mér betra að hafa vel af edikinu. Borðist kalt. Athugið að þetta er ekki eins flók- ið og það kann að hljóma en er svo sannarlega fyrirhafnar virði! Skyrterta 1 stórt springform 1 kg skyr 1/2 1 rjómi 3 msk. vanilludropar 1 dl vatn 10 blöð matarlím 450 g sykur 3 eggjarauður 1 heilt egg Kristján Þorsteinsson, eigandi Humarhússins er þjóðlegur þegar kemur að matargerð. Humar er vita- skuld sérgrein hans en hann hefur auk þess komist yfir þá skömm sem íslendingar hér áður höfðu á því að éta hrossakjöt. Skyri, rjóma, vanillu og 350 g af sykri er blandað saman, matarlímið leyst upp i köldu vatni, eggjarauður og heilt egg er þeytt saman. Kreistið allan vökva af matarlím- inu og setjið í pott. Bætið út í 1 dl vatni og 100 g af sykri. Suða látin koma upp rólega. Hrærið varlega saman við eggin og því næst er þessu hrært varlega saman við skyrið, rjómann og vanilluna. Setjið í formið og látið stífna. Botn: 1 pakki grahamskex, 100 g sykur, 2 msk. mjúkt smjör. Blandið öllu saman í matvinnsluvél, setjið í botninn á forminu og bakið í 7 mín. við 180°C. Ég skora á vinafólk mitt, Bryn- dísi Blöndal, syngjandi flugfreyju, og bónda hennar, Stefán Mána Sig- þórsson, verkamann og rithöfund, sem eru löngu orðin fræg fyrir veisluhöld og móttökur í vestur- bænum. Hamborgari feita Ameríkanans Nú er sumarið loks- ins að verða búið og þá er hægt að fara úr kjólunum og stuttbux- unum í víðu svörtu buxurnar og lopapeys- una. Aukakílóin sjást ekki og það er alveg óhætt að borða það sem mann langar í. Hvernig væri til dæm- is að fá sér ekta amer- ískan hamborgara sem maður býr til frá grunni, en tekur samt ekki meira en hálf- tíma að gera? Fyrir fjóra 450 g nautavöðvi 1 laukur, smátt saxaður 2 tsk. sólblómaolía 2 hvítlauksrif 1 tsk. paprikuduft cayennepipar á hnífsoddi 1/2 tsk. salt 4 ísmolar 4 hamborgarabrauð 4 tsk. majónes 1 tsk franskt sinnep - haustklæðnaðurinn hylur allt Það tekur ekki langan tíma að búa til ekta amerískan hamborg- ara úr nautakjöti, ýmsu góðu kryddi og grænmeti. Aukakílóin skipta heldur engu máli lengur. 4 stór salatblöð 2 tómatar í sneiðum 4 tsk. tómatsósa Fituhreinsið kjötið og skerið það niður í stóra bita. Haldið áfram að skera bita og bita niður þar til kjöt- ið er orðið smátt skorið en þó ekki i kássu. Setj- ið kjötið í skál og hitið laukinn á pönnunni uns hann er glær og blandið honum saman við. Bæt- ið út í hvítlauk, papriku, cayennepipar og salti. Bleytið hend- urnar og hnoðið þar til mjúkt. Mótið i fjóra borgara og setjið ísmola í miðju hvers um sig - þeir hjálpa til við að halda kjötinu mjúku meðan hamborgararnir eru steiktir. Kryddið borgarana létt og steikið í olíu, hvort heldur sem er á grilli eða pönnu, í 3-5 mínút- ur, allt eftir þvi hvemig þið viljið hafa þá. Á meðan borgararnir steikjast skal létthita hamborgarabrauðin. Hrærið saman majónesi og sinnepi og smyrjið á brauðin. Ofan á sósu kemur svo salatblað, borgari, tómat- sneiðar og tómatsósa. Lokið borgar- anum með brauði og berið fram með miklu af frönskum og ísköldu kóki. Nýkaup Þarsemferskleikinn býr Grill gúff Þorir þú að drekka kók með þessum - eða er hann nógu sætur eins og hann er? Fyrir fjóra í þennan gómsæta eftirrétt þarf að hafa: 100 g rifið súkkulaði 3 stk. kókosbollur 500 g ávaxtasalat t. d. jarðar- ber, kíwi, bláber, vínber, perur, banana og epli. Ávextimir eru skomir í bita og settir í álbakka. Súkkulaðinu sáldrað yfir. Þar yfir er kókos- bollunum klesst og rétturinn síð- an grillaður í u.þ.b. tíu mínútur við lágan hita. Fyllt eggaldin með grænmetissafa Fyrir fjóra 4 stk. eggaldin 1 stk. rauðlaukur 1 bakki smámaís 150 g sellerí 12 stk. ólífur, grænar 8 msk. óiífuolía til steikingar Sósa og meðlæti 2 búnt vorlaukar 2 stk. tómatar 4 msk. graslaukur 4 msk. sesamfræ 2-3 dl grænmetissoð (vatn og 1/4 Knorrteningur) Skerið endana af eggaldinun- um og skiptið hverju þeirra í þrennt. Skafið kjötið út svo að eft- ir verði hola fyrir fyllingu. Saltið og látið standa í 15 mínútur. Skolið þá og þerrið, brúnið á heitri pönnu. Lagt til hliðar. Sax- ið og sneiðið grænmetið ásamt kjötinu úr eggaldinunum og snöggsteikið í heitri oliu, bragð- bætið með salti og pipar. Setjið síðan grænmetisblönduna ofan i eggaldinin og leggið ólífur ofan á. Bakið í 5-8 mínútur við 150°C. Sósa og meðlæti Skerið grænmetið í strimla og sneiðar. Blandið öllu saman og sjóðið í tvær mínútur. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.