Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 s viðtal Lína Rut Wilberg, listmálari og förð- unarkennari, segir frá sannleikanum á bak við fegurðar- og módelsam- keppnir, starf fyrir- sætunnar og möguleika ís- lenskra stúlkna úti í hinum stóra, harða heimi. Eg hef verið að mála i tvö ár og það hefur gengið vel en þetta er of mikil einvera,“ segir Lína Rut Wil- berg, listmálari og fórðunarmeist- ari sem ætlar að snúa sér aftur að förðuninni - en aðeins í hluta- starfi. Lina Rut ætlar að kenna einu sinni í viku við förðunarskólann Face hjá Þórunni Högnadóttur en Þórunn er fyrrverandi nemandi og starfsmaður Línu Rutar á meðan hún rak sinn fórðunarskóla. Förðunarskóli Línu Rutar var stofnaður fyrir átta árum og fljót- lega kom Þórunn til starfa þar. Þær störfuðu saman þar til fyrir tveimur árum þegar Lína Rut lok- aði skólanum til að geta einbeitt sér að málaralistinni, auk þess sem hún opnaði verslunina Face, ásamt Súsönnu Hreiðarsdóttur og réðu þær Þórunni til starfa. Fljót- lega drógu þær Lína Rut og Sús- anna sig út úr rekstrinum en Þór- unn tók við honum, auk þess sem hún stofnaði skóla sem einnig hef- ur nafnið Face. En hvers vegna ætlar hún aftur í forðunina? „Mér finnst mjög gaman að kenna, sérstaklega þegar ég þarf ekki að bera ábyrgð á rekstri." Ráðnar til að vera herðatrá Hvernig konur koma í förðun- arskóla og hvers vegna? „Það koma þangað konur á öll- um aldri, þó mest á milli tvítugs og þrítugs. Sumar koma vegna þess að þær hafa áhuga á að læra að farða aðra, aðrar til að læra að farða sjálfar sig. Megináherslan er á módelforðun en síðan er einnig kennd leikhús- og kvik- myndaförðun. Ljósmynda- og tiskuförðun er þó langvinsælasta námskeiðið." Lína Rut starfaði árum saman við förðun á fyrirsætum og við undirbúning fegurðarsamkeppna og fyrirsætukeppna en segist ekki ætla í þann bransa aftur. „Þegar ég hætti á sínum tíma var ég búin að fá nóg og get enn ekki hugsað mér að koma nálægt þessum módelbransa." Hvers vegna? „Vegna þess að módelin í þess- um bransa eru upp til hópa leiðin- leg. Þetta eru krakkar." Hvað áttu við með krakkar? „Stærsti hópurinn er frá fimmt- án tii tuttugu ára - en fer allt nið- ur í tólf ára. Fyrirsætubransinn er alltaf að yngjast." Hvað finnst þér um það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.