Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 23
JL*‘V LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 \lk 23 við holdið meira testósterónflæði, eitt- hvert forskot sem ekki hefur verið viðurkennt? Eru kon- ur að keppa á karlveldis- markaðinum án þess að hafa til þess sömu vopn? Bregst testósterónmagn þeirra ólíkt við vin- um/óvinum? Ræður mismunurinn því hvort þau berjast eða leggja á flótta? í þeim fjölmörgu rannsóknum sem hafa verið gerð- ar á dýrum kemur í Ijós að testó- sterónmagn eykst hjá þeim sem fara með sigur í bardaga. Sá sem nær titlinum „konungur skógar- ins“ öðlast meira sjálfsöryggi, sjálfsmat hans hækkar, mökunar- möguleikar aukast og honum líður betur. Sumar konur ná því að auka testósterónmagn sitt á eðli- legan hátt og ná því eftirsóknar- verða ástandi að verða mjög svo samkeppnishæfar. Litlar rann- sóknir sem gerðar hafa verið til þess að kanna hvort konur í íþrótt- um og viðskiptum hafi meira testósterón en aðrar konur hafa aðeins orðið til þess að auka áhuga vísindamanna á frekari rannsóknum. Þótt enn eigi eftir að rannsaka til hlitar áhrif testósteróna á kon- ur sérstaklega er' ljóst að bæði menn og dýr með mikið testó- sterónamagn eru árásargjarnari en þeir sem sem hafa minna af þessu hormóni - reyndar svo að menn sem hafa meðfædda erfða- galla sem valda tvöföldu testó- sterónamagni eru allmiklu árásar- gjarnari en venjulegir menn. Þeir hafa XYY-krómósóma í stað XY- krómósóma en Y er karl- krómósómið. Þegar tvö Y- krómósóm hleypa testósteróna- framleiðslunni af stað er ómögu- legt að segja hvar hormónaáhrifin enda. Það er þess vegna sem stórt hlutfall þessara manna endar í fangelsum fýrir ofbeldisglæpi. Testósterónatröllin og veikleiki kvenna Vandamálið er að konur virðast fá í hnén andspænis öllu þessu testósteróni. í rannsókn sem vís- indamenn við háskólann í Engee í Tyrklandi gerðu árið 1991 kom í ljós að karlmenn með djúpar radd- ir (sem þeir tengdu karlhormón- inu) nutu mun meiri kvenhylli. Þetta fyllti plötusnúða og baríton- söngvara miklu stolti og í kjölfar- ið notuðu þeir hvert tækifæri til þess að koma þessum upplýsing- um á framfæri. Það má vera að hin hörðu testó- sterónatröll kveiki á einhverjum frumstæðum hvötum hjá kven- þjóðinni og það eigi sér skýringu í því að til forna hafi sá maður ver- ið eftirsóknarverðastur sem gat verndað konu og börn fyrir óvin- veittum ættbálkmn og blóðþyrst- um villidýrum. í dag gæti þetta kynþokkafulla fLikki hins vegar breyst í skapvondan óvætt með háan blóðþrýsting, sprengjuskap- lyndi og þörf fyrir fleiri konur. Þetta eru mennirnir sem geta hvorki elskað né verið trygglynd- ir. Það eru gjarnan konurnar þeirra sem eru vælandi í þættin- um hjá Opruh Winfrey í hverri viku. Við Rikisháskólann í Pennsyl- vaníu gerði Alan nokkur Bolton rannsókn á hormónamagni 4.642 manna og kannaði samskiptasögu þeirra. Niðurstaðan var sú að karl- menn með hátt testósterónamagn væru ólíklegri til að ganga í hjóna- band. Vandræðin byrjuðu þó fyrst ef þeir kvæntust. Þeir höfðu frem- ur tilhneigingu til þess að eiga ást- konur, leggja hendur á konurnar sínar og yfírgefa heimilið vegna þess að þeim samdi ekki við eigin- konurnar. Önnur rannsókn, sem gerð var í Skandinavíu, bendir til þess að því meira sem testósterón- magnið sé því líklegra sé að til skilnaðar komi. Það kemur varla á óvart að karlmaður með hátt testó- sterón er sjálfmiðaðri, sjálfselskari og getur haft persónleika geðvill- ings. En undarlegt nokk, sumum kon- um finnst þeir ómótstæðilegir. Unnið upp úr bókinni The Alchemy of Love and Lust, eftir Theresu L. Crenshaw, M.D. DAGAR lOtíma Ijósakort 2.595kr- m . TII _Í n_/„ ATH. Kortið gildir í 3 mánuði. Klipping....... 1.395 kr.- mir af úrsUimðtFm m msowiw srówÆi&miKiKttw á nrtittiM rðRttiM !'\í)t/LL>í±í.t HARGREIÐSLUSTOFÚR OPNAR TIL 22:00 ÖLl KVÖLD. ■f <? ! X'% ’ N N. §4 % \ * *HUa Mörkinl 108 Rvk. Smiðjuvagur 4B , Hvannhólmi GuIuí %. Starhólmi Rauiur A * sr** * & M-ef m- '■ " *-* £fstíh) Valahj Sk * öKemmuvegur 200 Kópavogi (588-5858 (567-3838 j mn5 / w “ J* iJáfijr'él'JzJus t ofumJ óJbu'ón tofum Vonlun-Pu tnuóur ók óm Un UJrfö t-ök urt-JJúrokru ut og murcj t fJ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.