Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 23
JL*‘V LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 \lk 23 við holdið meira testósterónflæði, eitt- hvert forskot sem ekki hefur verið viðurkennt? Eru kon- ur að keppa á karlveldis- markaðinum án þess að hafa til þess sömu vopn? Bregst testósterónmagn þeirra ólíkt við vin- um/óvinum? Ræður mismunurinn því hvort þau berjast eða leggja á flótta? í þeim fjölmörgu rannsóknum sem hafa verið gerð- ar á dýrum kemur í Ijós að testó- sterónmagn eykst hjá þeim sem fara með sigur í bardaga. Sá sem nær titlinum „konungur skógar- ins“ öðlast meira sjálfsöryggi, sjálfsmat hans hækkar, mökunar- möguleikar aukast og honum líður betur. Sumar konur ná því að auka testósterónmagn sitt á eðli- legan hátt og ná því eftirsóknar- verða ástandi að verða mjög svo samkeppnishæfar. Litlar rann- sóknir sem gerðar hafa verið til þess að kanna hvort konur í íþrótt- um og viðskiptum hafi meira testósterón en aðrar konur hafa aðeins orðið til þess að auka áhuga vísindamanna á frekari rannsóknum. Þótt enn eigi eftir að rannsaka til hlitar áhrif testósteróna á kon- ur sérstaklega er' ljóst að bæði menn og dýr með mikið testó- sterónamagn eru árásargjarnari en þeir sem sem hafa minna af þessu hormóni - reyndar svo að menn sem hafa meðfædda erfða- galla sem valda tvöföldu testó- sterónamagni eru allmiklu árásar- gjarnari en venjulegir menn. Þeir hafa XYY-krómósóma í stað XY- krómósóma en Y er karl- krómósómið. Þegar tvö Y- krómósóm hleypa testósteróna- framleiðslunni af stað er ómögu- legt að segja hvar hormónaáhrifin enda. Það er þess vegna sem stórt hlutfall þessara manna endar í fangelsum fýrir ofbeldisglæpi. Testósterónatröllin og veikleiki kvenna Vandamálið er að konur virðast fá í hnén andspænis öllu þessu testósteróni. í rannsókn sem vís- indamenn við háskólann í Engee í Tyrklandi gerðu árið 1991 kom í ljós að karlmenn með djúpar radd- ir (sem þeir tengdu karlhormón- inu) nutu mun meiri kvenhylli. Þetta fyllti plötusnúða og baríton- söngvara miklu stolti og í kjölfar- ið notuðu þeir hvert tækifæri til þess að koma þessum upplýsing- um á framfæri. Það má vera að hin hörðu testó- sterónatröll kveiki á einhverjum frumstæðum hvötum hjá kven- þjóðinni og það eigi sér skýringu í því að til forna hafi sá maður ver- ið eftirsóknarverðastur sem gat verndað konu og börn fyrir óvin- veittum ættbálkmn og blóðþyrst- um villidýrum. í dag gæti þetta kynþokkafulla fLikki hins vegar breyst í skapvondan óvætt með háan blóðþrýsting, sprengjuskap- lyndi og þörf fyrir fleiri konur. Þetta eru mennirnir sem geta hvorki elskað né verið trygglynd- ir. Það eru gjarnan konurnar þeirra sem eru vælandi í þættin- um hjá Opruh Winfrey í hverri viku. Við Rikisháskólann í Pennsyl- vaníu gerði Alan nokkur Bolton rannsókn á hormónamagni 4.642 manna og kannaði samskiptasögu þeirra. Niðurstaðan var sú að karl- menn með hátt testósterónamagn væru ólíklegri til að ganga í hjóna- band. Vandræðin byrjuðu þó fyrst ef þeir kvæntust. Þeir höfðu frem- ur tilhneigingu til þess að eiga ást- konur, leggja hendur á konurnar sínar og yfírgefa heimilið vegna þess að þeim samdi ekki við eigin- konurnar. Önnur rannsókn, sem gerð var í Skandinavíu, bendir til þess að því meira sem testósterón- magnið sé því líklegra sé að til skilnaðar komi. Það kemur varla á óvart að karlmaður með hátt testó- sterón er sjálfmiðaðri, sjálfselskari og getur haft persónleika geðvill- ings. En undarlegt nokk, sumum kon- um finnst þeir ómótstæðilegir. Unnið upp úr bókinni The Alchemy of Love and Lust, eftir Theresu L. Crenshaw, M.D. DAGAR lOtíma Ijósakort 2.595kr- m . TII _Í n_/„ ATH. Kortið gildir í 3 mánuði. Klipping....... 1.395 kr.- mir af úrsUimðtFm m msowiw srówÆi&miKiKttw á nrtittiM rðRttiM !'\í)t/LL>í±í.t HARGREIÐSLUSTOFÚR OPNAR TIL 22:00 ÖLl KVÖLD. ■f <? ! X'% ’ N N. §4 % \ * *HUa Mörkinl 108 Rvk. Smiðjuvagur 4B , Hvannhólmi GuIuí %. Starhólmi Rauiur A * sr** * & M-ef m- '■ " *-* £fstíh) Valahj Sk * öKemmuvegur 200 Kópavogi (588-5858 (567-3838 j mn5 / w “ J* iJáfijr'él'JzJus t ofumJ óJbu'ón tofum Vonlun-Pu tnuóur ók óm Un UJrfö t-ök urt-JJúrokru ut og murcj t fJ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.