Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 26 hvaðan ertu? ÍZX&& ts 1 Ástæðan fyrir því að Snorri dvaldi svo mikið á Dalvík er að öll systkini foreldra hans búa þar og báðir afamir. Foreldrar Snorra búa hins vegar á Akureyri þar sem fað- ir hans starfar sem sálfræðingur. Að öllum líkindum hefur hann ver- ið beittur heilbrigðum aga í æsku? „Já, ég á bara góðar minningar úr æsku minni,“ segir Snorri glaðbeitt- ur. „Maður var náttúrlega stans- laust eitthvað að gera af sér þó að ég muni engin sérstök atvik. Það sem stendur upp úr er að á Dalvík var ég einu sinni sannfærður um að ég væri að deyja. Ætli ég hafi ekki ver- ið átta ára gamall og eitthvað að dandalast í fótbolta á Jaðarstúninu með mér eldri og gáfaðri mönnum. Ég fékk það verkefni að sækja bolt- ann og datt á leiðinni illa á gaddavír og skarst á handlegg. Ég þóttist þess fullviss að þetta væri púlsinn og lá - að mér fannst - lengi meðvitund- arlaus við dauðans dyr. Ég lifði af en skarta stóra öri sem minnir mig á þennan lífsháska." Flestir sem alast upp á lands- byggðinni minnast meira frjálsræð- is en höfuðborgarböm dagsins i dag eiga að venjast. Hvaða skoðun hefur Snorri Sturluson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, er að norðan. Hann bjó til skiptis á Akureyri og Dalvík en öll sumur var hann á Dalvík. „Þegar ég átti heima á Akureyri bjó ég aldrei í meira en 300 metra fjarlægð frá KA-heimilinu. Ég hneigðist frekar til KA-manna, en fór síðan með Dúdda frænda mínum að æfa körfubolta með Þór! Framinn í körfu- boltanum varð aldrei mikill en kannski má kenna því um hvaða lið ég valdi.“ landsbyggðardrengurinn á því? „Það er engin spum- ing að það er miklu þægilegra að vera með böm úti á landi,“ segir Snorri. „Ég fór bara út á morgnana og kom heim á kvöldin og enginn þurfti að hafa áhyggjur af neinu. Ég man að ég fór um allt á hjólinu hennar ömmu minnar, þar sem mitt hjól var heima í Danmörku, og Hofsós krökkum þótti ég skrýtinn fyrir vik- ið en vöndust því fljótt. Eitt sumar er mér líka minnis- stætt þar sem ég komst að því að ég ætti frænda sem hét Finnur og keyrði vörabíl á Dalvík. I þann tíð fannst manni náttúrlega vörubíl- stjórar merkilegri en forsetar allra landa og ég hengdi mig á þennan Finn frænda minn. Heilt sumar leið þar sem ég sat í vöru- bíl Finns og fylgdi hon- um í malar- flutning- um.“ Smit- aðist af frétta- bræðr- unum Snorri segist ekki hafa verið upptekinn af íþróttum framan af æskunni - meira að segja frem- ur áhuga- laus. „Ég reyndi eitthvað smávegis, mætti á eina handboltaæfingu úti í Danmörku, en hætti strax vegna þess að mér fannst handboltinn svo leiðinlegur. Þar næst fór ég í fót- bolta og það er svolítið undarlegt að þegar ég bjó á Akureyri bjó ég aldrei í meira en 300 metra fjarlægð Snorri litli. „í þann tíð fannst manni náttúrlega vörubílstjórar merkiiegri en forsetar allra landa og ég hengdi mig á vörubílstjórann Finn frænda minn. Heilt sumar leið þar sem ég sat í vörubíl Finns og fylgdi honum í malarflutningum." frá KA-heimilinu. Ég hneigðist frek- ar til KA-manna, en fór síðan með Dúdda frænda mínum að æfa körfu- bolta með Þór! Framinn í körfubolt- anum varð aldrei mikill en kannski má kenna því um hvaða lið ég valdi,“ segir Snorri og hlær. Er hægt að rekja fréttabakterí- una til einhvers úr æsku? „Ég var í sveit í Svarfaðardal, sem er 6 km frá Dalvík, á bæn- um Jarðbrú þar sem bjuggu fréttabræðumir Óskar Þór, Atli Rúnar og Jón Baldvin Halldórssynir. Ef til vill hafa þeir komið bakteríunni yflr í mig með einhverjum hætti. Mér dettur það einna helst í hug.“ En langar þig aldrei til þess að segja skilið við stressið á höfuðborg- arsvæðinu og flytjast norður með fjölskylduna? „Það hvarflar alltaf annað slagið að mér, en ekki í neinni alvöru, enda ekki mikið um að vera þar fyr- ir mann í mínu starfl. Ég á þó bara góðar minningar þaðan og fin tengsl við ættingja mína sem enn búa flest- ir fyrir norðan. Mér mun alltaf þykja vænt um þennan stað.“ -þhs Snorri Sturluson lenti í ýmsu þegar hann var lítill drengur á Dalvík: Átta ára við dauðans dyr Snorri Sturluson, íþróttafrétta- maður á Stöð 2, hefur löngum heill- að lýðinn með norðlenskum fram- burði sínum. Það er fyllilega ljóst. Maðurinn á ætt sína og óðul fyrir norðan. Hann bjó lengi á Akureyri en Dalvík er annar áhrifavaldur í lífi hans, því þar bjó Snorri hinn ungi öll sumur frá blautu barns- beini. „Ég er fæddur á Þingeyri," segir Snorri. Síðan bjó ég fimm ár í Danmörku og meiripart minnar ævi á Akureyri. Ég bjó aldrei nema tvö ár samfleytt á Dalvík, fyrst þegar ég var fjögurra ára og svo 15 ára, en öll sumur æsku minnar var ég þar.“ Að sögn Snorra er Dalvík topp- staður - þægilegur lítill bær og ekk- ert stress. „Maður var sjálfum sér nægur í öllum leikjum og mikið að dandal- ast einn. Ég þvældist til dæmis niðri í fjöru og á bryggjunni en sjór- inn á sterk ítök í mér. Á meðan ég var í menntaskóla var ég líka alltaf á sjó á sumrin." Fáir vita að íþrótta- haukurinn Snomi er með svokallað pungapróf upp á vasann en það veit- ir stýrimannaréttindi á smærri báta. Hin síðari ár hefur hann þó ekkert nýtt sér þau réttindi. Þótti skrýtinn á hjólinu hennar ömmu ... í prófíl Nanna Kristín leikkona Fullt nafn: Nanna Kristín Magnúsdóttir. Fæðingardagur og ár: 9. maí 1974. Maki: Ólafur Darri Ólafs- son. Börn: Engin. Starf: Leikkona. Skemmtilegast: Allt óvænt. Leiðinlegast: Að finna bílastæði í miðbænum. Uppáhaldsmatur: Lamba- kjöt með brúnni sósu og kartöflustöppu hjá ömmu. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Joaquin Phoenix Fallegasta (söng)röddin: Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir. Uppáhaldslíkamshluti: Bakið. eða andvíg ríkis- tjóminni: Hlynnt. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Batman. Uppáhaldsleikari: Svo I margir. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Hilmar Oddsson. Sætasti stjórnmálamað- urinn: Þeir eru allir ágæt- ir. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Friends. Leiðinlegasta auglýsing- in: Flestar sjampóauglýs- ingar. Leiðinlegasta kvikmynd-| in: Police Academy mynd-f imar. Sætasti sjónvarpsmaðurJ inn: Gísli Marteinn Baldl ursson. Uppáhaldsskemmtistað- ur: Mjög mismunandi. Besta „pikköpp“-linan: Ég elska þig. Hvað ætlar þú að verða ! þegar þú verður stór: Stórleikkona. Eitthvað að lokum: Nei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.