Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Page 26
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
26 hvaðan ertu?
ÍZX&& ts 1
Ástæðan fyrir því að Snorri
dvaldi svo mikið á Dalvík er að öll
systkini foreldra hans búa þar og
báðir afamir. Foreldrar Snorra búa
hins vegar á Akureyri þar sem fað-
ir hans starfar sem sálfræðingur.
Að öllum líkindum hefur hann ver-
ið beittur heilbrigðum aga í æsku?
„Já, ég á bara góðar minningar úr
æsku minni,“ segir Snorri glaðbeitt-
ur. „Maður var náttúrlega stans-
laust eitthvað að gera af sér þó að ég
muni engin sérstök atvik. Það sem
stendur upp úr er að á Dalvík var ég
einu sinni sannfærður um að ég
væri að deyja. Ætli ég hafi ekki ver-
ið átta ára gamall og eitthvað að
dandalast í fótbolta á Jaðarstúninu
með mér eldri og gáfaðri mönnum.
Ég fékk það verkefni að sækja bolt-
ann og datt á leiðinni illa á gaddavír
og skarst á handlegg. Ég þóttist þess
fullviss að þetta væri púlsinn og lá
- að mér fannst - lengi meðvitund-
arlaus við dauðans dyr. Ég lifði af
en skarta stóra öri sem minnir mig
á þennan lífsháska."
Flestir sem alast upp á lands-
byggðinni minnast meira frjálsræð-
is en höfuðborgarböm dagsins i dag
eiga að venjast. Hvaða skoðun hefur
Snorri Sturluson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, er að norðan. Hann bjó til skiptis á Akureyri og Dalvík en öll sumur
var hann á Dalvík. „Þegar ég átti heima á Akureyri bjó ég aldrei í meira en 300 metra fjarlægð frá KA-heimilinu. Ég
hneigðist frekar til KA-manna, en fór síðan með Dúdda frænda mínum að æfa körfubolta með Þór! Framinn í körfu-
boltanum varð aldrei mikill en kannski má kenna því um hvaða lið ég valdi.“
landsbyggðardrengurinn
á því?
„Það er engin spum-
ing að það er miklu
þægilegra að vera með
böm úti á landi,“ segir
Snorri. „Ég fór bara út á
morgnana og kom heim
á kvöldin og enginn
þurfti að hafa áhyggjur
af neinu. Ég man að ég
fór um allt á hjólinu
hennar ömmu minnar,
þar sem mitt hjól var
heima í Danmörku, og
Hofsós
krökkum þótti ég skrýtinn fyrir vik-
ið en vöndust því fljótt.
Eitt sumar er mér líka minnis-
stætt þar sem ég komst að því að ég
ætti frænda sem hét Finnur og
keyrði vörabíl á Dalvík. I þann tíð
fannst manni náttúrlega vörubíl-
stjórar merkilegri en forsetar allra
landa og ég hengdi mig á þennan
Finn frænda minn. Heilt sumar leið
þar sem ég
sat í vöru-
bíl Finns og
fylgdi hon-
um í malar-
flutning-
um.“
Smit-
aðist af
frétta-
bræðr-
unum
Snorri
segist ekki
hafa verið
upptekinn
af íþróttum
framan af
æskunni -
meira að
segja frem-
ur áhuga-
laus.
„Ég reyndi eitthvað smávegis,
mætti á eina handboltaæfingu úti í
Danmörku, en hætti strax vegna
þess að mér fannst handboltinn svo
leiðinlegur. Þar næst fór ég í fót-
bolta og það er svolítið undarlegt að
þegar ég bjó á Akureyri bjó ég
aldrei í meira en 300 metra fjarlægð
Snorri litli. „í þann tíð fannst manni
náttúrlega vörubílstjórar merkiiegri
en forsetar allra landa og ég hengdi
mig á vörubílstjórann Finn frænda
minn. Heilt sumar leið þar sem ég
sat í vörubíl Finns og fylgdi honum
í malarflutningum."
frá KA-heimilinu. Ég hneigðist frek-
ar til KA-manna, en fór síðan með
Dúdda frænda mínum að æfa körfu-
bolta með Þór! Framinn í körfubolt-
anum varð aldrei mikill en
kannski má kenna því um hvaða
lið ég valdi,“ segir Snorri og hlær.
Er hægt að rekja fréttabakterí-
una til einhvers úr æsku?
„Ég var í sveit í Svarfaðardal,
sem er 6 km frá Dalvík, á bæn-
um Jarðbrú þar sem bjuggu
fréttabræðumir Óskar Þór,
Atli Rúnar og Jón Baldvin
Halldórssynir. Ef til vill hafa þeir
komið bakteríunni yflr í mig með
einhverjum hætti. Mér dettur það
einna helst í hug.“
En langar þig aldrei til þess að
segja skilið við stressið á höfuðborg-
arsvæðinu og flytjast norður með
fjölskylduna?
„Það hvarflar alltaf annað slagið
að mér, en ekki í neinni alvöru,
enda ekki mikið um að vera þar fyr-
ir mann í mínu starfl. Ég á þó bara
góðar minningar þaðan og fin tengsl
við ættingja mína sem enn búa flest-
ir fyrir norðan. Mér mun alltaf
þykja vænt um þennan stað.“
-þhs
Snorri Sturluson lenti í ýmsu þegar hann var lítill drengur á Dalvík:
Átta ára við
dauðans dyr
Snorri Sturluson, íþróttafrétta-
maður á Stöð 2, hefur löngum heill-
að lýðinn með norðlenskum fram-
burði sínum. Það er fyllilega ljóst.
Maðurinn á ætt sína og óðul fyrir
norðan. Hann bjó lengi á Akureyri
en Dalvík er annar áhrifavaldur í
lífi hans, því þar bjó Snorri hinn
ungi öll sumur frá blautu barns-
beini. „Ég er fæddur á Þingeyri,"
segir Snorri. Síðan bjó ég fimm ár í
Danmörku og meiripart minnar ævi
á Akureyri. Ég bjó aldrei nema tvö
ár samfleytt á Dalvík, fyrst þegar ég
var fjögurra ára og svo 15 ára, en öll
sumur æsku minnar var ég þar.“
Að sögn Snorra er Dalvík topp-
staður - þægilegur lítill bær og ekk-
ert stress.
„Maður var sjálfum sér nægur í
öllum leikjum og mikið að dandal-
ast einn. Ég þvældist til dæmis
niðri í fjöru og á bryggjunni en sjór-
inn á sterk ítök í mér. Á meðan ég
var í menntaskóla var ég líka alltaf
á sjó á sumrin." Fáir vita að íþrótta-
haukurinn Snomi er með svokallað
pungapróf upp á vasann en það veit-
ir stýrimannaréttindi á smærri
báta. Hin síðari ár hefur hann þó
ekkert nýtt sér þau réttindi.
Þótti skrýtinn á hjólinu
hennar ömmu
... í prófíl
Nanna Kristín
leikkona
Fullt nafn: Nanna Kristín
Magnúsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 9.
maí 1974.
Maki: Ólafur Darri Ólafs-
son.
Börn: Engin.
Starf: Leikkona.
Skemmtilegast: Allt
óvænt.
Leiðinlegast: Að finna
bílastæði í miðbænum.
Uppáhaldsmatur: Lamba-
kjöt með brúnni sósu og
kartöflustöppu hjá ömmu.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Fallegasta manneskjan
(fyrir utan maka):
Joaquin Phoenix
Fallegasta (söng)röddin:
Jóhanna Vigdís Arnardótt-
ir.
Uppáhaldslíkamshluti:
Bakið.
eða andvíg ríkis-
tjóminni: Hlynnt.
Með hvaða teiknimynda-
persónu myndir þú vilja
eyða nótt: Batman.
Uppáhaldsleikari: Svo I
margir.
Uppáhaldstónlistarmað-
ur: Hilmar Oddsson.
Sætasti stjórnmálamað-
urinn: Þeir eru allir ágæt-
ir.
Uppáhaldssjónvarpsþátt-
ur: Friends.
Leiðinlegasta auglýsing-
in: Flestar sjampóauglýs-
ingar.
Leiðinlegasta kvikmynd-|
in: Police Academy mynd-f
imar.
Sætasti sjónvarpsmaðurJ
inn: Gísli Marteinn Baldl
ursson.
Uppáhaldsskemmtistað-
ur: Mjög mismunandi.
Besta „pikköpp“-linan:
Ég elska þig.
Hvað ætlar þú að verða !
þegar þú verður stór:
Stórleikkona.
Eitthvað að lokum: Nei.