Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 8
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
s viðtal
Lína Rut Wilberg,
listmálari og förð-
unarkennari, segir
frá sannleikanum á
bak við fegurðar-
og módelsam-
keppnir, starf fyrir-
sætunnar og
möguleika ís-
lenskra stúlkna úti í
hinum stóra, harða
heimi.
Eg hef verið að mála i
tvö ár og það hefur
gengið vel en þetta er
of mikil einvera,“
segir Lína Rut Wil-
berg, listmálari og fórðunarmeist-
ari sem ætlar að snúa sér aftur að
förðuninni - en aðeins í hluta-
starfi.
Lina Rut ætlar að kenna einu
sinni í viku við förðunarskólann
Face hjá Þórunni Högnadóttur en
Þórunn er fyrrverandi nemandi og
starfsmaður Línu Rutar á meðan
hún rak sinn fórðunarskóla.
Förðunarskóli Línu Rutar var
stofnaður fyrir átta árum og fljót-
lega kom Þórunn til starfa þar.
Þær störfuðu saman þar til fyrir
tveimur árum þegar Lína Rut lok-
aði skólanum til að geta einbeitt
sér að málaralistinni, auk þess
sem hún opnaði verslunina Face,
ásamt Súsönnu Hreiðarsdóttur og
réðu þær Þórunni til starfa. Fljót-
lega drógu þær Lína Rut og Sús-
anna sig út úr rekstrinum en Þór-
unn tók við honum, auk þess sem
hún stofnaði skóla sem einnig hef-
ur nafnið Face. En hvers vegna
ætlar hún aftur í forðunina?
„Mér finnst mjög gaman að
kenna, sérstaklega þegar ég þarf
ekki að bera ábyrgð á rekstri."
Ráðnar til að vera
herðatrá
Hvernig konur koma í förðun-
arskóla og hvers vegna?
„Það koma þangað konur á öll-
um aldri, þó mest á milli tvítugs
og þrítugs. Sumar koma vegna
þess að þær hafa áhuga á að læra
að farða aðra, aðrar til að læra að
farða sjálfar sig. Megináherslan
er á módelforðun en síðan er
einnig kennd leikhús- og kvik-
myndaförðun. Ljósmynda- og
tiskuförðun er þó langvinsælasta
námskeiðið."
Lína Rut starfaði árum saman
við förðun á fyrirsætum og við
undirbúning fegurðarsamkeppna
og fyrirsætukeppna en segist ekki
ætla í þann bransa aftur.
„Þegar ég hætti á sínum tíma
var ég búin að fá nóg og get enn
ekki hugsað mér að koma nálægt
þessum módelbransa."
Hvers vegna?
„Vegna þess að módelin í þess-
um bransa eru upp til hópa leiðin-
leg. Þetta eru krakkar."
Hvað áttu við með krakkar?
„Stærsti hópurinn er frá fimmt-
án tii tuttugu ára - en fer allt nið-
ur í tólf ára. Fyrirsætubransinn
er alltaf að yngjast."
Hvað finnst þér um það?