Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 Fréttir Fjármálaeftirlitið i viðbragðsstöðu vegna Kaupþingsmálsins: Álitaefni vegna kenni- tölusöfnunar skoðuð - segir Páll Pálsson forstööumaöur „Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með lánastofnunum og það mun sinna því hlutverki sínu. Varðandi þetta tötekna mál sem verið hefur til umfjöllunar get ég staðfest að þar eru höfð til skoðunar álitaefni sem tengj- ast kennitölusöfnun. Ég get jafnframt sagt að við höfum ekki fengið stað- festar upplýsingar sem við auðvitað þurfum að fá um slík tUvik sem um ræðir. Við þurfum staðfestar upplýs- ingar frá einhverjum sem hefur kvartað, eða frá fjármálafyrirtækinu sjálfu. Það er eðlilegt að þeir sem telja sig hafa með einhverjum hætti verið beittir röngum vinnubrögðum af hendi verðbréfafyrirtækis leiti tU Fjármálaeftirlitsins," sagði PáU Páls- son, forstöðumaður Fjármálaeftirlits- ins, í samtali við DV í gær vegna þeirra ávirðinga sem bornar hafa ver- ið á Kaupþing af forsætisráðherra. í gær lýsti Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings því að óskað yrði formlega eftir rannsókn á ásökunum forsætisráðherra. Páll var spurður hvort og hvaða viðbrögð yrðu af hálfu fjármálaeftir- litsins við þeim getsökum sem bornar hafa verið á hendur Kaupþingi hf. í tengslum við kaup, meðferð og sölu á hlut Kaupþings og Sparisjóðanna í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Mun Fjármálaeftirlitið taka frum- kvæði að því að rannsaka máiið? “Við höfum frumkvæðisrétt. Berist okkur vísbendingar um eitthvað óeðlilegt höfum við fullar heimildir til að skoða slíkt,“ sagði Páll. Hann var þvínæst spurður hvort orð for- sætisráðherra og nú síðast í gær, orð formanns einkavæðingamefndar rík- isstjómarinnar, hreinlega kölluðu ekki á frumkvæði Fjármálaeftirlits- ins að rannsókn. “Það er það sem við erum að meta núna hvort við eigum að breyta áður áformuðu og yfírstandandi verklagi okkar. Um það höfúm við ekki tekið neina ákvörðun," sagði Páll. Hann sagði enn fremur aðspurður að áhyggjur af því að óvissuástandið nú truflaði starfsemi fjármálafyrirtækja og fjármálamarkaöinn í heild væm skiljanlegar. Hvort ekki væri eðlilegt að forsvarsmenn Kaupþings og jafh- vel sparisjóðanna, sem sakaðir hafa verið um óeðlileg vinnubrögð, biðji sjálfir um rannsókn svaraði Páll því til að það hlyti að ráðast aifarið af því hvernig þeir meti málið. „Geri þeir það, þá yrði það engu að síður okkar ákvörðun hvaða efnistökum yrði beitt við rannsóknina." -SÁ Rektorum ber aö banna menntskælingum aö reykja: Vita ekki sitt rjúkandi ráð Mikil óvissa rikir meðal stjóm- enda framhaldsskóla nú í upphafi skólaárs hvemig bregðast skuli við nýrri reglugerð heilbrigðisyfirvalda um bann við tóbaksreykingum á op- inberum stöðum. í menntaskólum standa rektorar frammi fyrir því að banna nemendum að reykja á lóðum skólanna þar sem þeir hafa haft af- drep fram til þessa. „Þetta er hálfgert leiðindamál, bæði fyrir starfsmenn og nemendur, og við emm tvístígandi um hvemig bregðast skuli við. Hvað á ég til dæm- is að gera ef ég sé kennara reykja á lóð skólans?" spyr Eiríkur Guð- mundsson, rektor Menntaskólans við Sund. Eiríkur setur skóla sinn á föstudaginn og upp úr því verður tek- in ákvörðun um hvemig bragðist verður við brotum á tóbaksbanninu. Menntaskólinn í Reykjavík var sett- ur í gær, á túninu fyrir framan skóla- húsið en ekki í Dómkirkjunni eins og venja er en Dómkirkjan er lokuð vegna viðgerða: „Ég minntist ekkert á tóbaksbannið í setningarræðu minni enda var ég að bjóða nemendur vel- komna. Lóð MR nær hins vegar alveg frá Lækjargötu og upp á Þingholts- stræti og ég sé ekki alveg hvemig ég á að geta fylgst með reykingum á öllu þessu svæði," segir Ragnheiður Torfa- dóttir, rektor Menntaskólans í Reykja- vik. Samt ætlar hún að reyna að fram- fylgja nýjum reglum með öllum tiltæk- um ráðum. Meðal annars verða sett upp skilti á skólalóðinni með áletrun- Nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð brjóta reglugerð heilbrigðisyfirvalda með tóbaksreykingum á lóð skólans á fyrstu dög- um nýs skólaárs. DV-mynd ÞÖK inni: „Reyklaus skóli - reyklaus lóð“. Skólahald í Menntaskólanum við Hamrahlíð er þegar hafið og þar stend- ur Lárus H. Bjamason þegar frammi fyrir vanda: „Nýja reglugerðin tekur af öll tvímæli um hvað megi og hvað ekki í þessum efhum. Þegar er bannað að reykja við allt húsið og á bílastæðum við skólabygginguna en við höfum lát- ið það óátalið að nemendur reyki á af- mörkuðu svæði við svokallaðan Norð- urkjallara skólans, hvað sem verður," segir Lárus H. Bjamason. Við skráningu nýnema í Mennta- skólann við Hamrahlíð á þessu ári var gerð könnun á því hversu margir þeirra reyktu. Niðurstaðan var sú að af 300 nýnemum reyktu aðeins 10. Þyk- ir rektor það lofa góðu um framhaldið. Rektorar menntaskólanna í Reykjavík treystu sér ekki til að svara þeirri spumingu hvort brottrekstri úr skóla yrði beitt við brotum á reglugerð heil- brigðisráðherra um reykingar. -EIR No Smoking Band og Sigur Rós með stórtónleika: Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur: Kátt í Höllinni No Smoking Band, sem leikur í Laugardalshöll annað kvöld, er ein af vin- sælustu hljómsveitunum í löndum fyrram Júgóslaviu. í gegnum þjóð- emisstríð og sprengjuárás- ir Nato hefur sveitin trall- að og verið vonameisti stuðsins á hinum stríðs- hrjáða Balkanskaga. Tónlist sveitarinnar er léttur en kraftmikill kok- teill af þjóðlagatónlist og rokki, kryddaður með miklu gríni. Sjálfir segjast sveitarmeðlimir hafa fundið upp nýja stefnu, sem þeir kalla „unza unza“. Síðasta platan er með tónlistinni úr Svörtum ketti hvítum ketti - nýjustu kvikmynd Emirs Kust- urica, sem spilar á gítar í sveitinni. Nýjasti meðlimurinn er svo sonur Em- irs, Stribor, sem trommar. Sveitin þykir yfirgengfiega ijörag á tónleikum. Mikill áhugi á Sigur Rós Hljómsveitin Sigur Rós er af allt öðrum meiði en serbneska sveitin, leikur svíf- andi ljúflingsrqkk og hefúr slegið í gegn á íslandi í sum- ar. Sveitin á fuilt erindi inn á alþjóðlegan rokkmarkað og verður eflaust ekki langt að bíða að til tíðinda dragi í þeim efnum. Á tónleikana annað kvöld streyma full- trúar heimspressunnar, m.a. blaða- menn frá N.M.E., I.D., og Dazed & Con- fúsed. Meira er fjaliað um tónleikana í Fókusi í dag, m.a. er viðtal við aðal- mann No Smoking Band á síðu 9. Stjórnar hönnunarsafni Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur hefur verið ráðinn forstöðu- maður Hönnunarsafns ís- lands og hefur störf 1. sept- ember nk. Safnið var stofn- að 29. des. sl. og verður sjálfstætt framtíðaraðsetur þess í Garðabæ samkvæmt sérstökum samningi milli menntamálaráðherra, bæj- arstjómar Garðabæjar og Þjóðminjaráðs. Fyrst um sinn verður Hönnunar- safnið rekið sem deild inn- an Þjóðminjasafnsins í húsnæði á vegum safnsins að Lyngási 7 í Garðabæ. Aðalsteinn Ingólfsson er einn fremstu listfræðinga íslands. Hann hefur verið afkastamikill höfundur rita um listfræðileg efni og sem blaðamaður. Hann var menningar- ritstjóri DV á níunda ára- tugnum, síðan listráðunaut- ur og deildarstjóri við Kjar- valsstaði, Listasafn Sigtn- jóns Ólafssonar og Listasafn íslands. Undanfarna mán- uði hefur hann gegnt starfi menningarritstjóra DV í fjarveru Silju Aðalsteins- dóttur. Skammt er síðan Aðalsteinn hlaut mikilsmet- in sænsk verðlaun fyrir ára- langa umfjöllun um hönnun í ræðu og riti. Umfjöllun hans hafi veriö mikilsvert framlag sitt til norrænnar umræðu um hönnun. -SÁ Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Stuttar fréttir i>v Stóríðjusamtök Samtök áhugafólks um virkjanir og stóriöju á Austurlandi verða stofnuð á morgun. í dreifibréfi frá hópnum segir að samtökin eigi að stuðla að vemdun og nýtingu orku- auðlinda og notkun hreinnar orku í umhverfisvæna framleiðsluvöm, vera mótvægi við öfgasinna og málsvari meirihluta Austfirðinga. Kúabændur gramir Framkvæmda- stjóri Landssam- bands kúabænda segir landbúnað- arráðherrana Guðmund Bjamason og Guðna Ágústsson hafa stundað orð- hengilshátt í stað þess að svara er- indi kúabænda um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Er- indið hefúr legið á ráðherraborðinu síðan í mars 1998. Dagur sagði frá Brenndu minjar Bæjarstjómin á Seyðisfirði lét kveikja í tveimur tómthúsum i óþökk umsjónarmanns húsanna. Húsin vom talin fágætt dæmi um húsagerð alþýðufólks í upphafi þétt- býlismyndunar á íslandi. Morgun- blaðið greindi firá. Tekinn Vilhjálmi Inga Ámasyni, for- manni Neytenda- félags Akureyrar, hefur nú verið fahð að hafa um- sjón með því af hálfu Neytenda- samtakanna að ail- ur tölvuhugbúnaður þeirra sé lögleg- ur. Vilhjálmur Ingi komst upp á kant við stjóm samtakanna þegar hann fullyrti að hugbúnaður samtakanna væri ólöglegur. Dagur sagði frá. Rekiö á eftir Neytendasamtökin era orðin þreytt á að bíða eftir því að Fjár- málaeftirlitið skili álitsgerð um hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga. Sú bið hefur tekið þrjá mánuði, að sögn Dags. Vaxtalækkun Stöð 2 segir liklegt að vextir lækki eftir mikla vaxtalækkun á húsbréf- um sem rakin er til þokkalegrar af- komu ríkissjóðs. Gát á Mýrdalsjökli Almannavamir og jarðvísinda- menn fylgjast grannt með Mýr- dalsjökli og aukinni eldvirkni undir honum. Hugsanlegt er talið að eld- gos sé í aðsigi. Stöð 2 greindi frá. Gemsar í Kanada Farsímanotendur Landssimans geta frá og með næsta föstudegi not- að sima sína í Kanada. Gerður hefur verið samningur við farsímafyrir- tækið Microcell í Kanada. Fornleifar fundnar Leifar gamla bæjarins í Skálholti hafa fundist á svo að segja sama stað og hann var sagður vera á korti frá 1784. Minjamar fúndust með viðnáms- mælingum. Morgunblaðið greindi frá. Viöspyrna Dagur segir að rikisreikningur 1998 sýni mikla þenslu þar sem samanburðar- hæfar tekjur hækka um 16% og gjöld um 24%. Jón Kristjáns- son, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, segir við blaðið að nú þurfi að halda aítur af þenslunni, spyma við fótum og reyna að forgangsraða. Heitt í ágúst Meðalhiti það sem af er ágúst- mánuði í Reykjavík er 11,5 stig á Celsíus en það er talsvert fyrir ofan meðallag sem er 10,3 stig. Morgun- blaðið sagði frá. Vilja fá Landssímann Morgunblaðið segir að ýmis sveit- arfélög, þar á meðal Akureyri og Grundarfjörður, hafi haft samband við forsvarsmenn Landssímans og boðið fyrirtækinu viðræður um lóðir undir höfuðstöðvar þess. -SÁ i sátt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.