Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 Messur Árbæjarkirkja: Siðsumarferö Árbæjarkirkju. Messað verður í Staðastaðarkirkju á Snæfelisnesi kl. 11.45. Lagt af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9 árdegis. Prestamir. Áskirkja: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðs- þjónustu í Laugameskirkju. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti: Daniel Jónasson. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messur falla niður vegna sumarleyfa starfsfólks til 12. september. Fólki er bent á helgihald í öðrum kirkjum prófasts- dæmisins. Dómkirkjan: Messa kl. 11 i Frí- kirkjunni í Reykjavik. Áltarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Dómkórinn syngur. ElUheimilið Grund: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FeUa- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Amarson prédik- ar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Bjami Þór Jónatansson. Prestamir. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ámi Arinbjamarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sögustund fyrir börnin. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörö- ur Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Orgeltónleikar kl. 20:30. Jon Laukvik frá Noregi leikur. Hjallakirkja: Almenn guðsþjón- usta kl. 11. Sr. tris Kristjánsdóttir þjónar. Sr. Hjörtur Hjartarson pré- dikar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. María Ágústsdóttir. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Gylfi Jónsson. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Altar- isganga. Sr. Kristján Valur Ingólfs- son préáikar og þjónar fyrir altari. Margrét Bóasdóttir syngur. Org- anisti Jón Stefánsson. Eftir messu mun organisti leika á nýtt orgel kirkjunnar en það verður vígt 19. september nk. Kaffisopi eftir messu. Laugarneskirkja: Kvöldmessa kl. 20.30. Kór Laugarneskirkju syng- ur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Sögustund fyrir börnin á meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Kaffi og kakó að messu lokinni. Prestur sr. Bjami Karlsson. Mosfellskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Org- anisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halidórsson. Njarðvíkurkirkja: Guðsþjónusta ki. 11. Kirkjukór Njarðvíkur syngur. Baldur Rafn Sigurðsson. Selfosskirkja: Messa kl. 11. Sóknarprestur. Seljakirkja: Guðsþjónustur falla niöur í ágústmánuði vegna sumar- leyfa starfsfólks. Bæna- og kyrröar- stundir verða sem áður alla mið- vUcudaga kl.18. Viötalstímar presta em aUa virka daga mUli kl. 11 og 12 f.h. Scltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- munsdóttir. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Óháði söfnuðurinn: Sameigin- leg messa í Skálholti kl. 14 með Frí- kirkjusöfnuðunum í ReyKjavík og Hafnarfirði í tilefni 100 ára afmæUs Fríkirkjunnar í Reykjavík. Mæting í rútu við Fríkirkjuna í Reykjavík kl. 12. Afmæli dv Kristján J. Bjarnason og Ólafur Bjarnason Tvíburabræðurnir Kristján Júlíus Bjarnason rafvirki, Akurgerði 41, Reykjavík, og Ólafur Bjarnason vélfræðingur, Álfhólsvegi 88, Kópavogi, eru sjötugir í dag. Kristján og Ólafur fæddust í Reykjavík og ólust upp í aust- urbænum. Þeir luku prófi árið frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar 1948. Kristján lauk sveinsprófi í rafvirkjun árið 1954. Hann fékk meistarabréf í rafvirkjun árið 1957. Hann starfaði við rafvirkjun til árs- ins 1970 en hefur síðan verið starfsmaður hjá Reykjafelli hf. Kristján var í trúnaðarmanna- ráði og varastjóm Félags ís- lenskra rafvirkja frá 1955-1967. Kristján Júlíus Ólafur Bjarnason. Bjarnason. Fjölskylda Kristján kvæntist 23.2. 1957 Evu Dagbjörtu Þórðardóttur, f. 17.6. 1933, fulltrúa á Líffræðistofnun Há- skóla íslands. Foreldrar hennar: Þórður Jónsson, látinn, og Sigríður Þorvarðardóttir, búsett í Reykjavík. Börn Kristjáns og Evu: Ragnheið- ur, f. 10.6. 1953, húsmóðir á Egils- stöðum, maki Óli Grétar Metúsal- emsson verkfræðingur, þau eiga 3 börn; Sigurður Þór, f. 11.8. 1958, húsgagnasmiður, Kópavogi, sam- býliskona hans er Arna Margrét Er- lingsdóttir, grunnskólastarfsmaður, þau eiga 3 börn; Bjami Reynir, f. 28.9. 1963, heimspekingur, i fram- haldsnámi í alþjóðlegum mannrétt- inda- og mannúðarlögum við Raoul Wallenberg stofnun háskólans í Lundi. Ólafur lauk prófi frá Iðnskólan- um í Reykjavík árið 1951. Hann stundaði vélvirkjanám í vélsmiðj- unni Héðni hf. árið 1952. Ólafur lauk vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík árið 1954 og rafmagns- deild árið 1955. í upptalningu á líkamsræktar- stöðvum í aukablaði DV, Vit og strit, 25. ágúst, féllu af óskiljanleg- um ástæðum út nöfn þriggja staða úr textanum. Eru eftirtaldar heilsu- ræktarstöðvar beðnar velvirðingar á þessum leiðu mistökum en textinn Ólafur starfaði sem vélstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur (Raf- stöðinni að írafossi) 1955-67. Hann var vélstjóri hjá Landsvirkjun í gufuaflsstöðinni við Elliðaár 1967-90, en síðan forstöðumaður vélamiðstöðvar Landsvirkjunar þar til hann lét af störfum í maí sl. Fjölskylda Ólafur kvæntist 20.9. 1952 Geir- þrúði Kristínu Kristjánsdóttur, f. 16.11. 1933 á Sauðárkróki. Foreldrar hennar: Kristján R. Gíslason og Að- albjörg Vagnsdóttir, bæði látin. Börn Ólafs og Geirþrúðar: Aðal- björg, f. 16.11.1952, kennari og forn- leifafræðingur, maki Guttormur Ólafsson, rekstrarhagfræðingur, þau eiga 2 börn og búa í Reykjavík; Ragnheiður, f. 25.8. 1956, verkfræð- ingur, umhverfisstjóri Landsvirkj- unar, maki (skilin) Dr. Peter Carl Olaf Torssander, jarðfræðingur, þau eiga einn son. sem átti að koma í blaðinu um þess- ar stöðvar er svohljóðandi: Hresso, Vestmannaeyjum Tækjasalur - Spinnig - Aerobic - pallaleikfimi - Kick Box - Body Pump - ljós - bamapössun. Systkini Kristjáns og Ólafs: Guðný, f. 21.9. 1909, d. 14.12. 1996; Ólafía Veronika, f. 26.8. 1914, d. 24.6. 1926. Foreldrar Kristjáns og Ólafs: Jón Bjarni Aðalsteinsson, sjó- maður og verkamaður, f. 12.4. 1884, d. 28.4.1972, og Ragnheið- ur Jósefína Kristjánsdóttir, húsfreyja, f. 30.8. 1888, d. 3.11. 1956. Þau bjuggu á Þingeyri við Dýrafjörð og í Reykjavik. Ætt Föðurforeldrar: Aðalsteinn Pálsson, bóndi í Hrauni í Keldudal, Dýrafirði, og k.h. Jónína Rósamunda Kristjánsdóttir.. Foreldrar Aðalsteins vom Páll Jónsson, bóndi í Hrauni, og k.h. Steinunn Bjarnadóttir frá Haukadal og Hvammi, Dýrafírði. Foreldrar Jónínu Rósamundu vom Kristján Guðmundsson, bóndi á Arnamúpi og Hrauni í Keldudal, Hákonarson- ar Bárðarsonar, bónda á Amarnesi, Dýrafirði, af ætt Ólafs Jónssonar sálmaskálds á Söndum í Dýrafirði og kona Kristjáns, Jóhanna Jóns- dóttir, Ólafssonar, bónda í' Höll í Haukadal. Móðurforeldrar: Kristján Júlíus Ólafsson, bóndi og skipstjóri frá Meira-Garði, Dýrafirði. Hann var hálfbróðir Rögnvalds Ólafssonar byggingameistara. Móðir Kristjáns var Ragnheiður Guðmundsdóttir, ein af afkomendum Ólafs sálma- skálds frá Söndum. Kona Kristjáns var Sigríður Þórðardóttir, Jónsson- ar frá Heggstöðum á Barðaströnd. Kristján og Ólafur eru báðir að heiman á afmælisdaginn. Verð: mánaðarkort 5.200 - þriggja mánaða 12.300 - árskort 36.000. Þá era í boði sérkort í tækjasal og eins í ljós. Öllum Vestmannaeyingum er siðan boðið í líkamsrækt 4. septem- ber í tilefni af stækkun staðarins. Sporthöllin Tækjasalur - Spinning - palla- leikfimi - Aerobic - Body Shape - Yoga - Yoga Spinn - fitubrennslu- námskeið - Ijós - nuddpottur - gufu- bað - barnagæsla - unglingatímar. Verð: mánaðarkort 5.100 - þrír mánuðir 10.900 - sex mánuður 18.900 - árskort 28.900 Verð með skólaafslætti: mánaðar- kort 4.400 - þrír mánuðir 9.600 - sex mánuðir 16.600 - Árskort 23.000. Veggsport Tækjasalur - Spinning - Aerobic - Body Max - ljós - gufubað - skvass - körfubolti - bamagæsla. Verð: mánaðarkort 5.500 - þriggja mánaða 9.500 - fjórir mánuðir 11.500 - tíu mánuðir 19.500 - árskort 24.000. Verðin eru öll án skvasstíma sem bætist þá við verðið ef fólk tek- ur það með. Leiðrétting í texta með mynd frá 30 ára af- mælissýningu Hundaræktarfélags Islands var sagt að sigurvegari sýningarinnar væri papillon- hundurinn írar Baron Katrovíus. Hundurinn heitir Ýrar Baron Katrovísus með ypsiloni. Til hamingju með afmælið 27. ágúst 85 ára Dagný Ingimundardóttir, Kirkjuvegi 72, Vestmannaeyjum. Gústa Wium Vilhjálmsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Helgi Kristjánsson, Litlahvammi 8a, Húsavík. Hjörtur Haraldsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík. 80 ára Amdís Einarsdóttir, Samtúni 36, Reykjavík. Gestur M. Kristjánsson, Forsæti 2, Selfossi. Hann og kona hans taka á móti gestum í Þjórsárveri í dag frá kl. 16.00. Jóhanna Stefánsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ára Eiríkur Eiríksson, Blöndubakka 1, Reykjavík. Ingibjörg B. Björnsdóttir, Þverholti lS, Akureyri. Júlíana Árnadóttir, Fumgerði 1, Reykjavík. Óskar Garðarsson, Hávegi 14, Siglufirði. Sigurlaug Jónsdóttir, Austurbergi 34, Reykjavík. Sturlaugur Jóhannsson, Dalbraut 18, Reykjavík. Sveinfríður Sveinsdóttir, Reykjahlíð, Selfossi. Vigdís Gísladóttir, Suðurgötu 17, Sandgerði. Þorleifur H. Guxmarsson, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. 60 ára Armando Balactas Mendoza, Möðrufelli 13, Reykjavík. Birgir Halldórsson, Skipholti 32, Reykjavík. Brynja Stefánsdóttir, Hólvegi 39, Siglufirði. María Bjömsdóttir, Holtsbúð 33, Garðabæ. Örn Bjarnason, Skólavörðustíg 40, Reykjavík. 50 ara Anna Þóra Pétursdóttir, Skólavegi 38a, Fáskrúðsfirði. Elsa Halldórsdóttir, Lerkigrund 1, Akranesi. Guðmundur Óli Sigurgeirsson, Skaftárvöllum 11, Kirkjubæjarklaustri. Helga Bárðardóttir, Brekkutúni 19, Kópavogi. Ragnar F.B. Bjarnason, Æsufelli 6, Reykjavík. Sturla Högnason, Smáratúni 18, Keflavík. Vilhelmína Óskarsdóttir, Sólvallagötu 44e, Keflavík. 40 ára Friðrik Uwe Eiríksson, Orrahólum 5, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Magnússkógum 3, Búðardal. Hafdís Óladóttir, Háeyrarvöllum 14, Eyrarbakka. Láras Rúnar Ástvaldsson, Kirkjubraut 28, Njarðvík. Dóra Guðmundsdóttir Hverfisgötu lOOb, verður sjötug 31. ágúst n.k. Af því tilefni er opið hús í Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 26, laugardaginn 28. ágúst frá kl. 20.00. Guðmundur Árnason, Strandamaður, sést hér beita. Hann var til sjós í 32 ár bæði á smáum og stórum bátum. Hann hefur væntalega séð ýmislegt og ís- lenska útgerðarhætti breytast stórkostlega á öllum þessum tíma. Guðmund- ur hefur beitt í seinni tíð eftir að sjómennskunni lauk. Fréttir Leiðrétting: Hresso, Sporthöllin og Veggsport - bjóða fjölbreytta möguleika í líkamsrækt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.