Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 28
Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 Sóknarpresturinn: Tek undir orö biskups „Ég ætla ekkert að segja um ummæli biskups," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra við DV í morgun þegar hún var spurð um þau orð bisk- ups íslands í út- varpsfréttum í gær að hjarta hans segði honum að ekki ætti að sökkva Eyjabökkum undir virkjunarlón. Eyja- bakkasvæðið vest- anvert við Jökulsá tiiheyrir kirkju- jörðinni Valþjófs- stað og kvaðst bisk- up vænta þess að stjómvöld leituðu eftir viðræðum við Hjjóðkirkjuna um væntanlegar virkjun- arframkvæmdir. „Ég tek undir orð biskups," sagði sr. Lára Oddsdóttir, sóknarprestur á Val- þjófsstað, við DV í morgun. Hún sagði að það hlyti að vera eðli- legt að ræða við landeiganda. Eigendur jarðarinnar Lómastaða gera tilkall til Eyjabakkasvæðisins austanvert við Jökulsá og hyggjast höfða eignardómsmál til staðfestingar eignarrétti sínum á svæðinu. -JSS/SÁ í landi tækifæranna Elfa Gísladóttir leikkona söðlaði um og fluttist til Kanada og síðan Banda- ríkjanna fyrir um níu árum, eftir upp- gjör við Jón Óttar Ragnarsson og Stöð 2. Þar hafa örlögin veriö henni hliðholl og þar segir hún verk sín fá réttláta dóma. Finnur Geirsson, nýkjörinn stjómarformaður Samtaka atvinnulífs- ins, gerir grein fyrir hlutverki og markmiðum samtakanna. Tilvistar- kreppa Ríkisútvarpsins. Er hlutafé- lagavæðing eina vitið? Framsóknar- menn mótmæla því. Hvað segir menntamálaráðherra? Formúla 1 í Belgíu: Uppáhaldsbraut flestra öku- '^nanna. Hinn bráðungi og efhilegi Jamo Trulli tekur við af Damon Hill hjá Jordan-hðinu. Islendingum gefst nú færi á að kynna sér sykurstætt bakkelsi sem víða er að finna í Bandaríkjunum. Amerfskir dagar standa yfir hjá Bakarameistaranum f Suðurveri og Mjódd. Ýmsar vörur úr smiðju Bandaríkjamanna eru í boði. Þeirra á meðal eru alls konar kleinuhringir, texklattar, múffur og margt fleira. Hollt eða ekki; who cares! DV-Teitur Útlendingaeftirlitið um borð í Odincovu í nótt: Heimtuðu pass- ana af okkur - segir Gennadij skipstjóri Skipverjar á Odincovu á Cafe Óperu í gærkvöldi. „Þeir komu hingað um borð skömmu eftir miðnætti í nótt og heimtuðu passana okk- ar,“ sagði Gennadij skipstjóri á lettneska skipinu Odincovu sem legið hefur í Reykjavik- urhöfn undanfarna mánuði. „Þeir beittu fyrir sig lögum þess efnis að útlendingar megi ekki vera lengur en þrjá mánuði í land- inu án stimpils en ég neitaði að láta þá fá passana. Ég er hræddur um að þeir ætli að senda okkur úr landi með valdi,“ sagði Gennadij skipstjóri sem hins vegar ætlar að láta Útlendingaeftirlitið hafa ljósrit af vegabréfum skipverja í dag. Þegar starfsmenn Útlendingaeftir- litsins réðust til uppgöngu í lettneska togarann í nótt voru skipverjar nýkomnir úr veislu í Cafe Óperu þangað sem þeim hafði verið boðið af eigend- um staðarins. Skömmu áður hafði Osta- og smjörsalan sent þeim 30 dósir af smurosti og í dag ætlar Hjálparstofn- un kirkjunnar að færa skipveijunum peninga- gjöf: „Við erum mjög þakklátir fyrir gjafim- ar. Maturinn á Cafe Óperu var frábær og smurosturinn frá Osta- og smjör- sölunni líka,“ sagði Gennadij skip- stjóri. -EIR Veðrið á morgun: Skúrir fyrir sunnan og vestan Á morgun verður suðvestanátt, 8 til 13 metrar á sekúndu, og skúr- ir sunnan og vestan til. Léttskýj- að verður á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýj- ast norðaustan til síðdegis. Veöriö 1 dag er á bls. 29. Skjár eitt: Sigursteinn fréttastjóri Sigursteinn Másson hefúr verið ráð- inn fréttastjóri nýrrar fréttastofu sjón- varpsstöðvarinnar Skjár eitt. Er ráð- gert að hefja fréttaútsendingar á Skjá einum í október og undir- búningsvinna vegna þess í fuh- um gangi. „Ég vona að al- menningur finni þörfina fyrir nýjar og ferskar sjónvarpsfréttir eins og ég,“ sagði Sigursteinn Másson sem hefur þegar ráðið fréttamenn th starfa, þekkt andht sem og óþekkt. „Sjónvarpsfréttir okkar verða frábrugðnar þeim sem við þekkjum í dag í efhistökum og útliti. Markhópurinn verður ungt fólk í víð- asta skilningi og fréttimar beittari og frísklegri en þær sem fyrir em. Hug- myndir okkar em að mótast og við styðjumst að auki við ákveðnar erlend- ar fyrirmyndir. Við eigum eftir að koma á óvart í október," sagði Sigur- steinn Másson, fréttastjóri á Skjá ein- mn. -EIR Sigursteinn Másson. Múrboltar Múrfestingar IÖ33 Smlðjuvegur 5 200 K6p. Síml: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.