Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 I>"V Ummæli Hélt að skammstöfunin væri FBI „Ég tengist á engan hátt FBA, sem ég reyndar vissi ekki hvað var til skamms tíma og hélt að væri skammstafað FBI.“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, ÍDV. Hin norska Heimskringla „Heimskringla Snorra Sturlusonar er þjóðarfjársjóð- ur norskra bókmennta, alveg óháð því að Snorri var fæddur og bjó á íslandi.“ Halfdan W. Feirbow, útgáfu- stjóri í Noregi, í DV. Órólegt á toppnum „Það er órólegt á toppnum en allir vita að málið snýst um hvort ríkisstjórn- in ætlar að ráða því hver hin blokkin verður sem eignast ráð- andi hlut í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins." Rannveig Gud- mundsdóttir alþingis- maður, í Morgunblaðinu. 1 Frumbyggjar og stolt „Amerikumenn vilja sem minnst vita af hinum „sænska Ericson“ og telja sina frum- byggja miklu merkilegri en Kolumbus og Leif. Það er því fokið í ílest skjól þegar íslend- ingar ætla að fara að nýta sér þá „ónýttu auðlind" sem þeir feðgar Leifur og Eiríkur eru sagðir vera.“ Sigurður Antonsson fram- kvæmdastjóri, í DV. Umhverfisráðherra „Hún kemst ekki fremst, þar eru aðrir fyrir, en hún verður framarlega í flokki þeirra sem böðlast gegn landinu, hvað sem það kostar og hverjar sem afleiðingamar verða.“ Páll Steingríms- son kvik- myndagerðar- maður, í Morgunblaðinu. Vildum vera ríkari „Það er kannski helst að nefna að við vildum vera rik- ari en við erum.“ Þórólfur Sveinsson, form. kúabænda, spurður um helstu mál kúabænda, í Degi. Drekkingarhylur SkÖtufoss Búrfoss Arbæjarsafn Arhólmar Kermóafoss Kermóar STEKKIR DVl Helgi Björn Kristinsson er nýráðinn framkvæmdastjóri KR-sports: 150 300 metrar ir í Elliðaárdal ARTUNSHOLT „Erum mjög bjart- sýnir á framtíðina" „Ég hef undanfarið starfað hjá Toyota og var farinn að hugsa mér til hreyflngs. Þá kom þetta starf eigin- lega beint upp í fangið á mér. Þar sem það er að sjálfsögðu draumastarf hvers KR-ings að verða framkvæmda- stjóri KR-sports þáði ég starflð með þökkum," seg- ir Helgi Björn Kristins- son, nýráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins. En hvert er hlutverk framkvæmdastjóra KR- sports? „Þetta starf er nýtt þannig að það er ekki komin fastmótuð hefð á það. Næstu mánuði snýst starf mitt alfarið um rekstur svokallaðra Vesturbæjar- veit- inga sem KR-sport á. Þar eru fyrir- hugaðar miklar breytingar á næstu mánuðum. Vesturbæjarveitingar reka Rauða ljónið, Sexbaujuna og svokaflaða Koníaks- stofu. Þetta keyptum við allt i maí sl. af fyrrum eigendum. Hingað til höfum við bara rekið þessa staði á sama hátt og áður en nú er kom- inn tími til þess að við setjum mark okkar á reksturinn." Hvers konar breytingar ertu að tala um? „Eg er bæði að visa tfl breytinga á út- liti staðanna og nýtingar þeirra. Hingað til höfum við verið með að- stöðu fyrir fólk sem vifl sinna ýms- um áhugamálum. Fótboltakvöld eru t.d. á Rauða ljóninu og svo hafa ver- ið þar spilakassar og billjardborð og fleira. Þetta hefur verið jallt hvað innan um ann- IVIadUr dagsms að að mestu leyti en nú er meiningin sú að hólfa starfsemina meira niður þannig að hver geti verið í friði með sína afþr- eyingu. Við viljum gera þetta fjölskyldu- vænna og bjóða bæði vesturbæinga og Seltiminga velkomna til okkar. Ég tel að við höfum mörg sóknarfæri til að ná til okkar nýjum gestum. Þetta er ungt hlutafélag og við eram mjög bjartsýnir á framtiðina." En hvað kemur fótbolti veitinga- rekstri við? Hvers vegna er verið að tengja þetta við KR? „Þetta er góð spurning sem margir hafa verið að spyrja okkur. Við reynum að skapa aðstöðu fyrir fótboltaáhugamenn og skapa stemningu kringum leiki þannig að allir hafl gaman af. Rekst- urinn hefur gengið eins og við átt- um von á hingað til en það er auð- vitað mjög jákvætt ef Vesturbæjar- veitingar geta gert KR fjárhagslega kleift að byggja ungliðastarflð enn frekar upp í framtíðinni." Áhuga- mál Helga Björns eru að sjálf- sögðu fyrst og fremst knatt- spyma. Hann er í sambúð með Helgu Ólafsdóttur sálfræðingi og þau eiga þrjú böm, tviburana Kristin Hrafn og Ólaf Snorra, níu ára og Emmu Soffíu, þriggja ára. -HG Brennureið og töðugjöld Á morgun standa Skagfírð- ingar fyrir hópreið og skemmtun á Vindheimamel- um. Ákveðið hefur verið að kafla uppákomuna Brennu- reið og töðugjöld og er mark- miðið að mynda stærstu hópreið aldarinnar á íslandi. Öllum er velkomið að taka þátt, ungum sem öldnum, fé- lagsmönnum eða utan félags og hvort heldur sem komið er akandi eöa ríðandi. Brennureiðin hefst með því að lagt er af stað í átt að Vindheimamelum _______ frá ystu og innstu bæjum í Skaga- firði og myndast hópreiðin þegar sífellt fleiri hestar og hestamenn bætast í hópinn á leiðinni að móts- Skemmtanir stað. Aningarhólf verða á leiðinni fyrir þá sem koma lengst að svo ekki er nauð- synlegt að fara afla leið í einni lotu. Þegar fylkingarn- ar nálgast Vindheimamela er gert ráð fyrir að þær renni saman í eina stóra hópreið og síðasta hluta leiðarinnar verður riðið undir forystu fánabera félaganna þriggja. Við mótssvæðið verða svo laus hross skilin frá hópreið- inni og þar gefst fleira fólki jafnan kostur á að slást i hópinn og riðinn verður hringur á Vindheimamelum. Tööugjöldin hefjast þegar búið er að ganga frá hrossun- _________um og allir eru komnir á móts- stað þar sem ----------kveikt verður bál, grillað og haldin skemmtun með tónlist og skemmtiatrið- um fram eftir nóttu. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2486: Ferðalangur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Plantan ógurlega í Litlu hryllings- búðinni. Litla hryll- ingsbúðin Leikfélag Reykjavikur hefur sýnt að undanfornu Litlu hryll- ingsbúðina við miklar vinsældir og er næsta sýning í kvöld. Litla hryflingsbúðin, sem er söngleik- ur, fjallar um þau Auði og Bárð, sem era afskaplega saklaus og sæt, og illu plöntuna sem spillir á milli þeirra. Upprunalega var Litla hryllingsbúðin ódýr B-kvik- mynd sem fljótt varð að neðan- jarðarklassík í kvikmyndaheimin- um. Upp úr “ myndinni var LfilkhÚS síðan saminn_____________ söngleikurinn vinsæli sem einu sinni áður hefur verið settur upp hér, í íslensku óperanni. Kvik- myndin var síðan endurgerð fyrir nokkrum árum. Ný þýðing verks- ins er eftir Gísla Rúnar Jónsson og Megas samdi söngtextana. í aðalhlutverkunum eru Þór- unn Lárusdóttir, sem leikur Auði, og era flestir á því að hún fari á kostum. Valur Freyr Einarsson leikur Baldur, Bubbi Morthens plöntuna og raddirnar þrjár eru Selma Björnsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Regína Ósk Ósk- arsdóttir og Stefán Karl Stefáns- son leikur tannlækninn. Bridge Danir unnu ótrúlega nauman sig- ur á ísraelum í leiknum um þriðja sætiö á HM yngri spilara i Flórída á dögunum. Munaði aðeins 1,5 impum í lokin í 64 spila leik (163,5-162). ísraelar vora lengst af með foryst- una en Danir skoruðu látlaust í síð- ustu spilunum og tryggðu sér sigur. Aö loknum 48 spilum var staðan 139-112 ísraelum í vil og það benti fátt tfl annars en öraggs sigur ísra- ela í fyrstu spilum síðust lotunnar. Þegar fimm 16 spilum var lokið í síðustu lotunni var staðan 158-115. Þá kom þetta spil. í opnum sal fengu Danimir Madsen og Konow að spila 4 spaða óáreittir sem voru auðveld- ir til vinnings. Norður hafði þó komið inn á 3 laufum en fleiri trufl- anir vora ekki af hálfu ísraela. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, austur gjafari og AV á hættu: 4 G «* 10983 4- 42 4 KDG632 4 ÁK6542 «* ÁKG ♦ Á5 4 108 4 D93 4* D52 4- 10983 4 Á54 Austur Suður Vestur Norður Leving. Kriste. Liran Nohr 1 4 pass 2 4 3 4 4 4 5 4 dobl pass 5 4 p/h Danirnir fór alla leið í 5 lauf sem er gott á hagstæðum hættum, því 5 lauf fara aðeins 3 nirður (500 á móti 620 fyrir 4 spaða). Vestur reyndi að hringja aðvörun- arbjöllum til fé- laga síns með doblinu, en aust- ur taldi góðar lík- ur til þess að 5 spaðar stæðu. Það var röng ákvörðun og Danir græddu 12 impa. Það sem eftir lifði lotunnar náðu ísraelar aðeins að skora 4 impa á meðan Danir bættu við 36 impum. ísak Öm Sigurðsson 4 1087 4* 764 4 KDG76 4 97

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.