Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 29 Eitt verka Péturs Magnússsonar í Galleríi Sævars Karls. Þrívídd Vegna mikillar aðsóknar hefur sýning Péturs Magnússonar í Galleríi Sævars Karls verið fram- lengd til 2. september. Myndverk Péturs, sem eru þrívíddarmyndir, birtast áhorfandanum sem nokkurs konar sjónhverf- ing eða galdur á veggjum galleris- ins. Pétur er fæddur 1958, stund- aði nám í Myndlista- og handíða- skóla íslands ‘78 til ‘81, Accadem- ia delle belle Arti í Bologna á ítal- íu ‘82 til ‘83 og framhaldsnám við Rijksakademie "— --------- van Beeldende SýíSÍílSiðr Kunsten í J ° Amsterdam frá ‘83 til ‘86. Pétur er búsettur í Amsterdam og hefur haldið sýningar á Norðurlöndum, í Hollandi, Þýskalandi, Englandi og víðar. Síðustu dagar Bússu Ljósmyndasýningin Bússa i Sjó- minjasafninu á Eyrarbakka lýkur 31. ágúst. Þar eru til sýnis 10 svart-hvítar manna- og landslags- myndir, eftir ljósmyndakonuna Völu Dóru, sem teknar eru á og við Eyrarbakka. Uppsetning sýn- ingarinnar er óhefðbundin og á þann hátt blandar safnið sér í sýn- ingu Völu Dóru. Vala Dóra fæddist árið 1974 og ólst upp á Eyrarbakka. Hún út- skrifaðist frá ljósmyndaskólanum Stevenson College í Edinborg en sótti einnig námskeið í Danmörku. Hún hefur haldið nokkrar einka- og samsýningar síðan 1996. Mikið verður um að vera á Djúpa- vogi á sunnudaginn. Hátíðahöld á Djúpavogi Austfirðingar og ferðamenn sem dveljast á Austurlandi um þessar mundir eru hvattir til að leggja leiö sína á Djúpavog á morgun til að taka þátt í athöfnum sem marka upphaf hátiðarhalda sem efnt verður til í Austfiröingafjórðungi. Hefst hátíðin með því að gengið verður í prósessíu frá gömlu Djúpavogskirkju í þá nýju með fánabera og krossbera í broddi fylkingar. Fftir hádegi verður haldið að Þvottá þar sem minnismerki um Síðu-Hall verður afhjúpað. Við at- höfnina, sem hefst klukkan 15, mun biskupinn, herra Karl Sigurbjörns- son, flytja hátíðarávarp og Snæland- skórinn syngja. Minnismerkinu hef- ur verið kom-------------- ið fyrir j Samkomur hvammi rett_______________ við þjóðveginn skammt frá bænum Þvottá. Það er gert úr tveimur vold- ugmn steinum úr gabbrói og hefur í annan þeirra verið höggvin áletrun sem greinir frá þætti Síðu-Halls í kristnitökunni á alþingi árið þúsund. Steinana fann Sigurður Bjömsson, bóndi á Kvískerjum, en hann átti hugmyndina að því, að Síðu-Halli yrði reistur minnisvarði og mun hann afhjúpa minnisvarðann ásamt Elisi P. Sigurðssyni á Breiðdalsvík, sem átti veg og vanda að uppsetningu hans. Að athöfn lokinni verður við- stöddum boðið upp á kafiiveitingar í Kerhamraskóla í Álftafirði. Græni herinn í Hveragerði Nú fer hver að verða síðastur að ganga til góðra verka með Græna hernum því hernaði sumarsins lýk- ur í Reykjavík 4. september. En áður en að því kemur mun herinn taka Hvergerði með áhlaupi. Blásið verður til sóknar við Grunnskólann 1 Hveragerði klukkan tólf á hádegi í dag og þangað eiga þeir vinnufúsu Hvergerðingar að mæta sem hafa skráð sig til leiks. Klukkan fjögur verður gert tímabundið vopnahlé við drasl og önnur óhreinindi og herinn skundar á nýjan leik að Gmnnskólanum þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Vopnhléinu lýkur 30 mínútum eftir að það hófst og þá heldur herinn áfram baráttunni fyr- ir aukinni snyrti- mennsku. Sú bárátta stendur allt þar til klukkan slær sjö, en þá býður herráðið hinum óbreyttu í grillveislu. Að loknu grilli halda hermenn- irnir hver til síns heima og gera hreingerningarátak á sjálfum sér áður en þeir halda á risahlöðuball í reiðhöllinni rétt við Hveragerði þar sem Stuðmenn og Land og synir munu halda úti dúndurstuði langt fram á nótt. Skemmtanir Geir Ólafsson skemmtir ásamt Furstunum á Einari Ben í kvöld. Geir og Furstarnir á Einari Ben Söngvarinn Geir Ólafsson ætlar að mæta með hljómsveit sína, Furstana, á Einar Ben í kvöld og annað kvöld. Geir Ólafsson, sem vakið hefur athygli á undanfómum misserum fyrir að fara aðrar leiðir í söng sínum en flestir jafnaldra hans, hefur valið klassísk dægur- og djasslög, verður með létt skemmti- prógramm á Einari Ben. Auk Geirs eru í Furstunum Ámi Scheving, bassi, Einar Scheving, trommur, Kjartan Valdemarsson, píanó, og Þorleifur Gíslason, saxófónn. Veðrið í dag Víða súld eða dálítil rigning Suðaustlæg átt, skýjað að mestu og úrkomulítið á Norðvesturlandi en víða súld eða dálítil rigning ann- ars staðar. 8-13 m/s suðvestanlands síðdegis og rigning. Fer einnig að rigna norðan- og austanlands undir kvöld. Snýst i suðvestan 8-13 m/s með skúrum um landið sunnanvert í nótt. Hiti þá 8-16 stig, hlýjast í inn- sveitum norðantil. Á höfuðborgar- svæðinu: SA 5-10 m/s og skúrir fram að hádegi en síðan SA 8-13 með rigningu. Hiti 9-13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.03 Sólarupprás á morgun: 05.53 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.54 Árdegisflóð á morgun: 07.11 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri þokuruöningur 9 Bergssiaöir Bolungarvík þoka 7 Egilsstaóir 10 Kirkjubœjarkl. súld 9 Keflavíkurflv. rigning og súld 10 Raufarhöfn rigning 10 Reykjavík skýjaö 10 Stórhöföi rigning 10 Bergen skýjaö 15 Helsinki skýjaö 17 Kaupmhöfn rign. á síö. kls. 15 Ósló rigning 14 Stokkhólmur 17 Þórshöfn alskýjaö 10 Þrándheimur skýjaó 16 Algarve heiöskírt 19 Amsterdam þokumóöa 16 Barcelona skýjaö 23 Berlín þokumóöa 15 Chicago heiöskírt 18 Dublin skýjaó 12 Halifax skýjaö 17 Frankfurt þoka á síö. kls. 17 Hamborg þokumóöa 16 Jan Mayen þoka 6 London skýjaö 13 Lúxemborg þokumóöa 15 Mallorca heiöskírt 22 Montreal alskýjaö 22 Narssarssuaq alskýjaö 6 New York þokumóöa 23 Orlando hálfskýjaó 26 París skýjaö 17 Róm rigning 24 Vín skúr 16 Washington þokumóöa 20 Winnipeg heiöskírt 17 Helstu vegir um hálendið færir Helstu vegir um hálendið era nú færir en vegur- inn í Kverkfjöll er lokaður vegna vatnaskemmda. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagð- ir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öðrum vel útbúnum fjallabílum. Færð á vegum Vegirnir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna- laugar frá Sigöldu em þó færir öllum bílum. Ástand vega Skafrenningur m Steinkast 13 Hálka QÓ Ófært 0 Vegavinna-aftgát @ Óxulþungatakmarkanir ffl Þungfært © Fært fjallabílum Guðrún og Ylfa eignast systur Myndarlega telpan á þyngd og 49,2 sentímetra myndinni fæddist 23. löng. Foreldrar hennar ágúst kl. 8.51. Hún var við em Guðlaug L. Amar og fæðingu 3.335 grömm að Kjartan Gústavsson. Hún á tvær systur, Guðrúnu, --------------- fjórtán ára, og Ylfu Mar- Barn dagsins er að œrða “* Rannsóknarblaðamaðurinn Josie (Drew Barrymore). 1 Aldrei verið kysst Regnboginn sýnir Never Been Kissed, sem fjallar um Josie, sem komin er eitthvað á þrítugsaldur- inn og vinnur á Chicago Sunday Times sem yfirlesari frétta. Josie á sér þann draum að verða rann- sóknarblaðamaður og óvænt ræt- ist hann þegar ritstjórinn, eftir að hafa rekið einn blaðamann- inn, snýr sér óvænt , aö henni og heimtar ''/////// Kvikmvndir 'OM'* að hún dulbúist sem táningur, setjist á skólabekk í menntaskóla og komi með krydd- aðar greinar af skólalífinu og ekki væri vema ef hægt væri að finna sjóðandi heita kynlífsfrásögn. Josie fer með miklum hug í verk- ið en rekur sig fljótt á vegg þar sem hún fellur ekki beint í kramið hjá djammliði skólans, auk þess veit hún lítið um ástarlíf- ið, hefur aldrei verið við karl- mann kennd. Hún kemst aftur á móti fljótt í samband við „nör- dana“ í skólanum, enda var hún einn slíkur á sínum skólaáram. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bióhöllin: Resurrection Saga-Bíó: Tarzan and the Lost City Bíóborgin: The Other Sister Háskólabíó: Braskarinn Háskólabíó: Allt um móður mína Kringlubíó: Wild Wild West Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Latar hendur Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins em birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef bamið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- sendar ef óskað er. x

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.