Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 19 DV Ofurfyrirsætan hneykslar smá Franska ofurfyrirsætan Laetitia Casta hneykslar nú margan siðapostulann með kynæsandi framferði sínu í nýjasta tónlist- armyndbandi hins fræga Chris Isaaks. í myndbandinu er Laetitia að- eins íklædd svörtu brjósta- haldi og svört- um pínunær- buxum. Að sögn kunnugra er hún vist meira en lítið sexí í öllu atferli, enda heitir lagið Baby Did a Bad Bad Thing. Hvemig sem menn svo vilja þýða það. Lag þetta er leikið 1 nýjustu kvikmynd hins nýlátna Stanleys Kubricks, Gallokuðum augum. Upphaflega var það á plötu Krissa gamla, Forever Blue. Stjörnur í lið með lögvörðum Margar frægar Hollywood- stjörnur hafa gengið í lið með laganna vörðum og öðm yfír- valdi í Kalifomíu og ætla að reyna að koma á banni á svokölluð kremjumyndbönd. Myndböndin þau era gerð fyrir fólk sem fær kynferðislega örv- un við að sjá konu kremja rottur undir skóm sínum. Suður-afrfska leikkonan Charlize Theron lætur þvo sér um bakið í at- riði úr kvikmyndinni Eiginkonu geimfarans. Þar leikur hún titilhlut- verkið, á móti knúsaranum Johnny Depp f hlutverki eiginmannsins. Glæsikryddið er enginn engill Eða þannig. Aðdáendur glæsikryddsins og fótboltaspús: unnar Victoriu Adams in'ðu fyrir miklum vonbrigðum þegar það fékkst staðfest að uppáhalds- söngkona þeirra myndi ekki leika í vætan- legri kvikmynd un Englana hans Kalla, eða Charlie’s Angels. „Glæsikryddið hefur aldrei verið inni í myndinni. Og heldur ekki rauðakryddið (engin önnur en hún Geri okkar Halliwell)," segir framleiðandinn, Leonard Goldberg, í viðtali við kanadíska blaðið Calgary Sun. Goldberg sá sig knúinn til að kveða niður orðróm og vanga- veltur í breskum fiölmiðlum um að Victoria tæki að sér hlutverk eins englanna þriggja. „Við höfum gert samninga við Drew Barrymore og Cameron Diaz,“ segir Goldberg. Ekki er ákveðið hver leikur þriðja engil- inn en listinn yfir hæfar leikkon- ur er langur og verður farið yfir hann á næstunni og valið úr. Sviðsljós Bo Derek ekki búin að vera enn: Draumakonan rís upp Bo Derek hefur oft verið nefnd Draumakonan, með stóra D-i, og ekki að ósekju. Að minnsta kosti í augum þeirra sem sáu hana koma upp úr haffletinum eins og gyðju í myndinni 10 hér forðum daga. Þótt mikið vatn hafi rannið til sjávar síðan þá fær Bo karlpening- inn enn til að snúa sig nánast úr hálsliðnum þegar hún gengur hjá. Meira að segja gamalreyndir leik- stjórar verða kjaftstopp þegar þeir hitta þokkadísina. Einn þessara leikstjóra, Brett Ratner að nafni, varð þeirrar ánægju aðnjótandi fyrir skömmu að borða á sama veitingastað í Beverly Hills og Bo hin fagra. Að sögn bandaríska dagblaðsins New York Daily News komust aðrir gestir veitingahússins ekki hjá því að taka eftir hversu heillaður Ratner var af leikkonunni sem nú er orðin 42 ára. Hann var hins vegar allt of óörugg- ur með sjálfan sig til að þora að gefa sig á tal við hana. Það vildi Ratner aftur á móti til happs að kunningi hans, kvik- myndaframleiðandinn Brian Graz- er, var þarna líka. Og Grazer var ekki lengi að stappa stálinu í hinn uppburðarlitla Ratner. „Hún bítur jú ekki,“ sagði Grazer, að sögn blaðsins. Ratner mannaði sig loks í að tala við leikkonuna. Og viti menn, fram- leiðandinn hafði á réttu að standa. Bo beit ekki þegar Ratner lýsti yfir hrifningu sinni á henni. Þá beit hún ekki heldur þegar hann bauð henni hlutverk í næstu mynd sinni, Fjöl- skyldumanninum, þar sem Nicolas Cage leikur aðalhlutverkið. Bo mun nú vera að íhuga boðið um að leika móður Nikka. Bo Derek hefur í engu glatað töfrum sínum frá fyrri árum og myndum. Forsala aðgöngumiða í Hljómalind Verslunum Skífunnar og m&m o Smoking Band tonleika Sigur Rós Laugardalshöll 28. ágúst 1999 kl. 21:00 01:00 Hiðaverð: 2200 kr. í síæði 2500 kr. í stúku 2® ÁMA MJMOTMlMIAfflC Beitm ajitsending a nzzAmsiÐ S 533 2200 H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.