Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 Spurmngin Ætlar þú í berjamó í ár? Sonja Maggý Magnúsdóttir nemi: „Já, ég fer í berjamó uppi í sumar- bústað." Ósk Halldórsdóttir nemi: „Kannski, ég veit það ekki. En það getur vel verið að ég tíni ber í hrauninu þar sem ég bý i Hafnar- firði.“ Elsa Jónsdóttir bankafulltrúi: „Já, við ijölskyldan fórum í Þjórsár- dalinn. Þar er svo mikið af berjum." Einar Örn Einarsson vélvirki: „Því miður, já. Fjölskyldan ætlar í Skagafjörð, hún hefur svo rosalega gaman af þessu. Ætli ég verði ekki að koma með.“ Karítas Anna Pétursdóttir, nemi í Langholtsskóla: „Ég veit það ekki.“ Haukur Rúnar Magnússon nemi: „Nei, ég ætla ekki í berjamó. Ég hef engan áhuga á því.“ Lesendur__________________ Rússar og veiði- leyfin langsóttu - hve lengi þurfum við að bíða? Rússneskur sjávarútvegsráðherra og gestir þiggja veitingar í heimsókn á ís- landi. Pistil þennan sendi austfirskur sjómaður: Það er ekki eðlilegt hversu illa okkur íslendingum gengur oft að ná rétti okkar gagnvart erlendum þjóð- um og erlendum samtökum sem við erum aðilar að. Það virðist sem við þurfum sífellt að sætta okkur við alls konar málamiðlanir, eða þá að beita brögðum til að ná fram okkar rétti. Jafnvel þeim sem búið er að semja um að eigi að gilda. - Dæmigert er samkomulag sem við íslendingar gerðum við Norömenn og Rússa um veiðar í landhelgi þessara þjóöa. Samkvæmt samningi milli þjóð- anna áttu íslendingar að fá að veiða 4.500 tonn af þorski í lögsögu Rússa í Barentshafi, hið ’sama gilti um veið- ar í norsku lögsögunni. Allt stendur sem samið var um við Norðmenn, en gagnvart Rússum stendur allt fast, a.m.k. þegar þetta er skrifað (mið- vikud. 25. ágúst). Og það sem verra er, það virðist enginn vita hvenær eða hvort nokkuð verður staðið við samninginn af hálfu Rússa. Hér á landi var rússneski sjávar- útvegsráðherrann í heimsókn fyrir nokkrum dögum. Hann staðhæfði að íslensku skipin gætu byrjað veið- ar hvenær sem væri í rússnesku lögsögunni. En þegar til á að taka gengur það bara ekki upp því leyfin til staðfestingar frá Rússum vantar. Opinberir aðilar hér, þ.m.t. sjáv- arútvegsráðuneytið staðfestir þetta, og því verður ekkert úr veiðum skipa okkar í bráð. Helst er að skilja að íslensku skipin, sem nú eru stödd í Barentshafi, þurfi fyrst að sigla heim og síðan aftur út - ef leyf- in þá fást yfirleitt - til þess að geta hafið veiðar. Mörg skip sem nú eru stödd á þessum slóðum myndu byrja veiðar strax ef tilskilin leyfi hefðu borist hingað. Sjávarútvegsráðherra, sem tók á móti og var með hinum rússneska starfsbróður sínum, hefði að sjálf- sögðu átt að krefjast skriflegrar staðfestingar frá hinum síðamefnda um að við gætum hafið veiðarnar strax. Ekkert hefði verið auðveldara fyrir rússneska ráðherrann en að senda skeyti til síns heima ef hann hefði vilja hafa samráð þar við ein- hverja embættismenn og láta þá senda leyfin hingað samstundis. Ekkert af þessu gerðist, og er því komið sem komið er, og missum við líklega af þessari 4.500 tonna veiði í rússnesku lögsögunni. Helgi Hjörvar líti sér nær Rannveig skrifar: Lítil frétt í DV vakti athygli mína um daginn, en þar var haft eftir Helga Hjörvar, forseta borgarstjórn- ar Reykjavíkur, að Jón Ólafsson hefði ekki borgað krónu í kosninga- sjóð Reykjavíkurlistans. Ekki er víst að margir hafi trúað orðum Helga í þessari frétt þar sem hann segir iðu- lega það sem hentar hverju sinni. Fyrir kosningar sagði Helgi til að mynda að nú ætti að lækka skatta og gjöld á borgarbúa en eftir kosningar stórhækkaði R-listinn bæði skatta og gjöld. Ummæli Helga Hjörvars um fjár- mál R-listans og Jón Ólafsson passa hins vegar ekki við ummæli sem hafa verið höfð eftir Jóni sjálfum. Að sögn Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar prófessors sagði Jón Ólafsson sjálfur við hann, að hann hefði styrkt kosningasjóð R-listans. Varla fer hann að skrökva þessu prófessor- inn, enda hefur Jón Ólafsson enga tilraun gert til að vefengja þessi um- mæli Hannesar eða bera það sjálfur til baka á annan máta. Annars er naumast að Helgi er til- búinn að tala fjálglega og gefa yfir- lýsingar um íjármál Jóns Ólafssonar og R-listans en þegir hins vegar um sín eigin vafasömu fjármál. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar margbrutu félagarnir Helgi og Hrannar skatta- lög, greiddu eða vangreiddu svört laun starfsfólks sins, héldu eftir inn- heimtum vörslusköttum ríkissjóðs og svo mætti lengi telja. Það er merkilegt að Helgi Hjörvar skuli gefa yfirlýsingar út og suður um fjármál annarra en neiti að ræða eigin fjármál, t.d. vantalda fjármuni til starfsfólks síns og ríkissjóðs. Girðingaæði á aðalbrautum Friðrik Jónsson skrifar: Það er ekkert nýtt að við íslend- ingar viljum girða allt af sem hægt er að girða. Halldór Laxness víkur að þessu í bókum sínum, fleiri en einni. Og enn erum við að; það er ekki nóg með að girt sé upp til sveita, girðingar má finna um alla Reykjavík og þó einkum og sér í lagi á aðalbrautum borgarinnar. Sann- leikurinn er sá að girðingar í gatna- kerfinu í borginni eiga ekki aö sjást. Sérstaklega er eftirtektarvert hvemig borgin leggur sig fram um að aðskilja stórar og mikið eknar götur, eins og Miklubraut og Hring- braut. Fyrst koma „eyjur“, sem borgin kallar „grænar eyjur“ en eru oftast gular og illa hirtar á sumrin, og siðan þessar girðingar sem eiga víst að vama því, eins og ég sagði hér fyrr, að mannskapurinn á gang- stéttunum labbi yfir götuna í allri umferðinni. Eða er þetta kannski lin<gjníflHÍD)/Á\ þjónusta allan sólarhringinn Lcsendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Sérstaklega er eftirtektarvert hvernig borgin leggur sig fram um að aðskilja stórar og mikið eknar götur, eins og Miklubraut og Hringbraut, segir m.a. í bréfinu. - Á Hringbrautinni. gert fyrir dýrin? Og hvaða dýr þá? Maður sér svona nokkuð hvergi í löndum sem eru þó þekkt fyrir mikla umferðarmenningu og mun færri óhöpp í umferðinni en hér hjá okkur. Hún var sláandi myndin í DV sl. þriðjudag af gömlu konunni sem búið var að „girða af ‘ rétt hjá heimili sínu og komst ekki yfir Miklubrautina. En þarna er opin- bera kerfið í framkvæmd í einni af sínum verstu myndum. DV Ónóg lækkun jarðgangagjalda Þorleifur hringdi: Mér flnnst sem venjulegum bif- reiðaeiganda, sem fer þónokkrar ferð- ir í gegnum HvalQarðargöngin, ekki sæmandi af rekstrarfyrirtæki þessara ganga að lækka ekki einstöku og al- mennu gjöldin. Aðeins stórir aðilar og þeir sem kaupa kort til langtíma eða fyrir tíðar ferðir fá afslátt. Ég er viss um að hinir almennu bíleigendur, sem fara ekki mjög oft en þónokkrar ferðir af og til, eða yfir sumartímann, mynda stóran hluta umferðarinnar um Hvalfjarðargöngin. Það heföi þvi verið sanngjarnt að veita afslátt af öll- um gjöldum en ekki bara sumum. En okkur, hinum almennu bifreiöaeig- endum, þ.e. fólksbílanna, er ávallt ætl- að að bera þyngstu byrðarnar i sam- göngumálunum. Samgöngubætur í stað flugvallar Jens P.K. Jensen skrifar: Grein Hildar Guðjónsdóttur um Reykjavíkurflugvöll í DV á þriðjudag- inn sl. er eins og töluð úr mínum munni - svo ég noti vinsælt orðatil- tæki. Við íslendingar erum allt of hræddir við breytingar. íhaldssemi er ágæt en henni má ekki fylgja stöðnun. Ég et þeirrar skoðunar að fénu sem veija á í endurbætur á flugvellinum í Vatnsmýrinni væri betur varið í tvö- földun Reykjanesbrautar og undirbún- ing á flutningi innanlandstlugsins til Keflavíkur. Tvöfóldun Reykjanes- brautar er skilyrði fyrir honum og tvöfóldunin myndi einnig stórminnka slysahættu á brautinni. Þá tilheyrir Keflavík landsbyggðinni og því yrði um tilflutning á störfum frá Reykjavík til landsbyggðarinnar að ræða. Ættu stjórnmálamenn því að styðja málið. Górillan hættir Sigmundur hringdi:. Það er slæmt ef satt er það sem fram kom í DV á dögunum, að ákveð- ið hefði verið að slá útvarpsþáttinn King Kong á Bylgjunni af. Ég hef hlustað á þennan þátt í mörg ár og haft ánægju af. Þátturinn er líklega sá eini sem getur skákað hinum hvers- dagslegu poppþáttum annarra stöðva. Umsjónarmennimir Jakob Bjamar og Steinn Ármann hafa staðið sig afar vel í stjórn þáttarins. Ég skora á yfir- stjórn Bylgjunnar að endurskoða ákvörðunina og tryggja okkur, fóstum hlustendum King Kong, að þátturinn verði ekki látinn víkja. Það jafnast fátt á við þennan þátt. Nýr flugvöllur kostar 20-30 milljarða Kristinn Sigurðsson skrifar: Furðulegt er að fólk sem kýs að kalla sig „Betri byggð“ vill Reykjavík- urflugvöll burt þótt það þýddi skatta upp á 20 til 30 milljarða á íbúa höfuð- borgarinnar því alvöruflugvöllur kost- ar í kringum sömu upphæð. Við feng- um Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkur- flugvöll einnig gefins og höfum aldrei byggt alvöruflugvöll í þéttbýlinu hér suðvestanlands, í mesta lagi ’eina og eina flugbraut. Ég bý nálægt flugvell- inum og ég vona að R-listinn og D-list- inn reyndar líka verði einu sinni sam- mála um að Reykjavíkurflugvöllur verði hér áfram og þjóni okkur og landinu öllu um ókomna framtíð. Aulaleg ákvörðun Ragnar Þórisson skrifar: Ég hef verið dyggur hlustandi King Kong-þáttanna og oft dáðst að skemmtilegri ósvifninni og hlegið dátt að gálgahúmomum. Þess vegna þótti mér með hreinum ólíkindum að lesa í DV sl. þriðjudag um að forráðamenn Bylgjunnar heföu ákveðið að fella að velli þennan konung útvarpsþáttanna. Þeir Jakob Bjamar og Steinn Ármann hafa verið eini valkostur þeirra sem nenna ekki að hlusta á síbyljuna á hin- um rásunum eða kúltúrsnobbið hjá Ríkisútvarpinu. King Kong er ferskur þáttur þar sem allt er látið fjúka og húmorinn hafður i öndvegi. Þetta er kannski hluti skýringarinnar á að þessum vinsæla útvarpsþætti er hent út af dagskrá Bylgjunnar? Ég er hræddur um að margir geri eins og ég; hætti einfaldlega aö stilla á FM 98,9.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.