Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 13 Bandaríkjamenn og Bretar eru komnir í þrot gagnvart Saddam Hussein. Stefnan er gjaldþrota. Viðskipta- bannið sem sett var í múgæsingunni sem fylgdi hernaðinum gegn írak með því að búa til skrattann sjálf- an úr Saddam er ekki aðeins glæpsamlegt gagnvart almenningi í landinu, það er til- gangslaust. Almenn- ingur í írak kennir ekki Saddam um neyð- ina sem þar ríkir og barnadauðann, sem UNICEF segir að hafi margfaldast vegna hruns heilbrigðiskerfísins, heldur Bandaríkjunum. Bandaríkjamönn- um hefur tekist að gera þetta fólk, sem áður fyrr var einna vestræn- ast í hugsunarhætti allra arabaríkja, að hatursmönnum sín- um. í ofanálag hafa Bandaríkjamenn síð- ustu ár haldið uppi á eigin vegum hernaði gegn svokölluðum flugbannssvæðum í Norður- og Suður- írak sem sett voru einhliða án nokkurs umboðs SÞ. Á þessu ári hafa bandarískar flugvél- ar gert loftárásir á íraka 115 sinnum. Þessi hemaður fer hljótt, en er miklu víðtækari en menn almennt gera sér grein fyrir. Þetta er lögleysa að alþjóða- lögum og í óþökk SÞ. Stefnubreytingar er þörf, alþjóðasamfé- lagsins, og ekki síst Bandarikjanna sjálfra vegna. Saddam blífur Allt þvaðrið um gjöreyðingarvopn íraka er skýrt dæmi um það sem Kjallarinn Churchill kallaði einu sinni „resoluta lying by honourable men“. Þessi draugur var vakinn upp til að réttlæta þá óopin- beru stefnu Bush forseta að írak losn- aði ekki úr einangr- un meðan Saddam væri við völd. Sann- leikurinn er sá að vopnaleitinni var í raun og veru lokið þegar árið 1993. Síð- an þá hafa engin efnavopn fundist, og sýklavopn hafa aldrei fundist, þrátt fyrir mkila og há- vaðasama leit. Því er haldið fram að þau séu bara svo vel falin, Saddam feli þetta undir rúmi í höllum sínum. Ef sýklavopn finnast ekki er það bara sönnun fyrir góðum felustöð- um. Með þessu má blekkja fáfróð- Gunnar Eyþórsson blaðamaður an almúgann. Vitaskuld er þetta aðeins yfirskin. Bandaríska þjóð- in, eftir alla móðursýkina sem Bush spanaði upp, hefur aldrei sætt sig við að Saddam skuli ekki hafa gefist upp, og Clinton þorir ekki að hvika frá þeirri stefnu sem Bush knúði fram í Öryggisráðinu, „Nú eru teikn á lofti um að Banda- ríkjamenn séu að hverfa frá kröf■ unni um fall Saddams og séu að undirbúa raunhæfar tillögur í sam- ráði við Breta um afnám viðskipta- bannsins, sem Öryggisráðið fær til meðferðar í næsta mánuði. “ með stuðningi Breta, sem eru höf- undar allra landamæra á þessum slóðum. Nú eru teikn á lofti um að Bandaríkjamenn séu að hverfa frá kröfunni um fall Saddams og séu „Á þessu ári hafa bandarískar flugvélar gert loftárásir á íraka 115 sinnum. Þessi hernaður fer hljótt en er miklu víðtækari en menn almennt gera sér grein fyrir.“ að undirbúa raunhæfar tillögur í samráði við Breta um afnám við- skiptabannsins, sem Öryggisráðið fær til meðferðar í næsta mánuði. Vopnaeftirlit Þar er gert ráð fyrir að við- skiptabannið verði afnumið í fjóra ____________x mánðuði til reynslu, gegn því að írakar fallist á áfram- haldandi vopna- eftirlit. Ef svo reynist verður framlengt um fjóra mánuði í senn. Vopnaeft- irlitið yrði á aflt öðrum forsend- um en var. Þetta gefur fyrirheit um hvort tveggja, að þrengingum almennings í írak linni og Banda- ríkjamenn og Bretar geti bjargað andlitinu. Það er forsmán að fara í „mann- úðarstríð“ á Balkan- skaga á sama tima og lífið er kramið úr varnarlausu fólki í írak af pólitískum ástæðum heima fyrir. Stefna Bandaríkjanna gagnvart afvopnunar- málum, gegn út- breiðslu kjarnavopna, gagnvart svokölluð- um útlagaríkjum, mannúðaríhlutunum, gagnvart hlutverki SÞ og Öryggisráðsins, og er nátengd stefnuleys- inu í írak. Stefnu- breyting myndi líka minnka klofninginn í Öryggisráðinu og gera utanríkisstefhu Bandaríkjanna í heild trúverðugri. Það er ekki aðeins mannúð- ar- og réttlætismál að aflétta þvingununum gegn almenningi í írak, það er líka hags- munamál Bandaríkja- manna í víðara sam- hengi. Gunnar Eyþórsson Stefnubreyting í írak Er barist gegn framförum? Það er mikill skaphiti í mörgum þeirra sem beijast gegn virkjunum og stóriðju. Það er oft erfitt að bæla tilfinningar eða komast hjá því að þær rugli fólk í ríminu. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með um- ræðunum um virkjanirnar og fyr- irhugaðar stóriðjuframkvæmdir. Flestir þeirra sem hafa rætt málin hafa aldrei stigið fæti sínum á um- rædd svæði og vita því lítið um hverju verður fórnað undir vatn nema af myndum sjónvarps. Öll umræðan snýst um ímynd- aðar niðurstöður og hefur snúist upp í múgsefjun. Þótt fólk hafi þyrpst á þessar slóðir í kjölfar hat- rammrar umræðu þá hafa flestir verið búnir að gera sér skoðanir fyrirfram. Margar spumingar vakna. Þurfum við raunverulega á nýj- um atvinnumögu- leikum að halda? Eða erum við að fóma náttúruauð- lindum okkur til skaða? Margir á villigötum Það hvarflar að mörgum að skapheit umræðan snúist ekki lengur um nauðsyn og framfarir eða hvað sé þjóðfélagslega hag- kvæmt. Fólk er ráðvillt í afstöðu sinni og margir á villigötum. Fólk- inu fjöigar og ljóst er að auka þarf fjölbreytni í atvinnulífinu. Að öðr- um kosti má reikna með að þeim flölgi sem leita atvinnu og afkomu erlendis. Það má öllum vera ljóst að sjávarútvegurinn mun ekki brauðfæða nýja kynslóð. Nýir at- vinnumöguleikar þurfa að koma til og auka þarf fjölbreytnina í at- vinnulifinu. Nauðsynlegt er því að nýta nýjar auðlindir. í allri umræðunni hvarflar að undirrituðum hvort sagan sé að endurtaka sig þegar litið er til þeirrar skaphitaumræðu sem varð 1905 þegar mótmælt var ritsíma- málinu eins og það var nefnt. Hálft þriðja hundrað bænda úr fimm sýslum frá Markarfljóti og vestur til Hítarár á Mýrum komu ríðandi með tvo til reiðar til Reykjavíkur til að mótmæla. Mótmælin voru svo mögnuð að bændur fóru ríð- andi frá hálfslegnum túnum til að fordæma lagningu símans. Form- legur mótmælafundur var haldinn í troðfullri Bárubúð til að sýna andstöðu sína. Þar voru ályktanir sam- þykktar. Símamálið yfirgnæfði aðrar deil- ur og hreppapólitík hvarf í skuggann. Menn voru hræddir við byltingarkenndar framfarir í takt við nýja tíma. Það eru margar hliðar á stóru máli. Framfarir hafi forgang Ekki skal neinu slegið fóstu um að ein lausn sé algóð um- fram aðra. En það er ekki úr vegi að íhuga hvar við stöndum í af- stöðu okkar gagnvart nauðsynleg- um framfórum. Auðvitað þarf hverju sinni að meta og vega hverju þarf að fóma til að þörfum sé fullnægt í nauðsynlegum ákvörðunum. En það er fráleitt að láta tilfinningahitann einan ráða ferðinni þegar miklar fram- kvæmdir eru í húfi. Til að mæta brýnum þörfum framtíðarinnar verður að stuðla að framföram. Við hlæjum að frumhlaupi for- veranna sem mótmæltu nauðsyn- legum framfórum sem fólust í að símavæða landið á sínum tíma. Það má vafalaust deila um hvort við stöndum í sömu sporum í dag þegar við mótmælum virkjunum og stóriðju. Það verð- ur hver að hugsa málið fyrir sig. En framfarir verða að hafa sinn gang áður en krepputimar ríða yfir. Þrætur koma að gagni En kannski er þessi blóðheita umræða um hálendið aðeins einn anginn af flóð- bylgju mótmæla sem rísa í hvert sinn sem ákvörðun er tekin um framkvæmdir og framtak. Mótmæli risu út af húsbygg- ingu við Laugaveg- inn, mótmælt er byggingarfram- kvæmdum í Laugardal og um framtíð flugvallarins í Vatnsmýr- inni er alveg upplagt að deila. Þær deilur kunna að endast okkur að minnsta kosti fram yfir áramót. Það er varla lagður vegarspotti svo að ekki sé hreyft mótmælum. Það er ljóst að við þurfum að eiga okkur þrætumál. Þau koma blóðinu á hreyfingu og koma í veg fyrir doða og sinnuleysi. Þrætur koma að sama gagni og æsingur- inn á íþróttakappleikjum. Þá er hægt að æpa sig hásan sem ekki er mögulegt í tilbreytingaleysi hvers- dagsleikans. Jón Kr. Gunnarsson „Það er Ijóst að við þurfum að eiga okkur þrætumál. Þau koma blóðinu á hreyfingu og koma í veg fyrir doða og sinnuleysi. Þrætur koma að sama gagni og æsingur- inn á íþróttakappleikjum. “ Kjallarinn Jón Kr. Gunnarsson rithöfundur Með og á móti Slasaðir sendir á HM? Frammistaða íslensku keppendanna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþrótt- um í Sevilla á Spáni hefur valdið von- brigðum „íslensku þjóðarsálarinnar" sem alltaf krefst toppárangurs síns fólks. Það hefur valdið taugatitringi að allir íslensku keppendurnir, fjórir tals- ins, hafa átt í meiðslum að undan- förnu og þegar árangur þeirra i Sevilla varð ekki betri en raun bar vitni urðu þær raddir háværar sem sögðu að um helbera sóun fjármuna væri að ræða að senda fólkið á Heimssmeistaramót- ið, meitt eða veikt, eða hvort tveggja. En skoðanir eru skiptar um þetta mál eins og við er að búast. Tómt rugl „Að senda sjúklinga og fólk sem á i alvarlegum meiðslum á mót eins og þetta er auðvitað algjör- lega út í hött, það er einfaldlega tómt rugl og peningasóun. í þessu tilfelli var verr farið en heima set- Sverrír Leósson, útgeröarmaður á Akureyrí. ið. Skattgreiðendur sem vissulega greiða hluta þess kostnaðar sem að þessu hlýst hljóta að gera þær kröfur að með pening- ana sem eru til ráðstöfunar, og eins og fyrri daginn eru reyndar skornir við nögl, sé vel með farið. Við gerum þær raunhæfu kröfur til okkar fremsta íþróttafólks sem hefur verið búin sú fjárhagslega aðstaða að geta stundað sína vinnu áhyggjulaust, að það skili árangri. Ef meiðsli eða veikindi koma í veg fyrir það á bara að taka því en ekki að leggja út í bar- áttuna sem er vonlaus fyrir fram. Með slíku atferli tapar okkar besta íþróttafólk tiltrú, því gamla ólympíuhugsjónin „að vera með“ er ekki lengur til staðar. Nú krefj- ast menn árangurs og allt snýst þetta jú um peninga. Þeir sem standa að baki íþrótta- fólkinu eiga hins vegar sökina í þessu máli. Það er þeirra að axla ábyrgðina og njóta ávaxtanna þeg- ar vel gengur en sú ákvörðun þeirra að senda meitt og veikt fólk á einn helsta iþróttaviðburð heimsins er því miður ekkert ann- að en rugl.“ Út í hött „Rökin fyrir því að senda ekki okkar þesta frjálsíþróttafólk á þetta mót eru ansi langsótt. Ég get sérstaklega talað um Jón Arnar Magnússon sem óneitanlega er einn af toppmönnunum i heimin- um og hann átti fullt erindi á þetta mót. Hann var heill heilsu fyrir mótið, meiðsli höfðu vissulega trufl- að hann á und- irbúningstíma- bilinu en hann var kominn í lag. Það er út í hött að segja að hann hafi ekki átt erindi hing- að til Sevilla en veikindi sem hann lenti í hér á mótsstað og meiðsli í kjölfarið ollu því að svo fór sem fór. Mér finnst það undarlegt við- horf ef menn halda því fram að hann hafi ekki átt erindi hingað, til að keppa við þá bestu í heimin- um, jafningja sina. Eftir meiðsla- tímabil var hann búinn að ná sér og átti hingaö fullt erindi. Mér finnst það reyndar sorglegra en tárum taki ef íslenska þjóðin er ekki tilbúin að standa við bakið á honum þegar hann fær mótbyr, á sama hátt og þegar hann hefur sannað sig sem einn besti íþrótta- maður heimsins í sinni grein. Þjóðin á að njóta þess að eiga íþróttafólk í fremstu röð og styðja þá, líka þegar á móti blæs.“ -gk Gísli Sigurösson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar tug* þrautarmanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.