Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 5 Fréttir Mikið er um að vera í Dómkirkjunni en framkvæmdir standa þar sem hæst núna. Margt hefur verið lagað og breytt í kirkjunni enda ýmisiegt farið að láta á sjá vegna aldurs. DV-mynd Hilmar Pór Vantar áhættukort vegna jarðskjálfta á höfuðborgarsvæðinu: Reykvískar blokk- ir hefðu staðist jarðskjálftann - segir Júlíus Sólnes „Ef jarðskjálfti cif þeim styrk- leika sem varð í Tyrklandi hefði riðið yfir hér á landi hefði tjónið orðið efnahagslegt frekar en það að hús hryndu. Sprungur í hús- um hér hefðu hins vegar orðið verulegar og óvíst hvort hægt hefði verið að lagfæra það allt. Tjónið hefði sannarlega orðið mikið,“ sagði Július Sólnes, pró- fessor og sérfræðingur i burðar- virkjum mannvirkja. „Við skul- um gera okkur grein fyrir að skjálfti af þeim styrkleika sem varð í Tyrklandi hefur aldrei orð- ið hér á landi svo menn viti. Skjálftinn i Tyrklandi mældist 7,4 á Richter en mesti skjálfti sem vitað er um hér á landi varð 1784 á Suðurlandi og er talinn hafa verið 7,2 á Richter," sagði Július Júlíus Sólnes. og kvaðst sannfærður um að allar þær blokkir sem við þekkjum í Reykjavík og víðar um landið hefðu staðist skjálfta eins og þann sem varð í Tyrklandi, enda byggingarhefð hér önnur en þar. Hann sagðist hafa meiri áhyggjur af því að ekkert áhættukort væri til vegna jarðskjálfta á höfuðborg- arsvæðinu: „Það er til gróft áhættukort fyr- ir landið allt en vantar sárlega slíkt kort fyrir höfuðborgarsvæð- ið, sérstaklega þar sem gera má ráð fyrir að 80 prósent af öllum byggingum á landinu séu þar. Menn hafa ekki viljað ljá máls á gerð slíks kort hvernig sem á því getur staðið," sagði Júlíus Sólnes. -EIR Manndrápiö á Leifsgötunni enn í rannsókn hjá lögreglu: Þórhallur verður yfirheyrður aftur - tekist verður á um ásetningsverk eöa ekki Þórhallur Ölver Gunnlaugsson verður yfirheyrður aftur hjá lög- reglu i kjölfar viðtals í Mannlífi þar sem hann ræddi m.a. um samskipti sín og Agnars heitins Agnarssonar hina örlagariku nótt þegar sá síðar- nefhdi lét lífið eftir hnífstungur. Vel á annan tug stungna voru á Agnari á heimili hans þegar hann fannst rúmum sólarhring eftir að Þórhall- ur skildi þar við hann. Þórhallur sætir enn geðrannsókn en rannsókn lögreglu er á lokastig- um. Þegar henni lýkur verður mál- ið sent ríkissaksóknara sem gefur út ákæru. Nokkuð ljóst þykir að Þórhallur telst sakhæfur og að hann fæst sakfelldur fyrir manndráp enda voru engir aðrir á heimili Agnars þegar hann lést. Þórhallur hefur viðurkennt átök við Agnar en ekki að hafa beitt hnífnum. Það verður því tekist á um það fyrir dómi hvort og hvenær ásetn- ingur myndaðist hjá Þórhalli um að bana Agnari heitnum. Á hinn bóg- inn verður að teljast erfitt fyrir sak- bominginn að neita ásetningi um manndráp með hliðsjón af öllum áverkunum á hinum látna þar sem enginn annar var á staðnum. Þórhallur Ölver situr nú á Litla- Hrauni - í sama fangelsinu og hann útbjó virðisaukaskattsskýrslur sem færðu honum rúmar 300 þúsund krónur „í tekjur" vikulega - þrátt fyrir að Vatnsberinn, fyrirtæki hans, væri ekki i teljandi rekstri. Þetta gerði hann í 111 skipti, bæði utan og innan fangelsisveggjanna. Þórhallur var á sínum tíma dæmd- ur fyrir að svíkja samtals hátt i 40 milljónir króna út úr skattayfirvöld- um á árunum 1992-94. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en var sleppt út á reynslulausn þann 8. september síð- astliðinn. Manndrápið í sumar telst því rof á skilyrði þeirrar reynslu- lausnar. -Ótt Áfengissala eykst um 1,4 milljónir lítra íslendingar drekka minnst Norðurlandaþjóða Áfengissala hér á landi jókst úr tæplega 12,5 milljónum lítra árið 1997 í 13,9 milljónir árið 1998 og er um 11,7% aukningu að ræða. Þetta er meiri sala en áður hefur mælst, hvort sem reiknað er í hreinum vínanda í heild eða á íbúa. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstof- unni. Umreiknað til hreins vínanda, alkóhóllitra, svaraði salan til 1.164 þúsund lítra árið 1998 og var 10,9% meiri en árið áður. Reiknað á hvern íbúa, 15 ára og eldri, nam salan 5,56 alkóhóllítrum og jókst um 9,2% frá fyrra ári. Þetta er ívið meira en fyrra metár, 1989, þegar sala á sterkum bjór var heimiluð á ný. íslendingar drekka lítið Samanburðartölur um sölu áfengis á Norðurlöndum ná til árs- ins 1997. Reiknað í alkóhóllítrum á hvern íbúa, 15 ára og eldri, nam áfengissalan það ár 12,8 lítrum í Grænlandi, 12,1 í Danmörku, 8,5 í Finnlandi, 5,9 í Svíþjóð og á Álandseyjum, 5,3 í Noregi og 5,1 litra á íslandi. Um sölu einstakra vörutegunda á árinu 1998 má nefna að sala rauðvíns jókst um 27%, koníaks um 22%, líkjöra um 19% og bjórs um 11% en sala á brennivíni dróst saman um 13%. í þessum tölum er ekki meðtalið það áfengi sem ferðamenn eða áhafnir skipa og flugvéla flytja með sér inn í land- ið. Skipting áfengissölunnar eftir vöruflokkum hefur breyst talsvert undangenginn áratug. Með til- komu bjórsins dró mjög úr sölu á bæði léttu víni og sterku. Síðan hefur þróunin orðin sú að sala á bjór og léttu víni hefur aukist en sala á sterku áfengi hefur haldið áfram að minnka þar til á síðasta ári. -bmg Áfengissala hér á landi jókst úr tæplega 12,5 milljónum Iftra árið 1997 í 13,9 milljónir árið 1998 og er um 11,7% aukningu að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.