Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Page 18
V T Bergman bíói Persona. Liv Ullman og Bibi Ander- son. í Bæjarbíói í Hafnarflrði ætlar Kvikmyndasafn íslands að sýna þrjár kvikmyndir eftir Ingmar Bergman á kvikmyndahátíð. Fýrir valinu hafa orðið Persona (1966), Viskningar och rop (1972) og Fanny och Alexander (1982). Persona Tvímælalaust eitt af helstu meistaraverkum Bergmans. Ullman er leikkona sem af ókunn- um ástæðum hættir að tala og er send í meðferð hjá geðlækni. Þar er henni sinnt af hjúkrunarkonu sem leikin er af Andersson. Með snilldarlegri notkun ljóss og skugga draga Bergman og töku- maður hans Sven Nykvist fram líkindin milli kvennanna tveggja og toga þannig áhorfandann inn í sálarstúdíu sem virðist vera meira um hjúkrunarkonuna en sjúklinginn. Andersson hellir úr sálarkirnunni yfir hina þöglu Ullman og smám saman virðist sem henni sé svipað farið og hinni sjúku um leið og hún tekur að líkj- ast henni æ meir. Skotið af andlit- um þeirra sameinuðum undir lok myndarinnar er eitt af eftirminni- legustu sýnum kvikmyndasögunn- ar. Viskningar och rop Hvísl og hróp er afskaplega orð- mörg og þungbúin en um leið ótrúlega seiðandi og einstaklega vel smíðuð. Hún fjallar um þrjár systur og ráðskonu þeirra. Ein systirin er að deyja úr krabba- meini og sagan gerist á síðustu dögunum. Bergman stillir konun- um fjórum upp sem eins konar mannkyns-líkingu; sýnir fram á hvernig við bregðumst við ótta, dauðanum og vitjunum þess Guðs sem virðist fremur vera hefni- gjarn en fullur góðvildar. Það er til marks um áhrifamátt þessarar myndar að þrátt fyrir dapurlegt viðfangsefnið er hún ein af mest sóttu myndum Bergmans. Nykvist hlaut óskarsverðlaunin fyrir kvik- myndatökuna. Fanny och Alexander Magnum opus Bergmans og hans síðasta bíómynd (nema hann kjósi að skipta um skoðun). Hér segir af samnefndum systkinum og fjölskyldu þeirra. Þegar leik- hússtjórinn faðir þeirra deyr sér móðirin þann kost vænstan að flýja í kaldan náðarfaðm biskups nokkurs og giftast honum. Fjöl- skyldan flytur úr fjörlegum heimi leikhússins í strangan aga á bisk- upssetrinu þar sem bíða systkin- anna breyttir tímar. í þessu meist- arastykki tekst Bergman ekki að- eins að lýsa lífinu í sænskum smá- bæ í byrjun aldarinnar heldur einnig að setja fram máttuga gagnrýni á trúarlegt ofstæki. Um leið er myndin, ólíkt mörgum öðr- um myndum Bergmans, full af fjöri, gáska og ómótstæðilegum töfrum. • • Tango gerist í Bueons Aires í • Argentínu og segir frá krossferð • leikstjórans Mario Suarez til að • gera kvikmynd um tangóinn. Hann er einmana eftir að eiginkona „ hans, ein leikkvennanna í kvik- • mynd hans, hefur yfirgefið hann. • Auk þess á hann í vandræðum með • að ná utan um mynd sína, skapa heild sem hann sættir sig við um leið og dansarar og tónlistarmenn • fá að njóta sín. Einn helsti fjár- • festirinn í myndinni er Angelo • Larroca, harðsvíraður bisnessmað- • ur sem einnig getur verið mjög hættulegur. Unnusta hans, hin unga og fagra Elena, er einn dansaranna í mynd Marios og hann gerir sér grein fyrir því að það geti skapað hættuástand kom- ist Angelo að því að hann er orðinn ástfanginn af Elenu. Vandræði Mario aukast enn þegar hann kem- ur með þá hugmynd að fjalla í tangómyndinni um pólitíska spill- ingu í Argentinu. Carlos Saura er einn þekktasti leikstjóri Spánverja og hefur hann á löngum ferli gert margar úrvals- myndir, skemmst er að minnast Taxi sem sýnd var hér á landi í fyrra. Það er athyglisvert hve margar kvikmyndir Carlos Saura hafa ratað í kvikmyndahús hér á Kvikmyndir spænska leikstjórans Carlos Saura hafa oft verið sýndar á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Tango er nýjasta kvikmynd hans og óður hans til hins vinsæla dans. landi þegar miðað er við hve fáar evrópskar kvikmyndir fást sýndar hér. Dansinn er Saura mjög hug- leikinn og má nefna Carmen (1983) og Flamenco (1995) auk Tango þar sem mikið er dansað. Tango hefur farið sigurför um heiminn og var hún meðal annars tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin, einnig var hún tilnefnd til Golden Globe verð- launanna, í Cannes fékk Vittorio Storaro verðlaun fyrir kvikmynda- töku og þá hefur hún verið verð- launuð fyrir hljóð, tónlist og klipp- ingu. Glæsilegar tangósveiflur má sjá í Tango. Slam. Saul Williams í hlutverki Ray Joshua. Slam lýsir veröld hinna fátæku í svertingja- hverfum sem Spike Lee hefur áður gert að viðfangsefni. Slam gerist í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Washington, og hef- ur myndin vakið mikla athygli og fengið viðurkenningar á kvikmynda- hátíðum víða um heim. Meðal ann- ars fékk hún svokölluð Golden Camera verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í fyrra, var tilnefnd til Indepentent Spirit verðlaunanna og þá fékk hún gullverðlaunin á Sund- ance kvikmyndahátíðinni og slík verðlaun hafa alltaf verið vísir á gott brautargengi. í Slam segir frá ung- um svörtum manni, Ray Joshua, sem býr á Washington-svæðinu í bæjarhlúta sem nefndur er Dodge City. í þessum borgarhluta hafa ráð- ið ríkjum glæpagengi sem heyja mis- kunnarlaust stríð sín á milli. Dag einn er Ray handtekinn þegar fikni- efnasali er skotinn meðan hann er að ræða við Ray. Þótt Ray haldi sak- m Slam - Bandaríkin 1998 Leikstjóri: Marc Levin. Handrlt: Marc Levin, Ric hard Stratton og fleiri. Kvikmyndataka: Mark Benjamin. Kllpplng: Emir Lewis. Tónlist: Dj Spooky. Lelkarar: Saul Williams. Sonja Sohn, Bonz Malone, Lawrence Wil- son og Beau Sia. leysi sínu fram hefur það ekkert að segja og honum er stungið í fangelsi. í fangelsinu eru tvö gengi sem berj- ast um yfirráðin, Thug Life og Union, og bæði hafa hug á að fá Ray Joshua í sínar raðir. Leikstjóri Slam, Marc Levin, kom fyrst fram á sjónarsviðið með kvikmynd sína Blowback. Hann fylgdi henni eftir með The Last Party og Slam í fyrra og þá fóru hlutirnar að ganga hjá honum og á þessu ári hefur hann leikstýrt tveimur kvikmyndum, White Boys og Thug Life in D.C. Aðalstöðin Þegar móðir Josue er myrt missir drengurinn áttir og ráfar heimilislaus í stórborginni Rio de Janeiro í leit að einhverjum sem getur vísað Af og til koma kvikmyndir fram á sjónarsviðið sem heilla áhorfend- ur um allan heim, slík kvikmynd er brasilíska kvikmyndin Central Station, sem sýnd var fyrst utan heimalandsins á Sundance-kvik- myndhátíðinni og féllu hátíðargest- ir fyrir myndinni. Á sýningum mátti heyra klapp og grát í senn. Mánuði síðar var hún sýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín og var val- in besta kvikmyndin á hátíðinni og fékk Gullbjörnin og Femanda Montenegro var valin besta leikkonan. Þá var hún tilnefnd í vor til óskarsverðlauan sem besta erlenda kvikmyndin og Montenegro tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Central Station gerist í Rio de Janeiro og segir frá ungum dreng sem verður fyrir því ! áfalli að móðir hans er myrt fyrir framan jámbrautarstöð í miðborginni. Drengurinn, sem þekkir ekki til stórborgarinn- ar, ráfar um í leit að einhverj- um sem getur vísað honum til föður sins. Drengurinn hittir fyrir konu sem hefur orðið undir í lífinu. í fyrstu stendur hugur hennar til að græða á barninu en drengurinn vekur upp kenndir hjá henni sem hún hafði ekki fundið fyrir lengi og hún ákveður að fylgja honum til norð- urhluta Brasilíu þar sem faðir hans býr. Saman leggja þau land undir fót á vit ævintýranna sem verður fyrir konuna leit að sjálfri sér. Leikstjóri Central Station, Walt- er Salles, skrifaði sjálfur uppkast að sögunni og segist hafa verið um það bil hálfan dag að því. Hann fékk síðan tvo unga rithöfunda til að taka við uppkastinu og búa til handrit. Eins og oft vill verða þeg- ar lítil börn gegna veigamiklu hlut- verki í kvikmynd þá reynist mjög erfitt að finna rétta barnið og Sal- les fékk smjörþefmn af þvi: „Við töluðum við og prufuðum 1500 drengi og vorum nánast komnir að tökudegi þegar rigningardag einn lá leið mín á lítinn flugvöll, þar kom að mér drengur sem var skóburstari á flugvellin- um. Hann hafði ekkert haft að gera og spurði mig hvort ég gæti lánað sér fyrir samloku, hann sagðist myndi borga mér strax og ég kæmi aftur um kvöldið. Það var ekki bara að mér likaði andlit drengsins heldur hafði hann virðuleika og kom mjög vel fyrir. Ég fann strax að það var eitthvað sér- stakt við þennan dreng. Ég spurði hann hvort hann vildi koma í prufu fyrir hlutverk í kvikmynd; „Ég hef aldrei séð kvikmynd og aldrei farið í bíó,“ var svarið. Ég sagði hon- um að það skipti engu máli. Þá Central Station. unga drengsins. Vinicius de Oliveira í hlutverki honum til föður síns. spurði hann mig hvort hann mætti koma með vini sína með sér. Ég sagði honum að það væri aðeins um eitt hlutverk að ræða. Þá kom svarið sem gerði það að verkum að ég nánast réð hann á staðnum: „Ég vil bara að þeir eigi sömu mögu- leika og ég.“ Ég átti ekki eftir að sjá eftir að ráða hann. Vincius, sem var á tíunda ári þegar hann lék í myndinni hafði áhrif á okkur öll, það má segja að hann hafi haft þá reynslu sem með þurfti en einnig sakleysi barns.“ Central Station (Central do Brasil) - Brasilía 1998 Lelkstjórl: Walter Salles. Handrit: Joao Emanuel Car- neiro og Marcus Bernstein. Kvikmyndataka: Walter Carvalho, Klipplng: Isabelle Rathery og Felipe Lacerda. Tónllst: Antonio Pinto. Lelkarar: Fern- anda Montenegro, Vin- icius de Oliveira og Marilia Péra. f Ó k U S 27. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.