Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Side 30
í f ó k u s Lífid eftir vmnu Völu Dóru og eru myndirnar teknar á og viö Eyrarbakka. í gagnrýni sinni á sýninguna segir Bragi Ásgeirsson: ,...myndirnar sjálfar virðast afar vel teknar og unnar, blæbrigðin frá svörtu í hvítt mjúk og lifandi." Miðvikudagur 1. september •Krár Ensíml er athyglisverð grúppa. Hún er á Gauknum í kvöld. Á efri hæðinni á veit- ingastaðnum 22 verður komið á SkýJ- um-ofar-kvöldl. Drum & bass og tilraunakenndir breakbeat-tónar verða i fýrir- rúmi og kostar 300 kall inn. Og þið þarna leit tín: 18 ára aldurstakmark, stökkviði nú áð- etta. Romance er ðí pleis! Allson er ðí gella! Eyvl slær gítar- strengi og syngur viö raust á Kaffi Reykjavík. Hvar er Stebþi? ' Klassík í Seyðlsfjaröarklrkju hefur í allt sumar farið fram tðnleikarööin Bláa klrkjan. Nú er komiö að lokum; klukkan 20.30 í kvöld eru það Slg- rún Hjálmtýsdóttir sópran, Óskar Pétursson tenor og Bergþör Pálsson baritón, ásamt Önnu Guðnýju Guömundsdóttur píanóleikara. Á dagskrá er tónlist eftir íslensk og erlend tón- skáld, sönglög og óperutónlist. Leikhús ^ Stefán Karl er s i ðb I i n d u r bissnisskarl á leiö til útlanda i Þúsund eyja sósu Hallgríms Helgasonar. Hádegisleikhús Iðnós hefur slegið f gegn. Sýnt klukkan 12. Simpansi að fríka út vélritar „Zefklop“ Tvær hljómsveitir ætla að stíga á míní-stokkinn á Fógetan- um á sunnudagskvöldið, djas- strióið Jollý og Zefklop. Ragnar Emilsson spilar á gitar og semur öU lögin hjá Zefklop. „Þetta er instrúmental hljóm- sveit og við spilum blöndu af djassi, rokki, latfn og fönki,“ seg- ir hann. Ragnar er með Eirík Orra Ólafsson á trompett og ryt- maparið eru gaukar sem hafa spUað saman í ýmsum bUskúrs- böndum og heita Ingólfur Guð- mundsson og Birgir Kárason. Svo er víst annar gítarleikari í bandinu lika en Ragnar er ekki alveg með það á hreinu hvort hann kemst í bæinn tU að spila með. Hann býr nefnilega á Akur- eyri, „en tæknUega er hann í hljómsveitinni", segir Ragnar. Af hverju instrúmental band? „Það er til að þurfa ekki að dröslast með áhugalausan söngv- ara sem nennir ekki að mæta á æfingar," segir Ragnar og er mikið niðri fyrir: „Áhugasamir og góðir söngvarar eru mjög sjaldgæf tegund. Og svo er þetta bara tilraun tU að gera eitthvað sniðugt við ósungna tórilist.“ Eru framtíöarplönin stór hjá ykkur? „Nei, í sjálfu sér ekki. Með þessum tónleikum erum við bara að láta í okkur heyra og gefa fólki kost á að heyra hvað við höfum verið að stússa inni í skúr. Svo látum við þetta bara þróast.“ Ragnar segir að nafnið - Zef- klop - komi úr teiknimyndabók með Viggó viðutan. „Bókin heitir Aparnir hans Nóa og ég var mjög hrifinn af henni. Zefklop er orð sem simpansi vélritar þegar hann er að fríka út.“ Ekki viU Ragnar viðurkenna að tónlist hans minni á simpansa sem er að fríka út: „Nei, mér fannst þetta bara skemmtUegt orð.“ Það kostar 500-kall inn og geimið byrjar klukkan tíu. •K rár Sumner lætur vaða á súð- um á Romance. Algert möst að sjá hana áður en hún kveöur. Sóldögg hitar upp fyrlr helgina á Gauknum. • B Ö 1 1 Skverdansæflng með Elsu í Lionssalnum í Auðbrekku 24 í Kópavogi. „Og allir að gera svona. Og svona. Og svona. Og svo svona!" ®Leikhús Hellisbúlnn tekur á samskiptum kynjanna á eftirminnilegan hátt. Siggl Slgurjóns leikstýrir þessu stykki og BJarni er frábær f hlutverkinu. Stefán Karl er siðblindur bissnisskarl á leið til útlanda í Þúsund eyja sósu Hallgríms Helga- sonar. Hádegisleikhús Iðnós hefur slegiö í gegn. Sýnt klukkan 12. tSiöustu forvöö Sýningu Péturs Magnússonar í Galleríl Sæv- ars Karls lýkur í dag. Myndverk Péturs, sem eru þrívíddarmyndir, birtast áhorfandanum sem nokkurs konar sjónhverfing eða galdur á veggjum gallerísins. (/=Fókus mællr með | =Athygllsvert www.visir.is Góða skemmtun hverjir voru hvar Veitinga- og skemmtistaðurinn Rex er í fók- us. Ójá. Einhverjir kunna nú að vera rasandi forviða á þeirri yfirlýsingu og halda að Fókus sé farinn að snobba upp fyrir sig. En það er ekki málið. Eftir annars ánægjulegan göngutúr um miðbæ Reykjavíkur í vikunni komst Fókus nefnilega að því að Rex er eini staðurinn sem býður upp á laus borö í hádeginu. Allir staöir eru stút- fullir nema Rex þar sem rólegheitin ráða rikjum, góð tónlist, sætir þjónar, smart húsnæði og síö- ast en ekki síst bara alveg hreint ágætis- matur. Ólíkt því sem gerist gjarnan á Vega- mótum, að menn þurfi að bíða í þrjú korter eftir hádegismatnum sfnum (sem er auðvit- að óþolandi þegar matartfminn er bara hálf- tími), snarast sætu þjónarnir á Rex fram með ótrúlega listrænan mat á örskots- stundu. Reyndar er maturinn svo flottur að Fókus mælir meö því að einhverjir láti stoppa hann upp og hengja svo upp á vegg. En mestu skiptir að fæðan á Rex bragöast vel og er langt frá þvi að vera of dýr fyrir venjulegt fólk. Þegar upp er staðið er Rex nefnilega staöur litla mannsins. Þetta stórfurðulega FBA-dæmi og allt sem þessum svokallaða verðbréfabransa fylgir, er með öllu óþolandi. Hver nennir aö fylgjast meö þessu rugli? Og hvaða heilvita maður skilur eiginlega um hvað það snýst? Verö- bréfa hitt og þetta, vísitala, markaðsvlrðl, út- boð, stofnfjárfestar, eignarhald, mlðlunar- hlutverk, eignaraðild, fjárfestar, hluthafar, fjármögnunaraðilar, einkavæðingaráform, verðgildi, Jón, Sigurð- ur, Kári, Bjarni, Davíð, Addi, Palli og Bergþóra. Einhverjir gefa sig út fyrir að vita alveg hvað er að gerast en þeir hinir sömu eru alveg pottþétt að þykjast, bara svona til að vera með í umræðunni. Einu mennirnir sem gætu mögulega áttaö sig á málinu eru ungir menn með bindi um háls- inn sem kenna sig við verðbréf og þykir það voða flott. Og af þvf að milljónirnar streyma fram og til baka f tölvunum þeirra, eru þeir handvissir um að þeir séu að skapa verð- mæti. Verði þeim að því, greyjunum. Lífiö var bara miklu betra áður en þeir fóru að flækja það fýrir okkur. meira átf \ www.visir.is Um síöustu helgi var Menningarnótt f Reykja- vfk sem þýöir aö hreinlega allirvoru I bænum, fyrir utan þetta unga sjálfstæðisfólk sem kaus aö kjósa sér formann f Vestmannaeyjum í rigningu og leiðindaveðri og missa af fjörinu á meginlandinu. Þaö rigndi reyndar iíka I Reykjavík á setningarhátíð menningarnætur- innar en Skjöldur tískukóngur, Arl Alexander og Hallgrímur Helgason létu suddann ekki á sig fá og fylgdust spenntir meö. Á opnun sýn- ingar áöurnefnds Hallgríms var lika fullt út úr dyrum og mátti sjá þar ýmsa góöa menn og konur. Til dæmis Húbert Nóa listamann, Dav- íö Þór Jónsson ritstjóra, Magnús Pálsson gjörn- ingalistamann, Sjón lista- mann og Ellert B. Schram ásamt sinni ekta- frú, Ágústu. Eins og fram hefur komið voru líka einhverjirí Eyjum, ýmist að taka þátt í sigur- göngu eða sögulega stórum ósigri. Allt á þetta fólk þó sameiginlegt að vera sjálfstæðismenn og -konur og skulu hér nefnd þau Eyþór Arnalds fjarskiptafrömuður, Ingvar Þórðar athafnamaö- ur, leikaraparið Rúnar og Selma, fyrrum alþýðu- flokksmaðurinn Baldur í Gus Gus, Nanna Kristfn Magnúsdóttir leikkona, JúF íus Kemp og Óskar Þór Ax- elsson kvikmyndagerðar- menn, Árni Oddur Þórðar- son verðbréfagutti, Ármann Kr. Ólafsson, aðstoöarmaður sjávarútvegsráö- herra, Hrannar Pétursson fréttamaöur og BJarnl Benedlktsson sem varf þrumuskapi alla helgina. Heigin var víst brjáluö á Skugganum og var djammað langt fram eftir nóttu. Meöal þeirra gesta sem skemmtu sér þar voru Sambfó- bræðurnir, Debble hin hrausta, Elnar og Georg '67 gengi, Frlðrlk Welsshappel og frú Andrea sem voru mjög prúð að vanda, Maggl Rlkk Skuggagestur númer eitt og Þurí frá Hár- og snyrtihúsinu ONYX sem og allir vinir hennar. Amar Fudge tók nokkur vel valin spor og FJöln- Ir vonnabf var langflottastur og tók vel á þvf. Þeir sem tóku mest á voru þó líklega Andrés, Hjalti og öll hin Hálandatröllin. Elvar Aðal- stelns fékk m í kladdann hjá dyravörðunum, Konráð Olavsson handboltastjarna tók nokkur skot og svo var nánast allt íslenska útvarpsfé- lagið f alvöru dinner f Gyllta salnum og góðum fíling Skugganum. Þar fóru fremst- ir f flokki Jón Ársæll, Pálmi, Jónsl MONO, Ásgeir (El Gringo) Kolbeins og Svavar Örn sem er alltaf jafn flottur, þessi elska. Á OZIO mættu galvaskir Pizza 67- strákarnir Gísli Gísla, Elnar og Georg. Fjölnlr sást þar Ifka meö Magnúsi Ver á meöan Andrés, Tómas R. og Snorrl spiluðu djass eins og þeir ættu lífið aö leysa. Debble og allt hitt fóikiö úr Betrun- arhúsinu lét sig ekki vanta né hvaö þá heldur leikkon- an geðþekka Steinunn Ólína. Eyþór Arnalds sást þarna og Ifka Jón Kárl, Dóra, Slggl Zoom og þaö gengi allt. Sem sagt allir þeir sömu og fóru á Skuggann. Einnig Arnar Fudge og Maggl Rikk litu inn svo og Svavar Öm sæti, Mireya Samper listakona og Þorvaldur Skúlason, framkvæmdastjóri á Rex. Á Astró þeytti Klddl Bigfoot skffum aö vanda og á dansgólfinu titruöu Arna Herdís Hawain Tropic-kona og Díanna Dúa Playboy-kona. Á meðan brostu bræöurnir Haraldur og Friðjón Þórðarsynlr, knattspyrnukappar úr Létti, og KR-gengiö meö Gulla mark f fýlkingarbrjósti. Á V.I.P. barnum var tómt eins og undanfarið þar sem búið er aö skylda fólk til aö kaupa sér flösku til að mega sitja þar. Þaö ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að á Grand Rokk hafi verið Jakob Bjarnar útvarps- karl, Slggl Sæberg sjón- varpskarl og Steinn Ármann þrandarakarl. Þaö ætti held- ur engum að koma á óvart aö iöggan hafi Ifka mætt út af vínveitingaveseni staöar- ins. Annars voru allir hressir á Grand eins og venjulega. 30 f Ó k U S 27. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.