Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 Fréttir Tuttugu tonna flutningabíll rann á ofsahraða niður snarbrattan fjallveg og út af: Dauðinn blasti við - var drulluhræddur en hélt rökréttri hugsun, segir Róbert Grímur Grímsson bílstjóri „Það drapst á bílnum og hann frí- hjólaði. Ég reyndi í ofboði að skella honum í gír tUL að hægja á honum en ekkert gekk. Þetta voru hrikalegar aðstæður og bíllinn jók stöðugt ferð- ina niður snarbratta brekkuna," seg- ir Róbert Grímur Grímsson, 26 ára ökumaður MAN-vörubíls, sem lenti í lífsháska á laugardag þegar bifreið hans drap á sér í brekkunni niður af sunnanverðum Hálfdáni í Tálkna- firði. Bíll Róberts Gríms var með tengi- vagni þar sem á voru vinnuskúrar. Alls var þyngd bíls og farms um 22 tonn. Róbert Grímur segir að kringum- stæðumar hafi óneitanlega verið skelfilegar. „Á hægri hönd var snarbratt gil og á þá vinstri stórt bjarg. Á undan mér var síðan annar vörubíll með gröfu aft- an á. Dauðinn blasti við og ég hafði ör- fáar sekúndur til að taka ákvörðun. Mér þótti einsýnt að lenti ég ofan í gil- inu myndi það kosta mig lífið. Ég gerði mér einnig grein fyrir því að héldi ég áfram myndi ég lenda á bilnum á und- an og hending réði því hvort báðir lentu í gilinu. Eina færa leiöin til að bjarga einhverju var að fara út af þeg- ar fram hjá bjarginu væri komið. Ég tók því þá ákvörðun að stýra bílnum þá leið til að hafa stjóm á atburða- rásinni," segir Róbert Grímur. Hann segir að bíllinn hafi verið orð- inn mjög þungur i stýri enda dautt á vél- inni og vökvastýrið óvirkt. Ökuriti bíls- ins sýndi að hann hafi verið á um 100 kílómetra hraða þegar hann fór út af. „Það voru rosalegir skruðningar Róbert Grímur Grímsson lenti í miklum háska á laugardaginn þegar trukkur hans með tengivagni fríhjólaði niður fjallveg. Hann slapp með opið fótbrot og mar en var fastur í flakinu í fjóra tíma. DV-mynd Hilmar Þór Tálknafjöröur \ • Patreksfjörður Ö*-, Bústaðahverfi: Lögreglan leitar sælgætisdónans „Málið er í rannsókn og við leit- um mannsins. Sú leit hefur ekki bor- ið árangur enn,“ sagði Sigurbjöm Víðir í rannsóknardeild lögreglunn- ar í Reykjavík, um mann sem reyndi að lokka til sín stúlkuböm með sæl- gæti í Bústaðahverfinu um helgina. Bauð maðurinn stúlkunum sælgæti og reyndi að draga þær afsíðis en án árangurs að því er best er vitað. Hef- ur lögreglan sérstakar gætur á hverf- inu vegna þessa. Grunur leikur á að hér geti verið um sama mann að ræða sem áreitti stúikuböm með sama hætti í Foss- voginum í fyrrahaust. Mikill gróður í Fossvoginum gerði lögreglumönn- um erfitt um vik við leit að mannin- um og var þá gripiö til þess ráðs að setja lögregluþjóna á reiðhjól við rannsóknina. Ekki er ólíklegt að gripið verði tO þess ráðs aftur nú þegar atburðir þessir em að endur- taka sig. Meðal íbúa í Bústaðahverfi og Fossvogi gengur maður sá sem lögreglan leitar undir nafninu „sæl- gætisdóninn“ vegna þeirra aðferða sem hann notar við aö lokka til sín stúlkubörn. -EIR þegar billinn lenti utan í bjarginu. Síð- an valt hann og ég fann mikinn þrýst- ing neðan mittis. Sem betur fer lagðist stýrishúsið ekki saman sem hefði væntanlega orðið til þess að ég hefði kramist til bana. Krani bílsins bjargaði því að húsið hélt,“ segir hann. Róbert Grímur segist ekki hafa gert sér neina grein fyrir því að hann hafi verið slas- aður þar sem bíllinn stöðvaðist á hvolfi. Hans fyrsta verk hafi verið að leita að farsímanum til að láta vita af sér. „Ég var ekki viss um það hvort bílstjórinn sem var á undan mér hefði veitt mér eftirtekt. Ég hélt fyrst að ég heföi sloppið óslasaður en væri aðeins fastur undir stýrinu," sagði hann. Strax eftir slysið kom bílstjóri hinnar bifreið- arinnar á staðinn og hringdi eftir hjálp. „Magnús bílstjóri reyndi að saga í sundur stýrisásinn með jámsög en það gekk ekki,“ segir hann. Fljótlega komu björgunarmenn ásamt lækni á staðinn. Þá var Róbert Grímur kominn með mikla verki í hægri fót og gerði sér grein fyrir að hann hafði ekki sloppið heill. „Eftir nokkum tíma fann ég ofboðs- legan sársauka í fætinum. Mér til mik- ils léttis fann ég þó að ég gat hreyft tæmar þar sem ég lá fastur undir stýr- inu,“ segir hann. Læknir sem kom á staðinn spraut- aði Róbert Grím vegna verkjanna en björgunarmenn höfðu ekki tæki til að losa hann úr bílnum. Þess vegna var ákveðið að að kalla til sérhæfða slökkviliðsmenn að sunnan tO að skera hann úr flakinu. AOs liðu fjórar klukkustundir frá slysinu og þar tO björgunarmennirmr að sunnan höfðu náð að losa Róbert Grím. „Ég hafði ekkert tímaskyn en þetta er þó erfiðustu stundir sem ég hef upp- lifað á ævinni. Fólkið sem kom á stað- X Hér valt bíllinn pv inn reyndist mér mjög vel og það dreifði huga mínum á meðan ég sat fastur þafna. Það var auðvitað mikOl léttir að losna úr prísundinni," segir hann. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með Róbert Grim tO Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á Sjúkrahús Reykjavíkur. í ljós kom að hann var meö opið behibrot á hægra fæta og Ola marinn víða um líkamann. Þeir sem komu að slysinu eru sam- máia um að það hafi nánast verið kraftaverk að þetta fór ekki verr. Sjálf- ur segist hann vera hinn hressasti og eigi aðeins eitt áhyggjuefni sem stendur. „Ég óttast að missa af Mk KR og VOíings um næstu helgi. Ég er þó bú- inn að láta í ljósi þá ósk við lækna að ég fái að fara á leikinn þó það verði að aka mér í sjúkrarúminu," segir hann. Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis í bílnum en unnið er að rannsókn þess. Jóhannes Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Taks hfi, sem á bOinn átti aðeins eitt orð um það hvemig Ró- bert Grimur slapp frá atburðinum. „Kraftaverk." -rt MAN-inn sem fríhjólaði niður snarbratta brekkuna er stórskemmdur eins og sjá má. DV-mynd Daníel. Jóhannes Gunnarsson um rannsókn á orsökum og útbreiðslu kampýlóbakter: Heilbrigðisyfirvöld brugöust HeObrigðisyfirvöld hafa gersamlega brugðist neytendum. Mér finnst mjög skuggalegt að sjá það að þau skuli frek- ar telja að þau þurfi að vinna fyrir ein- staka stóra framleiðendur heldur en almenning í landinu, eins og þetta mál sýnir, því miður.“ Þetta sagði Jóhannes Gunnarsson, forstjóri Neytendasamtakanna, um þann kampýlóbakterfaraldur sem hef- ur heijað á neytendur hér á landi að undanfómu. Sóttvamalæknir, HoUustuvemd rík- isins og yfirdýralæknir greindu i gær frá bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar á útbreiðslu og orsökum þessa faraldurs. Þær rannsóknir standa enn yfir. í niðurstöðunum kom ffarn, eins og DV hefur raun- ar greint frá, að útbreiðsla sýkinga hefur aukist hröðum skrefúm sl. 2 ár. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa greinst 339 sýkingar, miðað viö 250 aUt árið í fyrra. Þetta þýðir i reynd að lUdega hafa manns sýkst á þessu ári. Jóhannes Gunn- arsson yfir 3000 Nákvæm könnun á fæðu neyslu 15 sjúklinga i ágúst sl leiðir í ljós að sýkingar tengj ast kjúklinganeyslu í lang- flestum tilfeUum, eða 80 pró- sent. Þá hefur borið á sýking um meðal starfsmanna ákveð ins kjúklingabús og slátur- húss á Suðurlandi. Sýnataka HoUustuvemdar ríkisins sýnir að 8 af 10 sýn- um ffá einum framleiðanda vom menguð af kampólýbakter og 11 af 21 sýni frá öðram ffamleiðanda. Báðir þessir ffamleiðendur nota sama sláturhús. Engin jákvæð sýni fundust hjá öðrum ffamleiðendum né í öðrum kjöttegundum. Það er álit þeirra heUbrigðisyfisyfir- valda, sem að könnuninni stóðu, að meginskýringu gifurlegrar auknmgar á kampýlóbaktersýkingum hér megi rekja tU kampýlóbaktermengunar í kjúklingum. Benda rannsóknir tU að mengunin sé ekki bundin við eitt kjúklingabú. Þær staðfesta einnig að kampýlóbaktermengun sé að finna í tUteknu kalkúnabúi. -JSS Stuttar fréttir r>v Frestuðu fundi Fundi Árna Sigfússonar, for- manns FÍB, og Geirs Haarde flár- málaráðherra um bensínverð, sem vera átti í gær, var frestað tU dagsins í dag vegna anna fjármála- ráðherra. Formaður FÍB æfiar að krefiast aðgerða ráðherra tU að stemma stígu við mUdum bensín- verðhækkunum. Ásakanir Aðstoðardómsmálaráðherra Serbíu sakar íslenska, finnska og austurríska sérfræðinga um ófagleg og óheiðarleg vinnubrögð við rann- sókn á líkum af Serbum í fjöldagröf í Ugljari i Kosovo. Þeir hafi unnið skipulega að því að koma i veg fyrir að hægt yrði að þekkja af hverjum hkin væm. Morgunblaðið greindi frá. Grænmetið dýrara Grænmeti hækkaði í verði mUli mánaðanna júlí og ágúst um 18,2%. Við það hækkaði vísitala neyslu- verðs um 0,2%. Morgunblaðið grein- ir frá. Yfir áætlun Aðeins eitt tUboð upp á 8,2 mUlj- ónir kr. barst í framkvæmdir við Norðfjarðarveg við Neskaupstað og var það 163% yfir kostnaðaráætlun. Morgunblaðið sagði ffá. Þýðing að klárast Fyrstu íslensku þýðingu Windows hefur verið skilað tO yfir- ferðar hjá Microsoft-fyrirtækinu og er þýðing forritsins langt á veg kom- in að sögn menntamálaráðuneytis- ins við Morgunblaðið. Sæstrengur dýrari Sérfræðingur hjá Orkustofhun segir hugmynd Katrinar Fjeldsted alþingismanns um sæstreng tO Austurlands í stað virkjunar á Eyja- bökkum mun dýrari kost en að flyfja orkuna landleiðina. Morgun- blaðið greindi frá. Ættingja leitað Breska vamarmálaráðuneytið lætur nú leita að ættingjum manna sem fórast með sprengjuflugvél breska flughersins árið 1941m01i Öxnadals og Eyjafjarðar. Hörður Geirsson, safnvörður á Akureyri, fann flak vélarinnar nýlega. Morg- unblaðið greindi frá. Námsefnisútboð Ríkiskaup hafa fyrir hönd Náms- gagnastofhunar auglýst eftir tOboð- um í aö semja kennsluefni í íþrótt- um, líkams- og heOsurækt. Þetta er í fyrsta sinn sem gerð námsefhis er boðin út á þennan hátt. Morgunblað- ið greindi frá. Greinir heiiablóðfall Hjá Taugagreiningu hf. er í þróun nýtt tæki sem greinir heOablóðfáO á skjótari hátt en nú þekkist. Að sögn EgOs Mássonar ffamkvæmdastjóra við Morgunblaðið getur tækið greint heOablóðfaO innan tíu minútna. Halda peningunum Gerður Óskars- dóttir, fræðslu- stjóri Reykjavík- ur, sagði við Stöð 2 að skorað verði á kennara sem fengu ofgreidd laun að skOa mis- muninum. Ekki verði þó gripið tO innheimtuaðgerða þótt kennaramir skOi ekki fénu. Nýr aðstoðarmaður Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefúr ráðið Ingva Hrafh Óskarssón sem aðstoð- armann sinn. Gamansemi Nýkjörin stjóm Sambands ungra sjálfstæðismanna telur að meðan áram sé unnið að undirbúningi byggingar tónlistarhúss á vegum ríkisins sé varla hægt að líta á yfir- lýsingar ráðamanna um að draga úr opinberam útgjöldum sem annað en gamansemi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.