Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 9 DV Hillary ósammála eiginmanninum Það er ekki alltaf auðvelt að vera bæði forsetafrú og sjálfstæður stjómmálamaður í leit að embætti. Hillary Clinton hefur nú í þriðja sinn lýst yfir andstöðu sinni við stefnu eiginmanns síns, Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta. Þann 11. ágúst síðastliðinn bauð Clinton 16 félögum í skæruliða- hreyfmgunni FALN í Puerto Rico sakaruppgjöf. Þeir hafa allir setið í fangelsi í Bandaríkjunum í að minnsta kosti 14 ár vegna meintra hryðjuverka. Boð Clintons var með því skilyrði að skæraliðarnir tækju ekki framar þátt í ofbeldisverkum. Margir hafa brugðist harkalega við fyrirhugaðri sakaruppgjöf. Lög- reglustjórinn í New York er meðal þeirra sem lýst hafa yfir andstöðu sinni við frelsi hinna meintu hryðjuverkamanna. Hillary krefst þess nú að forset- inn dragi boðið um sakaruppgjöf til baka. Pólitískir andstæðingar forseta- hjónanna segja boðið um sakarupp- gjöf einungis hafa verið til að styrkja stöðu Hillary meðal spænskumælandi kjósenda í New York. Hillary kveðst ekki hafa vitað fyrir fram að Clinton hygðist náða skæruliðana. FALN-hreyfingin gerði fjölda sprengjuárása á lögreglustöðvar og aðrar opinberar byggingar i Banda- ríkjunum 1974 til 1983. Sex létu lifið í árásunum. Ekki hefur verið hægt að tengja fangana 16 beint við árás- imar. Ekki eru allir vissir um að Clintonhjónin séu í raun á öndverðum meiði. Símamynd Reuter Útlönd Stjórnarandstaðan í Serbíu deilir: Vuk með Slobodan Klofningur í röðum stjórnar- andstæðinga i Serbíu kom fram í dagsljósiö í gær þegar kristilegir demókratar sökuðu Vuk Dra- skovic, einn mest áberandi leið- toga stjómarandstöðunnar, um að taka afstöðu með Slobodan Milos- evic Júgóslavíuforseta og stjórn hans. „Grímurnar hafa verið teknar niður. Draskovic hefur sýnt sitt rétta eðli þótt hann hafi oft haft hamskipti," sagði Vladan Batic, sem hefur samhæft starfsemi samfylkingar stjórnarandstæð- inga. Draskovic og Zoran Djindjic, leiðtogi lýðræðisílokksins, voru samherjar þegar þeir fóru fyrir mótmælaaðgerðum sem skóku stjórn Milosevics árið 1996. Hins vegar kastaðist í kekki milli þeirra þegar Draskovic, einn stjórnarandstöðuleiötoga, tók þátt í kosningum og sat svo stutt í rik- isstjóm. Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Brúnaveg Dalbraut Selvogsgrunn Sporðagrunn Bankastræti Laugaveg Máshóla Orrahóla Ugluhóla Valshóla Auðbrekku Löngubrekku Laufbrekku Fjólugötu Smáragötu Sóleyjargötu Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000 Grand Cherokee limited 5,2 '97, ek. 50 þús. km. Ásett verð 3.890.000. Tilboðsverð 3.590.000. Grand Cherokee limited 5,2 '96, ek. 54 þús. km. Ásett verð 3.590.000. Tilboðsverð 3.290.000. Grand Cherokee limited 5,2 '94, ek. 59 þús. km. Ásett verð 2.790.000. Tilboðsverö 2.490.000. Ssang Young Musso dísil '96 (06-98), ek. 32 þús. km. Ásett verð 1.990.000. Tilboðsverð 1.850.000 Daihatsu Feroza '92, ek. 104 þús. km. Ásett verð 730.000. Tilboðsverð 620.000. Toyota Corolla '95, ek. 85 þús. km. Ásett verð 890.000. Tilboðsverð 750.000. Suzuki Baleno '96, ek. 72 þús. km. Ásett verð 890.000. Tilboðsverð 750.000. Peugeot 106 1,4, ssk., '97, ek. 7 þús. km. Asett verð 1.090.000. Tilboðsverð 990.000. Peugeot 405 station '95, ek. 66 þús. km. Asett verð 990.000. Tilboðsverð 830.000. VW Golf Variant '97, ek. 33 þús. km.Ásett verð 1.250.000. Tilboðsverð 1.120.000. Daihatsu Charade '97, ek. 43 þús. km. Ásett verð 860.000. Tilboðsverð 730.000. VW Golf 4x4 station '98, ek. 43 þús. km. Ásett verð 1.490.000. Tilboðsverð 1.330.000. Ford Mustang ‘94, ek. 89 þús. km. Ásett verð 2.100.000. Tilboðsverð 1.850.000. Chrysler Stratus '95, ek. 70 þús. km. Ásett verð 1.490.000. Tilboðsverð 1.330.000. Peugeot 306 bílaleigublll (11-02), ek. 26 þús. km. Tilboðsverð 1.190.000. Peugeot 306 bílaleigubill (11-02) '99, ek. 18 þús. km. Tilboðsverð 1.190.000. NÝBÝLAVEG U R 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.