Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 28
;<3 36 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 T~>'VT nn Ummæli lustar ekki á rök „Þetta virðist vera fólk sem hlustar ekki á rök okk- , ar Austfirðinga og virðist vera nokkuð sama i um lífshags- , muni mann- fólksins hér eystra." Smári Geirs- son, form. Samtaka sveitafél. á Austfjörðum, um mómælahópinn á Eyjabökkum, í DV. ! Aldamótin „Þeir sem telja að næstu áramót séu aldamót lenda óhjákvæmilega í hinu mesta basli við að rökstyðja þessa skoðun sína. Neyðast þeir til aö bæta einu ári við tíma- talið, ári sem aldrei var.“ Baldur Ragnarsson kerfis- fræðingur í Morgunblað- Harður bransi „Þú verður að vera alger bisnesstöfifari til að komast i gegnum þetta." Ragnhildur Gísladóttir, söng- og leikkona, um tónlistarbransann í London. Sauðalitimir „Fótboltasumarið 1999 verður í svart- hvítum sauða- litum KR-inga og verður seint talið lit- ríkt.“ Arnar Björns- son, íþróttaf- réttamaður, Stöð 2. Bílstjórar til sálfræðings „Mér finnst sumir öku- menn ættu að leita til sál- fræðings, miðað við hvemig þeir keyra.“ Sigurður Helgason, starfs- maður í Umferðarráði, í DV. Mistök borgarinnar „Borgin verður að bíta í það súra epli að hafa gert þessi mis- j 1 \ Eiríkur Jóns- son, form. Kennarasam- bands ís- lands, um mistök í launaút- reikningi, í Morgunblaðinu. Magnús Þór Jónsson, Megas, annar í kjöri á skáldi árþúsundsins; Ekkert öðruvísi í dag en ég var í gær Visir.is hefur undanfamar tvær vikur staðið fyrir kjöri á skáldi ár- þúsundsins. Kemur þessi skoðana- könnun, meðal þeirra sem heim- sækja Vísi á Netinu, í kjölfar kjörs á konu árþúsundsins, á per- _______ sónuleika árþúsundsins og á fmmkvöðul árþúsundsins. Það kom fáum á óvart að Halldór Laxness skyldi vera kosinn skáld árþúsundsins og ekki að Snorri Sturluson skyldi vera í þriðja sæti, en það kom sjálfsagt mörgum á óvart að Megas (Magnús Þór Jóns- son) skyldi vera í öðru sæti og vera framar en Snorri, Hallgrímur Pét- ursson, Jónas Hallgrímsson og Þórbergur Þórðarson, svo ein- hverjir séu nefndir. Þessi úrslit sýna svo ekki verður um villst hversu Megas er hátt metinn hjá íslendingi nútímans. Megas tók þessum fréttum með jafnaðargeði eins og hans var von og vísa: „Ég fylgist mjög lítið með kosningum yflrleitt og vissi ekkert um að þessi kosning stæði yfir. Ég veit í rauninni ekki hverjir voru að kjósa eða hvernig hún fór fram og þegar ég fór að leiða hugann að þessu, komu upp spumingar eins og: Var þetta rússnesk kosning? 100% þátttaka? Varla og þótt ég hafi heyrt fréttina í útvarpi og lesið hana í blaði er ég ekk ert öðruvísi í dag en ég var í gær.r Megas hefur yfirleitt átt góðu gengi að fagna þegar hugur þjóðarinnar er skoðaður gagnvart tónlistarmönn- um og skáldum: „Ég hef áður verið ofarlega í skoðanakönnunum og Maður dagsins kosningum en það hefur aldrei haft nein áhrif á mig og ekki hefur það hjálpað mér í lífsharáttunni. Það er nú svo að arlega í kosningu hjá vissum hóp sem maður hefur ekki mikið álit á, þá spyr maður: Hver er heiðurinn?" Þessa dagana segist Megas aðal- lega vera að reyna að lifa af eins og megnið af þjóðinni: „Það er ekki sjálfgefið að komast af í þessu þjóð- félagi. Ég er sem fyrr að semja lög og texta og það má segja að það velti á ýmsu hvort ég nái að koma með plötu á þessu ári, en ég er ekkert alltof bjartsýnn á það, allt kostar peninga og þótt ég sé svona hátt metinn þá beinast peningamir ekki í áttina til mín. Málið er að ég hef valiö það starf sem mér finnst skemmtilegast án þess að taka tillit til þess hversu afkoman er góð og ég mun halda áfram að semja texta og lög meðan löngunin er fyrir hendi. Ég tel mig gera það sem mér fmnst sjálfum vera gott og vonandi einnig öðrum og þess á milli les ég töluvert enda fer það vel saman ljóðagerð og lestur.“ -HK Reynir Jónasson leikur í Selfosskirkju í kvöld. Orgeltónleik- ar á Selfossi Tónleikaröð Selfoss- kirkju heldur áfram i dag kl. 20.30. Reynir Jónasson, organisti við Neskirkju, leikur á orgelið. Reynir hef- ur veriö hljóðfæraleikari frá því hann var barn að aldri. Hann segir að frá tíu ára aldri hafi hann löngum haft aðalframfæri af harm- óníkuspili og hefur enn. Reynir var orðinn tuttugu og fimm ára gamall þegar Tónleikar hann hóf nám í orgelleik hjá Páli Kr. Pálssyni. Þrí- tugur fór hann í framhalds- nám í Danmörku. Hóf hann feril sinn sem orgelleikari á Húsavík auk þess sem hann bætti við námi hjá ýmsum tónlistarmönnum, íslensk- um sem erlendum. 1983 lauk hann 8. stigi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunn- ar. Aðgangur er ókeypis að tónleikunum í Selfoss- kirkju. Myndgátan Líta á mál frá tveim hliðum Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Berþór Pálsson er einn flytjenda í Salnum í kvöld. Lög Sigfúsar og söngleikjaperlur Fyrstu tónleikarnir í tónleika- röðinni Við slaghörpuna verða í kvöld í Tónlistarhúsi Kópavogs og það er engin tilviljun að þessa tón- leika ber upp á fæðingardag tón- skáldsins ástsæla og heiðursborg- ara Kópavogsbæjar Sigfúsar Hall- dórssonar. Það eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson sem flytja ýmsar af þekktustu perlum Sigfúsar en auk þess leika þau og syngja ýmis atriði úr söngleikjum eftir Andrew Lloyd-Webber, Jer- ome Kern, Le--------------- onard Bern JÓllleÍkar stem, Jerry________________ Herman og George Gershwin. MikiE aðsókn er að tónleikunum og þar sem þegar er uppselt í kvöld hefur verið ákveðið að end- urtaka tónleikana fimmtudags- kvöldið kl. 20.30. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að nú er hægt að gerast áskrifandi að Tíbránni og er um að ræða þrjár mismunandi tón- leikaraðir. Sala áskriftarskírteina hefur gengið vel enda afar fjöl- breytt tónleikaval og aðstæður all- ar til hlustunar eins og best verð- ur á kosið. Bridge Síðastliðinn fimmtudag spiluðu sveitir Strengs og Ólafs Steinarsson- ar í fjórðungsúrslitum Bikarkeppni Bridgesambands íslands. Sveit Ólafs var með forystu til að byrja með en sveit Strengs skoraði látlaust í síð- ari hluta leiksins og hafði öruggan sigur, 145-88. Síðasta spilið í leikn- um er sérlega áhugavert. Samning- ur var sá sami á báðum borðum, 6 lauf en sagnhafarnir völdu sinn hvora leiðina í úrspilinu. Vestur gjafari og allir á hættu: 4 6542 * 63 4- K * ÁDG832 4 108 «9 G754 4 DG843 * K6 4 ÁK7 •» ÁK8 4 Á65 * 10754 f opna salnum var útspilið hjarta og sagnhafi ákvað að treysta á laufsvíninguná. Þegar hún gekk ekki var veik von til staðar um þvingun í spilinu en hún var ekki til staðar í þessari legu. Guðmundur Sveinsson var sagnhafi í lokuöum sal. Hann gaf sér góðan tíma áður en hann valdi spilaleið. Hann ákvað að spila laufi á ásinn. Ef kóngurinn hefði fallið í þann slag hefði sagn- hafi ekki verið í vandamálum með að vinna spilið. En þegar það gerðist ekki setti Guðmundur áf stað áætlun. Hann hreinsaði upp rauðu litina með trompunum, lagði niður ÁK í spaða og spilaði sig síðan út á trompi. Austur lenti inni á kónginn en átti ekki spaða til að spila. Hann varð að spila upp í tvö- falda eyðu og þannig vann Guð- mundur sitt spil og landaði 16 impa gróða. Spumingin er sú hvor spila- leiðin er betri? Dálkahöfundi sýnist sem þar muni ekki miklu í líkum. Guðmundur er reyndar þekktur fyr- ir að velja yfirleitt „fegurri“ spila- leiðina ef möguleikarnir eru nokkum veginn þeir sömu. ísak Öm Sigurðsson 4 DG93 * D1092 4 10972 4 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.