Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Ekkert lát á skálmöldinni á Austur-Tímor: Miöborg Dili er brunarústir Schröder lætur ófarir ekki slá sig út af laginu Gerhard Schröder Þýska- landskanslari ætlar ekki að láta ófarir jafnaðarmannaflokksins í fylkiskosningunum í Saarlandi og Brandenburg slá sig út af laginu og hét því í gær að hvika hvergi frá fyrirhuguðum aðhaldsaðgerð- um í efnahagsmálum. „Það er engin ástæða til að víkja af leið,“ sagði Schröder við fréttamenn. Hann hafði þá sýnt mátt sinn og megin á fundi flokks- stjórnarinnar með því að losa sig við vinstrisinnaðan varaformann sinn og fá samherja sinn kjörinn í staðinn. Hans Eichel fjármálaráðherra lagði einnig áherslu á að ekki yrði horfið frá því að skera fjárlög næsta árs niður um sem svarar rúmum ellefu hundruðum millj- arða króna, þrátt fyrir ákafa and- stöðu vinstrisinna jafnaðar- mannaflokksins. „Við eigum ekki annarra kosta völ,“ sagði Eichel. Búist er við ófórum krata í kosningum á næstu vikum. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, _______sem hér segir:_____ Strandgata 23, Eskifirði, þingl. eig. Jór- unn Valgeirsdóttir, gerðarbeiðendur Al- menna málflutningsstofan sf. og íslands- banki hf., höfuðst. 500, föstudaginn 10. september 1999 kl. 10. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Faxafeni 8 Barnapeysur 990 Flísgallar á börn 2490 Barnaúlpur frá 1490 Dömupeysur frá 990 Herraskyrtur frá 690 Flíspeysur frá 1990 Opið mánudaga- fimmtudaga 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-17 Ekkert lát er á skálmöldinni í Dimi, höfuðborg Austur-Tímor, þar sem vopnaðar sveitir andstæðinga sjálfstæðis landsins fóru rænandi og ruplandi í morgun og kveiktu i hús- um. Þá réðust vígasveitirnar á starfs- menn Sameinuðu þjóðanna og her- sveitir Indónesíu hunsuðu herlög sem voru sett í nótt. Skotið var af byssum yfir bæki- stöðvar SÞ í Dili, að sögn blaða- manns á staðnum sem var að búa sig undir að flýja til borgarinnar Darwin í Ástralíu. „Öllu hefur verið stolið steini létt- ara í Dili. Viðskiptahverfið í mið- borginni er brunarústir einar. Við erum þeir einu sem eftir eru og svo virðist sem þeir (vopnaðir andstæð- ingar sjálfstæðis) einbeiti sér að okkur,“ sagði starfsmaður SÞ í Lífverðir Hosni Mubaraks, for- seta Egyptalands, skutu í gær til bana mann sem ráðist hafði á for- setann með eggvopni. Svo virðist sem forsetinn hafi sloppið óskadd- aður eða með litla skrámu. Mubarak var á ferð í bílalest í borginni Port Said við Súesskurð- inn. Veifaði forsetinn út um glugg- ann til mannfjölda er safnast hafði saman. í opinberri yfirlýsingu, sem les- in var upp í ríkissjónvarpinu í Eg- yptalandi, sagði að forsetinn hefði fengið skrámu. Ekki var nánar greint frá meiðslum hans. Sjónar- vottar höfðu áður greint frá því að meintur árásarmaður, El-Sayed Seliman, hefði haldið á mótmæla- bréfi en ekki vopni þegar hann gekk í átt að bifreið forsetans. í op- inberri yfirlýsingunni var því hald- símaviðtali við fréttamann Reuters í morgun. Indónesar settu herlög á Austur- Tímor í nótt þar sem vopnaðar stuðningsmannasveitir stjórnarinn- ar í Jakarta hafa framið hroðaleg- ustu grimmdarverk frá því ljóst var að íbúar landsins kusu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum. Indónesar hafa stjórnað Austur- Tímor með harðri hendi í 23 ár. Xanana Gusmao, leiðtogi sjálf- stæðissinna á Austur-Tímor, var einnig leystur úr haldi í nótt. Hann hafði þá dúsað í fangelsi og stofu- fangelsi í Indónesíu í sex ár. Sameinuðu þjóðirnar veittu Indónesiu í nótt tveggja sólarhringa frest til að binda enda á ofbeldisverk- in á Austur-Timor. Ella muni þjóðir heims íhuga að grípa til aðgerða. „Það er ekki hægt að láta stjóm- Mubarak hélt ræðu skömmu eftir árásina. Símamynd Reuter leysið sem nú ríkir á Austur-Tímor grassera öllu lengur,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, í New York í gærkvöld. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að tíminn til að binda enda á ofbeldis- verkin væri að renna stjómvöldum í Indónesíu úr greipum. Reiði þjóða heims hefur farið sí- vaxandi undanfarna daga, eða frá því að stuðningsmenn Jakarta- stjórnarinnar hertu á ofbeldisað- gerðum sínum gegn sjálfstæðissinn- um. Þeir nutu stundum beinnar að- stoðar indónesiskra hermanna við voðaverkin. Mannréttindafrömuðurinn og frið- arverðlaunahafi Nóbels, José Ramos- Horta, hvatti til þess í morgun að settur yrði á laggirnar stríðsglæpa- dómstóll fyrir Austur-Tímor. ið fram að Seliman hefði þotið að límúsinu forsetans og sært hann áður en lífverðirnir skutu hann á staðnum. Aðallífvörður forsetans var sagður hafa særst á flngri. Seliman, sem er götusali, er ekki talinn bindast neinum samtökum. Hann hefur hins vegar gerst sekur um ofbeldisverk og þjófnað, að sögn yfirvalda. Atvikið í gær átti sér stað aðeins einum degi eftir að Mubarak var viðstaddur undirritun friðarsam- komulags milli ísraela og Palest- ínumanna í Sharm el-Sheikh í Eg- yptalandi. Anwar Sadat, fyrrver- andi forseti Egyptalands, var myrt- ur í Kaíró 1981 eftir að hafa undir- ritað friðarsamkomulag við ísrael. Hosni Mubarak hefur áður sloppiö naumlega frá banatilræð- um. Heimamenn grunaðir Lögregluna í ísrael grunar að tveir ísraelskir arabar hafl verið í bílunum tveimur sem sprungu í tætlur i norðurhluta ísraels skömmu eftir að friðarsamning- urinn við Palestínumenn var und- irritaður um helgina. Mitchell miðlar málum Bandaríski sáttasemjarinn Ge- orge Mitchell er aftur kominn til Norður-írlands þar sem hann ætlar að reyna að koma friðar- ferlinu aftur inn á rétta braut. Hann sagðist í gær ekki luma á neinum töfralausnum en lagði áherslu á að hægt væri að leysa ágreininginn sem væri milli deilenda. Fjórir drepnir Atvinnulaus maður um fertugt skaut fjóra til bana i deilum í þorpi einu í vesturhluta Frakk- lands í gær. Fimmti maðurinn særðist. Prinsinn kominn heim Nýjasti prinsinn í Danmörku, sonur þeirra Alexöndru og Jóakims, er nú kominn heim í foreldrahús í Schackenborgarhöll á Jótlandi. Fyrir brottförina náði hann þó að heilsa upp á afa gamla, Henrik drottningarmann sem var nýkominn úr uppskeru- störfum á vínbúgarði sínum í Suður-Frakklandi. Talsmaðurinn talar Borís Jeltsin Rússlandsforseti hefur enn ekkert svarað ásökun- um um að hann og fjölskylda hans hafi þegið mútur frá sviss- neskum bygg- ingaverktaka. Talsmaður for- setans sagði hins vegar i gær að ásakanir á hendur stjórnar- herrunum í Kreml væru nútíma- útgáfa af spænska rannsóknar- réttinum. Þá sagði hann þær vera brot á réttindum þeirra sem fyrir þeim yrðu. Ást bónnuð í Ríkinu Samkvæmt reglum í áfengisút- sölu rikisins í Svíþjóö skaðar það andrúmsloftið á vinnustaðnum verði starfmaður ástfanginn af vinnufélaga. Þykir þá ástæða til að færa viðkomandi til í starfi. Aðstoðaði Wennerström Háttsettur sænskur liðsforingi er í væntanlegri bók sagður vera mögulegur aðstoðarmaður njósn- arans Stigs Wennerströms. Aukið fylgi hægri Hinn hægrisinnaði Frelsis- flokkúr Jörg Haiders í Austurríki er nú næststærsti flokkur lands- ins, með 27 prósent atkvæða, sam- kvæmt fylgiskönnunum. Stærstur er Jafnaðarmannaflokkurinn með 35 prósent. Vill sættir við Víetnam Madeleine Albright, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær til sam- vinnu og sátta í heimsókn sinni í ' Víetnam. Sagði Albright Bandarikin og Víetnam að ei- lifu tengd af sögunni. Með áframhaldandi samvinnu gætu bjartari kaflar og gagnkvæmur ávinningur tekið við. 12 ára móðir í Bretlandi Breska lögreglan hefur yfir- heyrt 23 ára mann vegna gruns um að hann hafi barnað 12 ára stúlku sem ól son í síðasta mán- uði í bænum Rotherham. Hvorki stúlkan né móðir hennar, sem er aðeins 26 ára, höfðu hugmynd um að bam væri á leiðinni. íbúar Dili, höfuðborgar Austur-Tímor, flýja heimili sfn unnvörpum vegna ofbeldisverka andstæðinga sjálfstæðis landsins. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa landsins kaus sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum og það var meira en vígasveitir á bandi Indónesíustjórnar gátu þolað. Þær hafa því farið rænandi og myrðandi um bæi og sveit- Ir Austur-Tímor frá því úrslitin lágu fyrir um helgina. Skotinn til bana við árás á Hosni Mubarak

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.