Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 32
IBFRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Niðurskurðarkrísan hjá Lögreglunni í Reykjavík: Svindlað á okkur % - segir rannsóknarlögreglumaður í sporum Odincovumanna „Það má líkja þessu við það þegar smyglið var tekið af sjómönnunum á sínum tíma. Þá áttuðu þeir sig á hvað þeir höfðu i laun,“ segir Eiríkur Beck rannsóknarlögreglumaður um niður- skurð hjá Lögreglunni í Reykjavík. Eiríkur er hér að vísa til þess þegar Eimskip hóf þá nýbreytni að segja upp starfsmönnum sem staðnir voru að smygli en stórverkfall sjómanna fylgdi í kjölfarið. „Við höfðum gert samning þar sem við afsöluðum okkur verkfallsrétti og gátum þar með ekki farið í verkfall til jð knýja fram kjarabætur. Síðan eru Hringdi á bíl undir þýfið Innbrotsþjófur sem stal sjónvarps- tæki úr íbúð við Grettisgötuna í gær- kvöld virðist einfaldlega hafa hringt á greiðabíl til að koma þýfinu undan. Fljótlega var þó tilkynnt um verknað- inn og náðist samband við bílstjórann sem stöðvaði bíl sinn við Bragagötu. yjpófurinn lagði hins vegar á flótta. Maður sem svaraði til lýsingarinnar náðist skömmu síðar. -GAR Eiríkur Beck rannsóknarlögreglu- ma>ur. DV-mynd S allar forsendur, sem þar lágu að baki, brostnar og það er engin önnur leið fyrir okkur en að krefjast þess að fá verkfallsréttinn aftur,“ segir Eiríkur. „Það hefur verið svindlað á okkur og allskonar afsakanir notaðar til að leiðrétta ekki launin okkar til sam- ræmis við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu, eins og um var samið í upphafi. Forsætisráðherra mætti hér á neyðarfund upp á kaffistofu, tveim- ur dögum fyrir kosningar, þar sem hann sagði að þessum málum yrði öll- um kippt í liðinn og að lögreglumenn þyrftu engar áhyggjur að hafa. Það hefur minna en ekkert verið gert því efhdirnar hafa verið þveröfugar." Eiríkur segir lögreglumönnum bjóðast 12% hækkun launa, á sama tíma og viðmiðunarstéttir þeirra hafi hækkað um 30 til 40%, og telur illa á þeim brotið. „En við erum í nákvæm- lega sömu aðstöðu og mennimir á Odenkova. Við getum ekki hætt og ekkert farið. Við höfum sumir tileink- að okkur þetta starf í tugi ára og það stekkur enginn burt eftir 30 ára starf. Menn stökkva ekki frá skipi nema það sé að sökkva og þetta skip er ekki að sökkva þótt það vanti bæði útgerð og skipstjóra eins og sést á fjárreiðum embættisins." -GAR Vilja fresta söiu á FBA „Það er verið að klæðskersauma einhverjar reglur sem henta munu þeim aðilum sem Davíð Oddsson ætlar að velja. Hann getur þannig náð sér niðri á þeim sem þegar hafa keypt stóran hlut í bankanum. Við getum síðan ekki séð hvernig Davíð ætlar að tryggja eftirmarkað á bréf- unum. Við viljum fresta sölunni á 'Jj^sum hlut ríkisins í FBA og skoða væntanlega sölu ríkisfyrirtækja almennt í ljósi þeirrar reynslu sem þegar er orðin. Það mál á að fara fyrir Alþingi," sagði Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar, við DV i morgun. Unnið er að undirbúningi for- vals vegna sölu á Fjárfestingar- banka atvinnu- lífsins þar sem væntanlegir kaupendur að 51% hlut ríkisins, sem seldur verð- ur í einu lagi, verða valdir. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt að forvalið muni fara fram eft- ir eina til tvær vikur og sjálf salan nokkrum vikum síðar. Hópar sem taka þátt í forvalinu gangast undir skoðun þar sem athugað verður hvort þeir uppfylli ákveðin skilyrði um skyldleika og tengsl. Sé ekki svo fá menn frest til að koma málum í lag áður en útboðið fer fram. Ein- ungis þeir sem þátt taka í forvalinu fá að taka þátt f útboðinu á meiri- hlutaeign ríkisins í FBA. -hlh Margrét Frímannsdóttir. Ókeypis bensín í Grindavík „Viðskiptavinimir eru vanir að kvarta við mig um miðjar nætur ef sjálfsalinn bilar en þeir létu mig ekki vita í þetta sinn,“ sagði Sigmar Eð- varðsson, útibússfjóri Olis í Grinda- vik, en sjálfsali á bensínstöð hans bil- aði á laugardagskvöldið með þeim af- ■áiiðingum að biðröð bOa myndaðist við dæluna sem dældi án afláts án þess að greiðsla kæmi fyrir. Talið er að sjálfsalinn hafi bilað um níuleytið á laugardagskvöldið og Sigmari útibús- stjóra tókst ekki að grípa í taumana fýrr en klukkan að ganga tólf sama kvöld. „Það runnu 700 lítrar ókeypis úr dælunni þannig að um 20 bílar hafa náð því að fylla sig. Þetta er tjón upp á um 60 þúsund krónur sem er óaftur- kræft þó svo ég viti um nokkra þeirra bílstjóra sem notfærðu sér bilunina í sjálfsalanum. Ég hef sent nokkrum þeirra orðsendingu þess efhis að það þýði ekki að vekja mig heima næst þegar sjálfsalinn gleypir peningana þeirra. Þeir vita upp á sig skömmina," sagði Sigmar Eðvarðsson sem var að vonum sár og kennir um gömlum og úreltum tækjakosti á bensinstöð' Olís í Grindavik. -EIR FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ fiRÞJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 A> loknum skóladegi f haustkyrr>inni. Nesti> búi> en örlítill meiri fró>leikur í kollinum. Allt Iffi> fram undan. Gó>a fer>! DV-mynd Pjetur Veðrið á mórgun: Skúrir aust- anlands Á morgun verður austan- og norðaustanátt, 8-13 metrar á sek- úndu og dálítil rigning eða skúrir, einkum um austanvert landið. Vaxandi vindur er líður á daginn. Hiti verður á bilinu 6-14 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. brother PT-210E nvvéi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 u Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 « -Veffang: www.if.is/rafport____2. reyklaust flug með Nicotinell Ú T I B Ú _ APÓTEK SUÐURNESJA S T ö Ð K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.