Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 Viðskipti DV Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ aðeins 192 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 141 m.kr. ... Langmest með bréf íslandsbanka, 65 m.kr., og hækkuðu þau um 1,2%. ... Landsbankinn 16 m.kr. og hækkaði um 1,5%. ... Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn lækkaði um 2,5%. ... SÍF lækkaði um 2,1%. Tekjuaukning OZ.COM 46% - hins vegar 47 milljóna tap Samkvæmt óendurskoðuðu upp- gjöri OZ.COM fyrstu sex mánuði 1999 námu heildartekjur samstæð- unnar 214,6 milljónum íslenskra króna en allt árið 1998 námu tekjur 294,1 milljón króna. Tekjuaukning samstæðunnar er 46% á ársgrund- velli. Tap tímabilsins nam 47 millj- ónum. Endurskoðuð rekstraráætlun fé- lagsins gerir ráð fyrir því að heild- artekjur ársins verði 395,3 milljónir króna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 588,3 milljóna króna tekj- um. í kjölfar fjárfestingar Ericsson í OZ.COM var ákveðið að leggja áherslu á langtíma uppbyggingu fe- lagsins í samskiptalausnum en víkja til hliðar þjónustuverkefnum sem byggjast á þrívíddartækni fé- lagsins. Þrívíddarþróun hefur nú að mestu verið hætt og munu því áætl- aðar tekjur af slíkum verkefnum ekki standast. í annan stað verður frávik frá upphaflegri áætlun skýrt með því að sýnt er að tekjur af samningum við símafélög muni skila sér síðar en áður var áætlaö. Sterkari eiginfjárstaða I ljósi þess að eiginfjárstaða OZ.COM er nú sterkari en nokkru sinni fyrr mun stjóm félagsins leggja áherslu á vöxt og uppbygg- ingu félagsins til lengri tíma litið. Eigið fé í lok júní nemur alls 868 milljónum króna en skuldir nema aðeins 84 milljónum. Hlutfall eigin- fíár af heildarfjármagni er því 90% og nema bankainnstæður og verð- Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, bréf samstæðunnar tæplega 600 milljónum króna. Þess ber að geta að OZ.COM eignfærir ekki rann- sóknar- og þróunarkostnað eða markaðskostnað. Heildargjöld tíma- bilsins námu 251,5 milljónum króna og var bókhaldslegt tap tímabilsins 47,0 milljónir króna. Við erum ánægðir „í heUd sinni erum við ánægðir með framvindu mála og þann ár- angur sem við höfum náð það sem af er árinu,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, „Fjárhagsstaða félagsins er mjög sterk og gerir okk- ur kleift að stækka ört á næstunni. Við eigum von á því að viðskipta- vinum muni fjölga verulega í ná- inni framtíð," segir Skúli. -bmg HvalQaröargöngin: John Hancock ræður Fyrsta september gekk í gUdi ný verðskrá i Hvalfjarðargöngum. Einungis eru lækkuð áskriftar- gjöld en gjald á einstökum ferðum er óbreytt. Að sögn Stefáns Reyn- is Kristinssonar, framkvæmda- stjóra Spalar, er reiknað með að tekjur félagsins vegna lækkunar séu um 13 prósent. Hins vegar hafa tekjur af veggjöldum aukist mun meira, eða um tæp 40%. Komiö hefur fram gagnrýni á þá vegu að hægt væri að minnka gjaldið enn meira vegna þessa munar á tekjulækkun vegna lækkunar og tekjuhækkun vegna aukinnar umferðar. Stefán segir að ástæðan fyrir því að ekki sé lækkað meira sé sú að Spölur greiði ekki tekjuskatt núna vegna þess að félagið eigi inni skattalegt tap. Þetta tap verður búið innan fimm ára og þá þarf félagiö aö greiða tekjuskatt. í stað þess að lækka enn meira nú er verið að jafna yfir tíma ákveðinn útgjalda- auka sem leggst á innan fimm ára þegar félagið þarf að fara að greiða tekjuskatt. Ef þetta væri ekki gert svona þyrfti að hækka gjaldið aftur eftir flmm ár. John Hancock-bankinn, sem íjármagnar gangageröina að mestu, hefur mest um það að segja hvernig gjaldskrárbreyting- um er háttað. Ástæðan fyrir því er sú að bankar sem lána til fjár- festinga þurfa tryggingu fyrir sinni flárfestingu. I þessu tilfeOi er veggjaldið eina trygging bank- ans og er það ástæðan fyrir yfir- ráðum bankans á veggjaldi. -bmg Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sírní; V»8 i 5 iO ... - Finnur Ingólfsson viöskiptaráðherra afhendir Birni Líndal og Ragnari Önundarsyni starfsleyfi Europay sem iána- stofnun. Europay íslands fær starfs- leyfi sem lánastofnun Viðskiptaráðuneytið hefur veitt Europay íslandi - Kreditkorti hf. starfsleyfi sem lánastofnun. Leyfið gefur félaginu kost á að bjóða aukna þjónustu á sviði lánveitinga í tengsl- um við kortaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja. Starfsleyfið er veitt samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og spari- sjóði. Europay ísland sótti fyrr á þessu ári um starfsleyfið þar sem lánveitingar hafa verið vaxandi þátt- ur í starfsemi félagsins. Jafnframt er gert ráð fyrir því að sérhæfð lána- starfsemi Europay íslands tengd greiðslumiðlun verði aukin enn frek- ar, segir í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. Stjóm félagsins hefur bætt við nýrri stoðdeild, endurskoðunardeild, í tengslum við starfsleyfið. Meginþættir í starfsemi Europay íslands eru kortaútgáfa, heimilda- gjöf, viðtaka færslna og uppgjör við söluaðila. í útgáfu kreditkorta felst að korthafi nýtur lánstrausts og gjaldfrests hjá útgefanda og er það í raun lánveiting. Lánastarfsemi fé- lagsins hefur til þessa einkum falist í greiðsludreifmgu og vanskiladreif- ingu, auk þess sem félagið greiðir fyrir sölu gegn raðgreiðslum. Ýmsir möguleikar eru á að auka sérhæfða lánastarfsemi með fjárstreymi um reikninga félagsins sem bakhjarl. Má þar meðal annars nefna veltulán til korthafa. -bmg Verðbólguspá Kaupþings - 4,4% verðbólga á árinu Kaupþing spáir hækkun á vísi- tölu neysluverðs sem nemur 0,45% á milli mánaða eða sem svarar til 5,5% verðbólgu á ársgrundvelli. Kaupþing spáir nú 4,4% verðbólgu frá upphafi til loka árs. Helstu for- sendur spárinnar eru eftirfarandi: Bensínverö hækkaði þann 1. sept- ember síðastliðinn um 5 krónur og 30 aura sem er 6-6,5% hækkun eftir tegundum. Þessi hækkun hefur 0,27% hækkunaráhrif á vísitöluna. Gert er ráð fyrir að húsnæðisliður- inn valdi tæplega 0,1% hækkun á vísitölunni nú. Þannig er gert ráð fyrir að húsaleiga hækki um 1,5% og 0,5% hækkun kaupverðs á hús- næði. Matvara hækkaði talsvert í júli, nú er einnig gert ráö fyrir hækkun sem nemur 0,6%, aðallega á grænmeti og ávöxtum, þetta hefur um 0,1% hækkunaráhrif á vísitöl- una. Kaupþing spáir nú 4,4% verð- Húseign Kaupþings við Ármúla. bólgu það frá upphafi til loka árs, spáð er að verðbólga á ársgrundvelli verði 3% næstu 4 mánuði. Jafn- framt er gert ráð fyrir að gengi ís- lensku krónunnar verði nokkuð stöðugt fram til áramóta. Ekki er gert ráð fyrir frekari bensínhækk- unum það sem eftir lifir árs. Hluthafafundur hjá Hraðfrystihúsinu Á morgun verður haldinn hlut- hafafundur í Hraðfrystihúsinu hf. Á fundinum verð- ur borin upp til- laga um samein- ingu Gunnvarar hf. við félagið og að nafni félgsins verði breytt í Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. Þá verður borin upp tillaga um hækk- un hlutafjár vegna sameiningar- innar í kr. 598.928.115.-. Hampiðjan selur í ÚA Hampiðjan hefur selt hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. að nafnvirði 11 milljónir króna. Eign- arhlutur Hampiðjunnar í félaginu, eftir fyrrgreinda sölu, er 38,4 millj- ónir að nafnvirði eða 4,2% af heildarhlutafé, en fyrir söluna átti Hampiðjan 5,4% í félaginu. Sölu- bagnaður í reikningshaldi, eftir reiknaðan tekjuskatt, er um 30 milljónir króna. Óbreytt atvinnuástand í Þýskalandi Ejöldi atvinnulausra í Þýska- landi er um 4,03 milljónir. Það er óbreytt frá fyrra mánuði en vonir manna stóðu til að atvinnuástand batnaði með bættu efnahagsá- standi. Stuttu eftir að þessar tölur voru birtar sagði Þjóðhagsstofnun Þýskalands að þjóðarframleiðsla yxi um 1,3%, í stað 1,6% sem spáð var fyrr á árinu. Minnkandi atvinnuleysi í Evrópu Þrátt fyrir óbreytt ástand í Þýskalandi hefur atvinnuleysi á evru-svæðinu farið minnkandi. Um þessar mund- ir mælist það 10,2%, samanbor- ið við 10,3% í júni, en þannig hefur það verið frá því í mars. At- vinnuleysi í löndum Evrópusam- bandsins var hins vegar minna, eða 9,3%, samanborið við 9,4% í júní. Um þessar mundir eru 15,8 milljónir manna atvinnulausar í löndum Evrópusambandsins. Minnsta atvinnuleysi í 29 ár Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú aðeins4,2% sem er það lægsta sem mælst hefur í 29 ár. Laun hækkuðu hins vegar um 0,2% en búist hafði verið við allt að 0,5% hækkun á milli mánaða. Túlkuðu fjárfestar tölumar á þann veg að eitthvað kynni að vera að hægjast á örum vexti bandaríska hagkerfisins. Lílegt er'að þetta dragi úr hugsanlegiun verðbólgu- þrýstingi. Launahækkanir auka verðbólguþrýsting Sterkar vísbendingar eru nú á lofti um að verðbólguþrýstingur sé að aukast í Bretlandi. Laun hafa vaxið mikið á árinu og líklegt er að atvinnurekendur beini þeim hækkunum út í verðlagið. Ein ástæðan fyrir þessum hækkunum eru ný lög um lágmarkslaun sem hafa gert vinnumarkaðinn stífari. Ekki er talið að atvinnuleysi minnki viö þetta og hugsanlegt er að dregið verði úr nýráðningum. Kostnaður hefur einnig aukist vegna hækkandi bensínverðs. Minnkandi olíubirgðir Eins og allir þekkja hafa OPEC- ríkin stuðlað að hækkun á hráolíu með því að takmarka framleiðslu á olíu. Þetta hefur gert það að verkum að olíubirgðir í heiminum fara minnkandi. Á einhverjum tímapunkti þarf að auka við birgð- ir með aukinni framleiðslu en OPEC-ríkin hafa náð samkomulagi um að viðhalda framleiðslutak- mörkunum fram í mars á næsta ári. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.