Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Öryggisráðið samþykkir friðargæslusveitir til A-Tímor: Vígasveitir búa sig undir brottför Göran Persson þykir utanríkis- ráðherrann latur Thage G. Peterson, fyrrverandi ráðherra og einn af helstu stjórnmálamönnum sænskra jafnaðarmanna, hefur valdið uppnámi í Svíþjóð með bók sinni, Ferðin til Mars. Peterson hefur verið náinn samstarfsmaður margra í flokksforystunni. Nú er talið að fækki í vinahópnum eftir útkomu bókar hans. Peterson segir meðal annars að Göran Persson forsætisráðherra þyki Anna Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, löt. Peterson skrifar jafnframt að jafnaðar- menn visi kerfisbundið á bug óþægilegum sannleika. Sjálfur hafi hann tekiö þátt í slíku. Bókartitillinn vísar til þess að Peterson hafi verið fátækur piltur. Það hafi verið jafnerfitt fyrir hann að komast til æðstu metorða í flokknum eins og að ferðast til Mars. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í morgunsárið að senda fjölþjóðlegar friðargæslusveitir til Austur-Tímor til að koma aftur á friði og lögum og reglu eftir margra vikna ofbeldisöldu. Fulltrúarnir fimmtán í Öryggis- ráðinu samþykktu einróma að styðja „allar nauðsynlegar aðgerð- ir“ til að binda enda á blóðbaðið og eyðilegginguna sem fylgismenn áframhaldandi sambands við Indónesíu hafa staðið fyrir að und- anfomu. Indónesar innlimuðu Austur- Tímor árið 1976 en í ágústlok höfn- uðu Austur-Tímorar áframhaldandi sambandi við Indónesíu í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þúsundir manna hafa verið drepnar í átökunum og tugir þús- unda hafa misst heimili sín. Þá hafa mörg hundruð þúsund manns flúið til fjalla. Starfsmaður SÞ sem enn er í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, sagði í morgun að svo virtist sem vígasveitir sambandssinna séu að búa sig undir að hverfa frá Dili. Borgin er ein rjúkandi rúst eftir berserksgang þeirra. „Það em enn nokkrir vopnaðir vígasveitarmenn á götum úti en al- mennt virðast þeir vera að búa sig undir brottfór," sagði Colin Stewart, starfsmaður SÞ. í ályktun Öryggisráðsins frá því í morgun er ekki kveðið á um stærð friðargæslusveitarinnar, sem Indónesar samþykktu aðeins með semingi að hleypa inn í Austur- Tímor. Ekki fylgdi heldur með listi yfir þau lönd sem munu leggja til gæsluliða. Ástralir hafa þó, að beiðni SÞ, verið að skipuleggja starf gæsluliðsins sem búist er við að í verði allt að átta þúsund manns frá tæplega tíu löndum. Talað er um að fyrstu gæsluliðamir fari til Austur- Tímor um helgina. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti indónesísk stjórnvöld í morg- un til að stöðva „svívirðileg" ofbeld- isverk í Austur-Tímor. Hann sagði að margir kynnu enn að láta lífið áður en fyrstu friðargæsluliðarnir kæmust á áfangastað næstu daga. Clinton sagðist enn fá fregnir af ofbeldisverkum og hótunum í Aust- ur-Timor sem Indónesum bæri skylda til að stöðva. Ástralska lögreglan handtók í morgun tólf manns, sem þóttust vera flóttamenn frá Austur-Tímor, við komuna til Darwin. Talið er að þrír hinna handteknu séu úr víga- sveitum sambandssinna eða indónesíska hemum. Húsbréf Útdráttur Nú hefur farió fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 36. útdráttur 1. flokki 1990 - 33. útdráttur 2. flokki 1990 - 32. útdráttur 2. flokki 1991 - 30 útdráttur 3. flokki 1992 - 25. útdráttur 2. flokki 1993 - 21. útdráttur 2. flokki 1994 - 18. útdráttur 3. flokki 1994 - 17. útdráttur Koma þessi bréf til innLausnar 15. nóvember 1999. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr ij'órum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi miðvikudaginn 15. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúða- lánasjóði, í bönkum, sparisjóóum og verðbréfafyrirtækjum. húsbréfa íbúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Gömul kona frá Austur-Tímor fær aðstoð við aö stíga út úr flugvélinni sem flutti hana og aðra flóttamenn til borgarinnar Darwin í Ástralíu. Þar er mið- stöð fyrir alla þá sem hafa orðið að flýja ofbeldisverkin á Austur-Timor und- anfarnar vikur þar sem vígasveitir andstæðinga sjálfstæðis hafa gengið ber- serksgang. Friðargæslusveitir SÞ eru væntanlegar næstu daga. DJ. Margeir: Eitrað andrúms- loft í kjölfar sprengjuárása Andrúmsloftið í Moskvu er eitrað eftir sprengjuárásirnar að undanfomu. Rétt áður en Vladi- mir Pútín, forsætisráðherra Rúss- lands, hélt þrumuræðu á þingi í gær gegn hryðjuverkamönnum frá Tsjetsjeníu hélt kommúnista- leiðtoginn Gennadí Zjúganov fund með fréttamönnum þar sem hann réðst á stjómvöld. Sakaði Zjúganov stjórn Jeltsíns Rúss- landsforseta um að ætla að koma á einræði í Rússlandi undir því yfirskini að bæla niður hryðju- verkastarfsemi. Stærsta blað Moskvu, Moskovski Komsomo- lets, gaf í skyn að sprengjuárás- imar hefðu verið undirbúnar í Kreml til þess að hægt væri að setja neyðarlög og tryggja áframhaldandi setu núverandi stjórnar. Flugvél rann út af Að minnsta kosti fjörutíu far þegar meiddust þegar bresk far- þegaþota rann út af regnvotri flugbraut þegar hún var að lenda á flugvellinum í Girona á Spáni í gærkvöld. Clintoni líkar lambið Bill Clinton Bandaríkjaforseti hreifst mjög af lambakjöti þeirra Nýsjálendinga þegar hann sat leiðtogafund samtaka Asíu- og Kyrrahafs- ríkja í vikunni. Ráðamenn not- uðu hvert tæki- færi til að gefa Clintoni lambakjöt og hann borð- aði það allt, enda þekktur fyrir góða matarlyst. Árás í Kosovo Þrír særðust þegar hand- sprengju var varpað á kaffihús í serbneskum hluta þorps skammt frá Pristina, héraðshöfuðborginni í Kosovo, í gærkvöld. Þrír skotnir á spítala Þrír starfsmenn sjúkrahúss Kaliforníu voru skotnir til bana i gter. Ódæðismaðurinn var hand- samaður. Barak eins og Bíbí Ehud Barak, forsætisráðhema ísraels, endurómaði orð forvera síns, Bíbís Netanyahus, þegar hann heimsótti landnemabyggð á Vesturbakkanum og sagði að hús þar tilheyrðu Ísraelsríki að eilífú. landnemar klöppuðu Barak lof í lófa fyrir. Berst fyrir lífi sínu Raísa Gorbatsjov, eiginkona Mikhails Gorbatsjovs, fyrrver- andi leiðtoga Sovétríkjanna, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Hef- ur Raísa gengist undir meðferð við hvítblæði á sjúkrahúsinu og í gær sagði læknir Raísu ástand hennar alvarlegt. Öflugur skjálfti í Bólivíu Öflugur jarðskjálfti, 6,4 á Richt- er, reið yfir suðurhluta Bolivíu í nótt. Skjálftinn varð í fjallendi suðvestur af bænum Sucre. Fórst í flugslysi Aðstoðarutanríkisráðherra Grikklands, Yannos Ki-anidiotis, fórst í flugslysi í Rúmeníu í gær- kvöld ásamt stjómarerindrekum og blaðamönnum. Var vél þeirra á leið frá Aþenu til Búkarest. Njósnir á Ítalíu Sovéska leyniþjónustan, KGB, hafði tugi manna á launaskrá á Ítalíu, þar af marga háttsetta, í kalda stríðinu. Þetta kemur fram í bók breska sagnfræðingsins Christophers Andrews. Viðræður á N-írlandi George Mitchell, sendimaður Bandaríkjanna, hittir í dag breska og írska embættismenn til að ræða frið- arferlið á N-ír- landi. Bresk yf- irvöld reyndu í gær að draga úr spennunni vegna fyrirhug- aðra breytinga á starfsemi lög- reglunnar. Mitchell kom til N-ír- lands í síðustu viku til þess að reyna að blása nýju lífi í friðar- ferlið. Handtaka í Burma Búist er við að bresk kona, sem handtekin var í Burma fyrir að hrópa lýðræðisslagorð, eigi yfir höfði sér 7 ára fangelsi. Önnur bresk kona var nýlega dæmd í 17 ára fangelsi fyrir að hafa komið ólöglega til Burma með áróðurs- plögg fyrir lýðræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.