Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 Spurningin Er ísland fjölskyldu- vænt land? Rebekka Jóelsdóttir, nemi í MA: Já, mjög svo. Gunnar Tryggvi Ómarsson sjó- maður: Já, það finnst mér. Einar Jens Hafberg: Já, Island er fjölskylduvænt land en glompur eins og víða. Klara Lind Guðmundsdóttir hús- móðir: Já, það finnst mér. Ester Guðmundsdóttir húsmóðir: Já, ég myndi nú segja það. Guðrún Gunnlaugsdóttir ræsti- tæknir: Ekki miðað við hin Norð- urlöndin. Lesendur Miður sín út af hundunum María Kristinsdóttir hringdi: Ég er alveg miður mín út af hund- unum í Sílakvíslinni en sjálf er ég öryrki og á dýr og því vel meðvituð um hvað þama er að gerast. Ég þakka Sigurði hjartanlega greinar- skrif í MBL. 10. september, ég er honum hjartanlega sammála. Við eigum að vera það þroskuð að láta vonsku okkar ekki bitna á saklaus- um dýr. Þau eiga enga sök á leiðind- unum sem þessi eina reiða kona skapar. Ég er vel kunnug þessu máli og veit að kona sem býr þama á 1. hæð hefur mikið öryggi af sín- um dýmm. Fyrir utan væntumþykj- una gagnvart dýrunum, þá eiga böm lika hlut að máli. Konan er mikið ein með heimilið þar sem dýr em hluti af fjölskyldunni. Allar fjöl- skyldur í húsinu eru sammála um að leyfa dýmnum aö vera nema þessi eina kona. Hún vill ráðskast með allt og alla en ef meirihluti réði eins og var hér áður fyrr hefðu þessi leiðindi aldrei komið upp. Því miður er til fólk sem getur ekki búið í sambýli og finnur öðrum allt til foráttu. Þetta fólk á að vera út af fyrir sig. Ég stend heilshugar með því fólk sem á við sama vandamál að stríða, sem er því miður ekkert einsdæmi. Ég vona hjartanlega að þetta mál fái farsælan endi og ljúki sem allra fyrst. Enginn getur verið Því miður er til fólk sem getur ekki búið í sambýli og finnur öðrum allt til for- áttu, segir bréfritari. undir slíkri pressu til lengdar, um lengri tíma hefur átt við veik- hvorki frískt fólk, hvað þá fólk sem indi að stríða. 100 prósent skattur Carl J. Eiríksson skrifar: Nú kemur fram í fjölmiðlum að verðbólguhraðinn sé kominn upp í 6,3% á ársgrundvelli síðastliðið hálft ár. Jafnvel hefur heyrst talan 6,5%. Þegar ég heyrði þessa tölu datt mér í hug ræða sem alþingis- kona flutti á Alþingi fyrir fáeinum árum. Hún tók sem dæmi ekkjuna sem ætti eina milljón króna af sparifé á 7% ársvöxtum. Hún fengi kr. 70.000 í vexti eftir ár sem af væru teknar aðeins 7.000 í 10% fjár- magnstekjuskatt. Hún ætti því eftir kr. 63.000 sem átti víst að vera ágætt að mati alþingiskonunnar. Hún gleymdi bara því að alþingismenn búa ekki bara til skatta, þeir búa líka til verðbólgu. Hvað kemur þetta nú 6,3% verð- bólgu við? gæti einhver spurt. Til að eiga sama verðmæti eftir eitt ár og hún átti í ársbyrjun þarf ekkjan að eiga eina milljón og kr. 63.000 að auki, í 6,3% verðbólgu. Oll upphæð- in sem hún heldur eftir af vöxtun- um fer í verðbætur og raunvextir verða engir. Þetta kallast 100% skattur á raunvexti. Svo getur hver reiknað út fyrir sig hvað skattur á raunvexti verður hár hjá ekkjunni ef verðbólgan breytist. Finnið mismuninn á verð- bólgustiginu og tölunni sjö. Deilið síðan útkomunni í töluna sjötíu og svarið er komið. Það er hörmungarástand í löggæslumálum sem verður að stöðva strax, segir bréfritari. Við krefjumst svara Hafliði Helgason skrifar: og rætt er um niðurskurð og Mikið hefur verið fjallað um lög- fjársvelti. Forsætisráðherra sagði í reglu í fjölmiðlum að undanfórnu hátíðarræðu 17. júní að mikilvægt væri að halda úti góðri löggæslu. Það hefur því miður ekki staðist frekar en annað. Fjársvelti er ekki bara í Reykjavík því úti á landi eru bara 2-3 lögreglumenn í hverju þorpi og sinna þeir einnig sjúkra- flutningum og eru ávallt i útkalli. Einn lögreglumaður sagði í DV um daginn að lögreglan væri án skip- stjóra og útgerðar. Þetta eru stór orð. ÍUlp^n^llD)/^ þjónusta allan sólarhrinsdinn a sent mynd af ér með bréfum sínum sem lirt verða á lesendasíðu Ég man eftir alvörulögreglu- stjóra sem var Sigurjón Sigurðs- son. Það var borin virðing fyrir h,onum, bæði af hans mönnum og borgurunum. í dag er annað uppi á teningnum þegar lögreglumenn auglýsa eftir störfum í blöðunum vegna niðurskurðar hjá þeim. Þetta ef hörmungarástand sem verður að stöðva strax. Dómsmálaráðherra, við hljótum að krefjast svara frá yður hvor yðar segir satt, þér eða formaður Lögreglufélagsins. DV Klassísk heimildarmynd K.R. hringdi: Ég vil hvetja alla til að horfa á mynd sem sýnd verður á Omega á laugardag. Myndin heitir Hið þögla óp og er sígild heimildar- mynd frá Bandaríkjunum um fóstureyðingar. Ég horfði sjálf á myndina nýverið og fannst mikið til koma og finnst því tilvalið að benda fólki á hana. Guðjón áfram heima Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Að undanfömu hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Guðjóns Þórðarsonar landsliðs- þjálfara. Við megum ekki missa menn eins og Guðjón úr landinu. Hann er sá knattspyrnuforingi sem við höfum lengi beðið eftir. Það er skylda íslensku þjóðarinn- ar að halda Guðjóni heima fyrir og á góðum launum. Hann hefur þjónað oss og við verðum að þjóna honum. Fréttaþynnka RÚV Lesandi hringdi: Mér fannst afskaplega furðuleg- ur fréttaflutningur RÚV um síð- ustu helgi þegar KR-ingar unnu loks meistaratitilinn. Sjálfur er ég stuðningsmaður KR en mér blöskraði þegar boðið var upp á beina útsendingu frá bjórknæpu þar sem stuðningsmenn fögnuðu. Þetta á nú ekki mikið skylt við íþróttina og ætti frekar að gerast í Englandi. Myndi þessum pen- ingum hafa verið eytt ef eitthvert annað lið hefði unnið? Gæti ástæðan fyrir að þessum tíma í fréttum og peningum var eytt ver- ið sú að Bogi Ágústsson frétta- stjóri er sjálfur KR-ingur og var bæði á leiknum og á bjórkránni? Milljarðurinn frægi Ágústa hringdi: Það er ekki laust við að maður staldri við og íhugi hvort eitt- hvert vit hafi verið í orðum fram- sóknarmanna fyrir kosningar þegar þeir lofuðu milljarði til að vinna bug á fíkniefnavandanum. Viku eftir viku sér maður fréttir af þvi að tekin séu fíkniefni og áhöld til neyslu og tölur um ung- linga í meðferð segja sitt. Nú síð- ast fannst gífurlegt magn fíkni- efna og segja fróðir þó að þetta sé aðeins dropi í hafið. Þarf ekki að bæta meðferðarúrræði til að koma í veg fyrir að markaður sé fyrir allan þennan innflutning. Gó6 þjónusta Neytandi skrifar: Ég fór á veitingahúsið Svörtu pönnuna um daginn og verð að þakka starfsfólkinu fyrir einkar góða þjónustu. Þannig var mál með vexti að við fjölskyldan snæddum þarna ágætis máltíð en þegar kom að því að greiða kom það í ljós að maðurinn minn hafði gleymt kreditkortinu heima. Við vorum með einhverja peninga á okkur en ekki nóg til að það dygði. Þá sagði afgreiðslustúlkan bara við okkur að við gætum komið daginn eftir og borgað, sem við svo gerðum. Ef allir hefðu bara svona þjónustulund. Leiðrótting Vegna lesendabréfs sem birtist í DV á mánudag vill blaðið koma eftirfarandi leiðréttingu á fram- færi. í bréfinu, sem bar heitið Op- inberar bifreiðar í einkanotkun, var það gefið í skyn að bifreiðar í eigu Orkubús Vestfjarða væru notaöar í einkaþágu og að jafnvel fiölskyldumeðlimir nýttu sér þær. Þegar málið var kannað kom í ljós að ekki er fótur fyrir þessum ásökunum og biður blaðið hlutað- eigandi aðila afsökunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.