Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 8
í öfugu hlutfalli við kaupmáttinn Kaupréttur á hlutabréfum er ekki enn algengt ákvæði í ráðningar- samningum á íslandi. Hér hafa menn auðgast með hefðbundnari hætti. Sumir hafa reyndar grætt á því að kaupa og selja á hlutabréfa- markaði en þeir sem hafa orðið al- mennilega ríkir hafa selt skömmtun- armiðana sína í kvótakerfinu. En samt er ekki ósvipuð stemning hér og í Bandaríkjunum. Það virðast flestir annaðhvort vera uppteknir af því að verða ríkir eða af því að hugsa um að aðrir séu að verða rík- ir. Það er eins og hamingjan vaxi í öfugu hlutfalli við kaupmáttinn. Okkur vantar bara einn verð- bréfabraskara sem hefur farið flatt á Wall Street á Netinu til að labba inn í FBA og hrópa yfir verðbréfagutt- ana „Ég vona ykkur hafi gengið vel í kauphöliinni" og skjóta síðan á þá úr haglabyssu. Þá verður islenskt viðskiptaumhverfi loks orðið alveg eins og í Bandaríkjunum. arry Eliison er aðaleigandi tölvufyrirtækisins Oracle. Hann er óguðlega ríkur. Og eins og um aðra óguðlega ríka menn er næstum ómögulegt að segja hversu ríkur Larry er. Einn daginn getur hann verið metinn á 3 millj- arða dollara (220 milljarða íslenskra króna) en þann næsta á 2,5 eða 3,5 milljarða dollara. Þetta veltur allt á því hversu miklar væntingar verð- bréfabraskarar hafa til fyrirtækisins hans Larrys. Vill vera ríkastur Larry er það sem kalla mætti óhamingjusaman mann. Hann er friðlaus, ósáttur og er sífellt að minna sjálfan sig á að hann gæti náð meiri árangri í lífinu. Þrátt fyr- ir alla aurana virðist hann ekki njóta þeirra. Þó eru fáir hæfari í því að eyða peningum en hann. Hann á fleiri þotur en Bill Gates, hann á dýrara og stærra hús en Bill Gates og hann á fleiri og flottari bíla en Bill Gates. En það sem gerir Larry svona óhamingjusaman er, að það er alveg sama hvað hann djöflast og rembist, Bill Gates er og verður alltaf ríkari en Larry. Og bilið á milli þeirra breikkar alltaf. Þegar Larry eignast 100 millj- Yfirspenntur milli En þeir sem vorkenna grey Larry ættu að skilja eitthvað af samúð sinni eftir handa Bill Gates. Hann er ríkasti maðurinn sem gengið hefur um jörðina. í hvert sinn sem hann dregur að sér andann, eignast hann eitthvað um milljón króna og annað eins þegar hann andar frá sér. Hann sefur um fjóra tíma á sólarhring og auðgast við það um ævilaun þriggja eða fjögurra hjúkrunarforstjóra. En það er nóg að sjá mynd af mannin- um til að átta sig á að hann líður vít- iskvalir. Hann er þvalur, augnaráð- þar störf. Ef hann á rétt á kaupum á 10.000 dollurum á genginu 5,0 en verðið hefur hækkað upp i 25,0 á þessum fimm árum getur hann sleg- ið 10.000 dollara lán, leyst út hluta- bréfin og selt þau síðan aftur, greitt lánið og lagt 40.000 dollara inn í bankann sinn. Þessi kaupréttur á hlutabréfum hefur gert svo marga Bandaríkjamenn að milljónamær- ingum að þeir eru þrefalt fleiri í dag en fyrir tuttugu árum eða svo. Nú ættu þetta svo sem að vera góðar fréttir og þær eru það að sjálf- sögðu fyrir alla milljónamæringana og þá sem lifa af því að búa til handa þeim útisundlaugar og smygla til þeirra Havana-vindlum. Hins vegar fjölgar þeim jafn hratt sem þekkja til fólks sem hefur skyndilega orðið milljónamæringar. Könnun Newsweek benti til að næstum ann- ar hver Bandaríkjamaður þekkti fólk sem hefur orðið milljónamær- ingur. Og lang stærstum hluta þessa fólks finnst það sjálft vera hálf mislukkað. Því gengur kannski vel í starfi, það býr vel miðað við allan eðlilegan standard og á böm og bú, bíl og sumarbústað og Guð má vita hvað ekki. En það er ekki milljóna- mæringar. Og er sifellt minnt á það. Þegar það sér sendibíl fyrir utan raðhúsið í götunni veit það að eig- andinn hefur verið að leysa út kaup- réttinn sinn og er að flytja í 900 fer- metra villu með fjallasýn. ónir dollara eignast Bill 1.000 millj- ónir dollara. Og eftir því sem Bill verður ríkari því ríkari verða aðrir eigendur og starfsmenn Microsoft. Þegar bisnessblaðið Forbes gaf síð- ast út listann yfir ríkustu menn Bandaríkjanna vom tveir eigendur Microsoft ofar á listanum en Larry - fyrir utan Bill Gates. Larry dugar ekki að vera ríkur. Hann vill vera ríkastur. Þess vegria er hann óhamingjusamur og þess vegna verður hann óhamingjusam- ur þar til hann deyr. Við skulum vona að Bill Gates liíi svo jarðarför hans verði örugglega yfirgengilegri og upphafnaðri. ið ber með sér ofsóknarkennd og árásargimd og það má lesa það af líkamsburðinum að honum er fyrir- munað að slappa af - hann er spenntur og er búinn að vera spenntur svo lengi að ef honum tæk- ist að slappa af myndi hann öragg- lega missa sig í óslökkvandi grát. Bill hefur sagt frá því í viðtölum að rótin að uppgangi Microsoft sé sú sannfæring hans að í einhverjum bílskúr einhvers staðar í veröldinni geti tveir menn setið fyrir framan tölvu og verið akkúrat á þessu augnabliki að gera uppgötvun sem mun síðar hnésetja Microsoft. Þetta verðmesta fyrirtæki allra tíma er því byggt á hálfgerðri geðveiki - óör- yggi, friðleysi, ofsóknarkennd. Milljónaöfund Fréttaritið Newsweek gerði út- tekt, einhvem tímann síðast liðið vor, á fyrirbrigði sem hefúr skotið rótum á bandarískum vinnumark- aði. Þar hafa æ fleiri fyrirtæki boðið lykilstarfsmönnum sínum svokall- aðan kauprétt á hlutabréfum. Sá sem semur um slíkan rétt getur keypt hlutabréf í fyrirtækinu sem hann vinnur hjá eftir til dæmis fímm ára starfstíma á því verði sem bréfín vora skráð á þegar hann hóf f Ó k U S 17. september 1999 8 MYNDSKREYTING: ÞÓRARINN LEIFSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.