Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 15
meömæli stuttan Land Rover og fór á honum í Kerlingarfjöll. Þar var hins vegar leiðindaveður svo við keyrðum norður og svo beint suður aftur. Eftir alla þessa keyrslu þá fann maður samt ekki fyrir því að hafa setið svona lengi og það segir nú sitt um gæði þessara bíla. Þessir bílar eru miklir höfðingjar," segir hann og bætir við að það sé ekki heldur vitað hversu lengi þessir bílar endist því fyrstu bílamir sem orðnir eru 50 ára eru enn í fullri notkun. Valdimar er ekki heldur sá eini sem kann að meta Land Roverinn. Fyrir utan aö hafa verið svo að segja þarfasti þjónn bænda síðustu áratugina þá hefur Land Roverinn einnig átt auknum vinsældum að fagna hjá yngri kynslóðinni hin síðustu ár. „Ég hef verið í sambandi við aðra Land Rover-eigendur og skipst við þá á varahlutum og góð- um ráðum. Það eru sérlega skemmtilegir strákar fyrir norðan sem eru duglegir við að finna upp aðferðir til að gera upp bílana. Þeir hafa t.d. verið að taka gamla Range Rovera og setja Land Rover-hús á þá. Þessir bílar hafa hlotið nafnið Range Rover með fjárhúsi. Það er mikil rómantík í þessu og ég myndi segja að sannir íslendingar keyri um á Land Rover því það er eini billinn sem virkar alls staðar," seg- ir Valdimar, sem fellur pottþétt inn í þann hóp. -snæ Það var fyrir rúmu ári að Valdi- mar Öm Flygenring kom auga á ‘71-módelið af stuttum Land Rover á bílastæðinu hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum. „Mér fannst þessi serbablái bíll eiga betri örlög skilið en að verða að einhverri járnahrúgu," segir Valdimar og bætir því við að helm- inginn í bílnum hafi bóndi nokkur í Borgarfirði átt en hinn helming- urinn kom frá Kristni Ingvarssyni í Austurhlíð í Biskupstungum. Valdimar fékk hins vegar bílinn í sína eigu fyrir 20 þúsund krónur. Hann dreif strax fjölskylduna með sér í Þórsmörk á nýja bílnum og sú ferð var víst ævin- týraleg í meira lagi. Þegar komið var til baka í bæ- inn var Valdimar búinn að finna út að að ýmsu þyrfti að dytta og bíUinn fór því beint inn í bílskúr og þar hef- ur hann meira og minna verið síð- an. Og Valdimar líka. „Ég er búinn að skipta út vélinni, hurðunum og hvalbaknum sem og sjóða í grind- ina,“ segir Valdimar í svona bif- vélavirkjatón. En hvernig stendur á því aö Valdimar nennir að eyða svona miklum tíma í gamlan skrjóö? Af hverju fékk hann sér ekki bara bíl sem er í lagi? „Þessi draumur um að eignast Land Rover er mjög gamaU. Sem strákur var ég í sveit í Austur- SkaftafeUssýslu og þar var mikiU Valdimar Örn Flygenring geysist um götur Reykjavíkur á bláum Land Rover. Myndina tók Hallur Helgason þegar Valdimar var að leika í leik- ritinu Grandavegur 7 en þá var bíllinn nýkominn í hans eign. töffari á næsta bæ, hann Dúddi á MiðfeUi, sem geystist á miUi bæja á Land Rover. Við strákamir dauðöf- unduðum hann og síðan þá hefur bóndasonardraumurinn blundað i mér,“ segir Valdimar og bætir við að ekki líði á löngu þar tU sá draumur rætist því hann eigi að- eins „nokkra daga“ eftir í bUskúm- um þangað tU að bUlinn komist á götuna á ný. „Það þýðir ekkert að flýta sér að þessu. Maður verð- ur bara að sýna þolin- mæði. Ég tek þetta svona í törnum,“ seg- ir Valdimar alveg ró- legur. Píll fyrir alvöru Islendinga Þegar Valdimar er spurður um kosti Land Roversins þá stendur ekki á svari: „Þetta er alveg pottþéttur úti- vistar- og veiðitúrabUl og hann er i rauninni miklu betri á mölinni en á malbikinu. Fyrir utan hvað hann er skemmtilegur í laginu þá er aldrei neitt vesen með hann. Hann rýkur aUtaf í gang og svo þol- ir hann alveg að fá vatn inn á sig. Fyrir nokkrum árum síðan þá leigði ég mér svona Það hafa ekki allirefni á góðum bílum en flestir geta leigt sér spólu. Fókus mælir með því og besta bíla- mynd! heimi er án efa Bullitt með Steve McQueen, Robert Vaughn og Robert Duvall slysast nokkrum sinnum í mynd. Steve er náttúr- lega kóngurinn og hefði átt að fá óskarinn þeg- ar hann lék detective Lt. Frank Bullitt á Must- angnum. Sjón er sögu rikari. STEVE >l‘ t.ii i rv AS IIIIIII Fyrir djókarana er The Cannonball Run málið. Hal Needham leikstýrir en hann hefur leikstýrt nær öllum myndum Burt Reynolds. Enda leik- ur yfirvaraskeggið aðalhlutverkið. Með honum eru snillingarnir Roger Moore, Dom DeLuise, Dean Martin, Sammy Davis Jr., Jacky Chan og Peter Fonda. Kvenpersónan er leikin af Farrah Fawcett. Drekktu bjór á meðan þú horfir á myndina. Að keyra um á Land Rover er kannski dálítið sveitó en um leið alveg rosalega kúl og í fyrramálið klukkan 9 ætla meira en 200 Land Rover-aðdáendur að fara saman í bíltúr. Leikarinn Valdimar Örn Flygenring er einn þeirra sem keyra um á þessum ókrýnda konungi malarveganna. «*v # Annars stendur American Graffiti alltaf fýrir sínu. Gaman fyrir þá sem hata nýju Star Wars myndina að kíkja á hana og sjá aö George Lucas er enginn fábjáni. Leikararnir Richard Dreyfuss og Ron Howard fara með aðalhlut- verkin en Harrison Ford hætti að vera smiður í Hollywood til að geta leikið aukahlutverk ! ræmunni. Hann sér ekki eftir því. Þítö erv mfar síctndirtvtr ?e.r WAlmzr hefur 'tytf. f fflgk&mttm Yiá- m aytte m ztímrn Jás, erM sMptz OtyítTrjffí urn 'j-g.hYzlí'ýffcni o-g f di gesúr Uáú\mzr. errrurp n ao lurótm- L&em . Wmm ivi min í b í1um Bjarki Gunn- laugsson knattspyrnumaður 1989: „Þetta ár fengum við Arn- ar bróðir bílprófið og þá keyptum við okkur Skoda 105 S. Ég veit ekki hvað hægt er að segja um þennan bíl en við skulum bara segja að ég hafi átt betri bíl. Við þurftum til dæmis að hafa vatnsbrúsa með í allar ferð- ir!“ 1990: „Við bræddum úr Skodanum og þá keyptum við okkur ann- an Skoda, aðeins nýrri gerð. Við vorum mjög efnaðir á þessum tíma og áttum tvo Skoda sem samanlagt voru metnir á um 60 þúsund krónur!! Ég held samt að Skodar séu orðnir betri núna en þeir voru. Eða ég vona það alla- vega.“ 1992: „Við bræðurnir fórum til Feyenoord í Hollandi og allir í lið- inu fengu Opel Vectra, en við fengum að sjálfsögðu bíl saman!“ 1993: „Seinna árið í Hollandi fengum við Opel Calibra, sporttýpu. Allir í liðinu fengu að velja sér liti og við völdum okkur skærgulan. Höfðum hann í Skaga- litnum og vildum líka láta taka eftir okkur. Við vorum síðan seld- ir til Þýskalands og á meðan við vorum í samningaviðræðum við þá var klesst á bílinn þar sem hann var i Hollandi. Feyenoord neitaði síðan að láta okkur fara nema við borguðum tjónið. Þetta var auðvitað bara rugl í þeim þar sem billinn var tryggður. Þeir voru bara eitthvað svekktir." 1994: „í Þýskalandi fengum við Audi 80. Þetta var allt í lagi bíll, samt svolítið klunnalegur.“ 1995: „Arnar var seldur til Frakklands og ég fékk mér Opel Tigra. En stuttu eftir að ég fékk hann varð konan mín ólétt. Þá þýddi lítið að keyra um á svona sportbíl og fékk ég mér svartan BMW. Æðislegur bíll.“ 1997: „Þetta ár fór ég til Molde í Noregi og fékk Volkswagen Passat. Það er toppbíll og ég ráð- lagði pabba að fá sér svona bO sem hann og gerði.“ 1998: „Ég spilaði með Brann og keyrði um á Mitsubishi Lancer. Ég fékk gamla Skoda-fílinginn í þessum bíl. Þetta var eins og að fara aftur í tímann. Mér leið bara hreinlega illa í honum. Mitsubishi kaupi ég mér aldrei aftur.“ 1999: „Núna ek ég um á lánsbíl frá KR, Golf.“ 17. september 1999 f Ókus 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.