Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 13
■ w Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu: Sem næst Tryggingastofnuninni „Ég held aö það væri hvergi sómi aö þessum stað," segir frétta- haukurinn Gísli Marteinn og fuss- ar. „Eigandinn hefur reyndar bent á það að staöurinn sé góður að því leyti að þar safnast saman alls konar fólk sem ekki fengi inni á öðrum stöðum. Þannig að það sem er jákvætt við staðinn er að þangað koma menn sem ella væru kannski með læti annars staðar," segir Gísli og bætir við að hann sé enginn baráttumaður fyrir því að Keisarinn verði lagður niður heldur vilji hann endilega að þeir sem vilja reka einhverja staði fái að gera það, svo framarlega sem þeir halda og virða þær reglur sem settar eru um þannig rekstur. „Mér finnst furðulegt að þeir sem ákveða að búa í miöbænum skuli sifellt vera kvartandi yfir skemmti- stöðunum. Hvar eiga skemmti- staðir að vera ef ekki i miðbæn- um? Þeir sem velja sér að búa í miðbænum, eins og ég geri sjálf- ur, þurfa bara að lifa með því og þeim óþægindum sem því fylgja. Svona er þetta í öllum borgum er- lendis og þaö þýðir ekkert að vera að kvarta og kveina i hvert skipti sem nýr staður er stofnaður. Það hvort Keisarinn sé of vondur stað- ur til að eiga skilið að lifa áfram, hvort þar sé of mikið sukk, miklir glæpir og eiturlyf er bara eitthvað sem lögregluyfirvöld verða að finna út," segir Gísli með svona fréttamannaáherslu. En hvert ætti staöurinn aö flytja? „Sem styst. Ég held að það sé fínt að hafa hann þarna á Hlemm- svæðinu og helst sem næst Tryggingastofnuninni. Þá er svo stutt fyrir fólk að fara á milli," seg- ir Gísli sem hefur aldrei komið inn á Keisarann. „Félagi minn vann einu sinni þar því hann var að viða að sér efni í skáldsögu. Hann fyllti sarpinn á einum mánuði. Líf þeirra sem þarna eru er fullt af misfallegum sögum. Mig hefur ekkert langað sérstaklega að fara þarna inn. Þetta er ekki akkúrat mitt krád." Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður: Mekong, Sóltúni 3 „Mér finnst nú ömurlegt að það eigi að flytja Keisarann en ætli það sé ekki best að flytja hann í Sóltúnið fyrst það á að flytja hann á annað borð," segir Árni Sveinsson, fyrrum Kolkrabbi, aðspurður um hvert Keisarinn ætti að fara ef hann væri Guð og réði öllu í þessum heimi. En hvað hefur hann að gera í Sóltún? „Nú, vera þar sem Mekong er f Sóltúninu. Rytja Keisarann bara til öryrkjanna því þó svona þrusubúlla flytti þang- að og öryrkjarnir færu kannski að kvarta þá myndi enginn nenna að hlusta á þá," segir Árni og hefur þar með leyst miðbæjarvandann. „Og eru þetta ekki fjársterkir aðilar þarna á Keisaranum? Öryrkjarnir þora ekkert f þá.“ Hefurðu komið á Keisarann? „Já, já. Ég hef kfkt nokkrum sinnum. Þessi staður er f hverfinu mínu og er alger fjár- sjóður hérna f miðbænum. Þetta er líka svo frábær stað- setning hérna við Hlemm. Við erum að tala um eina stuð- hverfið f Reykjavfk. Nágrannar Keisarans eru Svarti svanur- inn, Devitos, lögreglustöðin, Frímúrarareglan, og mér finnst því alrangt að flytja Keisarann. Þetta er svo Is- lensktur staöur og það á ekk- ert að vera að fikta í honum. Þetta er álíka gáfulegt og að kenna Þjóðdansafélaginu ný múv." Listamennirnir Gabríela og Magnús hafa einangr- aö sig í bílskúr til þess aö undirbúa sýninguna „Listir" í galleríinu einn núll einn. Við könnumst öll við bílskúrsbönd en bíiskúrslistamenn er orð sem hljómar ekki eins kunnuglega. Þeir finnast þó og á morgun munu tveir þeirra opna sýningu undir yfirskriftinni „Listir" í galleríinu Oneoone, Laugavegi 48b. inm bílsliijr t m m j ' - m Það eru listamennirnir Gabrí- ela Friðriksdóttir og Magnús Sigurðsson, öðru nafni Maggogabb ehf. sem standa á bak við sýninguna en þau tvö hafa meira og minna verið lokuð inni í bílskúr við Háaleitisbraut síðasta mánuðinn og það af fús- um og frjálsum vilja. „Við Gabríela höfum verið að áreita hvort annað í bílskúmum hennar. Einnig höfum við fengið heimsóknir í bílskúrinn og feng- ið þá gesti sem kíkt hafa inn til þess að erta okkur,“ segir Magn- ús um það hvernig hugmyndirn- ar að listaverkunum hafa kvikn- að. En hvers konar verk eru þetta? „Við sögðum eintölunni hreinlega stríð á hendur þannig að sýn- ingin fjallar ekki um neitt eitt ákveðið. Hún samanstend- ur af 22 málverk- um og einu ljóði við hverja mynd. Við deilum verk- unum bróðurlega á milli okkar og mun- um svo púsla árangrinum saman í eina heild, svo úr verður eins konar myndskreytt ljóðabók," segir Magnús. Myndir úr útvarpinu Málverkin á sýningunni eru unnin með olíulitum og öðru sem til fellur. Striganum er þó kastað og verkin máluð á þar til gerðar plötur. „Þetta er eldgömul hefð sem þekktist á Ítalíu áður en striginn kom til sögunnar," útskýrir Gabríela. En kunnið þió eitthvaö að yrkja? „Já, já, þetta er svo einfalt og skemmtilegt og ég er mjög hrif- inn af eigin skáldskap," segir Magnús. Á meðan skáldskapur hans er hnitmiðaður notar Gabríela lengra mál. „Við erum mjög einlæg og * 4» $ - % V' hreinskilin í því sem við erum að gera og þetta kemur allt beint frá hjartanu," segir Gabríela og und- irstrikar að þau séu ekki með neinn fiflaskap. „Mörgum finnst verkin minna á lög úr útvarpinu og við höfum svo sannarlega sótt inspírasjón í útvarpið þvi við höfum hlustað mikið á útvarpið í bílskúrnum. Við höfum m.a. hlustað á fyndnu framhaldssöguna á Rás 2, amer- ískt hestarokk á X-inu og stefið á Létt 98,7 sem er svo skemmti- legt,“ segir Gabríela. Hágæða skyndihugdettur Öll verk sýningarinnar hafa Gabríela og Magnús unnið svo að segja _ _„r- _ ofan í hvort öðru. Verkin eru öll unnin í bílskúrnum og Gabríela og Magnús hafa aldrei unnið neitt við þau nema að vera í nálægð hvort annars. „Þetta eru mjög hraðunnin engar þjáningar skemmtilegheit. Þrátt fyrir að þetta séu skyndi- hugdettur þá er þetta hágæða- vara,“ segir Gabríela sannfær- andi og bendir á að öll verk sýn- ingarinnar séu til sölu. Nú hafið þiö hangiö saman í bílskúrnum svo að segja lon og don; eruð þið ekkert orðin leiö hvort á öðru? „Nei, síður en svo. Við höfum afar ólíkan stíl svo þetta hefur bara komið vel út. Við munum pottþétt halda samstarfi okkar áfram," segja þau einum rómi. Þess má að lokum geta að á sýningunni verður einnig sýnt vídeóverk sem sýnir þau Gabrí- elu og Magnús að störfum í bíl- skúrnum og alla þá góðu gesti sem komið hafa í heimsókn til þess að áreita þau síðasta mánuð- inn. málverk, heldur bara 17. september 1999 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.