Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Side 2
2 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 Fréttir íslendingar vilja kaupa 51% í Stoke: Stoke handa Guðjóni - landsliðsþjálfaranum boðinn kaupréttur og bónusar „Asgeir er með umboð fyrir minn hóp, Áburðarverksmiðjuhópinn, og ef hann hefur gert eitthvað sem honum finnst vera sniðugt er það honum frjálst. Og ef svo er þá býst ég við að haft verði samband við mig eftir helgi. En það væri allt gert með fyrirvara þeirra aðila sem að málinu koma og ég hef svo sem ekki ljáð máls á neinu enn þá,“ sagði Haraldur Haraldsson í Andra, innt- ur frétta af fyrirhuguðum kaupum íslenskra kaupsýslumanna á knatt- spyrnufélaginu Stoke City í Englandi. Haraldur sagðist enga hugmynd hafa um væntanlega með- eigendur síns hóps í Stoke. Hannað utan um Guðjón Ætlun íslendinganna er að kaupa 51% í Stoke. Það er Kaupþing hf. sem stýrir samningaviðræðum Is- lendinganna við eigendur Stoke en samkvæmt greiningu Kaupþings á Stoke og áætlun um kaupin er gert ráð fyrir að Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari taki að sér að stýra félaginu. Meðal hugmynda að þókn- un fyrir starfskrafta Guðjóns er að hann fái árlega kauprétt að 1,5% af hlutabréfum félagsins á genginu 1,0 auk launa og bónusa frá félaginu vegna sölu leikmanna og sölu að- göngumiða. Þess utan á Guðjón að fá ýmislegt smálegt eins og hús- næði, bíla, flutning greiddan og flugmiða. Eignarhaldsfélag í Lúxem- borg Áætlað er að kaupendur þurfi að leggja út sex milljónir punda, eða um 700 milljónir króna, þar af um 400 milljónir fyrir hlutabréfin sjálf, en afgangurinn fer í leikmanna- kaup, uppgreiðslu lána og æfingaað- stöðu. Hugmynd Kaupþings er að kaup íslendinganna, sem skiptast eiga í sjö aðskilda aðila, verði fjár- mögnuð að flmmta hluta leyti með lánum í gegnum dótturfyrirtæki Kaupþings í Lúxemborg og að eign- arhaldsfélagið um kaupin verði skráð þar í landi. Stoke City skuldar nær 350 millj- ónir króna í yfirdrætti hjá við- skiptabanka sínum. Rekstrartap Stoke á síðustu leiktíð nam um 60 milljónum króna en nær 200 millj- óna hagnaður var á leiktíðinni þar á undan. Stoke lék síðast í efstu deild árið 1984. -GAR Það var tignarleg sjón þegar stór hópur Land Rover-eigenda styrktu hver annan í Land Rover-trúnni með hópakstri á laugardagsmorgun. DV-mynd S Ingvar Helga- son látinn Ingvar Júlíus Helgason for- stjóri lést í Reykjavík á laugar- dag. Hann var á 72. aldursári. Banamein Ingvars var krabba- mein. Ingvar fæddist að Vífilsstöð- um og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1948. Ingvar hóf þá störf hjá Helga Lárussyni frá Klaustri og starfaði síðan hjá Innkaupastofnun ríkisins 1951-60. Ingvar sneri sér alfar- ið að rekstri eigin fyrirtækis, Ingvars Helgasonar hf., árið 1960 sem þá flutti inn leikföng og gjafavöru. Fyrirtækið hóf síðar innflutning og sölu bif- reiða. Árið 1993 stofnaði Ingvar og fjölskylda fyrirtækið Bíl- heima ehf. Ingvar var meðal stofnenda Junior Chamber á ís- landi og var fyrsti forseti sam- bandsins 1960-61. Hann átti sæti í stjórn Bílgreinasam- bandsins 1984-88. Eftirlifandi eiginkona Ingv- ars er Sigríður Guðmundsdótt- ir. Leiðrétting Rannsóknarlögreglumaðurinn Steinarr Kr. Ómarsson var rang- feðraður í myndatexta með umfjöll- un DV um stóra fikniefnamálið á laugardag. Hann var þar sagður Ólafsson og er beðinn velvirðingar á mistökunum. Samfylkingin í mótbyr: Ekki stofnuð í Ijósi kannana - segir Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingar „Það er ekkert sem bendir til ann- ars en að það sé fullur vilji til þess að til verði formleg stjómmálasam- tök. Ég heyri ekki aðrar óskir en þær að það verði hið fyrsta," sagði Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingar, í samtali við DV um hvað líði stofnun stjórnmálaflokks Samfylkingar. Margrét segir að landsfundir Al- þýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans muni á næstu tveimur mánuðum fjalla um það undirbúningsstarf að stofnun flokks sem fram hefur farið í sumar og taka ákvörðun um málið. Aðspurð um hvort einhverjar hindranir séu í vegi fyrir því að stofna flokkinn, sagði Margrét að það væri óábyrgt að fullyrða eitthvað um það á þessu stigi. „Það er verið að stofna Sam- fylkinguna í kjördæmunum, það er búið á Vestfjörðum og Austurlandi og verður gert um næstu helgi á Vesturlandi og svo áfram i öðrum kjördæmum. Samkvæmt könnun DV á fylgi stjórnmálahreyfmga, sem birt var í síðustu viku, hefur fylgið við Sam- fylkinguna rýmað verulega frá því kjörfylgi sem hún hlaut í kosning- unum í vor. Hvort i því ljósi sé ekki Margrét Ásta Ragnheiður Frímannsdóttir. Jóhannesdóttir. rétt að flýta flokksstofnun og treysta þannig Samfylkinguna í sessi sagði Margrét: „Við stofnum hvorki flokk né gerum annað bara í ljósi skoð- anakannana. Við erum núna að undirbúa okkur pólitískt fyrir vet- urinn og það eru mjög mörg mál sem við munum leggja áherslu á í þinginu sem örugglega munu skila okkur einhverju en þessi vinna okk- ar með Samfylkinguna og hver framtíð hennar verður mun líka skila sér mjög vel í framtíðinni. Það er ég sannfærð um. Þess vegna erum við kannski tilbúnari en ella að taka einhverri niðursveiflu," sagði Margrét Frímannsdóttir. “Það er vandamál hreyfingar sem ekki er orðin að stjómmálaflokki að hún nær sér ekki á strik. Þess I vegna er það | grundvallaratriði | að flokkurinn f verði til sem fyrst. * W En þaö verður að vanda það verk,“ segir Ásta Ragn- heiöur Jóhannes- dóttir alþingismað- Guðrún ur í samtali við Ögmundsdóttir. DV. Guðrún Ög- mundsdóttir al- þingismaður sagði við DV að hún teldi að neikvæð umræða um los- arabrag á Samfylkingunni hefði skaðað traust almennings á henni. „En það er verið að vinna að því að stofna stjórnmálaflokk til að gera þetta allt stöðugra og þingmanna- hópurinn hefur aBa burði til að standa sig mjög vel,“ sagði Guðrún. Aðspurð um það hvenær flokkur veröur stofnaður sagði Guðrún að sér fyndist ekki að fjölmiðlar ættu að stjórna því með því aö setja þrýsting á samfylkingarfólk. „Allt hefur þetta sinn gang en samkvæmt þeim gangi sem nú er á þessum mál- um ætla ég að það geti orðið næsta vor, vorið 2000.“ -SÁ Sandgerði: Rostungur afhjúpaöur DV, Suðurnesjum: Davíð Oddsson forsætisráðherra afhjúpaði í Fræðasetrinu í Sand- gerði síðdegis á fóstudag uppstopp- aðan rostung, sem er gjöf Grænlend- inga til Sandgerðisbæjar. Rostung- urinn var veiddur í bænum Sisiumiti á Grænlandi og var af- hentur Davíð Oddssyni í Græn- landsheimsókn hans á síðasta ári. Rostungur er á bæjarmerki Sand- gerðis en svo skemmtilega vill til að bærinn Sisiumiti hefur einnig rost- ung í sínu bæjarmerki. Hann var siðan stoppaður upp sl. vetur af Spánverjanum Manuel Arjona Cejudo hamskera og Ingólfi Jóns- syni, tengdasyni hans. -A.G Davíð Oddsson afhjúpar uppstopp- aðan rostung í Fræðasetrinu Sand- gerði. DV-mynd Arnheiður Stuttar fréttir i>v Breytt form Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjrmar, leggur til að þegar verði byrjað að undir- búa breytingar á rekstrarformi fyrirtækisins. Hann segir í bréfi til eigenda fyrirtækisins að hlutafélagavæð- ing orkufyrirtækja yrði lyftistöng fyrir íslenska veröbréfamarkaðinn og sé forsenda fyrir samkeppni á raforkumarkaði. RÚV greindi frá. Húsnæöisekla Háskóli íslands hefur ekki hús- rými til að hýsa alla þá nemendur sem skráðir eru í skólann. Há- skólinn hefur tekið sal í íþrótta- heimili Vals á leigu til að kenna hjúkrun og sjúkraþjálfun. RÚV greindi frá. Farmur boöinn upp Farmur skipsins Erlu var aug- lýstur til nauðungarsölu með al- mennu útboði í kjölfar úrskurðar almennrar málflutningsdeildar al- ríkisdómstóls Kanada. Farmur skipsins er um 135.300 brúttó af frosinni rækju sem nú er í kæli- geymslu í Nýfundnalandi. Ágreiningur um flokk Ágreiningur er innan fram- kvæmdastjórn- ar Alþýðu- bandalagsins um hvort og hvernig flokk- urinn eigi að koma að stofn- un þingflokks Samfylkingar- innar. Árni Þór Sigurðsson gagn- rýnir hversu langt forysta banda- lagsins hefur gengið í þá átt og segir að hún verði að fá umboð landsfundar til að undirbúa stofn- un nýs flokks. Bylgjan greindi frá. Lengsti vinnudagur Vinnutími á íslandi er sá lengsti í Vestur-Evrópu. Skemmstur er vinnutíminn í Nor- egi þar sem menn eyða þremur mánuðum skemmri tíma á ári í vinnunni en hér. RÚV greindi frá. Vaxtahækkun Sparisjóðsstjóri SPRON segist ganga út frá því að til vaxtahækk- unar komi hjá Sparisjóðunum líkt og bankastjórar íslandsbanka, Búnaðarbanka og Landsbanka hafa lýst yfir. Búist er við að hækkunin verði í samræmi við 0,6% vaxtahækkun Seðlabankans til innlánsstofnana sem tekur gildi í dag. RÚV greindi frá. Vinna tjón Jón Reynir Magnússon hjá SR- Mjöli segir að alþjóðleg umhverf- issamtök eigi eftir að valda ís- lenskum fiskiðnaöi miklu tjóni, þau vinni leynt og ljóst gegn fisk- veiðum. Erill í lofti Alls fóru 427 flugvélar um stjómsvæði Flugstjórnarmiðstöðv- arinnar á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, þar af 344 í vesturátt. Er það líklega annasamasti dagur ársins þar á bæ. Mbl. sagði frá. Ný sjónvarpsrás Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri sagði í viðtali við Morgun- blaðið að hugur hans standi til þess að Ríkisút- varpið hefji út- sendingar á nýrri sjónvarpsrás á næsta ári. Vikið úr stjórn Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar samþykkti á almennum fundi fé- lagsins ályktun þess efnis að Hrafnkeli A. Jónssyni, ritara Al- þýðusambands Austurlands, yrði vikið úr stjórn þar sem hann, með aðgerðum sínum á Fljótsdals- heiði, hefði unnið gegn hagsmun- um launafólks á Austurlandi. Mbl. sagði frá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.