Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Page 6
6
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999
Yfirheyrsla
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir matvælaeftirlit falla undir of marga aðila:
Það var fyrst vitaöl995 aó
campylobacter grasserar hér.
Ekkert er gertfyrr en komid er í
óefni og tugir fólks veikjast í
hverjum mánuði. Heföi umhverf-
isráðuneytid ekki þurft að gripa
inn i þetta miklu fyrr?
Þegar ég kom í ráðuneytið fékk
ég kynningu á því að sýkingar væru
að aukast. Það gengur ekki að
menguð vara sé hér á markaði. Ég
hafði frumkvæði að þeirri rannsókn
sem nú er i gangi og lýkur um miðj-
an næsta mánuð. Síðar var sam-
þykkt að fara í heildstæða rannsókn
á matvælum á markaðnum, yfir-
borðsvatni, framleiðslustöðum og
sláturstöðum. Það er ljóst að hver
sem niðurstaðan verður, verður að
bæta eftirlitið, gera það einfaldara
og skilvirkara. Þessi eftirlitsmál
falla undir of marga aðila. Svo er
spurning hvort heilbrigðisnefndirn-
ar og sveitarfélögin eru í stakk búin
til þessa. Nálægðin er mikil úti á
landi og menn e.t.v. settir í óþægi-
lega og erfiða stöðu. Unnið er að
breytingum á tilhögun þessara mála
í ráðuneytinu.
Haraldur Briem sóttvarna-
lœknir segir að vilji sé fyrir þvi
að Hollustuvernd rikisins fylgist
ekki bara með þeim sýklum, sem
þegar eru þekktir hér, s.s.
salmonellu og campylobacter,
heldur einnig öllum sýklum sem
eru mönnum hœttulegir. Er Holl-
ustuvernd ríkisins ekki starfi
sínu vaxin sem forvarnaaðili?
Jú, hún er það.
Hvert verður framhaldið i bar-
áttunni gegn faraldrinum?
Þegar niðurstöður þeirrar rann-
sóknar, sem nú stendur yfir, liggja
fyrir hef ég beðið hópinn um að
skila einnig tillögum um úrbætur
og hvemig eigi að höndla málið í
framhaldinu. Þá mun ég grípa til
aðgerða í samráði við þessa aðila.
Það hlýtur að koma til greina að
loka búum ef menn ná ekki settum
markmiðum.
Er ekki hœgt að segja neytend-
um í hvaða búum mengunin
mœlist mest og hvar minnst i
stað þess að stofnanir ráðuneyt-
isins séu að kasta þessum tölum
á milli sin, lítið breyttum, frá
einni viku til annarrar?
Það verður að bíða niðurstöðu
rannsóknarinnar, því menn telja sig
ekki vita nógu mikið um smitleiðir
og aðra þætti sýkingarinnar enn
sem komið er. Málið er unnið eins
hratt og mögulegt er og er í algjör-
um forgangi.
Skýtur það ekki skökku við,
þegar allir þurfa að leggjast á
eitt gegn faraldrinum, að ráðu-
neytið skuli eyóa tíma í að yfir-
heyra heilbrigðisfulltrúana á
Suðurlandi til að athuga hvort
starfshœttir þeirra eru í lagi?
Ráðuneytið vinnur eftir almenn-
um stjórnsýslureglum um and-
mælarétt o.fl. Þetta mál er í eðlileg-
um farvegi.
Formaður viki sæti?
Erformaður heilbrigðisnefnd-
ar, sveitarstjórinn á Hellu og
stjórnarformaður sorphirðumála
á Suóurlandi, sem setti undir-
menn sina i rannsókn, sjálfur
hœfur að þínu mati? Hefði hann
átt að víkja i Ásmundarstaða-
málinu?
Sveitarfélögin skipa í þessa
nefnd. Það getur komið upp flókin
og einfaldað eftirlit
endurspeglar þá hörðu umræðu
sem verið hefur um Fljótsdalsvirkj-
un. Fjölmiðlar, s.s. Morgunblaðið,
DV og Ríkissjónvarpið, hafa tekið
afstöðu gegn því að haldið verði á
málefnum Fljótsdalsvirkjunar eins
og ríkisstjórnin og Alþingi hafa
ákveðið. Þetta hefur áhrif á almenn-
ingsálitiö og kemur fram í skoðana-
könnun.
Nú er fullyrt að álver og virkj-
un i Fljótsdal sé ávisun á að
Kárahnjúkar verði virkjaðir. Sú
stœrð álvers sem Norsk Hydro
geri ráðfyrir i frumdrögum út-
heimti meiri orku en Fljótsdals-
virkjun geti framleitt. Er þetta
svo?
Það er ekki einu sinni ákveðið að
það komi álver. En Kárahnjúka-
virkjun færi í umhverfismat, ef af
yrði.
Ef álverið verður ekki reist,
verður þá engin virkjun?
Forsenda þess að byggja upp
virkjun er að einhver sé til að
kaupa orkuna. Annars er enginn til-
gangur með að reisa virkjun. Aðrir
kaupendur en álver eru ekki fyrir-
sjáanlegir nú.
Rœtt er um að Fljótsdalsvirkj-
unarmálinu verði visað til iðnaó-
arnefndar en ekki umhverfis-
nefndar, þar sem meiri hluti vill
umhverfismat. Hver er þín skoð-
un á því?
Fyrir mér er ekkert aðalatriði
hvaða nefnd tekur á málinu, heldur
að hægt verði að ræða það mjög
rækilega í þinginu og helst að fara
með það í atkvæðagreiðslu. Það er
ljóst að stefnan, sem verið er að
fylgja, er ekki einkastefna Fram-
sóknarflokksins, heldur standa
stjórnarflokkarnir báðir að henni.
En vegna skipunar ráðherraemb-
ætta hefur málið lent af þunga á
Framsóknarflokknum.
Fjölmiðlar hafa tekið af-
stöðu
Það vakti athygli, þegar þú
fórst til Seyðisfjarðar að kanna
aðstæður vegna olíulekans úr
flaki El Grillo, að þú sagðir að
ekki vœri nein bráðahœtta. Lek-
inn reyndist þó svo mikill að
setja þurfti upp flotkví, sem síð-
anfauk, þannig að oliumengað-
ur fuglflaut dauður um allan
fjörð.
Hollustuvemd mat ástandið. Því
sagði ég að ekki væri bráðahætta yf-
irvofandi. Þetta skip hefúr legið í
áratugi á hafsbotni og enginn um-
hverfisráðherra hefur stigið eins
sterkt fram í þessu máli og ég. Ég
hafði framkvæði að þeim aðgerðum
sem hefjast í næstu viku.
Mörgum fannst þú gera lítið
úr þessu mengunarmáli þegar þú
fórst austur. Svo fórst þú á Eyja-
bakka og þvi var slegið upp í
blaðaviðtali eftir þér að þú hefð-
ir ekki verið bergnumin. Þau um-
mœli stuðuðu marga. Sigldirðu
skakkt inn í bœði þessi mál?
Fjölmiðlamir hafa tekið afstöðu.
í sama viðtali sagði ég að mér þætti
Eyjabakkasvæðið mjög fallegt. Þvi
var ekki slegið upp. Varðandi E1
Grillo hafði ég spumir af því úr
dagblöðum að umhverfissinnar,
sem voru við gjörninga á Eyjabökk-
um, hafi verið búnir að panta
gúmmíbát og ætlað út að Qotgirð-
ingunni, væntanlega til þess að mót-
mæla einhverju. Ef þetta er rétt þá
finnst mér þetta mjög ankannalegt,
því þarna var ég aö taka á mjög
brýnu mengunarmáli.
Forsenda þess að byggja upp virkjun er að einhver sé til að kaupa orkuna. Annars er enginn tilgangur með að reisa
virkjun. Aðrir kaupendur en álver eru ekki fyrirsjáanlegir nú,“ segir Siv Friðleifsdóttir DV-mynd E.ÓI.
staða vegna fámennis. Sumir segja
eðlilegt að ríkið væri með þetta eft-
irlit. Sá möguleiki verður skoðaður
ásamt Reiram. Hingað til hefur sú
stefna verið uppi að færa sem Rest
verkefni tR sveitarfélaganna. Ég get
ekki metið hvort formaðurinn hefði
átt að víkja sæti.“
Stefna ekki breyst
Varst þú talsmaóur þess að
Fljótsdalsvirkjun fœri i lögform-
legt umhverfismat áflokksþingi
Framsóknarflokksins þegar þú
bauðst þigfram til varafor-
manns?
Nei, ég tjáði mig ekki um þessi
mál, hvorki í pontu né utan, hvorki
á kjördæmisþingi framsóknar-
manna í Reykjanesi né flokksþing-
inu. Það sem hefur ruglað fólk era
yfirlýsingar Ólafs Magnússonar (Sól
í Hvalfirði, innsk. blm.) á undirbún-
ingsfundi fyrir kjördæmaþingið fyr-
ir ári síðan í Kópavogi. Hann hefur
ítrekað hermt upp á mig að ég hafí
stutt tillögu, sem var borin þar upp.
Það er rangt. Engar tfllögur vora
bomar upp til atkvæða, einungis
safnað saman tillögum i drög, sem
síðan færa tfl umfjöllunar á kjör-
dæmisþingi.
Léstu í Ijós álit þitt á málinu á
undirbúningsfundinum?
Nei, en mér fannst ágætt að fá tfl-
iögu undirbúningsfundarins til um-
ræðu á kjördæmisþinginu.
THRWItlSU
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Eru þess vegna tilkomin um-
mœli höfð eftir þér þess efnis að
þú fagnaðir því að þessi tillaga
vœri komin úr þínu kjördœmi?
Ég veit ekki hvaðan þau ummæli
era tekin. Ég er að reyna að átta
mig á hvers vegna Ólafur Magnús-
son kemur fram með þessar ásakan-
ir. Hann hefur reyndar verið mjög
órólegur innan okkar hóps alveg frá
því að hann fékk ekki eitt af efstu
sætunum sem hann sóttist eftir á
lista. Hann rauk í fjölmiðla og fór
að gagnrýna okkur í kjölfarið.
Á flokksþinginu voru aðilar sem
vildu að við breyttum um afstöðu,
þ.e. að Fljótsdalsvirkjun færi í lög-
formlegt umhverfismat. Málið fór í
umhverfisnefndina. Þar var Ólafur
Örn Haraldsson. Þar var Ólafur
Magnússon. Þeir urðu undir í um-
hverfisnefndinni, eins og fram kom
í máli Jóns Kristjánssonar, for-
manns nefndarinnar, en hún hafn-
aði málinu. Þess vegna var engin at-
kvæðagreiðsla á flokksþinginu um
virkjunina. Þeir hefðu getað komið
með tillögu inn á þingið en gerðu
það ekki.
Hvað með ummœli þín i Morg-
unblaðinu um að náttúran eigi
að njóta vafans og nota þurfi öll
tiltœk tól, þ.m.t. lögformlegt um-
hverfismat?
Þetta er mitt almenna sjónarmið
eins og lögin segja til um. Ég segi í
viðtalinu að það sé von mín að
Landsvirkjun taki framkvæði í mál-
inu. Þeir hafi leyfi, hafi varið háum
fjárhæðum tU að undirbúa Fljóts-
dalsvirkjun, en geti líklega krafist
skaðabóta verði hún tekin af fyrir-
tækinu. Með þessum ummælum var
ég að lýsa stefnu Alþingis, sem
starfar skv. lögum sem í er bráða-
birgðaákvæði er segir, að allar
framkvæmdir sem fengið hafa leyfi
fyrir 1. maí 1994 þurfi ekki að fara í
umhverfismat. Þar á meðal er
Fljótsdalsvirkjun. Þetta hefur veriö
stefna Framsóknarflokksins og ég
hef fylgt henni. Mín stefna hefur
ekki breyst.
Þú hefur ekki, með öðrum oró-
um, selt sannfœringu þína fyrir
ráðherrastól?
Það er alrangt að ég hafi selt
sannfæringu mína fyrir ráðherra-
stól. Ég varð ráðherra af því að ég
haföi pólitískan styrk til þess.
Óvinsældir
í nýlegri skoðanakönnun DV
slóstu persónulegt met i óvin-
sœldum. Telur þú að þessi um-
rœða hafi veikt þig pólitiskt?
Niðurstaða skoðanakönnunar DV