Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Page 12
12
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999
Spurningin
Finnst þér reglur um hunda'
hald of strangar í þéttbýli?
Guðný Guðmundsdóttir nemi:
Nei, það finnst mér ekki.
Sakarías Ingólfsson, nemi í VÍ:
Já, mér finnst það.
Ingibjörg Birgisdóttir nemi: Nei.
Rannveig Snorradóttir nemi: Nei,
þetta eru finar reglur.
Aðalheiður Ósk Magnúsdóttir
nemi: Já, maður ætti að vera betri
við hundana.
Sigríður Valdimarsdóttir nemi:
Já, það er 15.000 kr. sekt ef þeir nást
hinum megin við götuna heima hjá
sér.
Lesendur
Hjónabönd og sambúö:
Jákvætt
námskeið
Sr. Þórhallur Heimisson skrifar:
Frá haustinu 1996 hafa verið
haldin námskeið í Hafnarfjarðar-
kirkju um hjónaband og sambúð
undir yfirskriftinni „Jákvætt nám-
skeið um hjónaband og sambúö".
Gríðarlega góð þátttaka hefur verið
á námskeiðunum og eru þátttakend-
ur nú orðnir rúmlega 2000 eða 1000
pör allt í allt. Námskeiðin hafa
sömuleiðis verið haldin á Akureyri
og víðar um landið á þessum þrem-
ur árum sem liðin eru frá því er
þetta starf hófst. I sumar lá starfið
niðri en nú eru námskeiðin að hefj-
ast á ný - 4. árið í röð.
Markmið námskeiðanna er að
veita hjónum og sambýlisfólki tæki-
færi til þess að skoða samband sitt í
nýju ljósi, styrkja það og efla og
íhuga hvernig hægt er að taka tíma
frá fyrir hvort annað á jákvæðan
hátt. Grundvallarspumingin er:
„Hvað er hægt að gera til þess að
styrkja hjónaband og sambúð?“
Sjálfsstyrking er höfð að leiðarljósi.
Efnið er kynnt með fyrirlestmm og
í samtölum en einnig era pörin lát-
in vinna með ákveðin samtalsverk-
efni.
Segja má að í raun og veru þá
kannist allir við það sem fjallað er
um á námskeiðunum. Það er í sjálfu
sér ekkert nýtt sem kemur fram.
Stundum er bara gott aö sjá hlutina
í nýju ljósi! Námskeiðin eru öllum
opin og henta bæði þeim er lengi
hafa verið í sambúð eða hjónabandi,
og hinum er nýlega hafa raglað
saman reitum. Það er jafnt ætlað
sambúðarfólki sem er í góðum
„málum“ með sína sambúð, sem
hinum er þurfa á stuðningi að
halda. Enda hefur kjörorð nám-
skeiðanna frá upphafi verið „gerum
gott hjónaband betra“.
Einungis 12 pör komast á hvert
námskeið og er fjöldinn takmarkað-
ur til þess að gott samband og and-
rúmasloft myndist á námskeiðinu.
Hvert námskeið stendur aðeins í
eitt kvöld. Nú er það auðvitað svo
að oft þarf frekari vinnu til að bæta
sambúð sem komin er í erfiðleika
og sum pörin koma einmitt á nám-
skeiðið vegna þess að þau eiga í ein-
hverjum erfiðleikum. Því er boðið
upp á einkaviðtöl við hjónin í fram-
haldi af námskeiðinu, sé þess óskað.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
ásamt mér er sr. Guöný Hallgríms-
dóttir er starfar á Biskupsstofu.
Fyrsta námskeið vetrarins verður
haldið 21. september. í vetur verða
námskeið einnig haldin á vegum
Fræðsludeildar Biskupsstofu vítt og
breitt um landið undir sama kjör-
orði og hjónanámskeiðin i Hafnar-
fiarðarkirkju.
Leiðbeinendur á námskeiði í Hafnarfjarðarkirkju um hjónabönd og sambúð,
sr. Heimir og sr. Guðný Hallgrímsdóttir.
Haraldur Guðnason skrifar:
Frú umhverfisráðherra varð
ekki „bergnumin", að eigin sögn,
er hún leit hina umdeildu Eyja-
bakka. Kunnugir segja reyndar að
hún hafi ekki fundið Eyjabakka.
Einhverjir urðu hissa, en að
ástæðulausu, því frú umhverfisráð-
herra átti ekki að skoða fagurt land
heldur hvar ætti að sökkva því.
Málið er að langþráður ráðherra-
stóll var í höfn fyrir náð Halldórs
formanns, sem varð þá að hafna
framsóknarmaddömu að norðan,
sem sótti fast í sama stól. Segir stól
allt að því bíða sín áður en langt
um líður, og fagnar því ásamt skrif-
ara pistils þessa.
Annars kvað fegurð, t.d. lands,
vera afstæð. Finnur ráðherra og
varaformaður hefur sagt, að hon-
um þyki stór lón (graggug?) vera
falleg, því sé í góðu lagi að sökkva
landi eins og Eyjabökkum. Aliir
vita vilja Halldórs formanns. Hug-
sjón hans er álver í eigin kjör-
dæmi. Kannski helst honum þá bet-
ur á framsóknaratkvæðum eystra,
en þeim hefur farið hríðfækkandi.
Þetta er líka „hugsjón" verka-
lýðsforingja austfirskra sem nú eru
famir að trúa á Norsk Hydro.
Olíuleit noröaustanlands
- Færeyingar veröa á undan
Guðm. Vihjálmsson skrifar:
Nú eru fréttir að berast til okkar
hér að Færeyingar séu í þann veg-
inn að taka lokaskrefið til könnun-
ar á olíu við eyjamar. En áður var
búið að kanna setlög á sjávarbotni
þar sem lofuðu góðu og erlend olíu-
félög eru í startholunum að hefia
boran. Ekkert liggur annað fyrir en
þarna verði hafin olíuvinnsla innan
tveggja eða þriggja ára með svipuð-
um hætti og gert er nú í Norðursjó.
Mikið liggur við að Færeyingar nái
þessu markmiði, svo mjög sem þeir
hafa lagt í sölumar fyrir sjálfstæði
frá Dönum.
Hér á íslandi hafa setlög lika
fundist úti fyrir Norðausturlandi,
setlög sem reynast vera jafngömuí
þjónusta
allan sólarhringinn
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
blrt verða á lesendasíðu
Færeyingar eru í þann veginn að taka lokaskrefið til
könnunar á olíu við eyjarnar, segir bréfritari. Taka
Færeyingar forskotið frá okkur? - Frá Þórshöfn í
Færeyjum.
og þykk og þau sem nú er stefnt að
vinnslu úr við Færeyjar, og reyndar
einnig í Norðursjó.
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins lögðu fram þingsályktun-
artillögu fyrir 2-3 árum um að rík-
isstjórnin léti fullkanna hvort hér
væri vinnanleg olía í setlögunum
úti fyrir Noröaustur-
landi og erlendir að-
ilar hafa staðhæft að
geti haft olíu að
geyma. Þessu erindi
var hafnað á Alþingi
eða frumvarpið dreg-
ið til baka af óskilj-
anlegum ástæðum.
En tímarnir hafa
breyst. Við erum á
höttunum eftir stór-
iðjurekstri með þátt-
töku Norðmanna eða
annarra, því ekki lif-
um við á fiskinum
einum um ókomna
tið.
Er ekki sanngjarnt
að við leitum allra
leiða til að bjarga
okkur með þeim ráð-
um sem tiltæk era frá náttúrunnar
hendi, jafnt vatnsafli sem auðlind-
um í iðrum jarðar, fostum eða fljót-
andi? Ég trúi því ekki að þingmenn
okkar hafi ekki vakandi auga fyrir
þessu máli. Eða ætlum við að bíða
þess að Færeyingar taki forskotiö
frá okkur?
Háskólabíó.
5-bíó sem fyrr
í Háskólabíói
Einar S. Valdimarsson fram-
kvæmdastj. skrifar:
í lesendabréfi frá Jónínu á
þriðjudaginn í DV koin fram sá
misskilingur að Háskólabíó væri
ekki með fimmsýningar í miðri
viku. Því þykir okkur rétt að
benda á að fimmsýningar hafa
ekki verið felldar niður í bíóinu,
enda kæmi slíkt ekki til greina af
þess hálfu. Misskilningur þessi
kann að stafa af því að Háskóli ís-
lands leigir einn sal hússins til
klukkan 7. Háskólabíó er hins
vegar stærsta bíó landsins með 5
bíósali og því nóg pláss fyrir góð-
ar myndir á öllum sýningartím-
um. Það er okkar stefna að þjón-
usta áfram viðskiptavini okkar,
nú sem endranær, með góðum
kvikmyndum á öllum sýningum.
Bjóðum við Jónínu sem og aðra
því hjartanlega velkomin í Há-
skólabíó á fimmsýningar.
Kosið um
flugvöilinn
Sveinbjörn skrifar:
Ég fagna ákvörðun borgarstjórn-
ar Reykjavíkur að hafa loks sam-
þykkt að borgarbúar fái að kjósa í
almennri atkvæöagreiðslu um
framtíð Reykjvavíkurflugvallar.
En ekki er sopið kálið. Nú sýnist
mér að bíða þurfi í fyrsta lagi eftir
atkvæðagreiðslunni, jafnvel til
vors eða lengur, og svo að einung-
is eigi að kjósa um hvort flugvöll-
urinn eigi að fara eftir árið 2016.
Það er allt of langur timi. Og senn
verður farið að vinna að endurnýj-
un flugbrauta eða undirbúa verkið
og því verður að flýta almennri at-
kvæðagreiðslu áður en nokkur
framkvæmd hefst við þennan öm-
urlega og ónýta flugvöll.
Ofgreiðsla
kennaralauna
Gunnar Jóhannsson hringdi:
Mér þykir aldeilis furðulegt ef
kennarar sammælast um að halda
ofgreiðslu launa þeirra sem vegna
mistaka borgarinnar var þeim
send í launaumslögunum. Ef hinir
kennararnir sem fengu vangoldin
laun fá sínar leiðréttingar, ættu
auövitað hinir sem fengu of-
greiðslur að skila sínum. Eða ætla
kennarar að sýna sig í því að
halda þessum fiárhæðum ólöglega.
Ekki er það til eftirbreytni, hvorki
sem starfsstétt né fyrir aðra í þjóð-
félaginu sem lenda í sömu aðstöðu
annars staðar. En þetta er víst orð-
ið felumál og því ekki rætt og enn
síður útkljáð endanlega.
Samfylkingin
drjug í framtíðina
Hannes skrifar:
Ég var að lesa stórskemmtilega
lýsingu talsmanns (ekki formanns)
Samfylkingarinnar i Degi fyrir
helgina. Þar var
Margrét Fri-
mannsdóttir að
lýsa ýmsu sem
Samfylkingin ætl-
aðist fyrir á næst-
unni. Þó auðvitað
ekki að leggja nið-
ur flokkana sem
að henni standa
og gefa fylking-
unni nýtt nafn. Nei, ónei. En Mar-
grét sagði að allir væru á kafi í
vinnu fyrir flokksstofnun, og þess
vegna hefðu frammámenn í fylk-
ingunni ekki verið jafn áberandi og
ella. Og það tekur töluvert langan
tima að ganga frá öllum málum
flokkanna. Nema hvað! Það besta
var þó það, að mati Margrétar, að
vinnan á „öðram sviðum" myndi
skila þeim drjúgu í framtíðinni. Ég
sem kjósandi Samfylkingarinnar
bíð spenntur eftir „drýgindunum".
Margrét
Frímannsdótt-