Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Side 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Stuðningur vex Niöurstaða skoðanakönnunar DV um hvort rétt sé að byggja virkjunarlón í Eyjabökkum er áfall fyrir þá sem í nafni náttúruvemdar hafa barist fyrir þvi að Eyjabökkum verði þyrmt. Meirihluti þeirra sem af- stöðu tóku er að vísu andvígur virkjun Eyjabakka en það sem mestu skiptir er að andstæðingum fer fækk- andi. Eftir því sem umræðan verður meiri og deilurnar harðari fækkar þeim sem leggjast gegn virkjun Eyja- bakka og stuðningurinn vex að sama skapi. í byrjun þessa árs voru tveir af hverjum þremur landsmönnum andvígir virkjun en aðeins rúmlega hebningur nú. Landsbyggðarfólk er hlynntara virkjun en höfuðborg- arbúar og fylgismenn stjórnarflokkanna eru á því að byggja uppistöðulón í Eyjabökkum. Þeir sem í nafni náttúruverndar hafa barist gegn virkjuninni hafa því látið undan síga - eru að tapa áróðursstríðinu. Þetta er enn merkilegra þegar efnahagslegt góðæri sem íslend- ingar hafa búið við undanfarin ár er haft í huga. í sjálfu sér er lítið sem kallar á virkjun annað en almenn skynsemi og forsjálni fyrir framtíðina. Fyrirhyggja er íslendingum hins vegar ekki mjög í blóð borin. Andstæðingar virkjunar Eyjabakka mimu ekki gef- ast upp. Þegar þing kemur saman innan fárra vikna verður vafalítið tekist hart á um Eyjabakka og náttúru- verndarsinnar munu krefjast þess að virkjunin fari i svokallað umhverfismat. Mikill meirihluti er fyrir að gert verði umhverfismat á Eyjabökkum en leiða má lík- ur að því að stuðningurinn eigi eftir að minnka á kom- andi mánuðum. Þegar abnenningur gerir sér grein fyr- ir að umhverfismat mun fresta virkjun um óákveðinn tíma - gera virkjunaráformin liklega að engu - breyt- ast viðhorfin. Krafan um umhverfismat er krafa um að ekki verði virkjað. Seinheppni Austfirðinga, Landsvirkjunar og annarra sem vilja virkjun er gott atvinnuástand og almenn hag- sæld. Á tímum atvinnuleysis og efnahagslegs harðræð- is myndi krafa um umhverfismat falla í grýttan jarð- veg. Skynsemi Seðlabanka Skynsemi réð ríkjum síðasta föstudag þegar Seðla- bankinn hækkaði vexti bankans í viðskiptum við lána- stofnanir. Vaxtahækkunin kemur í kjölfar frétta um aukna verðbólgu - mun meiri en reiknað hafði verið með. Augljóst er að vextir banka og sparisjóða eiga eft- ir að hækka á næstu dögum og með því ætti að draga úr eftirspurn eftir lánum og þar með er slegið að ein- hverju leyti á þenslu. Fyrir réttri viku var Seðlabankinn gagnrýndur hér i leiðara að grípa ekki til aðgerða - að stiga ekki á bremsumar. Á það var bent að bankinn hefði brugðist of seint við þenslumerkjum í hagkerfinu á þessu ári. Seðlabankinn hefur síðustu ár fylgt aðhaldssamri stefnu í peningamálum og komið í veg fyrir að verðlag færi úr böndunum þrátt fyrir ístöðuleysi í opinberum fjármálum. „Hafi einhvern tíma verið nauðsynlegt að beita aðhaldi í peningamálum er það einmitt nú,“ sagði í leiðara DV. Seðlabankinn hefur tekið undir þessa gagnrýni með aðgerðum sinum fyrir helgi. Óli Björn Kárason MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 „Af öllu þessu máli er þvílíkur pólitískur fnykur, að manni slær fyrir brjóst," segir Sigurður í greininni. - Kjúklingabúið að Ásmundarstöðum. Neytendum afneitað Samviskusamir starfs- menn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands ollu furðu- legum taugatitringi í sumar, þegar þeir afréðu að taka hlutverk sitt al- varlega og afhjúpa megn- an sóðaskap og aðra ósvinnu í stærsta kjúklingabúi landsins að Ásmundarstöðum, sem framleiðir Holtakjúkling. Hafði forstjóri Holta- kjúklings áður orðið ber að vítaverðu kæruleysi bæði í Búðardal og á Hellu, þannig að full ástæða var til að taka málið föstum tökum. En þá risu upp héraðs- dýralæknir, sem hefur drjúgar tekjur af kjúklingabúinu, heilsu- gæslulæknir og heilsu- nefndarformaður svæðis- ins og sökuðu skyldu- rækna starfsmenn Heil- brigðiseftirlitsins um að fara offari og skaða bæði búið og atvinnugreinina. Heilbrigðisnefnd Suður- lands, sem er póltískt skipuð, krafðist lögreglu- rannsóknar á frumkvæði eftirlitsmannanna, en taldi ekki ástæðu til að _______ láta rannsaka starfsemi Holtakjúklings. Af öllu þessu máli er þvílíkur pólitiskur fnykur, að manni slær fyrir brjóst. Hljóð úr horni Ekki tók betra við þegar Hjálmar Árnason tók sér fyrir hendur að for- dæma eftirlitsmennina og saka þá um fúsk og brot á lögboðinni þagn- arskyldu. Birti hann kjallaragrein hér í blaðinu llta ágúst til aö and- mæla tímabærum leiðara Jónasar Kristjánssonar, og var þvílíkt sam- Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur safn af aulafyndni og almennu kjaftæði, að maður fór að velta fyrir sér, hvort Árni Johnsen væri endi- lega nærtækasti skotspónn gárung- anna þegar greind- arvisitölu alþingis- manna ber á góma. Hér er dæmi um málflutning þing- mannsins: „Auðvit- að er þetta aðfor op- inbers aðila að fyr- irtæki og heifli bú- grein. En aðförin stendur á brauðfót- um. Það hefur nefnilega ekkert „Værí ekki skömminni skárra að hverfa frá landlægri hræsninni og leggja niður þær stofnanir sem ætlað er að hafa eftirlit og veita aðhald? Visindasiðanefnd hefur nýlega verið gerð ómarktæk. Næst mætti afnema opinbert eft- irlit með heilbrigðisháttum í mat- vælaframleiðslu landsmanna.“ óyggjandi komið fram um að Ás- mundarstaðabúið sé ' sýkt eða hættulegt." Þessi vaöall þingmannsins stang- ast óþyrmilega á við alkunnar stað- reyndir. Fyrir tæpu ári var gerð könnun á kjúklingum sem leiddi í Ijós að tveir þriðju hlutar þeirra voru með kamfýlugerfl, aflir frá Ás- mundarstöðum. Því var haldið leyndu og ekkert aðhafst fyrren Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók á sig rögg í sumar. Þingmanninum þykir fásinna að gera veður út af því að sýkingar hafa margfaldast á næstliðnum árum. Á fyrri helmingi áratugarins voru árlegar sýkingar um 40 tals- ins. Á árunum 1996-97 tvöfólduðust þær og voru um 90 talsins árlega. í fyrra ruku sýkingar uppí 220 og eru orðnar 255 það sem af er þessu ári. Þessar tölur þykja þingmanninum hlægilegar bomar saman við millj- ónagróðann sem vinnubrögð óvand- aðra kjúklingaframleiðenda færa þeim. Þjáningar og aðrar hremm- ingar þeirra sem sýkst hafa eru að hans mati ekki umræðu verðar. Fela skai ósómann Það sem uppúr stendur í öllu þessu furðulega málaþrasi og við- brögðum þeirra, sem hyggjast ráða 1 ferðinni, er sú einfalda stað- reynd að neytendur eru huns- aðir. Hagsmunir þeirra skulu ævinlega fyrir borð bornir þegar þeir rekast á hagsmuni framleiðenda og peningavalds. Fyrirtæki skulu hafa lög- verndaða heimild til að fram- leiða svikna eða heilsuspill- andi vöru ef hún skilar hagn- aði, og helst þyrfti að tryggja með brigslum eða hótunum að lögskipaðir eftirlitsmenn geri ekki uppskátt um ósóma sem þeir kunna að komast á snoð- Væri ekki skömminni skárra að hverfa frá landlægri hræsninni og leggja niöur þær stofnanir sem ætl- að er að hafa eftirlit og veita að- hald? Vísindasiðanefnd hefur ný- lega verið gerð ómarktæk. Næst mætti afnema opinbert eftirlit með heilbrigðisháttum í matvælafram- leiðslu landsmanna. Þá gætu Hjálmar Árnason og skjólstæðingar hans óáreittir farið sínu fram og boðað fagnaðarerindi fjármagnsins. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Varðveizla kaupmáttar- aukningar „Það er ánægjulegt, að nýr formaður Samtaka at- vinnulífsins boðar undirbúning að samningsgerð á almennum vinnumarkaði, því fyrstu samningar renna út 15. febrúar nk. og síðan hver af öðrum út árið 2000. Höfuðhlutverk vinnuveitenda og verka- lýðsforystunnar í þeirri samningagerð hlýtur að vera varðveizla þeirrar miklu kaupmáttaraukning- ar, sem náðst hefur, og leggja sitt af mörkum til þess, að íslendingar geti áfram vænzt bættra lífskjara í upphafi nýrrar aldar.“ Úr forystugrein Mbl. 17. sept. Framfarir í öllum búgreinum „Landbúnaðurinn þarf stöðugt að reyna að koma því á framfæri hvað er að gerast og að hér verði ekki algjör stöðnun á öllum sviðum. Það eru erfíðleikar á mörgum sviðum og við þurfum að auka skilning þjóðarinnar á þeim. En við þurfum líka að koma því á framfæri að það er margt jákvætt að gerast og það eru víða framfarir. Reyndar hafa verið mjög merkar framfarir í öllum búgreinum þótt afkomuerfiðleikar bænda skyggi á alla umræðuna í dag.“ Sigurgeir Þorgeirsson í viðtali við Dag 17. sept. „Vísindasamfélagiö“ og náttúruvernd „Það er fagurf og gott hlutskipti að ætla sér að leggja náttúrunni lið. En við lifum á auðlindum jarð- ar. Líf okkar markast einmitt nokkuð af þvi að við berjumst við náttúruna, andæfum náttúruöflunum ... Hver vill skaða náttúruna og skerða lífsskilyrði af- komenda okkar? Hver vill Mývatn dautt? ... En eng- inn kemst af án þess að nýta sér gjafir jarðar á einn eða annan hátt. Tal um annað er blekking. Komi í ljós að námavinnsla Kísiliðjunnar sé dýru verði keypt verður henni lokað ... Þeir sem sækjast eftir áframhaldandi námaleyfi munu að sjálfsögðu beygja sig fyrir staðreyndum. Er til of mikils mælst að „vís- indasamfélagið" gjöri slíkt hið sama?“ Sigurjón Benediktsson í Mbl. 17. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.