Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999
15
gefa skít
grasið
Kjallarinn
Kristinn
Pétursson
framkvæmdastjóri
Þrjár gæsir eru taldar
éta á við eina kind og því
geta bæði umhverfis-
vemdarsinnar og aðrir
margfaldað í þríliðu t.d.
með sex hundruð þúsund
gæsum hvort Land-
græðslan þurfi ekki að sá
meira í mela og börð þar
sem gæsum fjölgar á há-
lendinu.
Vatnið er efst á
blaði
Róttækustu umhverfls-
verndarsinnum finnst
einhvem veginn að við
sem viljum virkja séum
þar með að gefa skít i
þetta fallega gras og
landið sem fari undir
vatn ef virkjað verður. En er ekki
hálendið gróðursnautt m.a. vegna
Umfjöllun um
hálendið og virkj-
unaráform við
Eyjabakka hefur
snúist mikið um
að vera með eða
móti virkjun. Við
skulum samt
byrja á að rifja
upp hvemig
nokkrir saklausir
bændur í Mý-
vatnssveit hafa
árum saman verið
lagðir í einelti
sem umhverfis-
vondir borgarar
þegar þeir sleppa
1-2 þúsund kind-
um og lömbum til
flalla í heimasveit
í vorsólinni. Samkvæmt tískunni
em kindumar með fallegu lömbin
sin umhverfisvondir gras-
bítar. Kindur bíta grasið við
rót - en þær gefa jafnframt
skít í grasið á móti (lífræn-
an áburð).
Tvöfalt siðgæði
En þegar kemur að gæs-
unum þá em þær alfriðaðar
á vorin og nánast heilagar
eins og kýmar á Indlandi.
Gæsir eru myndaðar í
fréttatímum á sjónvarps-
stöðvum sem umhverfls-
vænir grasbítar. Gæsimar
koma í tugum eða hundruð-
um þúsunda á vorin og bíta
nýgræðinginn með rót og
öllu, en gefa að vísu skit i
grasið í staðinn.
Mér finnst það tvöfalt sið-
gæði í málflutningi að telja
sauðkindur umhverfisfland-
samlega grasbita en gæsir „Stækkun vatnasvæðis við Eyjabakka gæti
umhverfisvæna grasbíta. úruperlu ef rétt væri að farið,“ segir Kristinn
vatnsskorts? Stækkun vatnasvæð-
is við Eyjabakka gæti allt eins gert
svæðið að enn meiri náttúmperlu
ef rétt væri að farið.
Vilji einhver meiri gróður á há-
„Vilji einhver meiri gróður á há-
lendið þá er vatn efst á blaði.
Alls staðar þar sem vatn eða læk-
ir eru á hálendinu, þar er gróður.
Hvað með t.d. 20-50 nýja græna
hólma handa gæsunum í væntan-
legu lóni við Eyjabakka?“
lendið þá er vatn efst á blaði. Alls
staðar þar sem vatn eða lækir em
á hálendinu, þar er gróður. Hvað
um t.d. 20-50 nýja græna hólma
handa gæsunum í væntanlegu lóni
allt eins gert svæðið að enn meiri nátt-
m.a. í grein sinni. - Á Eyjabökkum.
við Eyjabakka? Landsvirkjun
myndi eflaust taka vel í slíkar
hugmyndir. Það fyrirtæki hefur
verið til fyrirmyndar við frágang
framkvæmda og lagt mikið af
mörkum í að
græða upp há-
lendið, eins og t.d.
á Auðkúluheiði
og víðar. Lands-
virkjun hefur líka
lagt ágæta vegi
um hálendið svo
að við komumst
lika á svæðið. Á
ekki að þakka fyr-
ir það? - Það er
svo líka sjónar-
mið út af fyrir sig að vera bara í
fýlu út í svona framkvæmdir.
Þrívíddarmynd til prufu
En snúum okkur að hugsanleg-
um hólmum í nýju lóni. Það
væri hægt að sá grasi í
hólmana - en þess þyrfti
varla því gæsin myndi auð-
vitað strax veita skít í allt
svæðið. Er ekki nóg til af
teikniforritum og tölvum til
þess að teikna nýtt lón við
Eyjabakka í þrivídd með
hólmum, nýju grasi, gæsum,
gæsaskit, hreindýrum og
öllu heila klabbinu?
Það mætti lika teikna
nokkra umhverfisverndar-
sinna með í útilegu að grilla
lamb eða gæs. Mig langar
mjög að sjá þannig teiknaða
þrívíddarmynd í sjónvarp-
inu, svona til prufu. Það
ætti ekki að vera mikið mál.
- Eigum við ekki að snúa
okkur að því í alvöru að
flnna málamiðlun sem allir
geta unað við?
Kristinn Pétursson
Eyjabakkar, gæsir
og Skotvís
Undanfama mánuði hefur verið
fátt um meira flallað en fyrirhugað-
ar virkjunarframkvæmdir á Aust-
urlandi, þar sem deilt er um hvort
fóma eigi Eyjabökkum undir uppi-
stöðulón. Margir telja þetta svæöi
einstaka náttúruperlu, aðrir mýr-
arfláka sem megi sökkva undir
vatn. Ýmsir þeir sem flallað hafa
um þessi mál hafa nefiit Skotveiði-
félag Islands og fullyrt að félagið sé
andsnúið virkjunarframkvæmdum
á Austurlandi og uppbyggingu
orkufreks iðnaðar þar. Þetta er alls
ekki rétt enda ekki hlutverk félags-
ins að álykta um slík mál.
Skotvís og Eyjabakkar
Sem kunnugt er eru Eyjabakkar
stærsti fellistaður heiðagæsarinnar
í heiminum, þar fella 9-13.000
heiðagæsir flugflaðrir sínar.
Ástæðan fyrir því að gæsirnar hafa
valið Eyjabakkana eru þær helstar
að þar er nóg framboð kjarnmikill-
ar fæðu, þar njóta þær friðar og
þar eru vötn og tjarnir sem þær
geta flúið út á sé þeim ógnað.
Þegar umræður hófust um virkj-
unarframkvæmdir á Eyjabökkum
bentu fuglafræðingar á að þær
gætu haft töluverð áhrif á íslenska
heiðagæsastofn-
inn. Þar sem ekki
lágu neinar upp-
lýsingar fyrir um
þetta mál að
hálfu stjórnvalda
efndi Skotveiðifé-
lag íslands til
ráðstefnu síðast-
liðinn vetur um
heiðagæsimar og
vatnsaflsvirkjan-
ir. Innlendir og
erlendir sérfræð-
ingar töluðu á þessari ráðstefnu.
Helstu niðurstöður hennar voru
þær að engar upplýsingar væru til
sem segðu hvað heiðagæsin gerði
hrökklaðist hún frá Eyjabakka-
svæðinu. Hún gæti leitað í varp-
stöðvamar í Þjórsárveri, það væri
hins vegar mjög slæmt því gróður
Þjórsárvera mundi ekki bera þá
aukningu. Hörð samkeppni yrði
um fæðuna og er
hætta á að ungarnir
og veikburða fuglar
yrðu undir í barátt-
únni og féllu. Þá er
talið ólíklegt að heiða-
gæsimar myndu snúa
aftur á Eyjabakka eft-
ir að framkvæmdum
lyki þar.
Meginástæðan er
sú að nánast allt
graslendið yrði kom-
ið undir vatn og sá
gróður sem yrði á
bökkum lónsins hent-
ar gæsunum ekki.
Þess vegna telur
Skotveiðifélag ís-
lands það nauðsyn-
legt að Eyjabakkar
fari i lögformlegt um-
hverfismat, þar sem
það er ljóst að framkvæmdir á
Eyjabökkum muni hafa veruleg
áhrif á heiðagæsastofninn.
Náttúruvernd og skotveiðar
Skotveiðifélag íslands hefur
ávallt haft töluverð afskipti af
náttúruvemdarmálum. Reynslan
sýnir okkur að það eru ýmis önn-
ur mannanna verk en veiðar sem
hafa hvað mest áhrif á vöxt og
viðgang villtra dýrastofna. Þurrk-
un mýrlendis og
koma minksins hing-
að til lands hafa haft
mun alvarlegri af-
leiðingar á islenska
fugla en skotveiðar
landsmanna frá upp-
hafi.
Skotveiðifélag ís-
lands hefur meðal
annars beitt sér fyrir
tímabundinni friðun
rjúpunnar í nágrenni
Reykjavíkur og rann-
sóknum á rjúpna-
stofninum, ásamt því
að styðja svæðis-
bundna friðun ís-
lenska helsingja-
stofnsins. Þá hefur fé-
lagið barist gegn
netaveiði á svartfugli
og ólöglegri sölu hans
á fiskmörkuðum.
Nefna mætti ýmis önnur mál er
snerta áhuga okkar í Skotvís á
náttúruverndarmálum. Við viljum
að þeir dýrastofnar sem við veið-
um úr séu sterkir og heilbrigðir
því við viljum gjaman geta stund-
að veiðar í íslenskri náttúru um
ókomin ár. Engan ætti því að
undra þó við höfum áhuga á vel-
ferð heiðagæsarinnar.
Einar Kr. Haraldsson
„Skotveiðifélag íslands hefur
ávallt haft töluverð afskipti af
náttúruverndarmálum. Reynslan
sýnir okkur að það eru ýmis önnur
mannanna verk en veiðar sem
hafa hvað mest áhrif á vöxt og
viðgang villtra dýrastofna.“
Kjallarinn
Einar Kr.
Haraidsson
varaformaður Skotveiði-
félags íslands
Með og
á móti
Loga Ólafssyni var vikið úr
starfi þjálfara úrvalsdeild-
arliðs ÍA á dögunum þegar
2 leikir voru eftir að tíma-
bilinu, gegn ÍBV í Eyjum og
bikarúrslitin gegn KR.
Erfið ákvörðun
„Það er engin óskastaða að
standa frammi fyrir því að þurfa
að vísa mönnum úr starfi, hvort
sem um er að ræða knattspymu-
þjálfara eða einhverja aðra menn.
Svona ákvörðun hlýtur alltaf að
vera geysilega
erfið þeim sem í
slíku lenda og
svo er að sjálf-
sögðu einnig
nú. En þegar
málum er kom-
ið eins og hjá
okkur uppi á
Skaga undan-
farnar vikur er
ljóst að hún er
óumflýjanleg.
Þegar félag eins og okkar þarf að
þola það að menn eru hættir að
mæta á völlinn og aö riyggir
stuðningsmenn eru hættir að
starfa fyrir félagið vegna óánægju
með störf þjálfarans er það skylda
okkar sem stjómum félaginu að
grípa í taumana og gera það sem í
okkar valdi stendur til þess að
snúa slíkri óheillaþróun við. Til
þess erum við jú valdir að sjá til
þess aö félagið starfi á sem bestan
máta hverju sinni. Til hefur staö-
ið að Ólafur Þórðarson taki við
liðinu til næstu þriggja ára og við
erum í raun aðeins að flýta því
ferli um nokkrar vikur. Við vitum
hvaða hæfileikar búa í Ólafi og
þegar sá möguleiki opnaðist að
vinir vorir í Árbænum gæfu hann
eftir fyrr en áætlað var töldum við
það skyldu okkar gagnvart okkar
dyggu stuðningsmönnum út um
allt land að nýta okkur þann kost,
enda 2 geysilega mikilvægir leikir
í deild og bikar framundan. Það
era jú leikir sem við ætlum okkur
að vinna og ég vil að lokum skora
á alla Skagamenn hvar sem þeir
kunna að leynast að taka þátt í
þeirri baráttu með okkur af heil-
um hug.“
Smári V.
Guðjónsson, for-
maöur Knatt-
spyrnufélags ÍA.
Kristinn Björnsson,
fyrrverandi þjálfarí
Valsmanna.
Engin lausn
„Ég lít ekki á það sem lausn að
skipta um þjálfara. Ég get ekki séð
að það skili sér, þó að einstök til-
felli geti verið réttlætanleg. Ég
þekki ekki málið í kringum brott-
vikningu Loga en þessi tíma-
punktur er fyrir
það fyrsta gagn-
rýnanlegur.
Mér finnst þetta
yfirklór hjá
stjómarmönn-
um og það er
sérkennilegt að
í þessum
bransa vilja
menn alltaf
skella skuldinni
á einn mann. Það er ekki talað um
hitt sem á undan er gengið, um
stöðu leikmannahóps eða sflórn-
unarrammann í kringum liöin -
hvar stóðu þessi mál? - maður
hefur aldrei séð þessa þætti veik-
ari upp á Skaga en einmitt nú.
Það verður líka að hugsa um
mannlega þáttinn í þessu máli.
Það er engin önnur starfsstétt í
landinu sem býr við sama kost og
þjálfarar í dag. Menn era látnir
flúka einn, tveir og þrír. Hvernig
stendur Logi, á hann rétt á ein-
hverjum skaðabótum því mann-
orð hans bíður hnekki? Málin eru
miklu flóknari en það, hvort eigi
að losa sig við mann eða ekki, og
það eru ýmsir þættir sem hér þarf
að athuga. Þetta er ekki byrleg
lausn og yfirleitt eru menn að
draga athyglina af eigin gjörðum
yfir á einhvern bióraböggul sem
heitir Logi í þessu tilfelli." -ÓÓJ