Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Qupperneq 28
40 MANUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 Hringiðan Breski popparinn Robbie Williams eða Róbert Vilhjálmsson, eins og íslenskir aðdáendur vilja kannski þekkja hann, skemmti íslenskum aðdáendum í Laugardalshöllinni á föstudag- inn. Róbert byrjaði „sjóvið" af miklum krafti og ekki er annað hægt að sjá nema að hann geymi örlítið af konungi rokksins í hjarta sér. DV-myndir Hari Knattspyrnufélagið Þróttur vígði nýtt klúbbhús við gervigrasið í Laugardalnum á föstudaginn. Á laugardaginn var síðan haldin létt innflutningsveisla til að fagna áfang- anum. Eilífðarþróttararnir Jón Ólafsson, Eyjólfur Kristjánsson og Gunnar Helgason fengu sér kökur og kaffi með hinum Þrótturunum. Yfirlitssýning á verkum Helga Þor- gils Friðjónssonar var opnuð í Listasafni íslands á laugardag- inn. Helgi mun vera yngsti listamaðurinn sem Listasafn- ið gerir þann heiður að halda yfirlitssýningu á. Listamað- urinn rabbar hér við Ólaf Ragnar Grímsson forseta á opnuninni. Guðmundur Ingólfsson Ijósmyndari, oft kennd- ur viö ímynd, opnaði ásamt nokkrum öðrum Ijósmyndurum sýningu í sal félagsins Islensk Grafík á laugardaginn. Guðmundur ræðir hér við Harald Jónsson listamann. Vinkonurnar Jana Rós Reynisdóttir, Bergdís Geirsdóttir og Berglind Ósk Bergsdóttir létu tón- leika popparans Robbie Williams í Laugardals- höllinni á föstudaginn ekki fram hjá sér fara. Magnús Sigurðsson og Gabriella Friðriksdóttir opn- uðu saman myndlistarsýningu í Gallerí oneoone á laugardaginn undir yfirskriftinni Listir. Dúettinn sem kallar sig Maggogabb ehf. skálaði í þurrkuðu hreindýraketi og hvítvíni í tilefni dagsins. Utvarpsmaðurlnn Olafur Páll Gunnarsson var meðal gesta á tónleikum stórpopparans Robbie Williams. Ólafur var ekki maður einsamall því í fylgd hans voru börnin hans, Tinna María og Ólaf- ur Alexander, sem hélt um leið upp á fimm ára afmæli sitt. Forsætisráðherrahjónin Davíð Oddsson og Ástrfður Thorarensen heiisa hér upp á Daða Guðbjörnsson myndlistarmann á opnun sýn- ingar hans í Asmundarsal Listasafns ASI á laugardaginn. Ungar stúlkur (í mikilli geðshræringu) voru f miklum meirihluta gesta á tónleikum Robbie Williams í Höllinni. Píkuskrækirnir gengu svo langt að goðið varð vinsamiegast að biðja stúlkurnar um að skrækja ekki á eftir hverju einasta orði sem út úr honum kæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.