Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Síða 30
42
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999
Afmæli___________________
Ármann Snævarr
Ármann Snævarr, fyrrv. háskóla-
rektor og hæstaréttardómari, Ara-
götu 8, Reykjavík, varð áttræður á
laugardaginn.
Starfsferill
Ármann fæddist á Nesi í Norð-
firði og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA 1938, embætt-
isprófi í lögfræði við HÍ 1944, stund-
aði framhaldsnám í lögfræði við há-
skólana í Uppsölum 1945-46, í Kaup-
mannahöfn 1946-47, í Ósló 1947-48
og við Harvard Law School 1954-55.
Ármann var prófessor í lögum
við HÍ 1948-72, rektor HÍ 1960-69,
gistiprófessor við Uppsalaháskóla
1969-70, við Ohio Northem Univer-
sity 1971 og 1972 og við McGeorge
lagaskólann í Sacramento í Kali-
fomíu 1976. Hann var hæstaréttar-
dómari 1972-84, stundakennari við
lagadeUd HÍ um árabU frá 1973, við
guðfræðideild 1967-79 og 1992 og við
Fósturskóla íslands. Hann hefur
verið prófdómari við lagadeUd HÍ.
Ármann var formaður Náttúru-
verndamefndar Reykjavíkur
1957-62, sat í stjórn Norræna húss-
ins 1965-76 og formaður þar
1965-68, í stjóm norrænu lögfræð-
ingaþinganna, íslandsdeildar frá
1951 og formaður þar 1972, formað-
ur stjómar Lögfræðingafélags ís-
lands 1958-65 og Bandalags háskóla-
manna 1958-64, forseti Þjóðvinafé-
lagsins 1962-66, í stjórn Vísinda-
sjóðs 1957-74, fúUtrúi HÍ í háskóla-
og vísindanefnd Evrópuráðsins
1961-69, i fyrstu stjóm Samtaka há-
skólarektora frá Evrópu-
löndum i Göttingen 1964,
í stjórn Handritastofnun-
ar íslands 1962-66, fuU-
trúi Sáttmálasjóðs í
stjóm Árnastofnunar í
Kaupmannahöfn 1969-73,
formaður stjórnar Dóm-
arafélags íslands 1977-84,
formaður Félags Samein-
uðu þjóðanna á íslandi
1960-69, forseti
Rotaryklúbbs Reykjavík-
ur 1987-88, formaður hegningalaga-
nefndar 1970-85 og sifjalagancfndar
frá 1957, hefur átt sæti í dómnefnd-
um varðandi prófessorsembætti, þ.
á m. við Árósaháskóla og Óslóarhá-
skóla, hefur verið andmælandi við
doktorsvöm við lagadeUd Hf 1968,
1971 og við Cambridgeháskóla 1973.
Hann hefur Uutt fyrirlestra við há-
skóla á öUum Norðurlöndunum og í
Kanada, Þýskalandi og í Rússlandi.
Þá hefur hann samið fjölmörg fmm-
vörp tU laga, einn eða ásamt öðr-
um.
Ármann hefur samið fjölda rita
og ritgerða um lögfræðileg efni,
sum hver margsinnis útgefin. Má
þar nefna Almenna lögfræði, Þætti
úr refsirétti, sifjarétt, barnarétt og
erfðarétt. Þá hefur hann setið í út-
gáfustjómum, verið ritstjóri og gef-
ið út fjölda laga- og dómasafna.
Hann sat í útgáfustjóm Kulturhi-
storisk Leksikon 1961-80.
Ármann var sæmdur doktors-
nafnbót i lögfræði við Uppsalahá-
skóla 1970, við Ohio Northem Uni-
versity 1973, Helsingfors-
háskóla 1980 og Óslóar-
og Kaupmannahafnarhá-
skóla 1986. Hann var
sæmdur norrænu lög-
fræðivísindaverðlaunun-
um 1993 sem veitt eru
þriðja hvert ár. Hann hef-
ur verið félagi í Vísinda-
félagi íslendinga frá 1955
og var forseti þess
1962-65, varð erlendur fé-
lagi í finnsku vísindaaka-
demíunni 1971, Academy of Human
Rights frá 1964 og alþjóðasamtökum
háskólarektora 1964.
Ármann er heiðursfélagi í
finnska lögfræðingafélaginu, Juri-
diska Föreningen í Finnlandi, í
Islándska sállskapet í Uppsölum, í
Lögfræðingafélagi íslands, Dómara-
félagi íslands, Orator, félagi laga-
nema og í flnnska sakfræðingafé-
laginu. Hann var sæmdur stórridd-
arakrossi fálkaorðunnar 1982 og
hefur verið sæmdur fjölda annarra
orða og heiðursmerkja, íslenskra og
erlendra.
Fjölskylda
Ármann kvæntist 11.11. 1950
Valborgu Sigurðardóttur, f. 1.2.
1922, uppeldisfræðingi og skóla-
stjóra Fósturskóla íslands. Hún er
dóttir Sigurðar Þórólfssonar,
skólastjóra Lýðháskólans á Hvltár-
bakka, og s. k. h., Ásdisar Margrét-
ar Þorgrímsdóttur.
Börn Ármanns og Valborgar eru
Sigríður Ásdís, f. 23.6. 1952, M.A. í
alþjóðasamskiptum, sendiherra ís-
lands í Paris, gift Kjartani Gunn-
arssyni, lögfræðingi og fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks-
ins; Stefán Valdemar, f. 25.10.1953,
dr. í heimspeki, ljóðskáld og há-
skólakennari í Lillehammer; Sig-
urður Ármann, f. 6.4. 1955, M.Sc. í
hagfræði, forstöðumaður hjá Þjóð-
hagsstofnun; Valborg Þóra, f. 10.8.
1960, fóstra og hdl., gift Eiríki
Thorsteinssyni kvikmyndaleik-
stjóra; Árni Þorvaldur, f. 4.3. 1962,
BA í sagnfræði, fréttamaður á Stöð
2, en kona hans er Unnur Valdís
Kristjánsdóttir.
Systkini Ármanns: Árni, verk-
fræðingur og ráðuneytisstjóri í
Reykjavík, nú látinn; Laufey, hús-
móðir í Reykjavík; Stefán, prófast-
ur á Dalvík, nú látinn; Guðrún,
húsmóðir í Garðabæ.
Foreldrar Ármanns voru Valde-
mar Valvesson Snævarr, skóla-
stjóri á Húsavík og síðar i Nes-
kaupstað, f. 22.8. 1883, d. 18.7. 1961,
og k.h., Stefanía Erlendsdóttir, f.
6.11. 1883, d. 11.12. 1970, húsmóðir.
Ætt
Föðurforeldrar Ármanns voru
Valves Finnbogason, b. og há-
karlaformaður á Þórisstöðum á
Svalbarðsströnd í Suður-Þingeyjar-
sýslu, og kona hans, Rósa Guðrún
Sigurðardóttir húsfreyja.
Móðurforeldrar Ármanns voru
Erlendur Árnason, b. og útgerðar-
maður í Hellisfirði, síðar á Orms-
stöðum og víðar í Norðfirði.
Ármann Snævarr.
Bergþóra S. Þorsteinsdóttir
Bergþóra S. Þorsteinsdóttir, for-
stöðumaður Skammtímavistunar,
Móaflöt 24, Garðabæ, til heimilis að
Skipholti 47, Reykjavík, er fimmtug
í dag.
Starfsferill
Bergþóra fæddist á Ólafsflrði og
ólst þar upp. Hún lauk kennara-
prófi frá KÍ 1971 og sérkennara-
prófi frá Kí 1973.
Bergþóra kenndi við Barnaskóla
Ólafsfjarðar 1971-73, var sérkenn-
ari við Hagaskóla í Reykjavík
1973-85, kennari við Foldaskóla í
Reykjavík 1985-86, deildarstjóri
við Meðferðarheimilið við Kleifar-
veg 15 í Reykjavík 1986-96 og hef-
ur verið forstöðumaður Skamm-
tímavistunarinnar að Móaflöt 24,
Garðabæ, frá 1996.
Bergþóra var trúnaðarmaður
við Hagaskóla um nokkurra ára
skeið, sat i fulltrúaráði Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar í
fimm ár, var formaður Ólafsfirð-
ingafélagsins í sjö ár, sat í stjórn
landsmálafélagsins Varðar í fjögur
ár og í stjóm íbúasamtaka Grafar-
vogs og formaður þeirra í eitt og
hálft ár.
Fjölskylda
Bergþóra giftist 20.3.1982 Jóhanni
Runólfssyni, f. 16.10. 1944,
bankastarfsmanni. Hann
er sonur Runólfs Jó-
hannssonar, skipasmiðs í
Vestmannaeyjum, og
Kristínar Skaftadóttur
húsmóður.
Sonur Bergþóm er Þor-
steinn Kristjánsson, f.
20.7. 1970.
Systkini Bergþóru eru
Jón Þorsteinsson, f. 11.10.
1951, óperusöngvari í
Amsterdam; Þorsteinn I.
Þorsteinsson, f. 17.1. 1953,
Bergþóra S.
Þorsteinsdóttir.
framkvæmdastjóri í Reykjavik; Þyri
E. Þorsteinsdóttir, f. 6.8. 1957, sölu-
stjóri, búseft í Bessa-
staðahreppí; Ragnhildur
F. Þorsteinsdóttir, f. 13.3.
1961, kennari í Bandaríkj-
unum; Kristín Þorsteins-
dóttir, f. 20.8. 1962, skrif-
stofustúlka i Reykjavík;
Arnheiður S. Þorsteins-
dóttir, f. 6.2. 1965, gjald-
keri og söngvari í Reykja-
vík.
Foreldrar Bergþóru eru
Þorsteinn S. Jónsson, f.
13.5. 1928, forstjóri í
Reykjavík, og Hólmfríður
S. Jakobsdóttir, f. 20.11. 1929, hús-
móðir.
Fréttir
Tvær gestabækur á Akrafjalli:
2.500 príluðu á Háahnjúk
DV, Vesturlandi:
Það er ekki of fast að orði kveðið
að segja að gönguferð á Háahnjúk,
næsthæsta tind Akrafjalls, sé orðin
ein vinsælasta fjallganga Akurnes-
inga og nágranna. Tindurinn er í
550 metra hæð og ekkert stórmál að
príla þangað upp. Gangan tekur
hálfan annan til tvo tíma ef gengið
er frá vatnsveitu Akumesinga.
Um áramót 1997-98 kom Jón Pét-
ursson, göngugarpur og listamaður,
ásamt félögum gestabók fyrir í jám-
kassa á Háahnjúki. Á nærri 20 mán-
Gabriei höggdeyfar
fyrtr íotksbila, jeppa og vbrubda
QJvarahlutir
HAMMSHÖHIA1 S. 567 6744 Fax 667 3763
Akureyri
Blaðbera vantar í Innbæinn.
Upplýsingar í síma 462 5013
milli kl. 13 og 18.
Göngugarparnir á næsthæsta tindi Akrafjalls. DV-mynd dvó
uðum höfðu um 2.500 manns skrifað
nöfn sín í bókina og greinilega voru
það fleiri en heimamenn sem þar
voru á ferð. Til dæmis kom hópur
starfsmanna Ríkisspítala í sumar,
122 manns, og skrifaði í bókina.
Undir sumarlokin lagði Jón enn
upp ásamt hópi 14 félaga sinna,
göngukappa mikilla, með gestabók
og annan jámkassa. Nú var stefnt á
Geirmundartind, hæsta tind Akra-
fjalls. Ganga frá Fosskoti við Akra-
fjall upp að Geirmundartindi tekur
2-3 tíma.
Tll hamingju
með afmælið
20. september
85 ára
Vilhjálmur Hjálmarsson,
Brekku, Mjóafjarðarhreppi.
80 ára
Arinbjörn Hjálmarsson,
Grenivöllum 14, Akureyri.
Óli Sigurðsson,
Hauksstöðum II,
Norður-Héraði.
75 ára
Axel Kristjánsson,
Álagranda 8, Reykjavík.
Jón S. Óskarsson,
Klömbrum, Aðaldælahreppi.
70 ára
Guðrún Kolbrún
Jónsdóttir,
Gyðufelli 14, Reykjavík.
Guðrún Steingrímsdóttir,
Hvassaleiti 56, Reykjavík.
Hafsteinn Ólafsson,
Gullsmára 9, Kópavogi.
Jón Ásmundsson,
Baugholti 7, Keflavík.
Víkingur Þór Björnsson,
Munkaþverárst., Akureyri.
60 ára
Gunnlaugur Sigurðsson,
Lindarflöt 40, Garðabæ.
Hrefna Magnúsdóttir,
Meðalholti 15, Reykjavík.
Júlíus G. Bjarnason,
endurvarpsstöðinni á Eiðum,
Austur-Héraði.
Kolbrún Gunnlaugsdóttir,
Grensási 1 B, Njarðvík.
Kristján Kristjánsson,
Sunnuflöt 1, Garðabæ.
Ólína Steingrlmsdóttir,
Bjarmastíg 5, Akureyri.
Sigríður H. Þórarinsdóttir,
Hátúni, Skaftárhreppi.
Sigríður VUbergsdóttir,
Stekkholti 9, Selfossi.
50 ára
Helgi M|k
Haraldsson, f 1
Lækjarbraut 7,
Holta- og V ' ■
Landsveit. Hann er að x, JMí
heiman.
Fjóla Rögnvaldsdóttir,
Brekkugötu 26, Hafnarfirði.
Gunnlaugur Óskarsson,
Þórsbergi 12, Hafnarfirði.
Heiða Björk Jónsdóttir,
Heiðarlundi 3 H, Akureyri.
Héðinn Sverrisson,
Geiteyjarströnd I,
Skútustaðahreppi.
Ingibjörg Ingadóttir,
Byggöarhorni, Árborg.
írena Wróblewska,
Ásvegi 11, Breiðdalsvík.
Ragnhildur
Ásmundardóttir,
Hraunbæ 190, Reykjavík.
Steingrímur Viktorsson,
Grenstanga,
Austur-Landeyjum.
Teresa Skarzynska,
Óseyjarbraut 26, Þorlákshöfn.
40 ára
Anna Michalina Magnusen,
yíkurbraut 3, Sandgerði.
Áki Ingvason,
Hegranesi 25, Garðabæ.
Björn Valur Gíslason,
Aðalgötu 3, Ólafsfirði.
Guðrún Brynja Jónsdóttir,
Hringbraut 96, Keflavík.
Jóna Freysdóttir,
Goðheimum 2, Reykjavík.
Jónína H. Pálsdóttir,
Víkurtúni 15, Hólmavík.
Kolbeinn Sigurðsson,
Breiðvangi 20, Hafnarfirði.
Magnús Guðmundsson,
Spóarima 10, Selfossi.
Sigríður Jónsdóttir,
Steinahlíð 3 G, Akureyri.