Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Page 33
I>V MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 45 Neskirkja hefur fengið nýtt orgel og er vettvangur tónleika alla vik- una. Orgeltón- leikar í gær voru tímamót í Neskirkju þegar nýtt orgel var tekið í notkun við hátíðlega athöfn. Orgelið er sömu gerðar og Langholtskirkja hefur tekið í notkun. í gær flutti organisti kirkjunnar, Reynir Jón- asson, nýtt verk eftir Jón Ásgeirs- son sem samið var fyrir orgelið og í gærkvöldi voru tónleikar þar sem sænski orgelleikarinn Anders Bondeman lék á hið nýja orgel. Tónleikar í tilefni komu orgelsins verða orgeltónleikar alla vikuna. I kvöld mun Árni Arinbjarnarson, org- anisti i Grensáskirkju, ríða á vað- ið á tónleikum sem hefjast kl. 20. Á morgun leikur á hljóðfærið Lenka Mátéková, organisti Fella- og Hólakirkju, Jónas Þórir, org- anisti í Lágafelsskirkju, á mið- vikudag, Steingrímur Þórhalls- son, orgelnemi í Róm, á fimmtu- dag og Kjartan Sigurjónsson, org- anisti i Digraneskirkju og formað- ur Organistafélagsins, heldur síð- an tónleika á föstudag. Þess má geta að 29. september heldur Reynir Jónasson tónleika í kirkjunni þar sem hann meðal annars flytur verk eftir Jón Ás- geirsson, Bach og fleiri. Lög Sigfúsar og söngleikj aperlur Söngtónleikar í Salnum þar sem fram koma söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson ásamt píanóleikaranum Jónasi Ingi- mundarsyni hafa hlotið mjög góðar undirtektir og hafa nú verið fluttir alls fimm sinnum fyrir fullu húsi. Sjöttu tónleikarnir eru í kvöld kl 20.30. Ákveðið hefur verið að flytja þessa vinsælu söngtónleika tvisvar í viðbót í Kópavogi, mánudags- kvöldið 27. september og fimmtu- dagskvöld 30. september. Sigrún, Bergþór og Jónas flytja ýmsar af þekktustu perlum Sigfúsar en auk Skemmtanir þess leika þau og syngja ýmis atriði úr söngleikjum eftir Andrew Lloyd- Webber, Jerome Kern, Leonard Bernstein, Jerry Herman og George Gershwin. Þremenningarnir leggja einnig land undir fót og verða á Egilsstöð- um 26. september einnig kl. 20.30. Gaukur á Stöng Blúsinn dunar á Gauknum í kvöld þegar Andrea Gylfadóttir mætir til leiks ásamt blúsmönnum sínum. Annað kvöld verður svo djasskennt kvöld í boði Undirtóna. Kaffi Reykjavík í kvöld skemmtir Vírus á Kaffi Reykjavík. Annað kvöld og mið- vikudagskvöld eru það síðan Rut Reginalds og Magnús Kjartansson sem skemmta gestum veitingahúss- ins. Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir hafa slegið í gegn á tónleikunum. Rigning með köflum Austlæg átt, 8-13 m/s með suður- ströndinni en annars yfirleitt 5-8. Súld eða dálítil rigning um landið sunnan- og austanvert en að mestu Veðrið í dag þurrt norðvestan til framan af degi. Víða súld eða dálítil rigning með köflum síðdegis en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti 6 til 12 stig. Höfuðborgarsvæðið: Austan 5-8 m/s og rigning með köflum. Hiti 7 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.38 Sólarupprás á morgun: 07.06 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.06 Árdegisflóð á morgim: 03.32 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjað 9 Bergstaðir skýjað 8 Bolungarvík alskýjað 8 Egilsstaðir 9 Kirkjubæjarkl. alskýjað 11 Keflavíkurflv. rigning 9 Raufarhöfn þoka- 8 Reykjavík skúr á síð. kls. 11 Stórhöfði alskýjað 10 Bergen skýjað 18 Helsinki skýjað 15 Kaupmhöfn þokumóða 17 Ósló rigning 12 Stokkhólmur 17 Þórshöfn alskýjað 11 Þrándheimur hálfskýjað 19 Algarve skýjað 19 Amsterdam skýjað 20 Barcelona alskýjað 20 Berlín skýjað 23 Dublin skýjað 16 Halifax léttskýjað 13 Frankfurt skýjað 24 Hamborg skýjað 23 Jan Mayen súld 8 London rigning 16 Lúxemborg rigning og súld 21 Mallorca skýjað 25 Montreal heiðskírt 12 Narssarssuaq alskýjað 4 París skýjað 21 Róm skýjað 26 Vín skýjað 22 Winnipeg skýjað 4 Astralblóm I Gallerí Garði, Austurvegi 4, Sel- fossi, stendur yfír myndlistarsýning listamannsins Cosimo. Myndirnar á sýningunni er tjáning listamannsins á ímynduðum heimi blómanna á öðr- Sýningar um óspilltum stjörnum og kallar listamaðurinn blómin sín Astral- blóm. Hugmyndin að þeim kviknaði undir Jökli og er notuð blönduð tækni tO að ná fram áhrifum frá heimi fantasíunnar. Cosimo Heimur Fucci Einarsson er fæddur í Torino á Ítalíu. Hann kom tO íslands átján ára gamaO og hefur að mestu leyti búið hér síðan og er nú íslenskur rikisborgari. Hann hefur fengist við ólík störf og verið óhrædd- ur við að brydda upp á nýjungum, til dæmis var hann einn sá fyrsti til að selja grænmeti á útimarkaði og um tíma ferðaðist hann um landið sem farand-pizza-gerðarmaður. Listamaðurinn Cosimo. Halldór Darri eignast bróður Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á Central-sjúkrahúsinu í Herning, Danmörku. Barn dagsins Hann var við fæðingu 3300 grömm að þyngd og mældist 52 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Dalrós HaOdórsdóttir og Björn Guðmundsson. Fyrir á Dalrós Halldór Darra, sem er sjö ára. Skrif- stofublók Office Space, sem Regnboginn sýnir, er gráglettin gamanmynd. í henni segir af Peter Gibbons (Ron Livingstone) sem vinnur sem for- ritari í stóru tölvufyrirtæki. Hon- um hundleiðist rútínustarfið sitt og er alltaf að hugsa um að hætta. Eftir að yyy ryy / Kvikmyndir hafa verið dáleiddur tekur hann ákvörðun um að láta reka sig úr vinnunni. Til að svo geti orðið leggst hann í kæruleysi, hættir að mæta klukkan átta á morgnana, mætir stundum ekki fyrr en um hádegi og stundum alls ekki. Þegar yfirmaður hans ætlar að setja ofan í við hann svarar hann fuUum hálsi. Á hvaða vinnu- stað sem er, nema í tölvufyrir- tæki, mundi þessi aðferð ganga upp, en í tölvugeiranum gfída önnur hugtök og í stað þess að vera rekinn er hann hækkaður í tign. Æðstu yfirmenn fyrirtækis- ins sjá i honum mann sem er á hraðferð í lífinu og má ekkert vera að því að hlusta á aðfinnslur annarra. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Inspector Gadget Saga-Bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Eyes Wide Shut Háskólabió: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbíó: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Limbo fjrval Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ17. 09. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,290 72,650 73,680 Pund 116,520 117,110 117,050 Kan. dollar 48,600 48,900 49,480 Dönsk kr. 10,3340 10,3910 10,3640 Norsk kr 9,3400 9,3910 9,2800 Sænsk kr. 8,9210 8,9700 8,8410 Fi. mark 12,9244 13,0021 12,9603 Fra.franki 11,7149 11,7853 11,7475 Belg. franki 1,9049 1,9164 1,9102 Sviss. franki 48,0600 48,3300 48,0900 Holl. gyllini 34,8707 35,0802 34,9676 Þýskt mark 39,2902 39,5263 39,3993 ít. lira 0,039690 0,03993 0,039790 Aust. sch. 5,5845 5,6181 5,6000 Port. escudo 0,3833 0,3856 0,3844 Spá. peseti 0,4618 0,4646 0,4631 Jap. yen 0,650900 0,65480 0,663600 írskt pund 97,572 98,159 97,844 SDR 99,030000 99,63000 100,360000 ECU 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.