Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Fréttir Campylo-angarnir teygja sig víða: Miskabótamál eftir hópsýkingu - Trygging hf. vill einungis greiða skaðabætur Útlit er fyrir að stefni í málaferli í framhaldi sýkingar af völdum campylobacter, sem varð á veit- ingastað í Reykjavík. Um hópsýk- ingu var að ræða og rekja mátti veikindi 7 manns úr hópi sem snætt hafði á umræddum veitinga- stað til mengaðra matvæla, að því er talið var. Veitingastaðurinn er með svokallaða rekstrarábyrgðar- tryggingu hjá Tryggingu hf. Sigurbjörn Þorbergsson hdl. fer með mál eins þeirra sem sýktust eftir málsverð á veitingastaðnum. Sá varð mikið veikur og lá á sjúkrahúsi i einn og háifan sólar- hring. „Þarna reynir á nýju skaðabóta- lögin, þar sem bætur fyrir þjáning- ar voru staðlaðar," sagði Sigur- Ungfrúin góöa forsýnd: Dúndrandi lófatak DV, Ólafsvik: Forsýning á kvikmyndinni Ung- frúin góða og húsið eftir sögu Hall- dórs Laxness fór fram í þéttsetnu Ólafsvíkurbíói á sunnudagskvöld. Leikstjórinn, Guðný Halldórsdótt- ir, var viðstödd sýninguna ásamt Jóni Tryggvasyni sem leikur í myndinni. í lok sýningar klöpp- uðu sýningargestir Guðnýju lof í lófa fyrir mjög góða mynd og þann heiður sem hún sýndi SnæfeUsbæ með því að forsýna myndina þar. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ, Krist- inn Jónasson, færði Guðnýju blómvönd frá íbúum Snæfellsbæj- ar. -PSJ GSM virkar - í bili „GSM-kerflð er í lagi - í bili,“ sagði Ólafur Stephensen, kynn- ingarfulltrúi Landssímans, um miðjan dag í gær. Þá haföi kerf- ið, að sögn Ólafs, starfað eðlilega frá því í hádeginu á sunnudag en miklar truflanir höfðu veriö á þvi frá því á fostudag. „Kerflð virkar eins og það á að gera en hugbúnaðarvillan sem kom upp á fóstudaginn hefur ekki verið upprætt og við höfum ákveðnar áhyggjur þar til það hefur verið gert.“ Sérfræðingar frá sænska símafyrirtækinu Ericsson voru væntanlegir í gær. Sumir viðskiptavina Lands- símans hafa velt fyrir sér hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna tjóns sem viðskiptavinir verða fyrir. „Það er ekki um það að ræða. Samkvæmt almennum reglum er ekki skaðabótaskylda vegna óviðráðanlegra aðstæðna af þessu tagi. Það er klausa í skil- málum um okkar fjarskiptaþjón- ustu þar sem við undanþiggjum okkur skaðabótaskyldu. Það er hins vegar ekki úitlokað í fram- tíðinni, ef við erum til dæmis að gera pakkasamninga við stóra viðskiptavini, að hafa í þeim til- teknar þjónustutryggingar," sagði Ólafur Stephensen. -GAR björn. „Trygging sagði við skjól- stæðing minn að hann gæti fengið 700 krónur á dag hefði hann verið á fótum, annars 1300 krónur. Tryggingafélagið vísar þar með í lögin. Hins vegar er heimildará- kvæði í þessum sömu lögum sem heimilar að valdi einhver manni ólögmætri meingerð á persónu hans eða valdi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi líkamstjóni, þá skuli ákvarða miskabætur. Málið snýst um hvort þetta ákvæði eigi við eða ekki. Stöðluðu bæturnar eiga klárlega við og Trygging hf. „A undirbúningsfundi fyrir kjör- dæmisþing framsóknarmanna í Reykjanesi sem haldinn var í Digra- nesi bar ég fram tvær tillögur. Til- laga þess efnis að Fljótsdalsvirkjun skyldi fara í lögformlegt umhverfls- mat var samþykkt í undirbúnings- hópnum. Siv Friðleifsdóttir fagnaði því að þessi tillaga kæmi fram frá kjördæmisþingi Reyknesinga." Þetta segir Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi formaður Sólar í Hval- firði. Mikill ágreiningur hefur verið uppi inilli Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra og nokkurra flokks- bræðra hennar um afstöðu hennar til lögformlegs umhverfismats á Fljótsdalsvirkjun á síðasta flokks- þingi. „Öllum má því vera ljóst að Siv Friðleifsdóttir, sem var formaður/ hópstjóri umhverfishópsins, var hefur fallist á að greiða þær, en hafnar því að félaginu beri skylda til að greiða miskabætur." Sigurbjörn sagði að hafni Trygg- ing kröfunni verði félaginu trú- lega stefnt á grunni þess að því at- hæfi, sem lýst er í skýrslu heil- brigðiseftirlits eftir heimsókn á veitingastaðinn, falli undir það að teljast stórfellt gáleysi. í skýrsl- unni segir m.a. að „þrifum var ábótavant í eldhúsi, kælum og frystmn. Kjúklingar voru afþýddir í eldhúsinu utan kælis. Kross- mengunarhætta í eldhúsi var mik- þessu samþykk, þar sem hún gekk frá og lagði fram þau drög sem voru lögð fyrir þingið," segir Ólafur. „í drögunum var tillagan inni. Ef til- lagan var ekki samþykkt í umræðu- hópnum, var hún þá komin frá Siv Friðleifsdóttur eða hvernig komst hún i drögin? Jafnframt lagði ég fram tillögu um að íslendingar ættu að staðfesta Kyoto-bókunina og gerast stofnaðil- ar að henni. Þessi tillaga var hins vegar ekki samþykkt í umræöu- hópnum. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra veit greinilega ekk- ert um hvað hún er að tala þegar hún vísar til samþykkta flokks- þingsins. Hið sanna í málinu er að það var forysta flokksins sem óskaði eftir því að málefni Fljósdals- virkjunar færu ekki í atkvæða- greiðslu á flokksþinginu. Forysta il vegna þrengsla og voru kjúkling- ar hlutaðir sundur á sama svæði og grænmeti var útbúið í salatb- ar.“ Fyrrverandi rekstraraðila verð- ur einnig stefnt með tryggingafé- laginu, ef af verður, en málið reyn- ir fyrst og fremst á hagsmuni tryggingafélagsins, sem borgar brúsann. Þetta mál hefur tvímæla- laust fordæmisgildi fyrir önnur sambærileg tilvik. Eigendaskipti hafa orðið á umræddu veitinga- húsi eftir að hópsýkingin kom upp. -JSS flokksins kaus því að leita ekki eft- ir umboði flokksþings í málinu. Því hefur flokkurinn ekki komist að lýðræðislegri niðurstöðu í málefn- um Fljótsdalsvirkjunar. Ég vil þvi skora á Siv Friðleifsdóttur að kynna sér samþykktir flokksþingsins og afla sér upplýsinga um þær umræð- ur sem fóru fram í umhverfishópn- um á flokksþinginu. Ég hef lítinn áhuga að ræða frekar rangfærslur og útúrsnúninga Sivjar Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra. Menn og konur bera mismikla virðingu fyrir sannleikanum og sannfæringu sinni. Siv er greinlega ekki berg- numin af virðingu fyrir sannleikan- um. Afstaða Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra er ekki aðalat- riði þessa máls og ljóst að hún hef- ur lítið um málið að segja." -JSS Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, afhendir Guðnýju Halldórsdóttur blómvönd frá íbúum Snæfellsbæjar. DV-mynd PSJ Ólafur M. Magnússon: Siv ekki bergnumin - af viröingu fyrir sannleikanum Stuttar fréttir r>v Evrópuhiti Hítamet í september var nær því slegiö í Reykjavík í gær þegar hitinn mældist 17 stig. Búist er við svipuðum hita í dag en metið í september er 18,5 stig. Mildu veðri er spáð út vikuna Vinir Stöð 2 er reiðubúin til að veita Ríkisisút- varpinu aðgang að myndlykla- kerfi sínu ef ríkið ræðst í stofnun nýrrar sjónvarpsrásar fyrir áskrifendur. Morgunblaðið greindi frá. Háskólaflugur Geitungar hafa truflað kennslu í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla ís- lands að undanfómu með því að fljúga inn um opna glugga í kennslustofum. Nemendur eru hræddir en enginn hefur verið stunginn, að sögn Morgunblaðs- ins. Sjampó út Hollenska risakeðjan Naturdis hefur pantað sjampó og hámær- ingu frá fyrirtækinu Jurta-gulli í Keflavík og hyggst selja ytra, sam- kvæmt fréttum Dags. Kjúklingastuðningur Starfsfólk Reykjagarðs, sem framleiðir Holtakjúklinga, hefur í yfirlýsmgu lýst því yfir að það beri fullt traust til fyrirtækisins og framleiðslu þess. Hefur undirskriftalisti verið sendur út því til staðfestingar. Dagur segir frá. Lausaieikur Lausaleiksbörn hafa aldrei fæðst fleiri hér á landi, að sögn Dags. 15 prósent allra barna sem fæðst hafa síðustu tvö árin em getin utan hjónabands. Forsetinn austur Opinber heimsókn Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta íslands, um Múiasýslur og Fjarðar- byggð hófst klukkan 8 i morgun á Hótel Héraði þar sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði tók á móti hon- um. Þaðan var haldiö til Reyðar- fiarðar. Hass í Borgarnesi Stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið í Borgamesi var upplýst fyrir síðustu helgi þegar lögreglan þar lagði hald á 80 grömm af hassi. Eigendurnir voru á þrítugsaldri. Erfðarannsóknir Urður, Verðandi, Skuld hóf rannsóknarstarfsemi sína í síð- asta mánuði og mun leggja megin- áherslu á erfðarannsóknir með tilliti til krabbameins. Mikill áhugi er á rannsóknum fyrirtæk- isins, bæði hér heima og erlendis, að sögn Morgunblaðsins. Ný orgel Tvö ný kirkjuorgel vora vígð í Reykjavík um síðustu helgi, ann- að í Neskirkju, hitt í Langholts- kirkju. Laun fyrir ekkert Fimm borgarfulltrúar í Reykja- vík sem sátu í atvinnu- og ferða- málanefnd fá enn greidd laun þó svo að nefnd- in hafi verið lögð niður í april. Hafa nefndarmenn- imir fengið greiddar 700 þúsund krónur í laun á þessu ári fyrir setu í nefnd sem er ekki til, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar borgarfulltrúa. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.