Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Verðbólguspár eldast illa í upphafi þessa árs spáöu Seðlabankinn og Þjóöhags- stofnun um 2,5% verðbólgu á árinu öllu. Þá þegar taldi DV í leiðara þessar spár vera rangar, sagði verðbólguna örugglega mundu fara mun hærra, hugsanlega yfir 5%. Nú er ljóst, að verðbólgan fer yfir 6% á þessu ári. í leiðara DV var sagt, að Seðlabankinn og Þjóðhags- stofnun væru húsbóndahollar stofnanir, sem ekki vildu valda ríkisstjórninni erfiðleikum í aðdraganda alþingis- kosninga. Þjóðhagsstofnun svaraði gagnrýninni fúllum hálsi, en svör hennar hafa reynzt vera ómerk orð. Samfylkingin reyndi að gera verðbólguna og innflutn- ingshallann að kosningamáli í vor, en uppskar ekki ann- að en aðhlátur úr Háskólanum, þar sem helzti brandara- karlinn hefði mátt vita betur. Enginn vildi frekar en venjulega hlusta á boðbera válegra tíðinda. 6% verðbólga í umheimi 2% verðbólgu er mjög alvar- legt mál, þótt sumum henti pólitískt að loka augunum fyrir því. Eftir áramótin hefjast kjarasamningar að nýju og þá munu forkláruðustu bjartsýnismenn sjá, að óhófleg verðbólga hleður upp óþægilegum vandamálum. Það eina, sem hefur farið öðruvísi en sjá mátti fyrir í janúar þessa árs, er hækkun benzínverðs á alþjóðamark- aði. Sú hækkun er þó ekki meiri en svo, að hún nemur ekki einu sinni mismuninum á 5% og 6% hækkun. Rík- issjóður hefur hins vegar magnað hana með skatti. Fyrir utan benzín- og fasteignaverð sker verðhækkun matvæla í augu. Þau hafa hækkað um 6% á einu ári. Sú hækkun var fyrirsjáanleg, enda hefur DV nokkrum sinn- um varað við því í leiðurum, að aukin fákeppni á mat- vörumarkaði mundi magna verðbólguna í landinu. Samráðin í fákeppni matvörumarkaðarins felast í að halda prósentubilum milli tegunda verzlana eftir þjón- ustustigi þeirra, en ýta öllu verðlaginu svo hægt upp á við, að enginn taki eftir því meðan það er að gerast. Þannig hefur matvara hækkað um 6% á einu ári. Forsætisráðherra hefur af annarlegum ástæðum tekið undir þessa lýsingu á ástandi matvörumarkaðarins. Það hentar honum að sjá með röntgenaugum, þegar meintir óvinir eru að maka krókinn, en setja kíkinn jafnan fyrir blinda augað, þegar kolkrabbinn þarf að fita sig. Þjóðhagsstofnun og Seðlabankinn áttu í ársbyrjun að geta séð fram á meginhluta fasteignaverðbólgunnar, alla matvöruverðbólguna og hluta benzínverðbólgunnar. Verðbólguspár þessara stofnana í upphafi árs stöfuðu annað hvort af fáfræði eða húsbóndahollustu. Nú er fyrri forstjóri kominn aftur til Þjóðhagsstofnun- ar og eðlilegri hljóð farin að heyrast þaðan. Þar og ann- ars staðar eru menn sammála um, að verðbólgan sé orð- in svo grafalvarleg, að stjórnvöld þurfi að grípa til að- gerða til að hægja á framkvæmdagleði þjóðarinnar. Þegar er ljóst, að fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun og Reyð- arfjarðarálver verða eins og eldur á olíu núverandi verð- bólgu. Þessar framkvæmdir eru því þjóðhagslega óhag- kvæmar um þessar mundir, burtséð frá kenningum um, að þær séu almennt séð úreltar og ekki vistvænar. Vextir eru óhjákvæmilega farnir að hækka og munu halda áfram að hækka, þótt vaxtastig sé hér þegar kom- ið himinhátt yfir það, sem þekkist í nágrenninu. Með há- um vöxtum á að dempa framkvæmdagleðina. Þetta er gamalkunnugt lyf, sem hefur miklar aukaverkanir. Við verðum á næstu misserum að borga brúsann af of lágum verðbólguspám í byrjun kosningaárs og tilheyr- andi frestun aðgerða fram í óefni líðandi stundar. Jónas Kristjánsson „Hvað ætti þá að gera við gömiu sjúkrahúsin? Hentar Borgarspítalinn sem hótel? Gæti Landspítalinn nýst í menntakerfinu, í tengslum við háskólann? - Allt virðist þetta þó fjarlægt." Eitt sjúkrahús, ein bygging viðfangsefna til þess að halda færni er sam- þjöppun nauðsynleg. Nú hafa verið stigin ákveðin skref til þess að auka hagkvæmni í rekstri stóru sjúkra- húsanna. Einn forstjóri hefur verið ráðinn og verið er að vinna að skýrari verkaskipt- ingu. Allt bendir til að þetta sé til verulegra bóta. Hins vegar kemur fljótt í ljós að aðstaðan er í sumum tilvikum erfið til hagræðingar, tvö stór sjúkrahús með talsverðri vegalengd á milli. Ýmsar greinar verða að vera á báðum „Við þessar aöstæöur hafa nokkrir læknar ritaö merkar greinar um hagkvæmni þess aö leggja baöum stóru spítölunum og byggja einn nýjan. (“When you dream, dream big“). Sjálfur hef ég aldrei litiö á þetta sem raunhæfan möguleika.“ Kjallarinn Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur Á undanförnum árum hafa menn mjög rætt um sam- einingu sjúkrahúsa eða samkeppni þeirra á milli og er þá fyrst og fremst átt við stóru sjúkra- húsin í Reykjavík. Þar hafa tekist á sjónarmið, annars vegar nauðsyn sam- keppni og hræðsla við stórt bákn og hins vegar nauðsyn þess að koma í veg fyrir tvítekningu í heilbrigðiskerfinu. Þegar læknisfræðin verður æ sérhæfð- ari og tæki og bún- aður dýrari er erfitt að deila takmörkuð- um fjármunum til tvítekninga. Það leiðir til lakari tækjabúnaðar og samkeppni sem verður fyrst og fremst um fjármuni frá ríkinu. Til að fylgjast með framförum Til þess að geta fylgst með i fram- förum læknisfræðinnar verður þessi 280 þúsund manna þjóð að verja takmörkuðum fjármunum skynsamiega. Þar með er ekki öll sagan sögð. Mörg svið læknisfræð- innar eru þess eðlis að sjúklingar eru margir og ekki þarf dýran tækjabúnað. Slík starfsemi getur hæglega verið dreifð og samþjöpp- un hefur i för með sér takmarkað- an eða engan ávinning. Þar sem sjúklingar eru fáir, tækjabúnaður dýr og læknir þarf ákveðinn fjölda sjúkrahúsunum, bráðamóttaka og slysadeiid kalla á ákveðna sér- fræðiþjónustu og þverfagleg sér- fræðiþekking er oft nauðsynleg sem og að tilvera einnar sérgrein- ar kallar oft á nærveru annarrar. Ein bygging? Við þessar aðstæður hafa nokkrir læknar ritað merkar greinar um hagkvæmni þess að leggja báðum stóru spítölunum og byggja einn nýjan. (“When you dream, dream big“). Sjálfur hef ég aldrei litið á þetta sem raunhæfan möguleika. Þegar barist er árlega við hefðbundinn rekstrarhalla Landspítalans ca 300 m. kr. með tilheyrandi erfiðleikum hefur mér fundist slík stórfjármögnun óhugs- andi. En tímarnir breytast og menn- irnir með. Landspítalinn er með sínum byggingum 70 þfm að stærð. Ekki þarf lengi að skoða þá tölu til að sjá að nýr spítali þyrfti að vera 150-200 þfm að stærð. Landspítalinn er verulegur um- ferðarvaki og veldur á álagstímum miklum þunga á umferðarkerfi og bílastæði. Við Vífilsstaði á Land- spítalinn um 160 ha. land. Menn geta leikið sér að hugmyndinni um nýjan spítala þar. Sumir nefna land Keldna eða aðra staði. Dálítið villtar hugmyndir Rekstur Landspítala og Sjúkra- húss Reykjavíkur kostar um 18-20 milljarða á ári. Ef gert er ráð fyrir að spara megi um 10% i rekstri í einu húsi gæti það numið um 1,8-2,0 milljörðum á ári. Og sé gert ráð fyrir að nýr spítali kosti um 30 milljarða og hann væri fjármagnaður með 30 ára láni gæti sparnaður staðið undir afborgunum og vöxtum. Allt eru þetta dálítið villtar hug- myndir. Hvað ætti þá að gera við gömlu sjúkrahúsin? Hentar Borgarspítal- inn sem hótel? Gæti Landspítalinn nýst í menntakerfinu, í tengslum við háskólann? Allt virðist þetta þó fjarlægt. En eigi að síður virð- ist það eiga rétt á sér að gera hag- kvæmniathugun, kanna hve mikið sparast við rekstur stóru spítal- anna ef þeir væru í einni bygg- ingu. Guðm. G. Þórarinsson Skoðanir annarra Grundvöllinn vantar „Kannski veldur fullyrðingaráráttan samfara rök- leysunni því að menn verða orðlausir með aldrinum. Sem þýðir að þegar menn loks eru fullþroska hætta þeir að nenna að taka til máls. Orðnir leiðir á eigin snili... Nú fyrir skemmstu fór af stað svolítið spenn- andi tal í blöðum og á götum úti varðandi listastarf- semi í Ámessýslu. Um listaskálann hans Einars Há- konarsonar í Hveragerði og um réttleik eða rangleik rekstrarins á Listasafni Árnesinga á Selfossi sem reyndar hefur ekki heyrst nefnt á nafn fyrr en þetta, allt í einu, um áratugaskeið. Manni fannst að nú væri eitthvað að fara af stað. En allt i einu þögnuðu allar raddir. Hvers vegna? Trúlega vegna þess að sjálfan grundvöllinn undir umræðuna vantaði. Eyvindur Erlendsson i Lesbók Mbl. 18. sept. Móðgun við landsbyggðarmenn? „Mér finnst fyrir neðan allar hellur hvemig Ámi Johnsen talar um að það sé móðgun við landsbyggð- armenn að flytja flugvöllinn eitthvað annað. Eins og það sé óæðra fólk hér á Suðurnesjum til að taka á móti landsbyggðarfólki. Mér finnst alveg fáránlegt að tala svona. Ég mótmæli því harðlega að svona sé borið á borð fyrir vel gefið fólk. Að kalla þetta móðg- un við landsbyggðina er með ólíkindum og furðulegt að það skuli koma frá landsbyggðarþingmanni að það megi ekki flytja eitt einasta starf úr miðbæ Reykjavíkur eitthvað annað út fyrir svæðið." Kristján Pálsson alþm. í Degi 18. sept. Til hvers ríkisrekið sjónvarp? „Ríkissjónvarpið hefur ekki skapað sér jafnmikla sérstöðu á fjölmiölamarkaðnum og Ríkisútvarpið, Rás 1, hefur gert. Rás 1 hefur einbeitt sér að því að halda úti upplýsandi frétta- og menningardagskrá af þeim toga sem einkastöðvarnar hafa ekki haft áhuga á. Hlutverk Ríkissjónvarpsins ætti að vera hið sama, að sinna því efni sem áhorfendur finna hvergi ann- ars staðar. Til hvers ættum við annars að hafa rík- isrekið sjónvarp?" Ur forystugrein Mbl. 19. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.