Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 18
* ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 26 Sport JDV BÓnadar ’KvwkiN' t ftimm m BVKKINN 1- 0 Ellert Jón Bjömsson (12.) 2- 0 Finnbogi Llorens (28.) 3- 0 Guðjón Sveinsson (55.) 3-1 Sigurður Logi Jóhannesson (70.) Lið ÍA: Guðmundur Skúli Margeirs- son, Lúðvík Gunnarsson, Jóhannes Gislason, Hjálmur Hjálmsson, Finnbogi Llorens, Grétar Rafn Steinsson, Baldur Aðalsteinsson, Ellert Jón Bjömsson, Guðjón Sveinsson, Helgi Reynir Guð- mundsson, Aimar Viðarsson (Helgi Valur Kristinsson 78.). Þjálfari: Hafliði Páll Guðjónsson. Lið Fylkis: Róbert Gunnarsson, (Kristján Andrésson 85.), Amar Þór Úlf- arsson (Guðmundur Hauksson 61.), Dagur Kristjánsson, Ólaiúr Ingi Skúla- son, Bogi Ragnarsson (Ámi Þorgrímur Kristjánsson 63.), Steinn Svanþórsson, Magnús Jónsson, Jón B. Hermannsson (Theódór Óskarsson 34.), Bogi Guð- mundsson (Hörður Harðarson 85.), Sig- urður Logi Jóhannesson, Bjöm Ás- bjömsson. Þjálfari: Sigurður Þórir Þorsteins- son. Lúðvík Gunnars\ son, fyrirliði 2. flokks ÍA, lyftir hér elsta bikarnum sem keppt er um á íslandi og þann eina sem enn er í notkun frá upphafi keppni. DV-myndir Oskar Bikarmeistarar IA flokki 1999 Markaskorarar ÍA í leiknum fagna saman með bikarinn en mikil sigurgleði var í hópi Skagamanna eftir leik, bæði hjá leikmönnum og svo hjá fjölmörgum áhorfendum sem mættu á Valbjarnarvöll. Frá vinstri talið: Ellert Jón Björnsson, Finnbogi Llorens og Guðjón Sveinsson. Hér fyrir neðan er síðan hópmynd af nýkrýndum bikarmeisturum Skagamanna í 2. flokki karla. þeir unnu Fylkismenn 3-1 í úrslitum Skagamenn urðu bikarmeistarar á dögunum í 2. flokki karla í sjöunda sinn eftir góðan sigur á Fylki, 3-1, í úrslitaleik á Valbjamarvelli. ÍA var mun sterkari aðilinn í leiknum, enda mjög léttleikandi og skemmtilegt lið hér á ferðinni. ÍA tókst að rjúfa tveggja ára sigurgöngu Valsmanna í keppninni en Valur féll út fyrir KR í fyrstu umferð sem aftur datt út fyrir Fylki í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukepppni. í undanúrslitum unnu Skagamenn síðan Keflvíkinga, 4-2, og Fylkir vann FH, 4-0. Að sögn Lúðvíks Gunnarssonar, fyrirliða ÍA, var bikarinn viss sárabót fyrir ÍA þar sem það hafði misst af íslandsbikarnum til KR-inga þrátt fyrir að hafa verið síður en svo með slakara lið í sumar. Mörg leiðindamál hafi komið þar inn og spillt fyrir liðinu en af þeim orsökum kom það enn ákveðnara til leiks í bikarúrslitaleiknum og vann öruggan sigur. Fylkismenn voru þó óheppnir. Þeir byrjuðu leikinn mjög illa og klúðruðu síðan góðum færum í seinni hálfleik sem hefðu komið þeim aftur inn í leikinn. Skagamenn léku skemmtilegan bolta með hinn smáa en knáa Almar Viðarsson í broddi fylkingar en Almar og Ellert Jón Bjömsson voru bestu menn Skagans í annars góðri liðsheild. Fáir ganga upp í vetur hjá ÍA og Skagamenn verða þvi afar sterkir á næsta ári í 2. flokki. Nú er bara að sjá hvort meistaraflokkur leikur þetta eftir 2. flokknum og vinnur bikarinn á sunnu- dag. -ÓÓJ ÍA (2) 3 Fylkir (0) 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.