Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Viðskipti______________________________________________________________________________________pv Þetta helst: ... Viðskipti á Verðbréfaþingi námu alls 745 m.kr. ... Viðskipti með hlutabréf námu 375 m.kr. og voru þau mest með bréf Eimskipafélagsins fyrir 126 m.kr., með bréf Baugs fyrir 51 m.kr. og með bréf Marels fyrir 48 m.kr. ... Mest hækkun varð á verði bréfa Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, 8,9%. Hagræðing og samein- ing hjá bönkunum - bankamenn sammála Forsvarsmönnum banka og sparisjóða ber saman um að hag- ræðing og samruni sé fram undan á íslenskum bankamarkaði enda bera miklar hækkanir á gengi hluta- bréfa í bönkunum vott um talsverð- ar væntingar í þá átt. Sýnt þykir að íslandsbanki muni knýja fastast á um samruna viðskiptabanka sem skýrist m.a. af því að bankinn er kominn lengst á braut hagræðing- ar. í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær, er að finna viðtöl við við- skiptaráðherra og forsvarsmenn banka og sparisjóða þar sem þeir lýsa framtíðarsýn sinni um hag- ræðingu og sameiningu á banka- markaði. Samruni tímaspursmál Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir ráðherranefnd um einkavæðingu með ýmsa kosti til skoðunar. Ef litið sé til þróunar í Evrópu á síðustu árum megi búast við að það sé einungis tímaspurs- mál hvenær samrunahrina gangi yfir íslenskan fjármálamarkað. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir m.a. að aukinn þrýstingur á stækkun ein- inga geti hlotist af endurskoðun svonefndra CAD-reglna sem mæla fyrir um eiginfjárhlutfall lánastofn- ana. Nýjar reglur á því sviði kunni að valda auknum þrýstingi á stækk- un eininga hér á landi þannig að til verði eining sem geti tryggt hag- stæðari lánskjör fyrir íslenskt at- vinnulíf. Það sé augljóst að til að ná stærðarhagkvæmni í bankakerfínu hljóti Landsbankinn að verða virk- ur þátttakandi í þeirri þróun sem fram undan sé. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að í mörg- um tilfellum megi ná fram aukinni hagræðingu með samruna rekstrar- eininga í bankaþjónustu. Hins veg- ar séu mörg dæmi erlendis um sam- einingu þar sem sameining fyrir- tækja hafi misheppnast. Litlar ein- ingar geti þannig búið yfír verð- mætum sem kunni að glatast við sameininguna. Neita báðir Forsvarsmenn íslandsbanka og Landsbanka, þeir Halldór J. Krist- jánsson og Valur Valsson, neita báð- ir að orðrómur um að sameining Is- landsbanka og Landsbanka sé á teikniborðinu eigi við rök að styðj- ast og Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra segir ekkert að gerast í samrunamálum fjármálafyrirtækja í eigu ríkis um þessar mundir. Sam- runi einhverra fjármálafyrirtækja komi hins vegar til greina ef hann leiði til hagræðingar sem lækki kostnað og minnki vaxtakostnað heimila og fyrirtækja í landinu. Staða FBA óráðin Staða FBA er talsvert óráðin og ljóst er að nýrra eigenda bíður það hlutverk að ákveða ffamtíðarhlut- verk bankans í samráði við þann hóp hluthafa sem kenndur er við Orca. Forsvarsmenn viðskiptabank- anna og sparisjóðanna útiloka ekki að þeir muni taka þátt í fyrirhug- uðu útboði FBA en Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, segir þó íslandsbanka aðeins sækjast eftir litlum hlut ef til kæmi. -bmg Végið að arðsemi íslenskra fyrirtækja - segir Ingólfur Bender, hagfræöingur Samtaka iðnaðarins Ingólfur Bender, hagfræð- ingur samtaka iðnaðarins. tæp 15% en tekjumar hafa aukist um rúm 8%. Rúmlega fjórar krónur af hverjum tíu sem fyrirtækin höfðu í hagnað fyrir ári era horfnar," seg- ir Ingólfur. Hverju er um að kenna Ingólfur segir að þau framleiðslufyrir- tæki sem hér um ræðir og eru á Verð- bréfaþingi íslands séu mjög ólík og starfi í Framleiðslufyrir- tæki, sem eru á Verð- bréfaþingi íslands, eru mjög ólík og starfa í ólíku samkeppnisum- hverfi. Þessi fyrirtæki eiga það hins vegar sameiginlegt að búa við hækkandi launakostn- að hér innanlands sem er langt umfram það sem keppninautar þeirra erlendis þurfa að takast á við. Þetta veg- ur að arðsemi þeirra. Þetta kemur fram í máli Ingólfs Benders, hagfræðings Samtaka iðnaðarins. „Ef við lítum sérstaklega á þau fyrirtæki sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands og eru í málmiðnaði, kemur í ljós að afkoma þeirra hefm versnað talsvert frá því í fyrra. Rekstrarkostnaður hefur vaxið um mjög ólíku samkeppnisumhverfi. Margir og oft lítt skyldir þættir hafa áhrif á afkomu þeirra og er það ástæða þess að nokkur þeirra skila viðunandi og jafnvel góðri afkomu. „Ef litið er sérstaklega á þau fyrir- tæki á þinginu, sem eru í málmiðn- aði, kemur i ljós að afkoma þeirra hefm versnað talsvert ffá því í fyrra. Rekstrarkostnaður hefur vaxið um tæp 15% en tekjmnar hafa aukist um rúm 8%. Þessi þróun kemm ekki á óvart. Undanfarin misseri og ár hafa laun í málmiðnaði hér á landi hækkað verulega umfram það sem gengm og gerist í nágrannalöndun- um. Á síðasta ári voru launahækk- anir í greininni hérlendis 11,6% sam- anborið við 5,7% í Svíþjóð, 4,7% í Noregi, 3,9% í Danmörku og 3,2% í Finnlandi. Samanlagt hafa laun í ís- lenskum málmiðnaði hækkað um 22,7% á síðustu tveim árum. Næstir okkm í þessum málum komast Svíar með 10,4%“, segir Ingólfm. Munar meira en helmingi Ingólfur segir að þegar við blasi miklar launahækkanir eigi stjórn- endur fyrirtækja í reynd ekki nema tveggja kosta völ og báða slæma. „Þeir geta velt launahækkunum út í verðlagið og boðið þar með heim þeirri hættu að markaðshlutdeild þeirra skerðist eða tekið hækkanim- ar á sig og skert þar með hagnaðinn. Stjórnendur hafa neyðst til að nýta báðar þessar leiðir að einhverju marki undanfariö." Að mati Ingólfs er innlendri þenslu öðru fremm um að kenna. „Sökum ófullnægjandi aðhalds í íjár- málum hins opinbera hafa útgjöld þjóðfélagsins vaxið svo mjög að framleiðendur tapa bæði hagnaði sínum og markaðshlutdeild. Fái stjórnvöld beitt nægu aðhaldi er eins víst að afkomuþróunin snúist við. Verði stjórnvöld ekki svo hyggin er hætt við því að enn harðni á dalnum. Það er því fyrst og fremst á ábyrgð stjórnvalda, hvort sem mönnum lík- ar það betur eða verr, hvert fram- haldið verðm,“ segir Ingólfm að lok- um. -bmg Hagnaður Rekstur Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri skilaði tæplega 5 millj- óna króna hagnaði fyrstu sex mán- uði ársins. Afkoman nú er til muna betri en á sama tímabili í fyrra þeg- ar hagnaðurinn nam 1,3 milljónum Skipamiðlunin Bátar & Kvóti iími: 568 3330 hup://www.vortcx.is/~skip/ Gúmmívinnslunnar 5 milljónir kr. - besta uppgjör frá upphafi króna og er þetta raunar eitt besta milliuppgjör Gúmmívinnslunnar frá upphafi. Sterk fjárhagsstaða Eignir Gúmmívinnslunnar í lok júní sl. námu 160,3 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 107,5 milljónum króna og jókst um rúm- ar 10 milljónir króna á milli ára eða um 10,6%. Eiginfjárhlutfall var 67% samanborið við 63% árið áður. Skuldir námu 52,8 milljónum króna.Veltufé frá rekstri nam 7,8 milljónum króna og veltufjárhlut- fallið var 3,03. Hjá Gúmmívinnsl- unni starfa 15 manns og eru hlutabréf fé- lagsins skráð á Opna tilboðsmarkaðinum. Aukning á ýmsum sviðum „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu enda milliuppgjörið eitt hið besta sem Gúmmívinnslan hef- ur sýnt. Umsvif fyrir- tækisins hafa verið að aukast, eins og Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar veltutölur sýna, og má rekja það til meiri sölu á þeim vörum sem við framleiðum. Þær deild- ir sem eru að sýna meiri veltu eru eink- um sjávarútvegsdeild- in, þar sem veltan jókst um 45% á milli ára, og endurvinnslu- deildin sem sýndi enn meiri veltuaukningu," segir Þórarinn Krist- jánsson, framkvæmda- stjóri Gúmmívinnsl- unnar. -bmg Leiðtogaþjáifun ISAL Stjómunamám, sem hlotið hefur nafnið Leiðtogaþjálfun ISAL, hefst formlega í dag. Námið er ætlað stjórnendum og millistjórnend- um Islenska ál- félagsins til að gera þá hæfari i starfi. Námið dreif- ist á tvo vetur og eru námslok áætl- uð vorið 2001. Námið er röð nám- skeiða sem saman mynda eina heild. Námskeiðin voru valin með hliðsjón af þörfum ISAL og þeim þáttum sem stjómendur þurfa að tileinka sér til að auka skilvirkni sína. Gjaldeyrismál spá 4,7% verðbolgu Tímaritið Gjaldeyrismál gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1-0,6% i næsta mánuði. Gjald- eyrismál, sem gefin eru út af Ráðgjöf og efnahagsspám ehf., spá því að verð- bólga frá upphafi til loka þessa árs verði 4,7% miðáð við stöðugt gengi. FBA kaupir í Samvinnu- sjóðnum Fjárfestingarbanki atvinnuiífsins hf. hefur fest kaup á 8% hlut í Sam- vinnusjóði íslands hf., að nafnvirði 67,3 milljónir króna. FBA átti ekki hlutabréf í félaginu fyrir þessi kaup en er nú orðinn einn af stærstu hlut- höfum í Samvinnusjóði íslands. Heitir nú Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. Nafni Hraðfrystihússins hf. hefur nú verið breytt í Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. Fyrirtækið hefur sent Verðbréfaþingi íslands staðfestingu á nafnbreytingunni og mun hið nýja nafn framvegis birtast í yfirlitum þingsins. Jafnframt hefur verið skráð hlutafjáraukning sem átti sér stað við samruna Hraðfrystihússins hf. og Gunnvarar hf. og er skráð hlutafé fé- lagsins nú kr. 598.900.226. Framtíðin í höndum hluthafa FBA í kjölfar sölunnar á 51% hlut rikis- ins verður framtíð FBA alfarið í hönd- um bjóðenda og ann- arra hluthafa, segir Hreinn Loftsson, for- maður Framkvæmda- nefndar um einka- væðingu. „Við ffum- söluna er reynt að hafa áhrif á að dreift eignarhald sé tryggt. Hluthafar bankans eiga hins vegar síðasta orðið,“ segir Hreinn í samtali við Viðskiptablaðið. Mikil viðskipti Það hefur vakið mikla athygli að undanfórnu hversu mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf í Eimskip undanfarið. í gær námu viðskipti með bréf félagsins 127 milljónir og síðastliðna 30 daga nema viðskiptin einum milljarði króna. Þá hefur gengi bréfanna hækkað nokkuð. Stöðugur hagvöxtur Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var hagvöxtur 3,6% á Spáni, borið saman við sama tíma í fyrra. Á milli fyrsta og annars ársfjórðungs jókst hagvöxtur hins vegar um 0,39%. Vöxtur hefur verið nokkuð stöðugur og er búist við áframhaldandi vexti. Hins vegar er mikið atvinnuleysi enn vandamál á Spáni en það er um 12%. Aukinn halli Viðskiptahalli evru-svæðisins hef- ur aukist nokkuð undanfarið. í júlí var hallinn um 8,2 milljarðar evra sem er mesti halli í einstökum mán- uði á þessu ári. Hallinn getur hugs- anleg skýrst af lágu gengi evrunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims. Vextir lækkaðir í gær var tilkynnt að Seðlabanki Noregs myndi lækka vexti sína um 0,5%, í 7,5%. Þetta er í fimmta sinn sem vextir eru lækkaðir í Noregi á þessu ári. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.