Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 33
DV FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 37 Sinilluarit er fyrsta grænlenska stuttmyndin sem sýnd er á Nor- disk Panorama. Sýningar frá morgni til kvölds Það er úr mörgu að velja á Nor- disk Panorama-hátíðinni sem fram fer í Háskólabíói og eru sýn- ingar á stuttmyndum og heimild- armyndum frá morgni til kvölds. Meðal forvitnilegra kvikmynda sem sýndar eru í keppninni eru Valgaften (Kosningakvöld). Dan- mörk. Leikstjórinn Anders Thom- as Jensen fékk óskarsverðlaunin 1999 fyrir Valgaften sem bestu stuttmynd ársins. Give us our skeletons! (Skilið beinagrindunum okkar!). Sama- land. Heimildarmynd um baráttu Sama fyrir að jarðsetja í heima- landi sínu beinagrindur sem varð- veittar eru í Anatomisk Institut í Ósló. Leikstjórinn Paul-Anders Simma hefur hlotið mörg verð- laun fyrir stuttmyndir. De ydmygede (Hin auðmýktu). Danmörk. Heimildarmynd eftir Jesper Jargil um leikstjórann Lars von Trier og tilurð kvik- myndar hans Idioteme. Haru - de ensammas ö (Ham - eyja hinna einmana). Finnland. Heimildarmynd unnin upp úr 20 klst. efni sem skáldkonan heims- fræga Tove Jansson (Múmínálfamir) og vinkona hennar tóku upp á ámnum 1970-9. Sinilluarit (Góða nótt Græn- land). Leikstjórinn Inuk Silis Hoegh er hér með fyrsta framlag Grænlendinga á Nordisk Panorama, um afbrýðisaman eig- inmann og hugleiðingar hans að næturlagi. Upplestur í Gerðarsafni Vetrarstarf Ritlistarhóps Kópa- vogs hefst í dag í Gerðarsafni kl. 17 með upplestri Guðjóns Friðriks- sonar úr seinna bindi af ævisögu Einars Benedikts- sonar. Einnig mun hann segja ffá heimildaöflun við ritun verksins. Robert Dell í Lista- saíninu á Akureyri Robert Dell, listamaðm- frá New York, sem dvelur á íslandi um þessar mundir, mun halda fyrirlestur um aðferðir sinar og rannsóknir í Lista- safninu á Ak- Samkomur í kvöid ________________kl. 21. Dell hefúr viðhaft óvenjulegar aðferðir í listsköpun sinni frá árinu 1988 og notað háþróaða tækni við gerð skúlp- túra, m.a. notað jarðvarma. Aðalfundur Foreldra- félags sykursjúkra bama í kvöld mun Foreldrafélag sykur- sjúkra bama og unglinga halda aðal- fund félagsins í veitingahúsinu Sólon Islandus, Bankastræti. Fundurinn hefst kl. 2030 með venjulegum aðal- fundarstörfum. Síðan mun hópur, sem fór á vegum samtakanna i sum- arbúðir í Skotlandi, kynna ferðina. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður í kvöld kl. 20.30 í Hamraborg 10. Guðjón Friðriksson. Alla og Anna Sigga á Norðurlandi I dag hefja þær stöllur Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, betur þekktar undir nöfnunum Alla og Anna Sigga, söngferðalag um Norðurland. Munu þær flytja ís- lensk söng- og dægurlög fyrri ára. Fyrsta skemmtun- in er í Kaffl Krók á Sauðárkróki í kvöld kl. 21. Á morgun verða þær í bamaskólanum á Kópaskeri og á laugardag í íþróttasal Borgarhólsskóla á Húsavík kl. 15 og i Deiglunni á Akureyri kl. 21. Á sunnudag verða þær svo í Félagsheimilinu í Grímsey kl. 21. Dagskrá þeirra samanstendur af lögum eftir ís- lenska höfunda til dæmis Hallbjörgu Bjamadóttur, Ingibjörgu Þorbergs, Freymóð Jóhannesson, Oliver Guðmundsson o.fl. Anna Sigríður hefur getið sér gott orð fyrir blæ- brigðarika altrödd sína og óvenju hlýja og líflega sviðsframkomu. Anna Sigríður hefur komið fram _________________________sem einsöngvari við CLjmunI 'iiiíi' ýmis tækifæri þar OKemmiamr sem hún hefur flutt -------------------------kirkjulega jafnt sem vercddlega tónlist, klassík, blús og gospel. Hún hefur komið fram með ýmsum sönghópum, svo sem söng- hópnum Emil og Anna Sigga og sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Aðalheiður Þor- steinsdóttir hefur annast undirleik fyrir léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur ásamt fjölda annama kóra og einsöngvara. Einar Ben. Djassað verður í kvöld á veitingahúsinu Einari Ben. þegar djasshljómsveit Þorsteins Eiríkssonar mætir til leiks. Hefur sveitin leik kl. 22 og leikur til 24. Anna Sigga syngur íslensk lög á söngskemmtunum á Norð- urlandi rigning Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Súld eða dálítil rign- ing við suðaustur- og austurströnd- Veðrið í dag ina, en annars skýjað en að mestu þurrt. Hiti 3 til 12 stig. Höfuðborgarsvæðið: Hæg breytileg átt í dag, en norðan 5-8 m/s í kvöld. Skýjað en að mestu þurrt. Hiti 5 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.27 Sólarupprás á morgun: 07.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.20 Árdegisflóð á morgun: 05.38 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 4 Bergstaðir þoka 3 Bolungarvík léttskýjaö 3 Egilsstaöir 6 Kirkjubœjarkl. rigning 8 Keflavíkurflv. alskýjaö 8 Raufarhöfn alskýjaö 7 Reykjavík alskýjaö 8 Stórhöföi alskýjaö 8 Bergen skýjaö 13 Helsinki þokumóöa 11 Kaupmhöfn þokumóöa 15 Ósló þokumóöa 9 Stokkhólmur súld á síö. kls. 13 Þórshöfn súld 10 Þrándheimur úrkoma í grennd 12 Algarve skýjaö 20 Amsterdam rigning 16 Barcelona léttskýjaö 18 Berlín léttskýjaö 16 Chicago heiöskírt 14 Dublin hálfskýjaö 13 Halifax súld 19 Frankfurt skýjaö 16 Hamborg skýjaö 15 Jan Mayen súld 1 London þrumuv. á síö. kls. 15 Lúxemborg rign. á síö. kls. 15 Mallorca léttskýjaö 18 Montreal léttskýjaö 7 Narssarssuaq skýjaö 3 New York heióskírt 11 Orlando skýjaö 21 París rign. á síó. kls. 14 Róm heiöskírt 17 Vín þoka 14 Washington heiöskírt 9 Winnipeg heiöskírt 7 Andrea Björk eignast systur Litla stúlkan sem hvílir í fangi systur sinnar fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 7. ágúst kl. Barn dagsins 17.38. Við fæðingu var hún 3.660 grömm að þyngd og 50 sentímetra löng. Systir hennar heitir Andrea Björk og er fjögurra ára. Foreldr- ar systranna eru Guöný Matthías- dóttir og Flemming Thorup. Góð færð víðast hvar Þjóðvegir eru yfirleitt í góðu ásigkomulagi, en víða eru vegavinnuflokkar að störfum. Á leiðinni vestur er verið að vinna við hluta af leiðinni Reykjavík-Kjalarnes og Hvalfjörður-Borgames. Þegar vestar dregur er verið að lagfæra leiðina um Steingrímsfjarðarheiði, Botn-Súðavík, Þing- eyri-ísafjörður og Óshlíð. Á Suðurlandi er unnið Færð á vegum við leiðina frá Þjórsá að Hvolsvelli og Hvolsvelli að Vík. Þegar austar dregur er flokkur við vinnu á leiðinni Höfn-Hvalnes og Reyðarfjörður-Eskifjörð- ur. Hálendisvegir eru opnir en margir aðeins færir fjallabílum. Ástand vega Skafrenningur m Steinkast Hálka Qd Ófært ® Vegavinna-aftgát ® öxuiþungatakmarkanir m Þungfært (£) Fært fjallabtlum Chucky tjaslað saman af Tiffany (Jennifer Tilly). Brúður Chuckys í fyrstu kvikmyndinni um brúð- una Chucky, Child’s Play, sem hafði að geyma sál geðveiks raðmorðinga, var skilið við Chucky sundurlimaðan á lög- reglustöð og þar er hann enn í byrjun Bride of Chucky sem Há- skólabíó sýnir. Fyrrum kærasta raðmorðingjans, Tiffany (Jennifer Tilly), sem ekki hefur getað gleymt vini sínum, tekst að bjarga leifiun brúðunnar og byrjar að púsla henni saman og eina stormasama nótt blæs hún lifi í Chucky og þar með er fyrrum kærasti kominn aft- ___________ ///////// Kvikmyndir ur til lífs og lima og nú ætlast Tiffany til þess að hann giftist henni. Þegar Chucky er ekki á sama máli brjálast Tiffany og lokar hann inni með annarri brúðu sem klædd er brúðarskarti. Chucky er ekki á því að láta temja sig og tek- ur fljótt völdin og nær tökum á sál Tiffany sem hann minnkar í sína stærð. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bióhöllin: Inspector Gadget Saga-bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Eyes Wide Shut Háskólabíó: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbíó: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Limbo Krossgátan 1 2 3 4 S 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 skaði, 8 megn, 9 tóm, 10 heitmey, 11 sker, 13 oddi, 15 þak- hæð, 17 kvæði, 18 truflun, 19 eyða, 20 egna, 21 hækkar. Lóðrétt: 1 beiðni, 2 eftirlíking, 3 át- fólgna, 4 fjölguðu, 5 þefaðir, 6 féll- um, 7 svelgur, 11 huggun, 12 ágæta, 14 atlaga, 16 haf. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 kröggur, 8 rós, 9 ræma, 10 espi, 11 lök, 12 mikla, 14 ná, 16 gró, 17 lens, 19 öflugu, 21 tá, 22 fegna. Lóðrétt: 1 krem, 2 rósir, 3 ösp, 4 grillu, 5 gæla, 6 umönnun, 7 rak, 13 * kólf, 15 Ásta, 16 göt, 18 egg, 20 fá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.